Auglýsing

Stundum koma upp mál sem eru þess eðlis að það er bein­línis þjóð­hags­lega mik­il­vægt að fjöl­miðlar taki til þeirra mjög skýra afstöðu í rit­stjórn­ar­skrif­um. Mál sem eru annað hvort svo nauð­syn­leg eða svo galin að öllu skyni bornu fólki ber skylda til að mynda sér skyn­sam­lega afstöðu gagn­vart því.

Eitt slíkt mál er Leið­rétt­ing­in, til­vilj­un­ar­kennd gjöf rík­is­stjórnar á 80 millj­örðum króna til hóps hús­næð­is­lán­taka sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009. Um 90 pró­sent af upp­hæð­inni fer til fólks sem er eldri en 33 ára, um 32 pró­sent, eða tæpir 26 millj­arðar króna, fer til fólks sem er eldra en 56 ára og tæp­lega 30 þús­und manns sem skulda undir tíu millj­ónum króna fá gef­ins pen­inga. Fullt af fólki sem á fullt af pen­ingum fékk fullt af pen­ingum í við­bót. Gef­ins. Frá hin­um.

Til að strá salti í sárin var Leið­rétt­ingin kölluð „Sátt­máli kyn­slóð­anna“ þegar fyrir liggur að engin ein efna­hags­að­gerð hefur stuðlað að jafn stór­tækri milli­færslu á skattfé allra til ein­hvers hóps fólks sem margt hvert þarf ekk­ert á umræddri gjöf að halda. Gott dæmi um slíkan er þessi les­andi Kjarn­ans sem sendi okkur Leið­rétt­ing­una sína.

Auglýsing

Skömmin bítur í skottið á sérKjarn­inn tók afstöðu í rit­stjórn­ar­greinum gegn Leið­rétt­ing­unni. Sú ákvörðun var byggð á skyn­semi og gögnum eftir að stað­reyndir máls­ins höfðu verið skoð­að­ar. Það er ekki skyn­sam­legt að gefa hluta þjóð­ar­innar 80 millj­arðar króna af pen­ingum allra. Og nán­ast allar grein­ingar sem ekki voru bein­línis unnar fyrir rík­is­stjórn­ina í tengslum við útfærslu Leið­rétt­ing­ar­innar hafa kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að aðgerðin væri skömm sem myndi bíta í skottið á sér. Með henni væri verið að pissa í skó­inn.

Þegar allt var dregið saman blasti við rit­stjórn Kjarn­ans að Leið­rétt­ingin væri órétt­lát og til­vilj­ana­kennd aðgerð sem væri til þess fallin að auka mis­skipt­ingu milli þeirra sem eiga mikið og þeirra sem eiga ekk­ert. Hún myndi valda hækkun á verð­bólgu og miklum ruðn­ings­á­hrifum á fast­eigna­mark­aði sem myndi gera það að verkum að lægst laun­aða fólk þjóð­ar­inn­ar, sem sann­ar­lega fékk enga Leið­rétt­ing­ar­gjöf úr rík­is­sjóði, yrð­i í mun verri aðstöðu til að koma þaki yfir höf­uðið en áður. Og almennt til að ná endum sam­an.

Fyrir þessa afstöðu, sem fjöl­margir aðrir innan fjöl­miðla­stéttar og víða ann­ars­staðar í sam­fé­lag­inu höfðu líka, höfum við þurft að þola mikið af ásök­unum um óeðli­leg­heit.  Að þessi skoðun sem sett hafi verið fram í rit­stjórn­ar­greinum eigi sér ein­hverjar flokkspóli­tískar ræt­ur. Að hún sé runnin undan rifjun erlendra hrægamma sem áttu upp­haf­lega að fjár­magna kosn­ingatékka Fram­sókn­ar­flokks­ins, áður en að ákveðið var að láta rík­is­sjóð gera það. Að við séum svo hræði­lega vont fólk að við viljum ekki leið­rétta rang­læti. Allt er auð­vitað rugl, en til­gang­ur­inn helgar með­al­ið.

Leið­rétt­ingin hækkar skuldir lands­mannaEn það er ekki hægt að leið­rétta rang­læti með enn meira rang­læti. Og nú eru afleið­ing­arnar farnar að láta á sér kræla. Því miður stað­festa þær allt það sem gagn­rýn­is­radd­irnar bentu á. Í árs­skýrslu Íbúða­lána­sjóðs kemur fram að Leið­rétt­ingin kosti sjóð­inn, sem er í eigu og á ábyrgð íslenskra skatt­greið­enda, 900 til 1.350 millj­ónir króna á ári vegna vaxta­taps. Rík­is­sjóður hefur sam­þykkt að bæta sjóðnum þetta tjón hans, en gegn því að engin krafa verði færð á rík­is­sjóð vegna þess. Það þýðir á manna­máli að tap Íbúða­lána­sjóðs vegna Leið­rétt­ing­ar­inn­ar, sem mun upp­safnað hlaupa á millj­örðum króna, verður geymt utan rík­is­reikn­ings fyrir kom­andi kyn­slóðir að borga.

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um rúmt pró­sentu­stig í síð­asta mán­uði. Það er ein skarpasta hækk­un  sem átt hefur sér stað á henni í mjög langan tíma. Og hún þýðir vit­an­lega að höf­uð­stóll allra verð­tryggðu lán­anna sem verið var að leið­rétta hækkar í takt við rísandi neyslu­verðs­vísi­tölu.

Verð­bólga á árs­grund­velli hækk­aði sam­hliða úr 0,8 pró­sent í 1,6 pró­sent. Sam­kvæmt grein­ing­ar­að­ilum er ástæða hækk­un­ar­innar meðal ann­ars hækkun hús­næð­is­verðs, sem rakið er beint til auk­ins svig­rúms í kjöl­far Leið­rétt­ing­ar­inn­ar. Án hús­næð­islið­ar­ins er verð­hjöðnun á Íslandi. Einmitt vegna þess að hús­næð­is­verð er hluti af neyslu­vísi­töl­unni hér­lend­is, sem hún er ekki í flestum öðrum lönd­um, er Leið­rétt­ingin víta­verð efnahagsaðgerð. 

Verð­bólga á árs­grund­velli hækk­aði sam­hliða úr 0,8 pró­sent í 1,6 pró­sent. Sam­kvæmt grein­ing­ar­að­ilum er ástæða hækk­un­ar­innar meðal ann­ars hækkun hús­næð­is­verðs, sem rakið er beint til auk­ins svig­rúms í kjöl­far Leið­rétt­ing­ar­inn­ar. Án hús­næð­islið­ar­ins er verð­hjöðnun á Íslandi. Einmitt vegna þess að hús­næð­is­verð er hluti af neyslu­vísi­töl­unni hér­lend­is, sem hún er ekki í flestum öðrum lönd­um, er Leið­rétt­ingin víta­verð efna­hags­að­gerð.

Á sama tíma verður alltaf erf­ið­ara og erf­ið­ara fyrir hina, sem eru annað hvort fastir á leigu­mark­aði þar sem leiga hefur hækkað um 41 pró­sent á fjórum árum eða reyna að nurla saman fyrir útborgun fyrir eigin íbúð, að borga fyrir hús­næði.

Leið­rétt­ingin hefur því aukið skuldir lands­manna og gert þeim verst settu enn erf­ið­ara fyrir að takast á við sín stærstu hvers­dags­legu vanda­mál.

For­dæmi komið svo popúl­ism­inn geti end­ur­tekið sigÞetta er staðan og hún magn­ast enn frekar vegna þeirra stóru vanda­mála sem eru framund­an. Fyrst ber að nefna það stríð sem geisar á vinnu­mark­aði og yfir­vof­andi fjölda­verk­föll vegna þess. Kröfur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um að hífa lægstu laun upp í mögu­leik­ann á því að geta bæði borðað og búið ein­hvers staðar eru að hluta til bein afleið­ing af þeirri stöðu sem er á hús­næð­is­mark­aði. Og sú staða hefur verið gerð enn erf­ið­ari með Leið­rétt­ing­unni.

Auk þess hafa bæði seðla­banka­stjóri og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sagt nýverið að ein­hver losun fjár­magns­hafta sé framundan í nán­ustu fram­tíð. Þau skref munu alltaf valda ein­hverju efna­hags­legu ójafn­vægi og meðal ann­ars gæti verð­bólga auk­ist. Þá væri gott að hafa sleppt hand­virku verð­bólgu­aukn­ing­unni sem Leið­rétt­ingin skil­aði okk­ur.

Og draumur Fram­sókn­ar­manna um að banna verð­tryggð lán virð­ist ákaf­lega fjar­læg­ur. Neyt­endur vilja enda taka verð­tryggð lán þrátt fyrir allt. Í nýlegri frétta­skýr­ingu Kjarn­ans kom meðal ann­ars fram að 65 pró­sent nýrra íbúða­lána Lands­bank­ans, sem lán­aði lang­mest allra út í ný íbúða­lán í fyrra, hefðu verið verð­tryggð.

Við næsta verð­bólgu­skot, sem íslensk efna­hags­saga segir okkur að sé óum­flýj­an­leg, þá mun þessi hópur verð­tryggðra lán­tak­enda auð­vitað heimta Leið­rétt­ingu. Og popúl­ism­inn end­ur­tekur sig.

Vel­komin í afleið­ing­arnarGagn­rýni á Leið­rétt­ing­una eld­ist ákaf­lega vel. Hún hefur opin­berað sig sem mjög órétt­lát, mis­skipt og ómark­viss aðgerð sem ráð­ist var í til að standa að ein­hverju leyti við lof­orðið sem fleytti Fram­sókn­ar­flokknum í rík­is­stjórn. Mikil er ábyrgð hins stjórn­ar­flokks­ins sem kok­gleypti þessa vit­leysu.

Eftir að þriðji Leið­rétt­ing­ar­blaða­manna­fundur leið­toga stjórn­ar­flokk­anna var hald­inn í nóv­em­ber, þar sem útfærsla pen­inga­gjaf­anna var útskýrð, bjugg­ust eflaust margir við því að fylgi stjórn­ar­flokk­anna myndi æða upp. Þeir voru enda að gefa fólki pen­inga.

Mjög margir þeirra sem fengu lottó­vinn­ing eru ákaf­lega ósáttir við hversu lítið situr eftir af honum þegar búið er að draga öll hin skulda­úr­ræðin sem þeir voru þegar búin að nýta frá. Hinir sem hafa séð aðgerð­ina fyrir það sem hún er, ákaf­lega órétt­látt lýð­skrum, hafa styrkst í and­stöðu sinni gegn henni ef eitt­hvað er. Einu sem virð­ast virki­lega sáttir eru hinir mjög ríku sem fengu óvænta upp­færslu á skíða­fríin sín næstu árin í boði íslenskra skatt­greið­enda.

Annað hefur hins vegar komið í ljós. Mjög margir þeirra sem fengu lottó­vinn­ing eru ákaf­lega ósáttir við hversu lítið situr eftir af honum þegar búið er að draga öll hin skulda­úr­ræðin sem þeir voru þegar búnir að nýta frá. Hinir sem hafa séð aðgerð­ina fyrir það sem hún er, ákaf­lega órétt­látt lýð­skrum, hafa styrkst í and­stöðu sinni gegn henni ef eitt­hvað er. Einu sem virð­ast virki­lega sáttir eru hinir mjög ríku sem fengu óvænta upp­færslu á skíða­fríin sín næstu árin í boði íslenskra skatt­greið­enda. Fyrir vikið er fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins pikk­fast í kjarna­fylg­inu og Fram­sókn, sem mælist með um ell­efu pró­sent fylgi á góðum degi, er óvin­sælli en flokk­ur­inn var áður en að Sig­mundur Davíð tók við sem for­mað­ur.

Morg­un­ljóst er að reiðin í garð aðgerð­anna á bara eftir að aukast næstu miss­erin með auk­inni verð­bólgu og hækk­andi hús­næð­is­verði. Skýrsla Bjarna Bene­dikts­sonar um end­an­lega mis­skipt­ingu fjár­hæð­ar­innar á milli tekju- og ald­urs­hópa, sem vænt­an­leg er á þessu vor­þingi, mun án nokk­urs vafa virka sem olía á þann eld.

Vel­komin í afleið­ingar þess sem ger­ist þegar stjórn­mála­flokkur kaupir kosn­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None