Hvaða verkefni bíða nýs rektors Háskóla Íslands?

Friðrik Eysteinsson
Reykjavik_Haskoli_Islands.jpg
Auglýsing

Jón Atli Bene­dikts­son, aðstoð­ar­rektor í Háskóla Íslands, hlaut til­nefn­ingu til emb­ættis rekt­ors skól­ans þann 20. apríl sl.

Það var helst talið Jóni Atla til tekna að hann hefði mikla stjórn­un­ar­reynslu innan úr Háskóla Íslands.

Auglýsing


Aftur á móti var talið Guð­rúnu Nor­dal, mót­fram­bjóð­anda hans, til tekna að hún hefði hana ekki.Hvor­ugt hafði þó þekk­ingu á né reynslu af stjórnun deild­ar, sviðs eða skóla, hvorki innan Háskóla né utan.Lík­legt er að sá sem vill verða rektor Háskóla Íslands leggi ekki til neinar umtals­verðar breyt­ingar í kosn­ing­ar­bar­áttu sinni. Það gæti fælt kjós­endur frá en atkvæði starfs­manna vega 70% og nem­enda 30% þegar til­nefn­ing rekt­ors, sem ráð­herra ber að taka mið af, er ann­ars veg­ar.Leiða má líkur að því að valið milli Jóns Atla og Guð­rúnar hafi staðið á milli for­tíðar og fram­tíð­ar, stöðn­unar og breyt­inga og þeir kjós­endur orðið ofan á sem sótt­ust eftir hinu fyrr­nefnda í báðum til­fell­um.Þeir sem studdu Jón Atla til rekt­ors héldu því fram að hann hefði sýnt mikla  þekk­ingu á stöðu og þörfum skól­ans, starfs­manna hans og ekki síst stúd­enta.Þess varð hins vegar ekki vart í kosn­inga­bar­átt­unni að hann hefði mikla þekk­ingu né skiln­ing á stöðu og þörfum eig­enda skól­ans, þ.e. okkar eyj­ar­skeggja. Sama gilti reyndar um Guð­rúnu. Þau ætl­uðu bæði að berj­ast fyrir bættum kjörum og aðstöðu fyrir starfs­fólk og stúd­enta sem hljóta eðli máls að vera í öðru sæti.Aðal­á­hersla beggja var á að skól­inn fengi meira fé frá okkur eyj­ar­skeggj­um. En ekki á nýt­ingu þess.Hún var líka á að ná því alls­endis óraun­hæfa og ótima­setta mark­miði að Háskóli Íslands kæm­ist í hóp 100 bestu háskóla í heim­inum í stað þess að sníða honum stakk eftir vexti, þ.e. að fjár­mögnun hans tæki mið af raun­hæf­ara mark­miði sem sett væri í kjöl­far alvöru grein­ingar í stað gor­geirs Hrunsáranna!Orsök og afleið­ingu er því aftur snúið á haus.En hvaða verk­efni bíða svo nýja rekt­ors­ins, sem tæp­ast mun þó gera mikið því hann stefnir að því að sitja tvö kjör­tíma­bil og hefur því varla efni á því að fæla frá sér kjós­endur sína.Í fyrsta lagi þarf að hann að láta fara fram óháða úttekt á kennslu (námi), rann­sóknum og stjórn­sýslu skól­ans í ljósi umræð­unnar innan hans og utan síð­ustu daga, vikur og mán­uði.Í öðru lagi þarf hann að láta (end­ur)skil­greina hlut­verk/fram­tíð­ar­sýn skól­ans sem þarf fyrst og fremst að verða alþjóð­lega sam­keppn­is­hæfur kennslu­há­skóli en ekki rann­sókna­há­skóli nema á þeim sviðum sem hann hefur sýnt að  hann getur aukið sam­keppn­is­hæfni íslenskra atvinnu­greina á.Í þriðja lagi þarf að hann svo að láta setja skól­anum nýtt mæl­an­legt, tíma­sett, raun­hæft og krefj­andi mark­mið og láta móta stefnu um það hvernig því verði best náð.Höf­undur er rekstr­ar­hag­fræð­ing­ur. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None