Hver sagði stjórnendum RÚV að reka fyrirtækið svona?

rúv
Auglýsing

Í skýrslu nefndar sem fór yfir starfsemi RÚV ohf., og kom út í dag, segir að rekstur fjölmiðlafyrirtækisins sé, og hafi verið, ósjálfbær. Það þýðir á mannamáli að RÚV hafi eytt meiri peningum en því var skammtað af eiganda sínum og fyrirtækið náði að afla á auglýsingamarkaði.

Þar segir einnig að áætlanir sem RÚV sé rekið eftir í dag geri allar ráð fyrir því að fyrirtækið fái hærra útvarpsgjald, að ríkið taki yfir skuldabréf vegna lífeyrisskuldbindinga sem stendur í 3,2 milljörðum króna og að RÚV fengi að selja byggingarétt á lóð sinni sem myndi lækka skuldir fyrirtækisins um 1,5 milljarða króna.

Vandamálið við þessar rekstrarforsendur er að einungis ein þeirra er staðreynd, þ.e. að RÚV fékk að selja byggingarétt til að lækka skuldir sínar. Í fjárlagafrumvarpi er ekki gert ráð fyrir jafn háu útvarpsgjaldi og í áætlunum né er þar nokkuð um að ríkið ætli sér að taka yfir ofangreint skuldabréf. Því er rekstur RÚV enn ósjálfbær. Þ.e. fyrirtækið eyðir peningum sem það er ekki með í hendi.

Auglýsing

Í fréttatilkynningu sem RÚV sendi frá sér vegna skýrslunnar segir að mistök hafi verið gerð þegar „gamlar lífeyrssjóðsskuldbindingar ríkisins fylgja með við hlutafélagsvæðinguna. Stjórnvöld þurfa að leiðrétta þessi mistök. Gera þarf nýjan þjónustusamning sem byggir á því að útvarpsgjald lækki ekki frekar og fjármögnun sé stöðug út samningstímann“.

Þetta orðalag er athyglisvert og gefur í skyn að stjórnendur RÚV telji sig geta gert kröfu til breytinga á fjármögnun sinni sem á sér ekki stoð í fjárlögum. Var þeim mögulega lofað meira svigrúmi í rekstri fyrirtækisins en tilkynnt hefur verið um opinberlega? Ýmislegt bendir að minnsta kosti til þess.

Eftir að tilkynnt var um að staða útvarpsstjóra yrði auglýst í lok árs 2013 var Magnús Geir Þórðarson strax orðaður við stöðuna. Hann lýsti því hins vegar yfir í viðtali við Sigríði Arnardóttur á RÚV að hann ætlaði sér ekki að sækja um. Magnúsi Geir snérist þó hugur, sótti um og varð útvarpsstjóri. Ekki liggur fyrir hvað það var sem breytti afstöðu hans en það fór ekkert á milli mála á sínum tíma að Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, vildi mjög fá Magnús Geir í starfið og að þrýst hafði verið á hann að sækja um.

Niðurstaða skýrslunnar sem birt var í dag er skýr: rekstur RÚV í dag er ósjálfbær og ekki í takt við þær tekjur sem fyrirtækinu er skammtað af eiganda sínum. Það þýðir að annað hvort séu stjórnendur RÚV að reka fyrirtækið á umboðslausan og óábyrgan hátt, eða einhverjir stjórnmálamenn hafa lofað þeim auknu rekstrarfé sem síðan hefur ekki verið staðið við að afhenda. Annar hvor hópurinn ber ábyrgðina.

Einhver verður að sitja uppi með heitu kartöfluna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Líkurnar á að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur haldi velli komnar niður í 38 prósent
Í lok ágúst voru líkurnar á því að sitjandi ríkisstjórn myndi halda 60 prósent. Þær hafa minnkað hratt en á sama tíma hafa líkurnar á myndun fjögurra flokka stjórnar án Sjálfstæðisflokks aukist umtalsvert.
Kjarninn 18. september 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
Sjálfsvirðing
Kjarninn 18. september 2021
Bára Huld Beck
Trúir einhver þessari konu?
Kjarninn 18. september 2021
Stefán Ólafsson
Rangfærslur Áslaugar Örnu um skatta
Kjarninn 18. september 2021
Utanríkisráðuneytið afturkallaði einungis eitt liprunarbréf af öllum þeim sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 skall á.
Einungis eitt liprunarbréf afturkallað af fleiri en tvö þúsund slíkum
Liprunarbréfið sem Jakob Frímann Magnússon óskaði eftir fyrir barn vinar síns í mars í fyrra er það eina sem utanríkisráðuneytið hefur þurft að afturkalla af fleiri en tvö þúsund slíkum sem gefin voru út eftir að faraldur COVID-19 hófst.
Kjarninn 18. september 2021
Steinar Frímannsson
Óvissuferð án fyrirheits – Umhverfisstefna Framsóknarflokks
Kjarninn 17. september 2021
Minnkandi fylgi Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna gæti skilað þeim báðum utan stjórnar
Vinstri græn eru nú í þeirri stöðu að þrír miðjuflokkar eru með meira fylgi en þau og Viðreisn mælist með nákvæmlega það sama. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með sitt lægsta fylgi í kosningaspánni.
Kjarninn 17. september 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Öflugt húsnæðiskerfi fyrir alla
Kjarninn 17. september 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None