Hver sagði stjórnendum RÚV að reka fyrirtækið svona?

rúv
Auglýsing

Í skýrslu nefndar sem fór yfir starf­semi RÚV ohf., og kom út í dag, segir að rekstur fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins sé, og hafi ver­ið, ósjálf­bær. Það þýðir á manna­máli að RÚV hafi eytt meiri pen­ingum en því var skammtað af eig­anda sínum og fyr­ir­tækið náði að afla á aug­lýs­inga­mark­aði.

Þar ­segir einnig að áætl­anir sem RÚV sé rekið eftir í dag geri allar ráð fyrir því að fyr­ir­tækið fái hærra útvarps­gjald, að ríkið taki yfir skulda­bréf vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga sem stendur í 3,2 millj­örðum króna og að RÚV fengi að ­selja bygg­inga­rétt á lóð sinni sem myndi lækka skuldir fyr­ir­tæk­is­ins um 1,5 millj­arða króna.

Vanda­málið við þessar rekstr­ar­for­sendur er að ein­ungis ein þeirra er stað­reynd, þ.e. að RÚV fékk að selja bygg­inga­rétt til að lækk­a skuldir sín­ar. Í fjár­laga­frum­varpi er ekki gert ráð fyrir jafn háu út­varps­gjaldi og í áætl­unum né er þar nokkuð um að ríkið ætli sér að taka yfir­ of­an­greint skulda­bréf. Því er rekstur RÚV enn ósjálf­bær. Þ.e. fyr­ir­tækið eyð­ir ­pen­ingum sem það er ekki með í hendi.

Auglýsing

Í frétta­til­kynn­ingu sem RÚV sendi frá sér vegna skýrsl­unn­ar ­segir að mis­tök hafi verið gerð þegar „gamlar líf­eyrs­sjóðs­skuld­bind­ingar rík­is­ins fylgja með við hluta­fé­lag­s­væð­ing­una. Stjórn­völd þurfa að leið­rétta þessi mis­tök. Ger­a þarf nýjan þjón­ustu­samn­ing sem byggir á því að útvarps­gjald lækki ekki frekar og fjár­mögnun sé stöðug út samn­ings­tím­ann“.

Þetta orða­lag er athygl­is­vert og gefur í skyn að stjórn­endur RÚV telji sig geta gert kröfu til breyt­inga á fjár­mögnun sinni sem á sér ekki stoð í fjár­lög­um. Var þeim mögu­lega lof­að meira svig­rúmi í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins en til­kynnt hefur verið um opin­ber­lega? Ýmis­legt bendir að minnsta kosti til þess.

Eftir að til­kynnt var um að staða útvarps­stjóra yrði aug­lýst í lok árs 2013 var Magnús Geir Þórð­ar­son strax orð­aður við stöð­una. Hann lýst­i því hins vegar yfir í við­tali við Sig­ríði Arn­ar­dóttur á RÚV að hann ætl­aði sér­ ekki að sækja um. Magn­úsi Geir snérist þó hug­ur, sótti um og varð útvarps­stjóri. Ekki liggur fyrir hvað það var sem breytti afstöðu hans en það fór ekk­ert á milli mála á sínum tíma að Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og ­menn­ing­ar­mála­ráð­herra, vildi mjög fá Magnús Geir í starfið og að þrýst hafð­i verið á hann að sækja um.

Nið­ur­staða skýrsl­unnar sem birt var í dag er skýr: rekstur RÚV í dag er ósjálf­bær og ekki í takt við þær tekjur sem fyr­ir­tæk­inu er skammtað af eig­anda sín­um. Það þýðir að annað hvort séu stjórn­endur RÚV að reka fyr­ir­tækið á umboðs­lausan og óábyrgan hátt, eða ein­hverjir stjórn­mála­menn hafa lofað þeim auknu rekstr­arfé sem síðan hefur ekki verið staðið við að afhenda. Annar hvor hóp­ur­inn ber ábyrgð­ina.

Ein­hver verður að sitja uppi með heitu kart­öfl­una. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs
Níu þingmennirnir leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.
Kjarninn 13. desember 2019
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur
Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.
Kjarninn 13. desember 2019
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None