Hver sagði stjórnendum RÚV að reka fyrirtækið svona?

rúv
Auglýsing

Í skýrslu nefndar sem fór yfir starf­semi RÚV ohf., og kom út í dag, segir að rekstur fjöl­miðla­fyr­ir­tæk­is­ins sé, og hafi ver­ið, ósjálf­bær. Það þýðir á manna­máli að RÚV hafi eytt meiri pen­ingum en því var skammtað af eig­anda sínum og fyr­ir­tækið náði að afla á aug­lýs­inga­mark­aði.

Þar ­segir einnig að áætl­anir sem RÚV sé rekið eftir í dag geri allar ráð fyrir því að fyr­ir­tækið fái hærra útvarps­gjald, að ríkið taki yfir skulda­bréf vegna líf­eyr­is­skuld­bind­inga sem stendur í 3,2 millj­örðum króna og að RÚV fengi að ­selja bygg­inga­rétt á lóð sinni sem myndi lækka skuldir fyr­ir­tæk­is­ins um 1,5 millj­arða króna.

Vanda­málið við þessar rekstr­ar­for­sendur er að ein­ungis ein þeirra er stað­reynd, þ.e. að RÚV fékk að selja bygg­inga­rétt til að lækk­a skuldir sín­ar. Í fjár­laga­frum­varpi er ekki gert ráð fyrir jafn háu út­varps­gjaldi og í áætl­unum né er þar nokkuð um að ríkið ætli sér að taka yfir­ of­an­greint skulda­bréf. Því er rekstur RÚV enn ósjálf­bær. Þ.e. fyr­ir­tækið eyð­ir ­pen­ingum sem það er ekki með í hendi.

Auglýsing

Í frétta­til­kynn­ingu sem RÚV sendi frá sér vegna skýrsl­unn­ar ­segir að mis­tök hafi verið gerð þegar „gamlar líf­eyrs­sjóðs­skuld­bind­ingar rík­is­ins fylgja með við hluta­fé­lag­s­væð­ing­una. Stjórn­völd þurfa að leið­rétta þessi mis­tök. Ger­a þarf nýjan þjón­ustu­samn­ing sem byggir á því að útvarps­gjald lækki ekki frekar og fjár­mögnun sé stöðug út samn­ings­tím­ann“.

Þetta orða­lag er athygl­is­vert og gefur í skyn að stjórn­endur RÚV telji sig geta gert kröfu til breyt­inga á fjár­mögnun sinni sem á sér ekki stoð í fjár­lög­um. Var þeim mögu­lega lof­að meira svig­rúmi í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins en til­kynnt hefur verið um opin­ber­lega? Ýmis­legt bendir að minnsta kosti til þess.

Eftir að til­kynnt var um að staða útvarps­stjóra yrði aug­lýst í lok árs 2013 var Magnús Geir Þórð­ar­son strax orð­aður við stöð­una. Hann lýst­i því hins vegar yfir í við­tali við Sig­ríði Arn­ar­dóttur á RÚV að hann ætl­aði sér­ ekki að sækja um. Magn­úsi Geir snérist þó hug­ur, sótti um og varð útvarps­stjóri. Ekki liggur fyrir hvað það var sem breytti afstöðu hans en það fór ekk­ert á milli mála á sínum tíma að Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og ­menn­ing­ar­mála­ráð­herra, vildi mjög fá Magnús Geir í starfið og að þrýst hafð­i verið á hann að sækja um.

Nið­ur­staða skýrsl­unnar sem birt var í dag er skýr: rekstur RÚV í dag er ósjálf­bær og ekki í takt við þær tekjur sem fyr­ir­tæk­inu er skammtað af eig­anda sín­um. Það þýðir að annað hvort séu stjórn­endur RÚV að reka fyr­ir­tækið á umboðs­lausan og óábyrgan hátt, eða ein­hverjir stjórn­mála­menn hafa lofað þeim auknu rekstr­arfé sem síðan hefur ekki verið staðið við að afhenda. Annar hvor hóp­ur­inn ber ábyrgð­ina.

Ein­hver verður að sitja uppi með heitu kart­öfl­una. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir
Leiðréttum skakkt verðmætamat – Greiðum konum mannsæmandi laun
Kjarninn 8. mars 2021
Sólveig Anna Jónsdóttir
8. mars 2021
Kjarninn 8. mars 2021
Einkaneysla Íslendinga í fyrra var mun meiri en helstu greiningaraðilar gerðu ráð fyrir
Sérfræðingar ofmátu samdráttinn
Síðasta ár fór ekki nákvæmlega eins og sérfræðingar þriggja stærstu bankanna, Seðlabankans, Viðskiptaráðs, ASÍ eða ríkisstjórnarinnar spáðu fyrir um í þeim 15 hagspám sem gerðar hafa verið frá síðustu apríllokum.
Kjarninn 8. mars 2021
Kári Jónasson og Skúli Jóhannsson
Hugmynd um sæstreng frá Straumsvík til Suðurnesja endurvakin
Kjarninn 8. mars 2021
Fasteignafélagið Eik tapaði mikið á rekstri hótels 1919, sem er í eigu þess
6 milljarða samdráttur í rekstri fasteignafélaganna
Fasteignafélögin Reitir, Reginn og Eik högnuðust öll á rekstri sínum í fyrra. Þó var hagnaðurinn töluvert minni en á síðasta ári, en samkvæmt félögunum leiddi heimsfaraldurinn til mikils samdráttar í tekjum.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None