Hvers vegna er ójöfnuður góður?

afrika.jpg
Auglýsing

Stefán Jón Hafstein Stefán Jón Haf­stein

85 ein­stak­lingar eiga helm­ing allra eigna í heim­in­um. Hvernig gerð­ist þetta, hvers vegna og hverjar eru afleið­ing­arn­ar? Þeir sem eru almennt tals­menn ójöfn­uðar virð­ast und­ar­lega hljóðir um þessa stöðu. Þá virð­ast fáir útskýra og verja þá stað­reynd að 1% íbúa jarðar á meira en 50% mann­kyns.

Fyrir skömmu var haldin alþjóð­legur blogg­dagur gegn ójöfn­uði.  Hér er minn skerf­ur:

Auglýsing

Það má alveg færa rök fyrir ójöfn­uði. Það gerði leið­ara­höf­undur Frétta­blaðs­ins þegar hún tal­aði gegn auð­legð­ar­skatti á Íslandi því hann refs­aði fólki fyrir ráðeild og elju­semi. Þeir sem eru dug­leg­ir, frjó­ir, taka áhættu með eigið fé og skapa auð með því að vinna sjálfum sér og sam­fé­lag­inu gagn mega alveg bera meira úr býtum en við hin sem erum bara réttir og sléttir verka­menn í ald­in­garði drott­ins. Eða hrein­rækt­aðir let­ingj­ar. En hvar eru enda­mörk þess ójöfn­uðar sem er æski­legur eða verj­an­leg­ur?

Við erum komin langt út fyrir þau mörk.

En hvar eru enda­mörk þess ójöfn­uðar sem er æski­legur eða verj­an­leg­ur?Við erum komin langt út fyrir þau mörk.  

Um það eru lang flestir sam­mála sem telj­ast mark­tækir á alþjóð­legum ræðupöll­um: Alþjóða gjald­eyr­is­sjóð­ur­inn, Alþjóða­bank­inn, allir helstu leið­togar Vest­rænna ríkja með sjálfan höf­uð­paur heim­skap­ít­al­ism­ans í broddi: Obama Banda­ríkja­for­seta; fjár­afla­menn eins og Bill Gates, War­ren Buf­fet, hag­fræð­ingar eins og Jos­eph Stigliz og löng röð af minni spá­mönnum allt til nýjasta tískugúrús­ins í hag­fræð­inni: Thom­asar Picketty sem selur 700 blað­síðna doðr­ant gegn ójöfn­uði í tonna­tali.

Sjálfur varði ég sumr­inu í að skrifa um líf og störf fátæka fólks­ins og hef ekki kom­ist í að lesa Capi­tal in the 21. Cent­ury, eftir Picketty, en um hana hef ég les­ið. Eflaust ágæt bók þótt það sé ekki frum­leg nið­ur­staða að vít­is­vél fjár­málakap­ít­al­ism­ans feli í sér tor­tím­ing­ar­hvata.

Nýjasta heimskreppan sýnir eft­ir­minni­lega hve hættu­legur óheftur kap­ít­al­ismi er. Látum liggja milli hluta órétt­láta og ósann­gjarna nið­ur­stöðu, en hún er hættu­leg. Þessi frum­stæða vél sem á sér afar stutta sögu í stærra sam­hengi mann­legrar til­veru er blátt áfram lífs­hættu­leg.

Ég skal taka nokkur dæmi.

Ójöfn­uður vinnur gegn almanna­hags­mun­um: Ebóla-veiran sem nú gæti lagt af velli 1-2 millj­ónir manna áður en yfir lýkur er fyrst og fremst fátækt­ar­sjúk­dóm­ur. Hún verður aldrei að far­aldri á Vest­ur­löndum segja menn þótt einn og einn lendi í sótt­kví.  Hvers vegna?  Vegna þess að við eigum sjúkra­hús, lækna og hjúkr­un­ar­fólk og inn­viði sem stand­ast svona áhlaup, við erum hraust af góðu atlæti og búum að þekk­ingu. Við erum örugg í skjóli af því sem skatt­arnir okkar hafa borg­að. Í fátæku lönd­unum hefur ebóla grass­erað með upp­hlaupum hér og þar ára­tugum sam­an, strá­fellt fólk á ein­angr­uðum svæðum og hjaðnað svo. Nú vakna menn upp við það (þegar ríka fólkið byrjar að deyja) að lyfja­iðn­að­ur­inn í heim­inum hefur ekki fram­leitt lyf eða bólu­efni þótt það sé hægt. Hvers vegna? Vegna þess að það borgar sig ekki. Ójöfn­uður og fátækt hafa skapað for­sendur fyrir því að nú er öllum ógn­að, líka okk­ur. Það sem ,,borgar sig“ er frá­leit skilgrein­ing á því hvar vel­sæld fólks byrj­ar. Það sem ,,borgar sig ekki“ sam­kvæmt bók­haldi stór­fyr­ir­tækja má ekki ákvarða hver má lifa og hver deyja. Það hefði verið sam­fé­lags­lega skyn­sam­leg ákvörðun að þróa lyf við ebólu fyrir löngu, óháð gróða­von lyfja­fyr­ir­tækja. (Og þá ótalin sið­ferð­is­legu rökin gegn því að láta fólk hrynja niður unn­vörp­um).

Frá sjón­ar­hóli fátæka meiri­hlut­ans í heim­inum eru hinar einu sönnu öfgar sá lífs­stíll og græðgi sem auð­ræði elur af sér.  Og blasir við á öllum frétt­ar­ásum heims­ins allar stundir.

Ofur­fá­tækt  er ógn við frið: Rúm­lega millj­arður manna er hrein­lega á von­ar­völ og helm­ingur mann­kyns á nokkurn veg­inn ekki neitt.  Nú vita allir allt um alla – líka þeir fátæku sem horfa á vellyst­ingar auð­klíkunnar í heim­inum sem fóðrar fjár­málaf­ursta og mokar pen­ingum í hern­að­arma­sk­ínur sem þurfa enda­laus stríð til að við­halda sjálfum sér. Frétta­spuninn kallar þá ,,öfga­menn“ sem grípa til vopna en hvað kall­ast öfgarnar sem þeir berj­ast gegn? Frá sjón­ar­hóli fátæka meiri­hlut­ans í heim­inum eru hinar einu sönnu öfgar sá lífs­stíll og græðgi sem auð­ræði elur af sér.  Og blasir við á öllum frétt­ar­ásum heims­ins allar stund­ir.

Auð­ræði er ógn við lýð­ræði: Nýjasta fjár­málakreppan hefur ekki bara afhúpað mis­kunn­ar­leysi  hins óhefta kap­ít­al­isma, heldur botn­lausa spill­ingu og eitr­aða blöndu stjórn­mála, her­mála og fjár­mála. Í stóru og smáu blasir við hrein­ræktað sið­leysi sem þekkir engin tak­mörk frekar en græðgin sem lætur greipar sópa um heim­ili vest­rænna skatt­borg­ara til að kynda undir bál­inu. Banka­hrunið kost­aði hverja fjög­urra manna fjöl­skyldu á Íslandi 15 millj­ónir króna, hvers konar ok er það sem fjár­mála­el­ítan velti á vinn­andi fólk um allan hinn vest­ræna heim? Það er ok atvinnu­leys­is, verri heilsu, minna öryggis og sam­fé­lags­legrar sundr­ung­ar.  Full­trúi valds­stjórnar Kína í Hong Kong komst einkar vel að orði fyrir hönd yfir­stétta allra landa: ,,Fá­tæki meiri­hlut­inn má ekki ráða hverjir fara í fram­boð“ ...því það ógnar ,,við­skipta­hags­mun­um“. Gæti hafa verið Born in the USA.

Ójöfn­uður elur á spill­ing­u: Græðgi kann sér engin mörk, hvorki laga­leg né sið­leg.  Valda­hlut­föll raskast, vald­mörk fær­ast til, aðhaldið sem auð­kýf­ingar þurfa og erft­ir­litið með fjár­mála­vít­is­vél­inni hverfur inn í spill­ing­argímald. Sá sið­ferð­is­legi hástallur sem Vest­ur­lönd hreyktu sér á, að mörgu leyfi með réttu, er hrun­inn. Hvernig halda menn að það sé að tala fyrir gagn­sæi, eft­ir­liti og lögum í þró­un­ar­löndum þegar okkar eigin elítur vaða á skítugum skónum yfir allt það sem okkur var kennt að virða? Ójöfn­uður er ekki bara aðför að lífs­kjörum heldur atlaga að lífs­hug­sjón sem er und­ir­staða þess besta sem Vest­ur­lönd geta státað af.

Inn­viðir hrynja, sjúkra­hús, skól­ar, sam­göngu­kerf­i...und­ir­staða þessa alls voru þær póli­tísku og efna­hags­legu for­sendur sem breyttu valda­hlut­föllum á 20. öld alþýðu í hag

Ójöfn­uður ógnar vel­sæld: Í sögu­legu sam­hengi  er vest­ræna vel­ferð­ar­kerfið nú á brauð­fót­um. Milli­stétt­inn hélt að lof­orðið um æ stærri hlut af kök­unni myndi halda. Svo er ekki.  Þvert á móti - og hún er örvænt­ing­ar­full. Við sjáum það á Íslandi og alls staðar ann­ars stað­ar: Inn­viðir hrynja, sjúkra­hús, skól­ar, sam­göngu­kerf­i...und­ir­staða þessa alls voru þær póli­tísku og efna­hags­legu for­sendur sem breyttu valda­hlut­föllum á 20. öld alþýðu í hag: Það hlut­fall af þjóð­ar­fram­leiðslu sem fór til vel­ferð­ar­mála óx úr því að vera innan við 10% í að verða 25-30% í það minnsta. Þannig urðu vel­ferð­ar­ríkin til, þannig fékk milli­stéttin draum og þannig breytt­ust lífs­skil­yrði alþýð­u á Íslandi úr því að vera lífið sem Tryggvi Emils­son lýsti í Fátæku fólki í það að landið varð eitt af topp­ríkjum á vel­sæld­ar­vísi­tölu Sam­ein­uðu þjóð­anna. Auk­inn jöfn­uður bjó til vel­sæld.

Þessi for­múla gildir fyrir heim­inn allan alveg eins og hún gildir ennþá fyrir Ísland og þau lönd sem við berum okkur saman við og hafa náð lengst í vel­sæld. Það er í hróp­andi and­stöðu við þessa sögu­legu reynslu að ójöfn­uður vex, ekki aðeins innan vel stæðu ríkj­anna heldur einnig milli ríkja; auð­ræðið er alþjóð­legt og afleið­ing­arnar snerta alla.

Ójöfn­uður er ógn við allt sem okkur er kær­ast í sam­fé­lagi manna.

Stefán Jón Haf­stein er höf­undur nýút­kom­innar bókar sem heitir Afr­íka – ást við aðra sýn, og býður les­endum Kjarn­ans að grípa hér niður í einn kafla  sem fjallar um sama efni og að ofan.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None