Hversu mikið kostar þróunaraðstoð Íslands?

San-tsumkwe-jul-2007-102.jpg
Auglýsing

Í stuttu máli: Þró­un­ar­að­stoð Íslands gegnum rík­is­sjóð kostar rétt rúma fjóra millj­arða króna á þessu ári.  Í því felst stuðn­ingur Utan­rík­is­ráðu­neytis við alþjóð­legar stofn­an­ir, borg­ara­sam­tök og háskóla S.Þ. á Íslandi (60%) og stuðn­ingur við fátæk ríki í Afr­íku gegnum Þró­un­ar­sam­vinnu­stofnun (40%).

Þetta er tals­vert fé.

Það jafn­gildir um það bil 1000 krónum á hvern Íslend­ing  á mán­uði.

Auglýsing

Er það mikið eða lít­ið?

Það er mikið – ef maður miðar við að stór hluti jarð­ar­búa þarf að draga fram lífið á 100 krónum á dag. Þá er þús­und­kall dágóð summa.

En þús­und­kall er lítið ef miðað er við fram­lög ann­arra þjóða á hvern ein­stak­ling til þró­un­ar­sam­vinnu. Þar erum við í neðsta sæti á löngum lista ,,vel­meg­un­ar­þjóða“. Langneðst.

Þjóð­verjar eru næst neðstir og gefa tvö­falt meira en við á hvern ein­stak­ling, eða næstum 2000 krónur á mán­uði. Danir og Svíar eru með kringum 5000-6000 á mann, og Norð­menn sem eru efstir allra, eru með kringum 10.000 krónur á mann á mán­uði  þró­un­ar­að­stoð.

Þús­und­kall á mán­uði setur okkur sem sagt í lang neðsta sæt­i.  Þús­und­kall jafn­gildir um það bil tveimur kaffi­bollum á veit­inga­stað í mið­borg Reykja­víkur svo maður setji  fram­lagið í kunn­ug­legt sam­hengi.

En hlut­fall af þjóð­ar­fram­leiðslu?Stefán Jón Hafstein. Stefán Jón Haf­stein.

En hvernig stendur Ísland ef við notum þessa hefð­bundnu tölu sem alltaf er vitnað í: Hlut­fall af þjóð­ar­fram­leiðslu?

Þá erum við með 0,21% af þjóð­ar­fram­leiðslu. Með­al­tal OECD ríkja er kringum 0.30% svo við erum tals­vert fyrir neðan það. Og þau lönd sem standa okkur næst menn­ing­ar­lega og efna­hags­lega eru satt að segja öll vel fyrir ofan með­al­talið.  Allt frá því að vera með rúm­lega tvisvar sinnum hærra hlut­fall en við og upp í fimm­falt hærra hlut­fall.

Hvert er mark­mið­ið?Hvert hefur verið mark­mið Íslands í þró­un­ar­sam­vinnu ára­tugum saman hvað varðar fram­lög sem hlut­fall af þjóð­ar­fram­leiðslu?  Við erum mjög langt frá því yfir­lýsta mark­miðið að verja 0,7% af þjóð­ar­fram­leiðslu til þró­un­ar­að­stoðar (Norð­menn, Svíar og Lúx­em­borg eru nálægt einu pró­sent­i).  Og nú stefnir í að við lækkum enn á þessum lista því á næsta ári verðum við með 0,2% af þjóð­ar­fram­leiðslu til þró­un­ar­mála.

Það er hins vegar athygl­is­vert að Ísland er mjög ofar­lega á tveimur listum sem skipta máli í þessu sam­heng­i.  Á vel­ferð­ar­lista Sam­ein­uðu þjóð­anna mælist vel­sæld svo mikil á Íslandi að við erum í 13. sæti af öllum ríkjum jarðar (Human develop­ment index). Og á lista yfir gjaf­mildi til góð­gerð­ar­mála eru Íslend­ingar í 14. sæti (World giv­ing index).

Ef fólk hefur áhyggjur af vilja Alþingis þá er það óþarft. Fyrir aðeins einu og hálfu ári var sam­þykkt með 62 atkvæðum af 63 að fram­lög Íslands sem hlut­fall af þjóð­ar­fram­leiðslu myndu hækka hratt og fara upp í 0,7% (í stað 0.21% núna) árið 2019. Það eru samt allar líkur á því að við förum í öfuga átt á næsta ári og hlut­fallið verði 0.20%.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None