Hvert næst?

Kristín Vala Ragnarsdóttir
14357198318_3d442d0113_c.jpg
Auglýsing

Und­an­farna mán­uði hef ég velt því fyrir mér hvert íslenska þjóðin stefn­i. Venju­legur starfs­vett­vangur minn er að leita að lausnum fyrir hnatt­ræna sjálf­bærn­i. Á þeim vett­vangi er lögð mikið áhersla á að það þurfi að gefa hnatt­rænum vanda­málum gaum en leita lausna í grennd­inni (think global, act local).

Það er sama hvert er litið t.d. í blöð­um, vef­miðl­um, ljós­vök­um, sam­fé­lags­miðlum – spill­ing og græðgi í íslenskum stjórn­málum er aug­ljós. Og ekki má gagnýna. Verið er að yfir­taka gagn­rýna fjöl­miðla hvern á eftir öðrum: DV, Reykja­vík­ur­blað, Akur­eyr­ar­blað - og Mogg­anum er stýrt af útgerð­arma­fí­unni.

Birt­ing­ar­mynd spill­ingar á Íslandi er úthlutun kvóta til vina og vanda­manna ráð­herra og alþing­is­manna, áforma brask um orku­frekan iðnað í hér­aði ráða­manna, sala á rík­is­eignum til vanda­manna ráð­herra og svo frv. Birt­ing­ar­mynd græðginnar er að stefnt virð­ist vera í að hundsa nátt­úru­vernd­ar­lög, virkja hverja ein­ustu sprænu og hvert ein­asta jarð­hita­kerfi til að finna til orku fyrir ofan­nefndan orku­frekan iðnað ef ekki líka sæstreng til Evr­ópu. Fæstir virð­ast velta fyrir sér hvaða áhrif þessar fram­kvæmdir muni hafa á nátt­úru Íslands og mögu­leika kom­andi kyn­slóða til að búa á þessu kalda skeri í Norð­ur­-Atl­ants­hafi.

Auglýsing

Ein af lausn­unum sem ég sé er að stofna til nýrrar gagn­rýnnar stjórn­mála­hugs­un­ar. Fylgni Pírata í skoð­ana­könn­unum bendir til þess að ég sé ekki sú eina að hugsa um þessi mál. Píratar legga mikla áherslu á að hafa allt upp á borð­unum og að umræðan sé skýr og gagnsæ auk þess sem málin séu rædd á for­sendum rök­hyggju. En er það nóg? Mér hefur dottið í hug að e.t.v. sé tími kvenna­fram­boðs aftur kom­inn á Ísland­i. Enn eru alþing­is­konur ekki 50% af þing­mönn­um. Kven­læg og græn gildi virð­ast ekki vera ofan á í stjórn­mála­um­ræð­unni.

Þurfum við konur að stíga fram líkt og Kvenna­flokk­ur­inn forðum daga og taka ábyrgð? Til að ná lengra í þessum bolla­legg­ingum fór ég á stúf­ana og spjall­aði við fjórar virtar konur í sam­fé­lag­inu yfir kaffi­bolla. Þær eru allar þekktar fyrir að vera bæði lista­konur og sam­fé­lags- og/eða umhverf­isaktí­vistar auk þess sem þrjár þeirra hafa tekið þátt í stjórn­mál­um. Ég spurði kon­urnar hvort tími væri kom­inn á annað kvenna­fram­boð. Hér er það sem ég tók frá þessum sam­ræð­um:

Fyrr­ver­andi stjórn­mála­mað­ur­inn



Fyrr­ver­andi stjórn­mála­mað­ur­inn var á því að það ætti alls ekki að stofna annan kvenna­flokk. Nú væru tímar sam­vinnu kynj­anna. Ég vísa til hennar hér sem Bjarg­ar. ­Björg lagði áherslu á að nýja stjórn­ar­skráin yrði sam­þykkt til þess að auð­lindir yrðu í almanna­eign. Á­huga­vert var að heyra frá Björgu að hún taldi inn­viði fjór­flokk­anna ónýta. Ekki sé lagt fé í sam­eig­in­lega stefnu­mótun og þar sem eng­inn verk­efna­stjóri sé til að halda sýnum höf­uð­borg­ar­svæðis og lands­hluta sam­an, er stefna flokk­anna óljós. ­Björg lagði áherslu á að lands­fundir væru ekki nóg til að ná heild­rænni stefnu­mótun sem sátt sé um. ­Jafn­vel Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn næði ekki utan um þessi mál. Og vit­an­lega Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ekki held­ur, vegna þess að honum hefði verið stolið – og gamlir fram­sókn­ar­menn hefðu lítið sem ekk­ert sam­eig­in­legt með núver­andi ráða­mönnum flokks­ins. Sam­fylk­ingin er ósam­stæð eins og kom fram á síðasta lands­fundi og for­mað­ur­inn hefur ekki traust helm­ings flokks­manna.

Björg taldi að best væri að að byggja á þeirri sýn sem 2020 áætlun fyrr­ver­andi rík­is­stjórnar náði saman með merkum og fjöl­mennum lands­hluta­stefnu­mót­un­ar­fundum í anda Þjóð­fund­ar. Þar eru að finna margar og mis­mun­andi lausna­hug­mynd­ir, byggða á þekk­ingu og vilja fólks­ins. Loks taldi Björg að það vant­aði sár­lega flokk sem vinnur að nátt­úru­vernd. Vinstri grænir væru frekar að vinna í í sam­fé­lags­málum en nátt­úr­vernd­ar­mál­u­m. Þar væru engir raun­veru­legir nátt­úru­vernd­un­ar­menn.

Björg taldi að tími væri til kom­inn að stona flokk sem ynni sam­kvæmt hug­mynda­fræði sjálf­bærrar þró­un­ar: Nátt­úru­vernd, sjálf­bær nýt­ing auð­linda og upp­bygg­ing sann­gjarns þjóð­fé­lags til að leiða til vellíðan allra þjóð­fé­lags­þegna.

Leik­konan



Leik­kon­an, sem ég nefni hér Báru, taldi að það væri svo sann­ar­lega tími kom­inn til að stofna nýjan kvenna­flokk. Hún starfar í sam­tökum kvenna þar sem hún heyrir af ótrú­legri fram­komu karl­manna gegn konum á öllum stigum þjóð­fé­lags­ins. Þannig er jafn­réttið sem við ættum að hafa unnið okkur til á 100 ára afmæli kosn­inga­réttar kvenna alls ekki í höfn. Bára lagði til að nýi kvenna­flokk­ur­inn ynni að því að konur nái fullu jafn­rétti. Þessi nýi kvenna­flokkur ætti að hafa inn­an­borðs konur sem þekktar eru fyrir að styðja alla flóru stjórn­mála­flokka á Íslandi og að kalla þyrfti til karla sem styðja konur sem bak­hjarla flokks­ins. Okkur kom saman um að það væri ekki nóg að ná jafn­rétti í þjóð­fé­lag­inu, heldur þyrfti einnig að vinna að jafn­rétti fyrir nátt­úr­una. Að byggja upp þjóð­fé­lag á Íslandi þar sem jafn­rétti ríki á milli kynj­anna og nátt­úran hafi rétt, líkt og ein­stak­lingar og fyr­ir­tæki. Slíkan rétt hefur nátt­úran nú þegar fengið í löndum frá Nýja Sjá­landi til Kosta Rík­a. Bára lagði líka áherslu á að nýja stjórn­ar­skráin yrði sam­þykkt.

Bára var því mjög áköf í að stofna nýjan kvenna­flokk með breitt bak­land sem ynni að jafn­rétti allra þjóð­fé­lags­þegna og fyrir nátt­úr­una.

Stjórn­mála­mað­ur­inn



Stjórn­mála­mað­ur­inn taldi að það væri alls ekki tími til kom­inn að stofna kvenna­flokk. Ég kalla hana hér Brynju. Að mati Brynju eiga á okkar tímum kven­menn og karlar að vinna sam­an­. Hún lagði áherslu á að vinna þyrfti að því að þjálfa alþing­is­menn í rök­ræðu til að koma í veg fyrir enda­laust karp í þing­in­u. Brynju var mjög umhugað um að end­ur­skipu­leggja og byggja upp virka og gagn­sæja stjórn­sýslu. Hún sér stjórn­sýsl­una í tætlum og það komi í veg fyrir fram­farir og fram­kvæmd­ir. Að­alá­huga­mál Brynju var að nýja stjórn­ar­skráin yrði sam­þykkt. Þannig yrðu auð­lindir í almanna­eign. Hún hafði ýmsar hug­myndir um hvernig það áform gæti náðst. Einnig var Brynju umhugað um að konur á Alþingi og í þjóð­fé­lag­inu sýndu fjár­málum og alþjóða­málum meiri áhuga. Henni finnst áber­andi, að bæði á Íslandi og erlendis þar sem hún fer á fundi, eru fáar þing­konur að vinna í þessum mála­flokk­um.

Brynja er að vinna að því að nýja stjórn­ar­skráin verði að veru­leika með sam­ræðum innan eigin flokks og í sam­starfi við aðra stjórn­mála­flokka. Hún telur ekki brýnt að stofna til nýs flokks.

Rit­höf­und­ur­inn



Rit­höf­und­ur­inn taldi að nýr kvenna­flokkur væri mjög mik­il­væg­ur. Ég vísa í hana hér sem Bryn­dísi. Bryn­dís taldi að við værum nú á þeim tímum að konur þyrftu að stíga fram og taka ábyrgð. 21. öldin væri öld kvenna með kven­lægar lausn­ir. Hún var viss um að ef kven­læg gildi hefðu meiri áhrif, næðum við betri árangri í nátt­úru­vernd­un­ar­málum bæði hér­lendis sem erlend­is. Bryn­dís taldi líka brýnt að sam­þykkja nýja stjórn­ar­skrá.

Bryn­dís lagði því áherslu á að stofna kvenna­flokk sem ynni að nátt­úru­vernd­un­ar­mál­um.

Nið­ur­stöður



Þó ekki séu allir fjórir við­mæl­endur mínir á því að stofna til nýs kvenna­flokks, eru þær allar sam­mála um að koma þurfi nýju stjórn­ar­skránni á og að vinna þurfi að nátt­úru­vernd. Nú er ég að velta fyrir mér hvaða skref við þurfum að taka í Íslandi til að nýja stjórn­ar­skráin verði sam­þykkt, nátt­úran og konur nái fullu jafn­rétti, og sjálf­bær þróun verði að leið­ar­ljósi. Ég tel þetta brýnt fyrir fram­tíð Íslands. Við sem þjóð þurfum að vera til­búin með fram­boð – fyrst fyrir for­seta­kosn­ingar 2016 og síðan fyrir Alþing­is­kosn­ing­arnar 2017. Landið þarf for­seta og stjórn­mála­menn sem vinna að mik­il­vægum málum fyrir sam­fé­lagið og nátt­úr­una.

Til að efla umræð­una þurfum við að taka höndum saman og styrkja Kjarn­ann og Stund­ina með okkar áskriftum til þess að gagnýnin og upp­byggi­leg sam­ræða geti átt sér stað í land­inu. Ég kalla fram á völl­inn allar konur (og karla) með kven­læg og græn gildi sem vilja vinna að þessum mik­il­vægu mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None