Iðnaðarfjörður í boði Reykjavíkur

Einar Tönsberg
14357008609_02a6087907_z.jpg
Auglýsing

Mikil vinna hefur verið lögð í nýtt skipu­lag fyrir höf­uð­borg­ar­svæðið er ber yfir­skrift­ina Höf­uð­borg­ar­svæðið 2040. Sjö sveit­ar­fé­lög mynda höf­uð­borg­ar­svæðið sam­kvæmt skipu­lag­inu og er eitt þeirra Kjós­ar­hrepp­ur.

Lyk­il­at­riði í stefn­unni er að vöxtur svæð­is­ins verði hag­kvæmur og ekki verði gengið á umhverf­is­gæði þeirra sem þar búa fyr­ir.

Auglýsing


Í skýrsl­unni er talað um að gera umhverfið þannig úr garði að það auki vellíð­an, bæti and­lega heilsu og hvetji til hreyf­ing­ar. Umhverfi er talið heilsu­vænt ef það t.d. tryggir hreint vatn og loft, er almennt ómengað og kveiki jákvæðar hugs­anir og til­finn­ing­ar. Talað er um gott rækt­ar­land sem verð­mæti og að mik­il­vægt sé að öfl­ugur land­bún­aður sé innan 50 km frá mark­aði.



Stefna Reykja­vík­ur­borgar í upp­bygg­ingu á iðn­að­ar­svæð­inu á Grund­ar­tanga brýtur öll þessi fögru fyr­ir­heit. Þaðan berst nú þegar mikil meng­un, allt í senn loft,- sjón- og hljóð­meng­un, og svæðið hefur mjög nei­kvæð áhrif á and­lega heilsu margra Kjós­verja.

Risa­vaxin kís­il­verk­smiðja

Reykja­vík­ur­borg, í gegnum eign­ar­ar­hald sitt í Faxa­flóa­höfn­um, kepp­ist nú við að bæta við allskyns meng­andi iðn­að­ar­starf­semi á Grund­ar­tanga, meðal ann­ars risa­vax­inni kís­il­verk­smiðju. Kapp­semin er slík að tvö fyr­ir­tæki sem komu fyrir skömmu á svæðið fengu að starfa án starfs­leyfis í drjúgan tíma og ýmsar íviln­anir eru í boði fyrir fyr­ir­hug­aða kís­il­verk­smiðju. Firð­inum er gjör­sam­lega fórnað fyrir iðnað og það í boði Reyk­vík­inga, þó mig gruni að fæstir Reyk­vík­ingar viti að ábyrgðin er á þeirra herð­um.



Land­bún­aður í Hval­firði á einnig undir högg að sækja. Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað bændur hér eru orðnir þreyttir á spurn­ing­unni „Er ekki örugg­lega í lagi með þetta kjöt? - nær meng­unin nokkuð hing­að?“



Íbúar í Kjós­inni eru líka orðnir vanir spurn­ingum á borð við „Sjást verk­smiðj­urnar frá þér?“ og „Heyrir þú nið­inn frá svæð­in­u?“ Því jú, nið­ur­inn, ljósa­dýrðin og meng­un­ar­skýin eru orðin hluti af líf­inu hér í Kjós­inni. Þessu er best lýst sem einu stóru fokk­merki yfir fjörð­inn.



Jarðir næst verk­smiðj­unum eru óbyggi­legar og verð­litl­ar. Örlög þeirra er að Faxa­flóa­hafnir (Reyk­vík­ing­ar) kaupa löndin fyrir slikk og nota þau undir meiri iðn­að, stækka iðn­að­ar­svæð­ið. Þannig er svæðið sem fer undir nýja kís­il­verk­smiðju til­kom­ið. Og sá nýi iðn­aður nær þannig með tíð og tíma að gera næstu land­ar­eignir í kringum sig verð­laus­ar, og svo koll af kolli þar til iðn­að­ur­inn stendur uppi sem algjör sig­ur­veg­ari í firð­inum og ein­hver frekur kall verður voða mont­inn.

Hvað er verið að fela?

Meng­un­ar­mæl­ingar sem stór­iðjan sjálf sér um að fram­kvæma eru svo tak­mark­aðar og til­gangs­lausar að maður getur ekki orðið annað en tor­trygg­inn. Af hverju má ekki setja upp fleiri mæla? Af hverju má ekki mæla mengun yfir vetr­ar­tím­ann? Hvað er verið að fela? Ef fyr­ir­tækin hafa góða sam­visku ætti það að vera kapps­mál fyrir þau að hafa góðar og nákvæmar mæl­ing­ar, þannig ynnu þau traust nágranna sinna. En nei, það ku vera svo dýrt og flók­ið. Svo kemur eld­gos á Íslandi og svona mælar spretta upp um allar sveit­ir, meira að segja hægt að fylgj­ast með þeim í raun­tíma á net­inu. Af hverju er ekki svona mæla­net í kringum stór­iðj­una þar sem hægt er að sjá nið­ur­stöður í raun­tíma á vef Umhverf­is­stofn­unar eða Veð­ur­stof­unn­ar?



Það er ekki einu sinni til við­bragðs­á­ætlun ef meng­un­ar­slys á sér stað á Grund­ar­tanga. En þetta eru víst allt svo fín fyr­ir­tæki að það verður ekk­ert slys. Ég meina, Norð­urál sponserar jú yngri flokka Skaga­manna í knatt­spyrnu. Þau börn fá að hlaupa sem aug­lýs­ing fyrir þetta góða fyr­ir­tæki. Nema hvað, það verða slys, alvar­leg slys. Nú síð­ast árið 2006 og í kjöl­farið veikt­ust gras­bítar á svæð­inu. Slysið var til­kynnt Umhverf­is­stofnun en íbúar fengu ekk­ert að vita fyrr en löngu seinna. Á meðan smjött­uðu leik­skóla­börn í Hval­fjarð­ar­sveit á sandi úr sand­kass­an­um.

Upp­bygg­ingu ferða­manna­iðn­aðs fórnað

Ferða­manna­iðn­að­ur­inn er sú atvinnu­grein sem er í mestum vexti á Íslandi. Það er mikil fjölgun á ferða­mönnum á hverju ári sem leggja leið sína til Íslands. Ferða­manna­iðn­að­ur­inn er börnum okkar miklu verð­mæt­ari en stór­iðja og sala á ódýrri orku til meng­andi verk­smiðja. Fólk kemur hingað meira að segja til þess að upp­lifa ósnortna nátt­úru. Upp­bygg­ing Reykja­vík­ur­borgar á meng­andi iðn­aði á Grund­ar­tanga drepur öll sókn­ar­færi á ferða­manna­iðn­aði við Hval­fjörð. Hvað ætti slag­orðið fyrir svæðið að vera? „Mengun í fal­legri nátt­úru“? Þó að Faxa­flóa­höfnum þyki Grund­ar­tangi eitt besta hafn­ar­svæðið á Stór-Reykja­vík­ur­svæð­inu myndi þeim aldrei detta í hug að bjóða skemmti­ferða­skipum að leggj­ast til hafnar þar.



Til að kór­óna allt þá þarf að leggja nýjar háspennu­línur í Kjós til að þjón­usta orku­þörf Grund­ar­tanga­svæð­is­ins. Ha? Nei, sko, þetta er undir því yfir­skini að auka þurfi afhend­ingar­ör­yggi á raf­orku fyrir lands­menn, en allir vita að þetta er bara til að tryggja stór­iðj­unni djús­inn sinn. Kjósin verður bara að þola það að vera ekki bara með meng­andi iðn­að­ar­poll hinum megin við fjörð­inn heldur líka möstur sem bera ódýra orku til svæð­is­ins. Kjós­verjar mega svo til­biðja möstrin án end­ur­gjalds.



Ég hvet Kjós­ar­hrepp til að sam­þykkja ekki svæð­is­skipu­lag höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Það er í hróp­andi ósam­ræmi við upp­bygg­ingu Reykja­vík­ur­borgar á iðn­að­ar­svæð­inu á Grund­ar­tanga.  Kjós­verjar eiga sama rétt á meng­un­ar­lausu umhverfi og aðrir á Stór-Reykja­vík­ur­svæð­inu.



Höf­undur er tón­list­ar­maður og jarð­fræð­ing­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None