Topp 5: Bestu umhverfishlaðvörpin

14357008609_02a6087907_z.jpg
Auglýsing

Hlað­varp (e. podcast) ætti, eitt og sér, að vera eina ástæðan fyrir því að eiga snjall­síma. Íslend­ingar virð­ast vera búnir að upp­götva þennan frá­bæra mið­il, til að mynda hafa frétta­síður lands­ins tekið upp á því að búa til skemmti­lega hlað­varps­þætti.

Hlað­varp er frá­bær mið­ill til þess að nálg­ast skemmti­legt og ekki síst fræð­andi efni um það sem þú hefur áhuga á. Sjálfur hef ég mik­inn áhuga á umhverf­is­málum og fór því að leita að hlað­varps­þáttum þeim tengd­um. Einn góðan veð­ur­dag á Horna­firði (þeir eru það reyndar flest­ir) varð ég svo upp­num­inn af snilld­inni sem ómaði í eyrum mér, að ég sá mig til­neyddan til að deila þeim með öll­um.

Auglýsing


Í til­efni af degi jarðar ætla ég að deila með ykkur bestu umhverf­is­hlað­vörp­unum að mínu mati.

5. Radio Ecos­hock 

Í þessum þáttum talar þátta­stjórn­and­inn Alex Smith við hina ýmsu fræð­inga og aktí­vista á svið umhverf­is­mála. Aðal­um­fjöll­un­ar­efnið í þessum þáttum er hnatt­ræn hlýnun og nið­ur­stöður vís­inda­manna í rann­sóknum þeim tengd­um.

4. Nat­ure Podcast

Hlað­varp á vegum tíma­rits­ins Nat­ure. Þar er fjallað um það helsta sem er í tíma­rit­inu í hverri viku. Þarna eru einnig við­töl við vís­inda­menn og frétta­skýr­ingar frá vís­inda­blaða­mönnum um allan heim.

3. Liv­ing Planet

Þýskt umhverf­is­hlað­varp, örvæntið ekki, þetta er á ensku. Þátt­ur­inn hefur hlotið verð­laun fyrir umfjöllun sína. Þeir taka fyrir mál­efni tengd umhverf­inu alls staðar að úr heim­in­um, bæði ógnum er steðja að því, sem og því sem vel er gert.

2. Liv­ing on Earth

Banda­rískur umhverf­is­frétta­þátt­ur. Þessi þáttur bindur umfjöllun sína aðal­lega við mál­efni tengd Norð­ur-, Mið- og Suður Amer­íku en það slæð­ast þó oft með önnur alþjóð­leg mál. Þessir þættir hafa hlotið nokkurn fjölda verð­launa.

1. Cost­ing the Earth

BBC hið breska á heið­ur­inn af þessu podcasti og því besta. Tölu­vert er fjallað um mál­efni tengt umhverf­is­málum í Bret­landi, s.s. London sem reið­hjóla­borg og bar­átt­una við hina fram­andi  grá íkorna. Þeir ferð­ast þó einnig um heimin og segja frá aðkallandi vand­málum sem og hugs­an­legum lausn­um. Rétt er að geta þess að Ísland var til umfjöll­unar þann 15. febr­úar s.l.Þessi listi er langt frá því að vera heil­agur og ef að fólk saknar ein­hvers hlað­varps­þáttar endi­lega tweet­ið, face­bookið eða hrein­lega gerið annan pistil. Mér þykir það mjög miður að ekk­ert umhverf­is­hlað­varp hafi verið sett á lag­irnar hér á landi og skora ég á áhuga­sama að stofna slíkt. Það gæti þó aldrei farið svo að und­ir­rit­aður geri umhverf­is­hlað­varp.Höf­undur er verk­efna­stjóri Jökla­leið­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum
Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gefa ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.
Kjarninn 27. október 2020
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda
Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.
Kjarninn 27. október 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
Kjarninn 27. október 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None