Ímyndarvandi

Ragnar Þór Pétursson
13896306809_c632936fbd_z.jpg
Auglýsing
Kenn­ara­stofur geta verið und­ar­leg fyr­ir­bæri. Þar gilda gjarnan skrítnar sam­skipta­regl­ur. Þar finnst oft karla­horn þar sem þeir fáu karl­menn sem kenna við skól­ann rotta sig saman og tippa eða éta harð­fisk. Í hópnum eru gjarnan einn eða tveir alfa­karl­ar, sem kennt hafa lengi og halda utan um hóp­inn. Alfa­karl­arnir hrista yfir­leitt haus­inn kæru­leys­is­lega þegar hávað­inn í sam­ræðum kvenn­anna (sem eru yfir­gnæf­andi meiri­hluti) truflar sam­veru­stund karl­anna. Borða­röð kvenn­anna getur í með­förum þeirra fengið nafn eins og hænsa­prikið eða hávaða­kór­inn.



Ég var einu sinni ungur kenn­ari á svona kenn­ara­stofu. Ég man mér þóttu þessu fyr­ir­sjá­an­legu félags­legu hlut­verk kjána­leg. Sjálfur sótti ég í það að sitja í einu horn­inu við glugg­ann þar sem aðrir starfs­menn en kenn­arar sátu. Það voru bara kon­ur. Þær sáu m.a. um að koma börnum út úr skól­an­um, gæta þeirra í frí­mín­útum og skúra og gera hreint. Það var gott að sitja og spjalla við þær. Þarna voru margar eldri kon­ur, for­dóma­lausar og ynd­is­leg­ar, sem sögðu hinum unga kenn­ara ótrú­lega margt sem hann ekki vissi. Ein kona sem þá var á sjö­tugs­aldri varð mik­ill vinur minn og hélst sú vin­átta þar til hún dó fyrir örfáum árum.


Ég fékk notið þeirrar gæfu að búa til skiptis í for­eldra­húsum og hjá ömmu og afa þegar ég var ungur og í námi. Það var mér afar verð­mætt. Ég fékk að upp­lifa tvö tíma­skeið á sama tíma. Á sumrin rækt­aði amma garð­inn sinn og afi smíð­aði báta­líkön og bursta­bæi í litla, bláa smíða­skúrnum bak við hús. Það var stöð­ugur gesta­gang­ur. Amma steikti lummur úr afgöngum og einn af öðrum birt­ust gest­irnir inni á gólfi. Flestir gengu inn án þess að dingla. Nema einn gam­all, staur­blindur séntil­maður sem alltaf rambaði þó á réttar dyr. Hann dingl­aði. Gekk svo inn og heils­aði fal­lega á meðan hann tók hatt sinn og staf og lagði frá sér. Nokkrir gest­anna voru fær­eysk­ir. Þeir voru fjörug­ast­ir. Aðrir voru ætt­ingjar eða vinir frá fjar­lægum lands­horn­um. Stundum komu fötluð ung­menni í heim­sókn. Amma hafði unnið á heim­ilum fatl­aðra eins lengi og ég mundi – síðan fór hún á kvöldin og skúraði banka.




Það var því kannski ekki til­viljun að ég kunni hvorki við mig í tipp(a)horn­inu né á háværa hænsna­prik­inu. Eðli­leg­asta og þægi­leg­asta sam­veran var við litlu borðin við glugg­ann.




Það er almennt reynsla mín af vinnu með öðru fólki að virð­ing er eitt­hvað sem þú ávinnur þér. Sumir falla í áliti með tím­an­um, aðrir vaxa. Per­sónu­leik­arnir eru ólík­ir. Ég hef hins­vegar aldrei orðið var við það að virð­ingu sé dreift jafnt yfir stóra hópa fólks. Í öllum stéttum er flekk­ótt hjörð. Ég held að full­yrða megi með vissu að ekk­ert sam­band sé milli virð­ingar og launa. Ég hef sjaldan hitt mann­eskju sem stritar á lélegum launum og það skil­ið. Og ég hef oft hitt hálauna­menn sem hafa lítið sem ekk­ert til að bera.




Virð­ing er und­ir­staða góðrar ímynd­ar. Maður getur ham­ast við að búa til glans­myndir hægri vinstri með all­nokkrum árangri en sú ímynd getur auð­veld­lega hrunið til grunna hafi hún ekki fót­festu í raun­veru­legri virð­ingu. Í pist­li, sem ímynd­ar­smiður Kenn­ar­sam­bands­ins, skrifar mér til höf­uðs er honum tíð­rætt um mik­il­vægi ímynd­ar. Kenn­arar verði að hafa þá ímynd í þjóð­fé­lag­inu sem skili sér í hærri laun­um. Slíkt sé sívak­andi grund­vall­ar­mál.




Ég ætla að leyfa mér að full­yrða á móti að engin raun­veru­leg tengsl séu milli launa og ímyndar (nema ímynd sé skil­greind sem sú hug­mynd sem fólk hefur um það hvaða laun til­teknir hópar hafi eða eigi að hafa – en það er ónýt hring­skil­grein­ing sem má henda). Ef við röðum starf­stéttum eftir þeirri ímynd sem þær hafa í huga almenn­ings eru engar líkur á því að sama röðun lýsi laun­um. Margir af best laun­uðu hóp­unum eru þeir sem hafa versta ímynd – og margir af þeim verst laun­uðu hafa besta.




Tökum end­ur­skoð­endur sem dæmi. Hvaða ímynd hefur end­ur­skoð­andi? Er lík­legt að mörg íslensk börn sitji á sunnu­dögum með ímynd­aða árs­reikn­inga í end­ur­skoð­enda­leik? Er lík­legt að almenn­ingur telji end­ur­skoð­endur svo gríð­ar­lega mik­il­vægt hjól í vél atvinnu­lífs­ins að það rétt­læti him­inhá laun? Myndi almenn­ingur streyma út á torg í mót­mæla­skyni og for­undran ef lög væru sett á verk­föll end­ur­skoð­enda?




Varla.




Tökum síðan tón­list­ar­menn í Sin­fón­íu­hljóm­sveit Íslands. Hvaða ímynd hafa þeir? Hvað er það við stór­kost­lega tón­list­ar­menn sem fær okkur hin til að klæða okkur í okkar besta púss til að eyða kvöld­stund með þeim? Þegar ég skrifa þessi orð situr fjög­urra ára sonur minn við rauða plast­hljóm­borðið sitt og hamrar á það stór­brotna hljóm­kviðu. Eftir skóla í dag munu þús­undir barna trítla í píanó- eða ukul­el­etíma. Í kvöld munu litlir fingur spila skala fram og til baka for­eldrum sínum til ynd­is­bland­innar skap­raun­ar. Þau sem ná lengst í þeirri íþrótt að spila á hljóð­færi munu mynda sin­fón­íu­hljóm­sveit fram­tíð­ar. Þar sem þau mega búast við því að vera langt innan við hálf­drætt­ingar í launum á við end­ur­skoð­end­ur.




Sin­fón­íu­tón­leikar eru raunar frá­bær birt­ing­ar­mynd launa og ímyndar í íslensku sam­fé­lagi. Fólkið sem situr úti í sal og klappar af hrifn­ingu er upp til hópa metið til miklu hærri launa en þeir sem sitja og standa á svið­inu.




Ætli nokkur hug­mynd sé verr ígrunduð en sú að tekju­hópar grund­vall­ist á ímynd?




Almanna­teng­ill kenn­ara segir í pistl­inum sínum að það sé aldrei lát á ímyndapæl­ingum for­ystu kenn­ara­sam­bands­ins. Í Kenn­ara­hús­in­u drekki menn í sig ímynd­ina með kaff­inu á hverjum degi. Það sé lang­hlaup að skapa kenn­urum ímynd sem skili sér í háum laun­um. Hann bendir á lækna. Segir að þeir hafi fengið stór­kost­legar launa­hækk­anir vegna þess að þeir hafi ráðið almanna­tengil útrás­ar­vík­ing­anna sem sann­fært hafi þjóð­ina um að læknar þyrftu há laun.


Útrás­aral­manna­teng­ill­inn, ­sem reyndi að sann­færa þjóð­ina um að mjólk væri góð rétt áður en hún hætti að drekka hana og lagði mikið á sig til að gæta þess að allir teldu Kaup­þings­menn væru gúddí gæjar áður en þeir voru lok­aðir inni á Kvía­bryggju, gerði örugg­lega eitt­hvað fyrir lækna í þeirra átök­um. Það lýsir samt hyl­djúpu skiln­ings­leysi ef fólk heldur í alvöru að mun­ur­inn á læknum í verk­falli og lág­launa­fólki sem búast má við laga­setn­ingu á hverri stundu, sé sú ímynd sem sam­fé­lagið hefur um hlut­falls­legt virði þeirra í laun­um.




Almenn­ingur er frá sér num­inn af hneykslan yfir kjörum þess fólks sem látið er skúra lækna­stof­urnar eftir að lækn­arnir ljúka sér af. Í huga okkar flestra virð­ist einka­væð­ing á þrifum í heil­brigð­is­kerf­inu hafa búið til ein­hvers­konar nútíma­legt þræla­hald þar sem ósýni­legir og ímynd­ar­lausir milli­liðir draga til sín ágóð­ann af vinnu­hörku ann­arra. Þá er almennt við­tekin skoðun í sam­fé­lag­inu að það eigi eng­inn að vera á launum sem eru umtals­vert lægri en það sem kostar að lifa.


Stærstur hluti þjóð­ar­innar styður heils­hugar kröfur þeirra sem nú berj­ast fyrir hækkun lág­marks­launa. Og ef hægt væri að hrinda þeim í fram­kvæmd með þannig hætti að hækk­anir væru ekki étnar upp á stuttum tíma væri stuðn­ing­ur­inn næstum algjör.




Það er nefni­lega ansi gróið í almenn­ing að tekjum sé ekki rétti­lega skipt í land­inu og að lífs­kjör séu ekki sann­gjörn speg­il­mynd af auð­legð­inni.


Lækna­verk­fall­inu lauk ekki með samn­ingum vegna þess að almenn­ingur knúði á um það. Læknar unnu þessa orr­ustu (stríðið er enn í fullum gangi) vegna þess að þeir starfa á alþjóð­legum vinnu­mark­aði og höfðu raun­veru­legt val um að fara ann­að. Læknar gátu sagt upp. Margir gerðu það meira að segja. Laga­setn­ing eða önnur ofbeld­is­full leið til að ljúka verk­falli þeirra hefði á til­tölu­lega stuttum tíma rústað heil­brigð­is­kerf­ið. Læknar hefðu upp til hópa ekki látið bjóða sér það og far­ið.




Það er nefni­lega svo að það er ekki ímynd sem ræður því hvaða laun stéttir hafa. Það er samn­ings­að­staða. Kjara­bar­átta kenn­ara ætti að snú­ast um að bæta samn­ings­að­stöð­una í stað þess að í alvöru sé daðrað við þá hug­mynd að hver ein­asti kenn­ari borgi rúm­lega ­tíu þús­und kall á ári í að reyna að skapa sér­ betri ímynd (eins og útrás­aral­manna­teng­ill­inn vill).




Það er ýmis­legt við fram­gang kenn­ara­for­yst­unnar sem bendir til þess að hún sé afar ónæm á það hvernig maður skapar sér sterk­ari samn­ings­að­stöðu. Verk­föll eru vond. Upp­sagnir eru verst­ar.




Almanna­teng­ill kenn­ara nefndi í pistl­inum sínum nýju kjara­samn­ing­ana. Hann sagði að þeir hlytu að vera góðir enda hefði „yf­ir­gnæf­andi meiri­hluti kenn­ara“ sam­þykkt þá. Hlut­fall þeirra kenn­ara sem sam­þykkti samn­ing­inn er 42%-65% eftir því hvernig er talið (þetta voru flóknir samn­ingar og þátt­taka í kosn­ingu var léleg). Það skiptir í raun ekki máli hvora töl­una maður vel­ur, yfir­gnæf­andi meiri­hluti er varla rétt­mæt lýs­ing. Hvað þá að það sanni nokkuð um það að þetta séu góðir samn­ing­ar. Þetta er kannski lítið dæmi um mun­inn á ímynd og ver­und. Nokkuð sem kenn­ara­for­ystan hefur verið dug­leg að sulla í síð­ustu miss­er­in. Það skiptir öllu máli að orða hlut­ina þannig að rétt ímynd verði til.  Það getur skilað réttum áhrifum að kalla tæpan meiri­hluta yfir­gnæf­andi.




Ég skal nefna eitt lítið dæmi um það hvernig hinir nýju samn­ingar kenn­ara skemmdu samn­ings­stöðu þeirra í stað þess að styrkja hana. Þannig var að í gildi var samn­ingur sem leyfði sveit­ar­fé­lögum að ná fram nær öllum mark­miðum sem þau lögðu á borðið í síð­ustu samn­inga­lotu. Sveit­ar­fé­lögin glímdu bara við einn vanda. Til þess að auka sveigj­an­leika og hámarka skil­virkni í nýt­ingu kennar­anna þurftu þau að semja við kenn­ara­hóp hvers skóla til árs í einu. Það þurfti að leggja fram hug­myndir að fram­kvæmd og kenn­ara­hóp­ur­inn þurfti að sam­þykkja þær. Þeir kenn­arar sem vildu standa fyrir utan slíkan samn­ing máttu það. Til þess kom þó sjaldn­ast. Kenn­ara­hópar og stjórn­endur náðu yfir­leitt sam­komu­lagi. Að ári þurfti að semja aft­ur.




Í nýja samn­ingnum er þetta breytt. Nú var samið í eitt skipti fyrir öll. Sveigj­an­leik­inn helg­ast nú af ein­hvers­konar bauna­taln­ingu á störfum hvers ein­asta kenn­ara. Hver kenn­ari þarf að setj­ast niður með sínum stjórn­anda og þar er ákveðið hvað hann eigi að gera.




Mig minnir að það hafi verið Fil­ipus Ma­kedón­íu­kon­ungur sem fyrstur not­aði fra­sann divide et impera, að deila og drottna. Hug­myndin hefur síðan gengið aftur í marg­vís­legum myndum í gegnum tíð­ina. Machi­a­velli var t.d. aðdá­andi henn­ar. Hug­myndin er í grófum dráttum sú að fátt veiki samn­ings­stöðu and­stæð­ings meira en að hann sé brot­inn upp í smærri ein­ing­ar.




Kenn­ara­for­ystan hefur í raun þvegið hendur sínar af megn­inu af hags­muna­gæslu kenn­ara næstu miss­er­in. Þeir skulu sjá um það sjálf­ir. Hver um sig.


Þetta mun ekki aðeins veikja samn­ings­stöðu þeirra heldur hefur sveit­ar­fé­lög­unum hér tek­ist að koma í fram­kvæmd kerfi þar sem kenn­arar munu berj­ast inn­byrðis um gæði. Tak­ist einum að landa góðum samn­ingi er afleið­ingin und­an­tekn­inga­lítið sú að aðrir fá þyngri byrð­ar.




Kenn­arar eru í áber­andi verri samn­ings­stöðu nú en þeir voru. Hags­muna­gæsla þeirra er nú eins sundruð og hugs­ast get­ur.




Sumir fagna reyndar mjög.




Það er nefni­lega þannig að lúrði fleira undir yfir­borð­inu á kenn­ara­stof­unni gömlu sem ég lýsti í upp­hafi. Það var ekki bara svo að karl­arnir tipp­uðu og kon­urnar prjón­uði. Karl­arnir höfðu líka til­hneig­ingu til að hafa hærri laun en kon­urn­ar.




Miðað við hvað karlar eru fáir í kenn­ara­stétt er hlut­fall þeirra í hópi stjórn­enda, milli­stjórn­enda, verk­efna­stjóra og öðrum stöðum sem veita hærri laun ótrú­lega hátt. Það er ekki vegna þess að þeir séu hæf­ari en kon­urnar nema síður sé. Ég held það stafi af tvennu. Ann­ars­vegar eru þeir lík­legri til að fara fram á hærri laun og hins­vegar er samn­ings­staða þeirra sterk­ari. Þeir eru færri og því fylgir að þeir eru örlítið eft­ir­sótt­ari að jafn­aði.




Það er dálítið sorg­legt að kenn­ara­for­ystan hafi horft á kjara­bar­áttu lækna og dregið af henni þann lær­dóm að málið væri að fá ímynd­ar­ráð hjá almanna­tengli útrás­ar­inn­ar. Það fer í flokk með pistl­inum hans Jóns Kal­manns um að vinstri menn ættu að draga þann lær­dóm af slím­setu Sjálf­stæð­is­flokks í Stjórn­ar­ráð­inu að Davíð Odds­son hafi hitt naglann á höf­uðið þegar hann vitn­aði í góða dát­ann Svejk og sagði: „Agi verður að vera í her­búð­un­um.“ Þegar bent er á lausn­ina og sagt: „sjá­ið“ munu alltaf ein­hverjir horfa á putt­ann.




Hvað geta kenn­arar þá gert til að bæta stöðu sína?




Þegar horft er til skamms tíma hlýtur slag­ur­inn að snú­ast um að taktíkin um að deila og drottna gangi ekki upp. Það er for­gangs­verk­efni núna, ekki tal um ímynd eða hund­rað manna blogg­her.




Til lengri tíma ættu íslenskir kenn­arar að mínu mati að grípa hið augjósa tæki­færi. Hlut­verk kenn­ar­ans er að breyt­ast í staf­rænum heimi. Það blasir við okkur ný ver­öld. Íslenskir kenn­arar ættu að verða sér­fræð­ingar í að efla þá færni sem nem­endur þurfa að hafa til að bera á 21. öld­inni. Þeir ættu að koma sér fyrir í broddi skóla­þró­un­ar. Og þeir ættu að læra erlend tungu­mál. Atvinnu­mark­aður íslenskra kenn­ara þarf að ná út fyrir Ísland. Skóla­kerfi um allan heim eru svifa­sein. Við getum verið snögg. Íslenskir kenn­arar eiga að vera í fremstu röð og svo eiga þeir bara að fara ef kjörin eru ekki sam­bæri­leg við kjör ann­arra þjóða.




Útrás­aral­manna­teng­ill­inn orð­aði raunar svip­aða hug­mynd í erind­inu sínu. Hann vill líka að íslenskir kenn­arar taki sér brodd­stöðu og verði sam­keppn­is­hæf­ir. Vand­inn er að hann horfir til ímyndar þeirra. Og ef kenn­arar vilja sterka ímynd hér á landi þá er auð­veld­ast að taka sér stöðu með þeim sem telja að mik­il­væg­ustu verk­efni skóla­kerf­is­ins séu að efla hefð­bundið læsi og ná betri árangri á Pisa.




Það er bara alls ekki mál­ið.




Kenn­arar þurfa að fara þangað sem fæstir geta ímyndað sér enn­þá.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None