Ísland endurmeti stöðuna - Bjarga má þúsundum manna

Auglýsing

Upp­lýs­ing­arnar sem nú liggja fyrir um stöðu flótta­manna frá Sýr­landi og stríðs­hrjáðum svæðum í nágrenni eru slá­andi. Vand­inn er yfir­þyrm­andi og óhjá­kvæmi­legt að öll þróuð ríki heims­ins, ekki síst þau sem búa við vel­meg­un, end­ur­meti stöðu sína og leggi fram hjálp­ar­hönd.

Sænski pró­fess­or­inn Hans Ros­l­ing, sem kom til Íslands fyrr á árinu, fjallar um stöðu mála með áhrifa­miklu mynd­bandi sem nálg­ast má á inter­net­inu. Þar staðan útskýrð, og í því sést meðal ann­ars að aðeins lítið brot vand­ans er sýni­legt í Evr­ópu­ríkj­um, meðal ann­ars með miklum straumi fólks yfir Mið­jarð­ar­haf­ið.

https://www.youtu­be.com/watch?v=0_QrI­ap­iNOw

Auglýsing

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, er í hópi þeirra stjórn­mála­manna sem hefur sagt að vand­inn sem snýr að þessu fólki sem nú flýr hörm­ungar í millj­ón­a­tali sé lang­sam­lega stærsta mál sem hún hefur staðið frammi fyrir sem þjóð­ar­leið­togi í Evr­ópu. Öll önnur vanda­mál eru smán­ar­vanda­mál sem varla tekur því að eyða orku í.

Eftir að hafa lesið nýj­ustu skýrslu frá teymi Sam­ein­uðu þjóð­anna sem fylgist með gangi mála í Sýr­landi, þá getur maður ekki annað en þrýst á yf­ir­völd um að bregð­ast taf­ar­laust við stöðu mála og hjálpa til.

Millj­ónir manna ­þjást nú alla daga, meðal ann­ars vegna þess að stjórn­mála­menn og alþjóða­stofn­anir hafa ekki komið upp nægi­lega skil­virkri keðju neyð­ar- og hjálp­ar­starfs. Í henni skiptir mestu að allir séu til­búnir að leggja eitt­hvað af mörk­um, eins hratt og kostur er. Í þessu til­viki, þurfa allir að leggja mjög mikið af mörk­um, ann­ars munu millj­ónir manna drep­ast.

Eins og oft þegar að kemur að svona stórum vanda­mál­um, þá er oft erfitt að koma fram með lausnir eða mæla með réttu hversu stór hjálp­ar­höndin getur verið hjá hverri þjóð.

Það ætti að gefa ein­hverja vís­bend­ingu um hvernig þetta mál horfir við alþjóða­sam­fé­lag­inuu í augna­blik­inu að þjóðir heims­ins, meðal ann­ars í Evr­ópu, hafa verið hvattar til þess að setja upp flótta­manna­búðir vítt og breitt til þess að koma fólki í skjól. Þetta er ekki aðeins við landa­mæri, heldur einnig á opnum svæðum inn í borgum og bæj­um.

Spurn­ingin er; Hvað getur smá­ríki eins og Íslands gert? Það er vissu­lega til eft­ir­breytni að taka móti 50 flótta­mönnum, eins og til stend­ur, en í ljósi umfangs vand­ans ætti talan að vera marg­falt hærri. Lík­lega væri fimm þús­und ágætis byrj­un. Nóg er til af pen­ing­um, svo mikið er víst (og meira á leið­inn­i), og aðstaðan er líka fyrir hendi. Það þarf bara að for­gangs­raða rétt að þessu sinni, og láta öll létt­væg dæg­ur­mál liggja óhreyfð um stund.

Í þessu vanda­máli verður að hugsa út fyrir box­ið, og það er vel hægt. Reykja­vík­ur­borg gæti til dæmis lagt fram meira og minna öll íþrótta­hús borg­ar­inn­ar, umbreytt þeim í flótta­manna­búð­ir, með sturtu- og hrein­læt­is­að­stöðu. Skóla­börn þyrftu að finna sér annað svæði á meðan og íþrótta­fé­lögin sömu­leið­is. Það eru ekki nein vanda­mál og alls ekki afsökun fyrir því að grípa ekki til aðgerða sem þess­ara. Þetta er einnig í takt við það sem þjóðir í Evr­ópu eru hvattar til að gera; nýta pláss sem er til staðar og koma upp lág­marks­að­stöðu og skjóli.

Við­líka hug­myndir mætti nefna, þar sem einka­fyr­ir­tæki, sem eru í aðstöðu til, geta lagt sitt af mörkum með aðstöðu, atvinnu eða pen­inga­fram­lagi. Sér­tækar lausnir þar sem frum­kvæði þeirra sem geta lagt til hjálp­ar­hönd er alltaf ómet­an­legt á svona stund­um. Þetta gæti verið tíma­bundin aðstoð,  neyð­ar­að­stoð.

Hvernig sem á málið er litið er mik­il­vægt að strax verði horfið frá því að hjálpa ein­ungis örfáum tug­um og fram­lag Íslands verði end­ur­hugsað frá grunni, og marg­faldað að umfangi.

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.
Kostnaðaráætlun hátíðarfundarins á Þingvöllum sagður misskilningur
Skrifstofa Alþingis hefur sent Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis bréf, vegna umræðu í fjölmiðlum síðustu daga um undirbúning og kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum 18. júlí.
Kjarninn 25. september 2018
Leiguverð hæst í Reykjavík borið saman við hin Norðurlöndin
Hvergi á Norðurlöndunum er að finna jafn hátt leiguverð í höfuðborginni og hér á landi.
Kjarninn 25. september 2018
Alvarleg gagnrýni sett fram á Samgöngustofu
Starfshópur sem fjallaði um starfsemi Samgöngustofu fann ýmislegt að því hvernig unnið var að málum þar.
Kjarninn 25. september 2018
Olíuverðið hækkar og hækkar
Olíuverð hefur hækkað mikið að undanförnu. Það eru ekki góð tíðindi fyrir íslenska hagkerfið.
Kjarninn 25. september 2018
Rosenstein og Trump funda á fimmtudaginn
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna er sagður valtur í sessi.
Kjarninn 24. september 2018
Icelandair heldur áfram að lækka í verði
Markaðsvirði Icelandair hefur hríðfallið að undanförnu. Það er erfitt rekstrarumhverfi flugfélaga þessi misserin.
Kjarninn 24. september 2018
1. maí kröfuganga 2018.
Mótmæla harðlega aðgerðum Icelandair gegn flugfreyjum og flugþjónum
Forystumenn stærstu stéttarfélaga landsins mótmæla harðlega þeim aðgerðum sem stjórn Icelandair hyggst ráðast í gegn flugfreyjum og flugþjónum sem starfa hjá fyrirtækinu.
Kjarninn 24. september 2018
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Almenningur hvattur í stefnumótun
Vísinda- og tækniráð Íslands efnir til opins samráðs við almenning og hagsmunaaðila um skilgreiningu þeirra framtíðaráskorana sem vísindi og rannsóknir ættu markvisst að takast á við.
Kjarninn 24. september 2018
Meira úr sama flokkiLeiðari
None