Ísland endurmeti stöðuna - Bjarga má þúsundum manna

Auglýsing

Upp­lýs­ing­arnar sem nú liggja fyrir um stöðu flótta­manna frá Sýr­landi og stríðs­hrjáðum svæðum í nágrenni eru slá­andi. Vand­inn er yfir­þyrm­andi og óhjá­kvæmi­legt að öll þróuð ríki heims­ins, ekki síst þau sem búa við vel­meg­un, end­ur­meti stöðu sína og leggi fram hjálp­ar­hönd.

Sænski pró­fess­or­inn Hans Ros­l­ing, sem kom til Íslands fyrr á árinu, fjallar um stöðu mála með áhrifa­miklu mynd­bandi sem nálg­ast má á inter­net­inu. Þar staðan útskýrð, og í því sést meðal ann­ars að aðeins lítið brot vand­ans er sýni­legt í Evr­ópu­ríkj­um, meðal ann­ars með miklum straumi fólks yfir Mið­jarð­ar­haf­ið.

https://www.youtu­be.com/watch?v=0_QrI­ap­iNOw

Auglýsing

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, er í hópi þeirra stjórn­mála­manna sem hefur sagt að vand­inn sem snýr að þessu fólki sem nú flýr hörm­ungar í millj­ón­a­tali sé lang­sam­lega stærsta mál sem hún hefur staðið frammi fyrir sem þjóð­ar­leið­togi í Evr­ópu. Öll önnur vanda­mál eru smán­ar­vanda­mál sem varla tekur því að eyða orku í.

Eftir að hafa lesið nýj­ustu skýrslu frá teymi Sam­ein­uðu þjóð­anna sem fylgist með gangi mála í Sýr­landi, þá getur maður ekki annað en þrýst á yf­ir­völd um að bregð­ast taf­ar­laust við stöðu mála og hjálpa til.

Millj­ónir manna ­þjást nú alla daga, meðal ann­ars vegna þess að stjórn­mála­menn og alþjóða­stofn­anir hafa ekki komið upp nægi­lega skil­virkri keðju neyð­ar- og hjálp­ar­starfs. Í henni skiptir mestu að allir séu til­búnir að leggja eitt­hvað af mörk­um, eins hratt og kostur er. Í þessu til­viki, þurfa allir að leggja mjög mikið af mörk­um, ann­ars munu millj­ónir manna drep­ast.

Eins og oft þegar að kemur að svona stórum vanda­mál­um, þá er oft erfitt að koma fram með lausnir eða mæla með réttu hversu stór hjálp­ar­höndin getur verið hjá hverri þjóð.

Það ætti að gefa ein­hverja vís­bend­ingu um hvernig þetta mál horfir við alþjóða­sam­fé­lag­inuu í augna­blik­inu að þjóðir heims­ins, meðal ann­ars í Evr­ópu, hafa verið hvattar til þess að setja upp flótta­manna­búðir vítt og breitt til þess að koma fólki í skjól. Þetta er ekki aðeins við landa­mæri, heldur einnig á opnum svæðum inn í borgum og bæj­um.

Spurn­ingin er; Hvað getur smá­ríki eins og Íslands gert? Það er vissu­lega til eft­ir­breytni að taka móti 50 flótta­mönnum, eins og til stend­ur, en í ljósi umfangs vand­ans ætti talan að vera marg­falt hærri. Lík­lega væri fimm þús­und ágætis byrj­un. Nóg er til af pen­ing­um, svo mikið er víst (og meira á leið­inn­i), og aðstaðan er líka fyrir hendi. Það þarf bara að for­gangs­raða rétt að þessu sinni, og láta öll létt­væg dæg­ur­mál liggja óhreyfð um stund.

Í þessu vanda­máli verður að hugsa út fyrir box­ið, og það er vel hægt. Reykja­vík­ur­borg gæti til dæmis lagt fram meira og minna öll íþrótta­hús borg­ar­inn­ar, umbreytt þeim í flótta­manna­búð­ir, með sturtu- og hrein­læt­is­að­stöðu. Skóla­börn þyrftu að finna sér annað svæði á meðan og íþrótta­fé­lögin sömu­leið­is. Það eru ekki nein vanda­mál og alls ekki afsökun fyrir því að grípa ekki til aðgerða sem þess­ara. Þetta er einnig í takt við það sem þjóðir í Evr­ópu eru hvattar til að gera; nýta pláss sem er til staðar og koma upp lág­marks­að­stöðu og skjóli.

Við­líka hug­myndir mætti nefna, þar sem einka­fyr­ir­tæki, sem eru í aðstöðu til, geta lagt sitt af mörkum með aðstöðu, atvinnu eða pen­inga­fram­lagi. Sér­tækar lausnir þar sem frum­kvæði þeirra sem geta lagt til hjálp­ar­hönd er alltaf ómet­an­legt á svona stund­um. Þetta gæti verið tíma­bundin aðstoð,  neyð­ar­að­stoð.

Hvernig sem á málið er litið er mik­il­vægt að strax verði horfið frá því að hjálpa ein­ungis örfáum tug­um og fram­lag Íslands verði end­ur­hugsað frá grunni, og marg­faldað að umfangi.

Utanríkisráðherra skipar í nýtt útflutnings- og markaðsráð
Fjöldi fólks úr atvinnu- og stjórnmálalífi mun vinna að útflutnings- og markaðsmálum.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Miðflokksmenn ætla að fara fram á að kosið verði aftur í nefndir Alþingis
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, biður flokksmenn um að taka vel á móti Karli Gauta Hjaltasyni og Ólafi Ísleifssyni.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Stefanía G. Halldórsdóttir og Björgvin Ingi Ólafsson
Vinnum við íslenskuslaginn?
Kjarninn 22. febrúar 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nova prófar 5G og ný Samsung Galaxy S-lína kynnt
Kjarninn 22. febrúar 2019
Vilja að bannað verði að nota pálmaolíu í lífdísil á Íslandi
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi um að bannað verði að nota pálmaolíu í framleiðslu lífdísils á Íslandi. Eftirspurn eftir pálmaolíu hefur aukist gríðarlega en framleiðslunni fylgir aukin eyðing regnskóga og losun gróðurhúsalofttegunda
Kjarninn 22. febrúar 2019
Lestrarklefinn
Lestrarklefinn
Lestrarklefinn – Smásagnafebrúar
Kjarninn 22. febrúar 2019
Ólafur og Karl Gauti ganga til liðs við Miðflokkinn
Tveir fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, sem voru reknir þaðan eftir Klaustursmálið, hafa gengið í Miðflokkinn.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Drífa Snædal,
Drífa Snædal: Mikil er ábyrgð þeirra sem hafa leyft misréttinu að aukast
Drífa Snædal, forseti ASÍ , segir að nú stefni í hörðustu átök á vinnumarkaði í áratugi og ábyrgðin sé þeirra sem hafi leyft misréttinu að aukast á síðustu árum þannig að hagsældin hér á landi hafi ekki skilað sér til allra.
Kjarninn 22. febrúar 2019
Meira úr sama flokkiLeiðari
None