Íslendingar vilja að læknar veiti dánaraðstoð

Hluti af umræðu um dánaraðstoð sem þarf að eiga sér stað er að ákveða hvaða aðferð henti okkur best, skrifar Ingrid Kuhlman. „Eflaust eru skiptar skoðanir á því og því mikilvægt að umræðan fái að þroskast og að við tökum öllum leiðum til skoðunar.“

Auglýsing

Sam­kvæmt könnun Mask­ínu, sem var fram­kvæmd síð­ast­liðið haust, eru 76,2% Íslend­inga hlynnt­ir dán­­ar­að­stoð. 6,6% svara því til að þau séu „Mjög and­víg“ eða „Frem­ur and­víg“ og 17,2% svara „Í með­al­lag­i“. Spurn­ingin hljóð­aði svo:

Ertu hlynnt(­­ur) eða and­víg(­­ur/t) því að ein­stak­l­ingur geti fengið aðstoð við að binda enda á líf sitt (dán­­ar­að­­stoð) ef hann er hald­inn sjúk­­dómi eða ástandi sem hann lifir óbæri­­legt og metið hefur verið ólækn­andi?

Auglýsing

Hvaða aðferð ætti að nota?

Í könn­un­inni var einnig spurt hvaða aðferð Íslend­ingar ættu að nota ef dán­ar­að­stoð yrði leyfð en í heim­inum er not­ast við þrjár meg­in­að­ferð­ir. Spurn­ingin hljóð­aði svo:

Hverja af eft­ir­töldum aðferðum við dán­ar­að­stoð telur þú að Íslend­ingar ættu að taka upp ef dán­ar­að­stoð yrði lög­leyfð?

Svar­mögu­leik­arnir voru fjór­ir, sjá með­fylgj­andi töflu. Fjórð­ungur svar­aði ekki þess­ari spurn­ingu.

Fyrsti val­mögu­leik­inn, og sá sem flestir kjósa eða 48,4%, er að læknir gefi ein­stak­lingi lyf í æð. Þessi aðferð er oft nefnd „hol­lenska leið­in“ en á ensku heitir hún eut­hanasia og er notuð í Hollandi, Belg­íu, Lúx­em­borg og Kanada. Í Hollandi og Belgíu var þessi aðferð leyfð með lögum árið 2002, í Lúx­em­borg árið 2009 og í Kanada 2016. Í Hollandi var dán­ar­að­stoð 4,5% af öllum dauðs­föllum árið 2021 en 2,4% í Belgíu árið 2019. Í Kanada var dán­ar­að­stoð 3,3% af öllum and­látum árið 2021.

Skil­yrðin eru mis­mun­andi milli landa en í Hollandi eru þau að:

  1. lækn­ir­inn sé sann­færður um að ósk sjúk­lings­ins sé sjálf­viljug og vel ígrund­uð.
  2. þján­ing hans við­var­andi (ómeð­höndl­an­leg) og óbæri­leg.
  3. lækn­ir­inn á að hafa upp­lýst sjúk­ling­inn um ástand hans og horf­ur.
  4. sjúk­ling­ur­inn þarf að vera sann­færður um að engin önnur skyn­sam­leg úrræði séu í boði.
  5. lækn­ir­inn á að hafa ráð­fært sig við a.m.k. einn ann­an, óháðan lækni, sem hefur vitjað sjúk­lings­ins og veitt skrif­legt álit sitt á skil­yrði 1-4.
  6. lækn­ir­inn þarf að gæta lækn­is­fræði­legrar vand­virkni við að binda enda á líf sjúk­lings­ins.
  7. læknum er skylt að skila skýrslu til nefndar sem fer yfir hvort farið hafi verið að lögum í einu og öllu.

Sviss­neska leiðin

Næst­flestir eða 19,6% velja aðferð­ina sem er kennd við Sviss en þá inn­byrðir ein­stak­lingur sjálfur lyf hjá sam­tökum eins og Dignitas, Exit eða Pega­sos, sem útvega þau í gegnum lækni. Aðferðin er í boði bæði fyrir inn­lenda og erlenda rík­is­borg­ara. Fyrir rík­is­borg­ara Sviss er dán­ar­að­stoð þjón­usta sem veitt er á sjúkra­húsum sem hluti af líkn­ar­með­ferð. Sviss­nesk hegn­ing­ar­lög heim­ila ein­stak­lingum að aðstoða aðra við að taka eigið líf svo lengi sem ekki sé um að ræða eig­in­gjarna ástæðu, eins og til dæmis pen­inga­lega. Dán­ar­að­stoð var lög­leyfð í Sviss árið 1942. Sviss­neska leiðin er einnig í boði í Ben­elúx lönd­unum þó að flestir velji að læknir gefi þeim lyf í æð. Í um 1,5% af öllum and­látum í Sviss á ári er um að ræða dán­ar­að­stoð.

Oregon-­leiðin

Þriðji val­kost­ur­inn fær atkvæði 6,7% svar­enda en í honum felst að læknir skrifar upp á lyf sem ein­stak­ling­ur­inn sækir í apó­tek og inn­byrðir sjálf­ur. Þessi aðferð er notuð í níu ríkjum Banda­ríkj­anna og oft kennd við Oregon en það ríki heim­il­aði dán­ar­að­stoð þegar árið 1997. Skil­yrði er m.a. að ein­stak­ling­ur­inn sé með ban­vænan sjúk­dóm sem muni draga hann til dauða innan sex mán­aða. Svipuð lög­gjöf er í öðrum fylkjum Banda­ríkj­anna og í Ástr­al­íu.

Auglýsing

Um það bil þriðji hver ein­stak­lingur sem fær lyfin tekur þau ekki. Árið 2021 fengu sem dæmi 383 ein­stak­lingar lyfja­á­vísun í Oregon á meðan aðeins 238 inn­byrtu lyfin og dóu. Þar af voru 20 sem höfðu sótt lyfin áður. Síðan 1997 hafa 3.280 fengið lyfja­á­vísun og 2.159 hafa dáið eftir að inn­byrða lyf­in. Vand­lega er fylgst með lyfj­unum frá þeim degi sem þeim er ávísað og þangað til ein­stak­ling­ur­inn sem fékk lyfja­á­vís­un­ina deyr. Læknum er skylt að til­kynna alla lyf­seðla fyrir ban­vænum lyfjum til heil­brigð­is­deildar fylk­is­ins og það sama gildir um lyfja­fræð­inga. Hverjum þeim sem kýs að neyta ekki lyfj­anna er gert að farga þeim á lög­legan hátt. Engin til­vik hafa verið til­kynnt í Oregon um mis­notkun á bæn­vænum lyfjum á þeim tíma sem lögin hafa verið í gildi.

Val lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga

Í B.S. rit­gerð sinni árið 2021 gerði Bryn­hildar K. Ásgeirs­dóttir við­horfskönnun meðal lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga á aðgerð­ar- og með­ferð­ar­sviðum Land­spít­al­ans. Alls velja 13% lækna og hjúkr­un­ar­fræð­inga að læknir komi beint að og fram­kvæmi deyð­ing­una sjálf­ur, 21% vill að læknir gefi lyf­­­seðil fyrir ban­vænni lyfja­blöndu sem sjúk­l­ingur tekur sjálfur og 47% velja að læknir geti hvort sem er fram­­kvæmt deyð­ing­una eða gefið út lyf­­­seð­il­inn. 22% svar­enda kjósa svar­mögu­leik­ann „Ann­að“.

Hluti af umræð­unni sem þarf að eiga sér stað á Íslandi er að ákveða hvaða aðferð henti okkur best. Eflaust eru skiptar skoð­anir á því og því mik­il­vægt að umræðan fái að þroskast og að við tökum öllum leiðum til skoð­un­ar.

Grein­ar­höf­undur er for­maður Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar