Kæri lífeyrissjóður

Keneva Kunz
h_50678063-1.jpg
Auglýsing

Það fer að stytt­ast í það, segja ráða­menn þjóð­ar­inn­ar, að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir fái að fjár­festa aftur í útlönd­um. Með því geta þeir aukið fjöl­breytni eigna­safna sinna og þá von­andi öryggi ávöxt­unar og tryggt góðar greiðslur til líf­eyr­is­þega. Það er því ástæða til að fagna þessum tæki­fær­um. En hvað vita flestir líf­eyr­is­þegar um þær fjár­fest­ingar sem sjóð­irnir leggja fram­lög þeirra í? Við fáum yfir­lit um ávöxtun en litlar upp­lýs­ingar aðr­ar, að minnsta kosti hef ég ekki orðið þeirra vör, og hef þó verið aðili að ein­hverjum fimm sjóðum eða svo.

Líf­eyr­is­sjóðir um allan heim eru stórir fjár­fest­ar. Á Íslandi eru þeir langstærstir á mark­aðn­um, og auk þess lang­tíma fjár­festar þannig að það skiptir veru­legu máli fyrir fyr­ir­tæki að fá slíkt fjár­magn til að byggja upp starf­semi sína, vaxa og dafna. Eftir reynslu hruns­ins og margar mis­vitrar fjár­fest­ingar hafa margir sjóðir á Íslandi gert gang­skör í að hreinsa til heima hjá sér, sam­þykkt stefnu um stjórn­ar­hætti í þeim fyr­ir­tækjum sem þeir fjár­festa í og jafn­vel fjár­fest­ing­ar­stefnu.

Má ekki fjár­festa í hverju sem er



Að líf­eyr­is­sjóðir velji og upp­lýsi um við­mið fyrir fjár­fest­ingu er frekar nýtt á Íslandi, held ég. Ég kynnt­ist þessu fyrst fyrir mörgum árum í Sví­þjóð, þar sem þetta þótti sjálf­sagt, en þegar ég nefndi þetta við eign­ar­stýr­ing­ar­fólk á Íslandi fékk ég þau svör helst að mark­mið fjár­festa væri að ná sem hæstri ávöxtun – ekk­ert mætti skerða hana. Ég var og er ósam­mála. Ég vil ekki fjár­magna skað­lega starf­semi af neinu tagi, hvort sem það er til dæm­is­ vopna­fram­leiðsla, tóbaks­sala eða áfeng­is­sala, né styðja við stjórn­völd, til að mynda í gegnum skulda­bréfa­kaup, sem bera ekki virð­ingu fyrir mann­rétt­ind­um, lýð­ræði og skoð­ana­frelsi, svo nokkuð sé nefnt.

Auð­vitað geri ég mér grein fyrir að það getur verið allt annað en auð­velt að draga mörk­in. En það þýðir ekki að við eigum ekki að reyna að sjá til þess að við leggjum okkar af mörkum að bæta ástandið en ekki auka skað­ann – ef við erum ekki með í að leysa mál­in, erum við hluti af vand­an­um, eins og sagt er. Og í dag er það varla spurn­ing hvað er stærsta ógnin og mesta vanda­mál okkar allra. Það er lofts­lags­breyt­ing­ar.

Auglýsing

Hug­ar­fars­breyt­ing sem ber að fagna



Það hefur verið vax­andi á síð­ustu árum að margir mjög stórir líf­eyr­is­sjóðir og háskóla­sjóð­ir, einkum í Banda­ríkj­un­um, hafa ákveðið að losa sig úr fjár­fest­ingum í leit að jarð­efna­elds­neyti og vinnslu þess, meðal ann­ars á þeim for­sendum að kol, olía og gas, sem þegar hefur verið unnið og er til í geymslu ofanjarð­ar, nægir til að auka gróð­ur­húsa­vand­ann langt yfir þau vægu mark­mið sem hafa verið sett af alþjóð­legum vís­inda­ráð­um. Og til að nota sína pen­inga og áhrif frekar til að hvetja til auk­inna rann­sókna og þró­unar á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum og ekki síst leiðum til að auka nýt­ingu þeirra.

Nýlega ákvað breska blaðið The Guar­dian að styðja þessa hreyf­ingu með átaki sem heitir „Keep it in the Ground“. Á örfáum dögum höfðu nokkur hund­ruð þús­und manns skrifað undir áskorun til tveggja stórra og mik­il­vægra rann­sókn­ar­sjóða í Banda­ríkj­unum og Bret­landi, Gates Founda­tion og Wellcome Trust, um að draga sig út úr fjár­fest­ingum sem tengj­ast leit og vinnslu jarð­efna­elds­neyt­is. Fram­takið virð­ist alls staðar hafa fengið byr undir báða vængi og alls staðar hafa menn fylkt sér undir merki þess. Þessir sjóðir eru stórir og áber­andi; þeir marka stefn­una og aðrir fylgja eft­ir, og þess vegna er það mik­il­vægt að þeir taki af skar­ið.

Það er afskap­lega upp­örvandi að lesa það sem stuðn­ings­menn átaks­ins skrifa – og þeir eru ótrú­lega fjöl­breytt­ir: læknar sem hafa notið góðs af rann­sókn­ar­styrkjum sjóð­anna, verk­fræð­ingar sem áður unnu fyrir olíu­fé­lög, ömmur í Kína, fjár­fest­ing­ar­ráð­gjaf­ar, líf­fræði­kenn­ar­ar, háskóla­nemar og þús­undir ann­arra.

Áskorun til íslenskra líf­eyr­is­sjóða



Þjóð­fé­lagið okkar er að breyt­ast sem betur fer: það ein­fald­lega við­gengst ekki lengur að græða á við­skipt­um, alveg sama í hvaða til­gangi, á þann hátt sem skaðar umhverf­ið, líf­ríkið og á end­anum fram­tíð jarð­ar. Eins og svo mörg mál önn­ur, sem virt­ust vera óbreyt­an­leg þangað til allt í einu að þau gengu ekki leng­ur, er eyð­ing jarðar í gegnum koltví­sýr­ings­mengun komin að því stigi þar sem skoð­ana­meiri­hluti er að valda kúvend­ingu. Það er líka spurn­ing um krónur í kass­ann: hver vill vera skil­inn eftir með hluta­bréf í olíu­fé­lagi þegar aðrir fjár­festar eru að yfir­gefa það? Þessa spurn­ingu fannst meira að segja seðla­banka­stjóra Bret­lands ástæða til að láta Eng­lands­banka kanna sér­stak­lega. „Ekki er hægt að brenna mik­inn meiri­hluta forð­ans í jörð­u,“ var­aði hann við, ef heim­ur­inn ætlar að forð­ast skelfi­legar lofts­lags­breyt­ing­ar.

Ég skora á íslensku líf­eyr­is­sjóð­ina að kynna sér mál­ið, skoða sín eigna­söfn, kanna hvaða fjár­fest­ingar þeir hafa í jarð­efna­elds­neyti og tengdum iðn­aði og ákveða hvernig þeir geta losað sig sem fyrst við þær og í stað­inn hjálpað til að ryðja braut­ina fyrir end­ur­nýj­an­lega orku­fram­tíð.

 

Höf­undur er þýð­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None