Kæri lífeyrissjóður

Keneva Kunz
h_50678063-1.jpg
Auglýsing

Það fer að stytt­ast í það, segja ráða­menn þjóð­ar­inn­ar, að íslenskir líf­eyr­is­sjóðir fái að fjár­festa aftur í útlönd­um. Með því geta þeir aukið fjöl­breytni eigna­safna sinna og þá von­andi öryggi ávöxt­unar og tryggt góðar greiðslur til líf­eyr­is­þega. Það er því ástæða til að fagna þessum tæki­fær­um. En hvað vita flestir líf­eyr­is­þegar um þær fjár­fest­ingar sem sjóð­irnir leggja fram­lög þeirra í? Við fáum yfir­lit um ávöxtun en litlar upp­lýs­ingar aðr­ar, að minnsta kosti hef ég ekki orðið þeirra vör, og hef þó verið aðili að ein­hverjum fimm sjóðum eða svo.

Líf­eyr­is­sjóðir um allan heim eru stórir fjár­fest­ar. Á Íslandi eru þeir langstærstir á mark­aðn­um, og auk þess lang­tíma fjár­festar þannig að það skiptir veru­legu máli fyrir fyr­ir­tæki að fá slíkt fjár­magn til að byggja upp starf­semi sína, vaxa og dafna. Eftir reynslu hruns­ins og margar mis­vitrar fjár­fest­ingar hafa margir sjóðir á Íslandi gert gang­skör í að hreinsa til heima hjá sér, sam­þykkt stefnu um stjórn­ar­hætti í þeim fyr­ir­tækjum sem þeir fjár­festa í og jafn­vel fjár­fest­ing­ar­stefnu.

Má ekki fjár­festa í hverju sem erAð líf­eyr­is­sjóðir velji og upp­lýsi um við­mið fyrir fjár­fest­ingu er frekar nýtt á Íslandi, held ég. Ég kynnt­ist þessu fyrst fyrir mörgum árum í Sví­þjóð, þar sem þetta þótti sjálf­sagt, en þegar ég nefndi þetta við eign­ar­stýr­ing­ar­fólk á Íslandi fékk ég þau svör helst að mark­mið fjár­festa væri að ná sem hæstri ávöxtun – ekk­ert mætti skerða hana. Ég var og er ósam­mála. Ég vil ekki fjár­magna skað­lega starf­semi af neinu tagi, hvort sem það er til dæm­is­ vopna­fram­leiðsla, tóbaks­sala eða áfeng­is­sala, né styðja við stjórn­völd, til að mynda í gegnum skulda­bréfa­kaup, sem bera ekki virð­ingu fyrir mann­rétt­ind­um, lýð­ræði og skoð­ana­frelsi, svo nokkuð sé nefnt.

Auð­vitað geri ég mér grein fyrir að það getur verið allt annað en auð­velt að draga mörk­in. En það þýðir ekki að við eigum ekki að reyna að sjá til þess að við leggjum okkar af mörkum að bæta ástandið en ekki auka skað­ann – ef við erum ekki með í að leysa mál­in, erum við hluti af vand­an­um, eins og sagt er. Og í dag er það varla spurn­ing hvað er stærsta ógnin og mesta vanda­mál okkar allra. Það er lofts­lags­breyt­ing­ar.

Auglýsing

Hug­ar­fars­breyt­ing sem ber að fagnaÞað hefur verið vax­andi á síð­ustu árum að margir mjög stórir líf­eyr­is­sjóðir og háskóla­sjóð­ir, einkum í Banda­ríkj­un­um, hafa ákveðið að losa sig úr fjár­fest­ingum í leit að jarð­efna­elds­neyti og vinnslu þess, meðal ann­ars á þeim for­sendum að kol, olía og gas, sem þegar hefur verið unnið og er til í geymslu ofanjarð­ar, nægir til að auka gróð­ur­húsa­vand­ann langt yfir þau vægu mark­mið sem hafa verið sett af alþjóð­legum vís­inda­ráð­um. Og til að nota sína pen­inga og áhrif frekar til að hvetja til auk­inna rann­sókna og þró­unar á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum og ekki síst leiðum til að auka nýt­ingu þeirra.

Nýlega ákvað breska blaðið The Guar­dian að styðja þessa hreyf­ingu með átaki sem heitir „Keep it in the Ground“. Á örfáum dögum höfðu nokkur hund­ruð þús­und manns skrifað undir áskorun til tveggja stórra og mik­il­vægra rann­sókn­ar­sjóða í Banda­ríkj­unum og Bret­landi, Gates Founda­tion og Wellcome Trust, um að draga sig út úr fjár­fest­ingum sem tengj­ast leit og vinnslu jarð­efna­elds­neyt­is. Fram­takið virð­ist alls staðar hafa fengið byr undir báða vængi og alls staðar hafa menn fylkt sér undir merki þess. Þessir sjóðir eru stórir og áber­andi; þeir marka stefn­una og aðrir fylgja eft­ir, og þess vegna er það mik­il­vægt að þeir taki af skar­ið.

Það er afskap­lega upp­örvandi að lesa það sem stuðn­ings­menn átaks­ins skrifa – og þeir eru ótrú­lega fjöl­breytt­ir: læknar sem hafa notið góðs af rann­sókn­ar­styrkjum sjóð­anna, verk­fræð­ingar sem áður unnu fyrir olíu­fé­lög, ömmur í Kína, fjár­fest­ing­ar­ráð­gjaf­ar, líf­fræði­kenn­ar­ar, háskóla­nemar og þús­undir ann­arra.

Áskorun til íslenskra líf­eyr­is­sjóðaÞjóð­fé­lagið okkar er að breyt­ast sem betur fer: það ein­fald­lega við­gengst ekki lengur að græða á við­skipt­um, alveg sama í hvaða til­gangi, á þann hátt sem skaðar umhverf­ið, líf­ríkið og á end­anum fram­tíð jarð­ar. Eins og svo mörg mál önn­ur, sem virt­ust vera óbreyt­an­leg þangað til allt í einu að þau gengu ekki leng­ur, er eyð­ing jarðar í gegnum koltví­sýr­ings­mengun komin að því stigi þar sem skoð­ana­meiri­hluti er að valda kúvend­ingu. Það er líka spurn­ing um krónur í kass­ann: hver vill vera skil­inn eftir með hluta­bréf í olíu­fé­lagi þegar aðrir fjár­festar eru að yfir­gefa það? Þessa spurn­ingu fannst meira að segja seðla­banka­stjóra Bret­lands ástæða til að láta Eng­lands­banka kanna sér­stak­lega. „Ekki er hægt að brenna mik­inn meiri­hluta forð­ans í jörð­u,“ var­aði hann við, ef heim­ur­inn ætlar að forð­ast skelfi­legar lofts­lags­breyt­ing­ar.

Ég skora á íslensku líf­eyr­is­sjóð­ina að kynna sér mál­ið, skoða sín eigna­söfn, kanna hvaða fjár­fest­ingar þeir hafa í jarð­efna­elds­neyti og tengdum iðn­aði og ákveða hvernig þeir geta losað sig sem fyrst við þær og í stað­inn hjálpað til að ryðja braut­ina fyrir end­ur­nýj­an­lega orku­fram­tíð.

 

Höf­undur er þýð­andi.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None