Kaflaskilin í Kína

Jón Ormur Halldórsson skrifar um stöðuna í kínverskum stjórnmálum.

Auglýsing

Á meðan heim­ur­inn horfði sem dáleiddur á Trump urðu rót­tækar breyt­ingar í Kína sem munu hafa mikil og marg­vís­leg áhrif víðs vegar um heim­inn. Lík­lega mun ekk­ert sem Trump tók sér fyrir hendur hafa eins miklar og langvar­andi afleið­ingar fyrir eins marga og breyt­ingar síð­ustu ára í Kína.

Þótt ekki sé kosið í Kína er póli­tíkin þar bæði lif­andi og óraflók­in. Stærðin ein gerir sam­an­burð við önnur lönd erf­ið. Ef sama hlut­fall væri á milli fjölda ráða­manna og íbúa í Kína og á Íslandi væru vel yfir fjöru­tíu þús­und ráð­herrar í Kína og kvart milljón þing­manna. Kerfið er auð­vitað allt öðru­vísi upp byggt en valda­kerfið er risa­stórt, marg­skipt, víð­feðmt og flók­ið.

Leið­togi ríkis og flokks, Xi Jin­p­ing, hefur nú á fáum árum náð fram breyt­ingum á grund­vall­ar­at­riðum í stefnu og starfs­háttum Kína í alþjóða­málum og stærstu greinum inn­an­lands­mála. Um leið hefur hann ein­faldað og styrkt, í bili að minnsta kosti, valda­kerfi lands­ins. Þetta hefur lítið með per­sónu hans að gera, þótt hún sé sterk, en hvílir þess meira á aðstæðum í póli­tískum, efna­hags­legum og menn­ing­ar­legum veru­leika í Kína.

Auglýsing

Zhongn­an­hai og Hvíta húsið

Til­raunir sér­fræð­inga til að geta sér til um fram­vindu átaka á bak við múr­ana um Zhongn­an­hai, aðsetur æðstu stjórnar bæði ríkis og flokks í miðri Pek­ing, hafa yfir­leitt þótt dálítið exó­tískt les­efni og sjaldn­ast mjög brýnt. For­set­arnir tveir, Jiang Zemin og Hu Jin­tao sem réðu einna mestu í tutt­ugu ár fram á annan ára­tug þess­arar ald­ar, stjórn­uðu líka með eins konar sam­ræðu­stjórn­málum innan flokks­ins. Almenn­ingur kom auð­vitað lítið að því sam­tali en for­ystu­sveitin var hins vegar nokkuð fjöl­menn og sum­part með ólíka hags­muni að baki sér. Alls kyns stofn­an­ir, háskólar og hug­veitur virt­ust líka beina þekk­ingu og skoð­unum inn í ann­ars fremur leyni­lega umræðu um stefnu rík­is­ins í helstu grein­um. Um tíma virt­ist sem umræðan væri að opn­ast og ólíkar skoð­an­ir, sem greini­lega voru fyrir hendi, fengju að takast á með skýr­ari hætti en áður. Svo varð ekki. Það mynd­uð­ust heldur engar sam­stæðar póli­tískar sveitir eða hópar mennta­manna sem gætu haft for­ystu um hug­mynda­fræði­lega umræðu. Nema í kringum Xi Jin­p­ing. Nú virð­ist umræð­unni lokið í bili og stefnan til­tölu­lega skýr. Hún er önnur en hún var.

Um leið og meló­drama Trump-ár­anna var flutt á fjölum Hvíta húss­ins var þannig boðið upp á sann­kall­aða epík í Zhongn­an­hai. Þar mun líka ráð­ast mikið af örlögum okkar aldar ekki síður en í Hvíta hús­inu. Enda munu mik­il­væg­ustu átök í alþjóða­kerf­inu næstu árin, bæði póli­tísk og efna­hags­leg, öðru fremur hverf­ast um Kína.

Stærra en fall Sov­ét­ríkj­anna

Opnun Kína undir for­ystu Deng Xia­op­ing og sam­verka­manna hans hafði senni­lega bæði víð­tæk­ari og dýpri áhrif á heim­inn en fall Sov­ét­ríkj­anna um líkt leyti. Hún var for­senda margra þeirra stóru breyt­inga sem hafa orðið á atvinnu­líf flestra ríkja heims. Hún studdi líka stór­lega við heim­s­væð­ing­una sem hefur mótað sam­fé­lög manna á síð­ustu ára­tug­um.

Fyr­ir­ferð Kína er nú orðin slík að stærsta við­fangs­efni alþjóða­mála er hvernig alþjóða­kerfið getur rúmað ört vax­andi áhrif Kína. Átökin nú snú­ast ekki ein­ungis um fram­tíð frí­versl­unar og skil­virkra hnatt­rænna fram­leiðslu­keðja heldur einnig um meg­in­at­riði í stjórn­málum og um öryggi heilla heims­svæða. Ólíkt því sem var um Sov­ét­ríkin á sínum tíma, sem ekki voru þátt­tak­endur í heims­við­skipt­um, snýst spurn­ingin um Kína bein­línis um fram­tíð alþjóð­legs atvinnu­lífs. Og nú líka um póli­tísk kerfi, allt frá inn­an­lands­stjórn­málum til alþjóða­kerf­is­ins.

Tvær mön­trur

Staðan er alvar­leg í mörgum greinum og ekki sú sem flestir spáðu fyrir skemmstu. Tvær mön­trur fanga vel kjarna þeirra hug­mynda sem flestir höfðu um fram­tíð Kína, önnur þeirra kín­versk og hin alþjóð­leg.

Sú inn­lenda, sem sann­færði þorra almenn­ings þar í landi, var um lífs­nauð­syn þess að trufla ekki með póli­tískum átökum þá stór­kost­legu lífs­kjara­bylt­ingu sem nú lyftir Kína úr sárri fátækt í að verða stærsta hag­kerfi heims­ins. Þessi mantra er enn kyrjuð í Kína og lýsir án nokk­urs vafa mjög útbreiddum skiln­ingi og vilja almenn­ings. Árangur Kína er líka heims­sögu­legur og án hlið­stæðu, lífs­kjör hafa batnað þrí­tug­falt á þrjá­tíu árum. Og það fyrir meira en millj­arð manna.

Alþjóð­lega mantran var ekki síður sann­fær­andi söngur um að Kína myndi þró­ast frá ein­ræði í átt til lýð­ræð­is, frá rík­is­rekstri til einka­fram­taks og smám saman til ábyrgrar þátt­töku í opnu og frjáls­lyndu alþjóða­kerfi. Ólíkt inn­lendu mön­tr­unni er þessi fyrir bí. Síð­ustu ár hafa farið í að snúa Kína á aðrar braut­ir. Flokk­ur­inn hefur hert tökin á rík­inu og ríkið á atvinnu­lífi og þjóð­lífi. Um leið er orðið ljóst að Kína ætlar sér ekki að verða þægi­legur sam­verka­maður ríkj­anna sem hafa ráðið mestu í alþjóða­málum frá því á nýlendu­tím­an­um.

Rót­tæk stefnu­breyt­ing.

Breyt­ing­arnar í Kína hníga nær allar til sömu átt­ar. Þær snú­ast um að auka vald leið­tog­ans yfir for­yst­unni, for­yst­unnar yfir flokkn­um, flokks­ins yfir rík­inu og rík­is­ins yfir bæði atvinnu­lífi og þjóð­lífi. Þetta hefur auð­vitað kostað spennu og stundum átök en þetta hefur almennt gengið mjög hratt og vel frá sjón­ar­horni leið­tog­ans og hans sam­verka­manna. Það örlar núorðið lítið á and­stöðu meðal flokks­manna eða almenn­ings. Ástæðan fyrir því er ekki snilli Xi Jin­p­ing, þótt hann sé raunar afar öfl­ugur stjórn­mála­mað­ur, heldur miklu frekar sú að þessar breyt­ingar hafa almennan og sterkan stuðn­ing bæði innan for­yst­unnar og úti í sam­fé­lag­inu. Fórn­ar­lömb hreinsana innan flokks­ins eru mörg en ekki sterk. Um það bil ein milljón manna hefur hlotið ákæru fyrir spill­ingu og þar á meðal margir sæmi­lega digrir flokks­menn og jafn­vel yfir­menn úr hern­um.

Eft­ir­tekt­ar­verð­asti and­stæð­ingur Xi innan flokks­ins, Bo Xilai, sem reyndi að höfða til almenn­ings yfir höfuð flokks­for­yst­unnar end­aði ekki á stóli valda­manns í Zhongn­an­hai heldur í fanga­klefa þar sem hann afplánar lífs­tíð­ar­dóm fyrir spill­ingu. Það segir nokkra sögu að þessi hættu­leg­asti and­stæð­ingur Xi var ekki lýð­ræð­is­sinni heldur vinstri popúlisti sem lof­aði liðna tíma þegar flokk­ur­inn var harð­ari og hreinni. And­staða úr hinni átt­inni hefur verið mátt­lít­il.

Ein­ræði meiri­hlut­ans

Þótt það sé ein­földun á flóknu máli má full­yrða að í Kína sé sú hugsun næsta ráð­andi að hags­munir meiri­hlut­ans eigi að vera ofar rétti nokk­urs minni­hluta til að fara sínu fram. Ef við bæt­ist að fólk telur sig hafa ástæðu til að gruna við­kom­andi minni­hluta um skort á holl­ustu við kín­verska ríkið hverfur skiln­ingur almenn­ings á rétti minni­hlut­ans nán­ast alveg. Þetta má glöggt sjá í afar her­skárri afstöðu þorra Kín­verja til Hong Kong og mót­mæla lýð­ræð­is­sinna í borg­inni. Lík­lega eru við­horf almenn­ings svipuð gagn­vart Uig­urum í Xingji­ang sem sæta nú herfi­legri með­ferð kín­verskra stjórn­valda. Harka gagn­vart minni­hluta­hópum sem grun­aðir eru um að geta valdið ein­hvers konar upp­lausn nýtur að öllum lík­indum nægi­legs stuðn­ings almenn­ings í Kína til að auka á vin­sældir og til­trú ráða­manna.

Menn geta leitað að póli­tískum og menn­ing­ar­legum ástæðum fyrir þessu en lík­lega eru þær sögu­legu skýrast­ar. Saga nýlendu­tím­ans er bar­inn inn í haus hvers ein­asta nem­anda í Kína og á nán­ast hverju kvöldi í höfuð sjón­varps­á­horf­enda. Sagan er um upp­lausn og átök sem í senn voru orsök og afleið­ing erlendra afskipta af Kína. Saga þessa tíma nið­ur­læg­ingar Kína er flókin en hægt er að segja hana án stór­kost­legra blekk­inga með þeim hætti að úr verður hið skarpasta vopn tals­manna vald­stjórn­ar. Það má reikna með lang­vinnum efa­semdum í Kína um að það geti verið góður siður að rétt­indi minni­hluta­hópa fái að flækj­ast of mikið fyrir hags­munum meiri­hlut­ans. Og alveg sér­stak­lega ef við­kom­andi minni­hluti er tal­inn njóta stuðn­ings erlendra ríkja.

Spenn­ingur fyrir frjáls­lyndu lýð­ræði er því ekki mik­ill í Kína, hvað sem síðar verð­ur. Sem stendur snýst málið ekki einu sinni um að fórna lýð­ræði fyrir efna­hags­legar fram­far­ir, heldur virð­ist sem svo að lýð­ræði þyki ekki álit­legur kost­ur. Sú stað­reynd að Don­ald Trump kom upp úr kjör­kössum í Banda­ríkj­unum hefur heldur ekki orðið til að styðja þá hug­mynd að besta aðferðin við val á leið­togum sé sú sem almennt er notuð á Vest­ur­lönd­um.

Kost­ur­inn við flokk­inn

Á síð­ustu miss­erum hefur víða vakið athygli sá harði tónn í garð ein­stakra erlendra ríkja sem nú má heyra nær dag­lega frá stjórn­inni í Pek­ing. Þetta er ger­breyt­ing frá því sem var þegar Kína fór með löndum og stjórnin virt­ist taka sér und­ar­lega langan tíma í gera upp hug sinn í alþjóða­mál­um. Mikið af þessum reiði­lestri yfir vonsku og svik­semi útlend­inga er hins vegar ætl­aður til heima­brúks. Skamm­irnar eru nán­ast eins og hóf­samar athuga­semdir í sam­an­burði við ósköpin sem dag­lega er dreift frá almennum not­endum sam­fé­lags­miðla í Kína. Stjórn­völd í Pek­ing virka því stundum nán­ast eins og hóf­samur aðili sem vill halda lok­inu á pott­in­um. Fáir sem þekkja til í Kína telja að aukið lýð­ræði í land­inu myndi bæta sam­skipti lands­ins við önnur ríki.

Stolt og sann­fær­ing

Skoð­ana­kann­an­ir, sem eru raunar stund­aðar af mjög miklum krafti af kín­verska rík­inu, eru sum­part lítið áreið­an­legar en þær sem erlendir fræði­menn taka helst mark á benda til mik­ils og almenns stuðn­ings fólks við stjórn­ina í Pek­ing. Þar á meðal er hin svo­nefnda Edelman Trust loft­vog sem sýnir raunar fallandi traust á stjórn­inni nú alveg að und­an­förnu en þó yfir­leitt meira traust en títt er í löndum heims. Gagn­rýni á stjórn­völd, sem er miklu tíð­ari og útbreidd­ari en menn kynnu að ætla, snýst líka nán­ast alltaf um stað­bundin umkvört­un­ar­efni. Áætlað er að til mót­mæla komi meira en þús­und sinnum á viku ein­hvers staðar í Kína en mót­mælin snú­ast nær aldrei um stefnu ríkis eða flokks og nán­ast alltaf um spill­ingu eða ofríki for­ystu­manna og flokks­eig­enda­fé­laga í ein­stökum þorpum og borgum lands­ins.

Stolt Kín­verja yfir stór­kost­legum árangri rík­is­ins á síð­ustu ára­tugum verður sífellt áþreif­an­legra og stýrir til­finn­ingum manna meira en nokkur hug­mynda­fræði. Sú skoðun að þjóð­fé­lög Vest­ur­landa hafi eitt­hvað fram yfir kín­verskt þjóð­fé­lag hefur mjög veikst, ekki aðeins í Kína, heldur miklu víðar í Asíu þar sem margir líta til fyr­ir­mynda í Kína. Þetta er ólíkt tímum kalda stríðs­ins þegar hver sem vildi horfa með opnum augum sá greini­lega marg­vís­lega yfir­burðir vest­rænna þjóð­fé­laga bæði yfir Sov­ét­ríkin og lönd þriðja heims­ins, hvaða skoðun sem menn gátu haft á fram­ferði vest­rænna heims­velda.

Höf­undur er alþjóða­­stjórn­­­mála­fræð­ing­­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit