Kakan og kjörin

Indriði H. Þorláksson
verkamenn.jpg
Auglýsing

Umræða um kjara­mál lit­ast af alhæf­ing­ar­áráttu. Kollegar mín­ir, hag­fræð­ing­ar, eru ekki allir með hreinan skjöld í þeim efn­um. Þeir eru oft látnir bera vitni og aðrir apa eftir þeim eða byggja á því sem þeir segja full­yrð­ingar sem eru í besta falli hálf­sann­leik­ur. Launa­hækk­anir leiða til verð­bólgu, laun geta ekki hækkað umfram fram­leiðni, verð­bólga hækkar greiðslu­byrði lána o.fl. eru dæmi um slíkar alhæf­ing­ar. Þær geta verið réttar en þurfa ekki að vera það og eru það ekki nema við gefnar aðstæð­ur. Orð­ræða sem þessi er kækur hjá mörgum þeim sem gengið hafa á mála hjá hags­muna­að­ilum og fjár­mála­stofn­unum og dap­ur­legt hvað fag­mennska má sín lít­ils á móti hús­bónda­holl­ustu og seðl­um.

Afleið­ingar launa­hækk­ana



Tengsl launa og verð­bólgu eru flókn­ari en svo að þeim verði gerð skil með því að slá því föstu að hækki laun hækki verð­bólga einnig. Hagsagan er full af dæmum um ann­að. Kenni­setn­ingar um verð­lags­á­hrif launa­hækk­ana eru engin algild vís­indi. Hækki launa­kostn­aður við fram­leiðslu vöru eða þjón­ustu leiðir það því aðeins til hækk­unar á verð­inu að unnt sé að velta hækk­un­inni út í verð­lag­ið. Svo er ekki alltaf. Sé það ekki hægt verður annað undan að láta. Hagn­aður fram­leið­and­ans dregst sam­an, hann þarf að hag­ræða með því að draga úr kostn­aði eða hætta starf­semi, þ.e. ósam­keppn­is­hæf starf­semi leggst af.

Aðstæður hér á landi eru ekki þannig að launa­hækk­unum verði ætíð velt út í verð­lag­ið. Í sumum til­vikum er það svo en í öðrum ekki. Verð á flestri útflutn­ings­vöru, t.d. sjáv­ar­af­urð­um, er ekki hægt að hækka vegna auk­ins fram­leiðslu­kostn­að­ar. Hækkun launa í þeim geira mun því ekki leiða til verð­bólgu hér á landi og á það einnig við um aðrar útflutn­ings­greinar og inn­lenda starf­semi sem á í sam­keppni við inn­flutn­ing. Breyt­ingar á launum opin­berra starfs­manna hafa lítil tengsl við vöru­verð á mark­aði og ef þær eru í sam­ræmi við almennar launa­breyt­ingar þarf ekki skatta­breyt­ingar til að bera þær uppi.

Önnur kenn­ingin er sú að hækki laun auki það heild­ar­eft­ir­spurn og það leiði til verð­hækk­ana. Sitt­hvað er rétt í þessu. Hinn eft­ir­sótti hag­vöxtur felst jú í því að eft­ir­spurn og neysla auk­ist en vafa­samt er þó að skrifa breytta eft­ir­spurn og verð­hækk­anir á reikn­ing launa­breyt­inga einna. Þar kemur margt annað til svo sem fjár­fest­ingar og vextir en eins og kunn­ugt er beitir Seðla­bank­inn vöxtum til að tryggja að halda verð­lags­breyt­ingum í skorð­um.

Auglýsing

Greiðslu­geta og fram­leiðni



Oft heyr­ist það að kröfur um launa­hækk­anir séu umfram greiðslu­getu atvinnu­lífs­ins. Þótt það geti vissu­lega átt við um ein­stök fyr­ir­tæki er alhæf­ing sem þessi röng. Afkoma og greiðslu­geta fyr­ir­tækja er mis­mik­il. Það er t.d. ljóst að fyr­ir­tæki í sjáv­ar­út­vegi, a.m.k. þau stóru, geta auð­veld­lega tekið á sig miklar launa­hækk­an­ir. Hið sama á við um álfyr­ir­tækin og fleiri fyr­ir­tæki sem notið hafa góðs af veik­ingu krón­unnar á und­an­förnum árum. Innan mark­aðs­hag­fræð­innar kenn­ingin sú að verð­lag, þ.m.t. verð á vinnu, eigi að laga sig að mis­mun­andi greiðslu­getu fyr­ir­tækja. Krafa SA um sam­ræmt göngu­lag allra atvinnu­rek­enda gengur þvert á kenn­ingar mark­að­hag­fræð­innar og er gott dæmi um það að hug­mynda­fræði er hent fyrir borð þegar hags­munir eru í húfi.

tölurVin­sæl rök­semd er einnig að fram­leiðni á Íslandi sé ekki nægi­leg. Fram­leiðni­hug­takið er tamt hag­mæli­tæknum og póli­tíkusum en þjóð­hag­fræð­ingar forð­ast að nota hug­takið í svo víð­tækum skiln­ingi. Fram­leiðni er tækni­legt hug­tak sem hægt er að nota til að bera saman afköst við sam­bæri­legar aðstæð­ur. Fram­leiðni hefur almennt farið vax­andi í fram­leiðslu­starf­semi vegna tækni­fram­fara eða betra vinnu­afls en það á ekki við í sama mæli eða alls ekki í þjón­ustu­starf­semi þar sem fram­farir liggja einatt í því að nota dýr­ari búnað eða meiri mann­afla svo sem í heil­brigð­is­þjón­ustu og ýmissi félags­legri þjón­ustu.

Breyt­ing á fram­leiðni, sem mæld er í fjár­hagsein­ing­um, stafar ekki ein­göngu af breyt­ingum á afköstum tækja og manna. Hún ræðst ekki síður af þáttum sem hafa ekk­ert með fram­leiðni að gera. Dæmi um það er íslenskur sjáv­ar­út­vegur þar sem tekjur hafa vaxið langt umfram breyt­ingar á aðföngum í mann­afla og bún­aði. Ástæðan er geng­is­fall krón­unnar og verð­breyt­ingar á erlendum mark­aði fyrir fiskaf­urð­ir.

Verð­bólgan



Verð­bólgu­grýlan er áhrifa­mik­il. Um verð­bólg­una má margt segja, m.a. að hún er ekki alvond eða jafn­vel nauð­syn­leg sé hún hóf­leg. Nafn­verð, þ.m.t. laun fyrir vinnu, breyt­ist ógjarnan til lækk­un­ar. Verð­bólga hjálpar því til að skapa jafn­vægi á mark­aði með breyttum raun­verðum í sam­ræmi við eft­ir­spurn og fram­boð á vöru, þjón­ustu og vinnu á hverjum tíma. Hún hjálpar til að sía út þau fyr­ir­tæki og starf­semi sem ekki á sér starfs­grund­völl og skapa pláss fyrir ný. Of mikil verð­bólga er hins vegar ekki af hinu góða. Með­al­veg­ur­inn er vand­rat­aður en vafa­samt er hvort svo lág verð­bólga sem verið hefur hér á síð­ustu miss­erum sé væn­leg þegar til lengdar læt­ur.

Verð­bólgu­váin er oft útmáluð með að slá upp hækkun á skuldum heim­il­anna sem afleið­ingu af verð­bólgu. Hvert pró­sentu­stig, sama hvernig til kom­ið, er umreiknað í breyt­ingu á höf­uð­stóli lána en ekk­ert skeytt um raun­breyt­ingu á greiðslu­byrði. Það sem skiptir þó máli í þessu efni er hvort hækkar meira verð­lagið eða laun­in. Þótt svokölluð “leið­rétt­ing” sé rang­nefni eru upp­hróp­anir um að verð­bólgan éti hana upp rang­ar. Hafi greiðslu­byrði af lánum lækkað helst sú raun­lækkun óháð verð­lags­breyt­ingum af sökum launa­breyt­inga.

Skipt­ing þjóð­ar­tekna



Þessi atriði sem minnst hefur verið á, verð­lags­á­hrif launa, fram­leiðni og verð­bólga hafa öll ein­hver tengsl við launabreyt­ingar en því er víðs­fjarri að þau tengsl séu jafn ein­föld og og af er lát­ið. Við mat á hug­myndum um launa­breyt­ingar er fjöl­margt annað sem skiptir meira máli. Í kjara­samn­ingum og öðrum ákvörð­unum sem snerta kjör almenn­ings er ekki tek­ist á um skipt­ingu á fyr­ir­fram gef­inni launa­summu. Það sem meiru varð­ar  er skipt­ing þjóð­ar­tekna á milli fram­leiðslu­þátt­anna (vinnu, fjár­magns og auð­linda), tekju­skipt­ingin í sam­fé­lag­inu, staða sam­neyslu og dreif­ing skatt­byrði.

Skipt­ingin á milli fram­leiðslu­þátt­anna breyt­ist í tím­ans rás af ýmsum ástæðum og hefur breytst veru­lega á síð­ustu árum. Sam­kvæmt þjóð­hags­reikn­ingum Hag­stofu Ísland hefur hlut­fall launa ann­ars vegar og rekstr­ar­af­gangs (safn­heiti fjár­magnstekna af öllum toga og auð­lindaarðs) hins vegar þró­ast eins og sjá má af með­fylgj­andi línu­riti fyrir árin 2000 til 2014, sem jafn­framt sýnir leitni­lín­urn­ar.

Hlut­fall launa og tengdra gjalda af þátta­tekjum hefur farið lækk­andi á þessum 15 árum. Hlut­fall launa var nálægt 63% á árunum fyrir 2006 en hefur verið undir 60% á síð­ustu árum. Áhrif hruns­ins eru auðsæ og ljóst að afleið­ingar þess komu meira niður á launa­tekjum en tekjum af fjár­magni. Þótt hlut­fall launa hafi eitt­hvað hækkað er það þó enn veru­lega lægra en það fyrir hrun.

Hver svo sem er skýr­ingin á breyttum hlut­föllum er ljóst að sem hlut­fall af þjóð­ar­tekjum eru laun nú 3-4% lægri en þau voru fyrir 10 til 15 árum. Það þýðir að það eru 50 til 70 millj­örðum króna minna til skipta milli þeirra sem hafa fram­færi sitt af launa­tekjum en verið hefði að óbreyttu hlut­falli. Hluti þess­arar breyt­ingar eru áhrif af geng­is­falli íslensku krón­unnar á sjáv­ar­út­veg þar sem tekjur hans í íslensku krónum hafa á fáum árum vaxið um 80 til 100 millj­arða króna. Um helm­ingur þeirrar fjár­hæðar eða 40 til 50 millj­arðar króna er auk­inn hagn­aður fyr­ir­tækj­anna. Mis­skipt­ing arðs af sam­eign­in­legri auð­lind þjóð­ar­innar hefur þannig áhrif á skipt­ingu þjóð­ar­tekna milli vinnu­afls og rekstr­ar­hagn­að­ar.

Ójöfn­uður launa­tekna og mis­skipt­ing auðs



Það er ekki bara það að hluti launa­tekna af þjóð­ar­tekjum hafi farið minnk­andi. Ójöfn­uður í skipt­ingu launa­tekna hefur einnig farið vax­andi. Sú þróun var ör á árunum fyrir hrun og eftir stutt hlé í kjöl­far þess er hún hafin á ný. Frá árinu 2010 til 2012 hækk­aði tekju­skatt­stofn hjóna og sam­býl­is­fólks að með­al­tali um 14,7%. Í öllum tekju­fimmt­ungum var hækk­unin á bil­inu 13 - 14,5% nema í þeim efsta þar sem hún var um 17%. Sá hópur jók þar með hlut­deild sína í launa­tekjum á meðan lægri tekju­fimmt­ungar misstu nokkuð eins og myndin sýn­ir.

Eignum á Íslandi er mis­skipt og hefur sú mis­skipt­ing farið vax­andi. Eign almenn­ings er að mestu í íbúð­ar­hús­næði. Atvinnu­eign­ir, félög og pen­inga­legar eignir eru að mestu í höndum til­tölu­lega fámenns hóps (Hluti líf­eyr­is­sjóða í eignum af þessu tagi er samt nokk­ur). Tekjur af þessum eign­um, þ.e. fjár­magnstekjur í ein­hverju formi, renna til þessa litla hóps. Sam­þjöppun eign­ar­halds er þannig ávísun á ójöfnuð í tekju­skipt­ingu í sam­fé­lag­inu.

Aðgerðir stjórn­valda



Tekju­skipt­ing á Íslandi er að þró­ast til verri veg­ar. Tekjur af fjár­magni eru orðnar stærri hluti þátta­tekna en áður var. Við það bæt­ist að ójöfn­uður í skipt­ingu launa­tekna hefur líka auk­ist. Það sem er til skipta á milli þeirra sem hafa við­ur­væri af vinnu, sem launuð er skv. kjara­samn­ingum verður þannig æ minni  hluti þjóð­ar­tekn­anna.

Stjórn­völd hafa á síð­ustu árum aukið áhrifin af þess­ari þróun með skatta­stefnu sinni. Flestar breyt­ingar á sköttum síð­ustu tvö ár hafa verið í þágu þess hóps sem fengið hafði æ stærri hluta þjóð­ar­tekna. Þær skatta­lækk­anir nema tugum millj­arða. Veiði­gjöld eru 20 - 30 millj­örðum króna lægri en þau hefðu verið að óbreyttum lögum um þau, afnám auð­legð­ar­skatts lækk­aði skatt­greiðslur tekju­hæstu ein­stak­linga sam­fé­lags­ins um 10 - 15 millj­arða króna og tekju­skattar á sjálf­stætt starf­andi (gagn­ast m.a. slita­stjórnum og hátt metnum laga­ref­um) voru lækk­að­ir. Þessu til við­bótar hafa skattar á orku­sölu til stór­iðju­vera verið lagðir af og horft er með aðgerð­ar­leysi á þau flytja stóran hluta af arði af raf­orku­vinnslu skatt­frjálsan úr landi.

Til við­bótar við 50 - 70 millj­arða króna aukna hlut­deild í skipt­ingu þjóð­ar­tekna hafi tekju- og eigna­hæstu hópar í þjóð­fé­lag­inu fengið íviln­anir hjá stjórn­völdum á síð­ustu árum sem hafa  aukið ráð­stöf­un­ar­tekjur þeirra um varla minna en 40 - 50 millj­arða króna. Aðrir í sam­fé­lag­inu hafa þannig farið á mis við tekjur og tekið á sig auknar byrðar í formi lægri launa, hærri skatt­byrði og lélegri sam­fé­lags­þjón­ustu en ella hefði ver­ið. Það er ekki undr­un­ar­efni að ófrið­lega horfi á vinnu­mark­aði. Sér­hags­muna­öflin virð­ast stað­föst í því að halda fengnum hlut og setja sig gegn breyt­ingu sem rétt geta hlut almen­ings. Á vett­vangi stjórn­mál­anna hefur verið slegið skjald­borg um þá sem fénýta auð­lindir þjóð­ar­innar í eigin þágu og íviln­anir veittar hátekju­hóp­un­um.

Grund­vall­ar­breyt­inga er þörf



Það er ekki líklegt að þess­ari stöðu verði snúið til betri vegar við samn­inga­borðið. Það þarf einnig meira til en hefðbundið krukk í tekju­skatts­kerfið eða kanínur úr töfra­hatti húsnæðismálaráðherra. Það sem þarf eru pólitísk úrræði sem taka á und­ir­liggj­andi þróun til auk­ins ójafnaðar, stöðvar hana og gera það að verkum að almenn­ingur í land­inu fái notið þeirra verðmæta sem verða til hér á landi, beint í starfskjörum sínum eða með því að þau standi undir sam­eig­in­legum útgjöldum. Um leiðir í því efni verður fjallað í fram­halds­grein.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None