Ríkrastjórn

Þórarinn Snorri Sigurgeirsson
5.jpg
Auglýsing

Í gær var 1. maí. Sem maður á þrí­tugs­aldri til­heyri ég lík­leg­ast þeirri ungu kyn­slóð launa­fólks sem f­inn­ast 1. maí fund­ar­höld rosa­lega 1932 eitt­hvað. Eins og þetta til­heyri tíma Sós­í­alista­flokks­ins og Gúttó­slags­ins og álíka við­burða sem maður lærði um í sam­fé­lags­fræði í 10. bekk. Hvaða erindi á svona verka­lýðs­bar­áttu­dagur við nútím­ann? En þegar maður hugsar um til­efn­in, ástæð­urnar fyrir því að við fylkjum liði á þessum alþjóð­lega bar­áttu­degi verka­lýðs­ins, þá furðar maður sig á því að í 1. maí ­göng­unni séu ekki bara hrein­lega allir Íslend­ing­ar.

Og þó, kannski ekki all­ir.

Ekki það 1% Íslend­inga sem eiga 25% af auð þjóð­ar­inn­ar.

Auglýsing

Jafn­vel ekki þau 10% Íslend­inga sem eiga 75% af auð þjóð­ar­inn­ar.

Þessir Íslend­ingar sitja lík­lega sáttir í sum­ar­bú­stöðum sínum á þessum degi.

Sáttir við afnám auð­legð­ar­skatts­ins.

Sáttir við stytt­ingu atvinnu­leys­is­bóta­tíma­bils­ins.

Sáttir við lækkun veiði­gjalda.

Sáttir við vax­andi ójöfn­uð.

Sáttir við að aðeins 2% virð­is­auka fiski- og orku­auð­linda endi hjá eig­anda auð­lind­ar­inn­ar, þjóð­inni.

Sáttir við tug­pró­senta­hækkun launa stjórn­enda stór­út­gerð­anna.

Sáttir við íspinna sem kaupauka starfs­manna á plani hjá þessum sömu stór­út­gerð­um.

Sáttir við 33% launa­mun kynj­anna.

Þessir fáu útvöldu láta sér í léttu rúmi liggja að nú sé í gangi mesta verk­falls­hrina í ára­tugi, að stétt­ir eins og læknar finni sig knúna til að fara í verk­fall í fyrsta sinn í Íslands­sög­unni og mennt­aðir

Íslend­ingar skuli nú í auknum mæli flytj­ast af landi brott.

Núver­andi rík­is­stjórn er rík­is­stjórn þess­ara 10%.

Ekki rík­is­stjórn heldur ríkra­stjórn.

Hún blæs á sjálf­sagða kröfu verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar um 300.000 kr. lág­marks­laun, og stingur jafn­vel ­upp á að kannski sé nú vanda­málið bara að jöfn­uður í sam­fé­lag­inu sé orð­inn of mik­ill!

Kæra launa­fólk, sem ungur maður segi ég við ykk­ur: Jafn­að­ar­stefnan á jafn vel við nú og 1932. Hver sá launa­maður sem telur að jafn­að­ar­stefnan sé úrelt fyr­ir­bæri hefur gleymt sínum eigin hags­mun­um. Við jafn­að­ar­menn stöndum eðli máls­ins sam­kvæmt með verk­falls­bar­áttu launa­fólks. Göngum af 1. maí fund­ar­höldum bar­áttu­reif og stolt af hug­sjón jafn­að­ar­stefn­unn­ar.

Höf­undur er vara­for­maður Ungra jafn­að­ar­manna.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None