Kakan og kjörin B

Indriði H. Þorláksson
verkfall.jpg kjaramál kjör
Auglýsing

Í fyrri hluta grein­ar­inn­ar, Kaka og kjörin A, minnt­ist ég á marg­vís­legan fræði­legan orð­heng­ils­hátt og hentifræði um laun og efna­hags­mál, sem yfir­skyggir vit­ræna umræðu um kjara­mál. Meg­in­efnið var hins vegar í fyrsta lagi sú stað­reynd að á síð­ustu árum eru launa­tekjur minni hluti þjóð­ar­tekn­anna en áður var, í öðru lagi að mis­skipt­ing fjár­magnstekna er mikil og ójöfn­uður í skipt­ingu launa­tekna hefur auk­ist og í þriðja lagi að aðgerðir stjórn­valda á síð­ustu árum hafa aukið mis­skipt­ingu og ójöfn­uð. Bein tekju­til­færsla, auknar skatt­byrðar almenn­ings og skert þjón­usta af þessum sökum skiptir mörgum tugum millj­arða króna.

Kjara­samn­ingar



Það er ekki lík­legt að þess­ari stöðu verði snúið til betri vegar við samn­inga­borð­ið. Það þarf einnig meira til en hefð­bundið krukk í tekju­skatts­kerfið eða kan­ínur úr töfra­hatti hús­næð­is­mála­ráð­herra. Til þurfa að koma póli­tísk úrræði sem taka á und­ir­liggj­andi þróun til auk­ins ójafn­að­ar, snúa henni við og sjá til þess að almenn­ingur í land­inu fái notið þeirra verð­mæta sem verða til hér á landi í starfs­kjörum sínum eða með því að þau standi undir sam­eig­in­legum útgjöld­um.

Launa­greið­endur geta þó ekki setið með hendur í skauti. Hluti þeirra hefur notið bata í þjóð­ar­hag umfram aðra og tekju­til­færslan frá launa­tekjum í tekjur af rekstri og fjár­magni hefur komið þeim til góða. Þeim ber að koma til móts við kröfur launa­manna og þeir geta ekki skýlt sér á bak við hinn aumasta í hópnum með þeim rökum að hann geti ekki borgað meira án þess að fara á haus­inn. Sam­tök launa­greið­enda verða að láta af stal­inískri mið­stýr­ingu launa­mála og skapa þannig for­sendur fyrir því að hag­kvæmni í rekstri, góðar efna­hags­að­stæður og hag­stæð við­skiptaskjör komi sér einnig vel fyrir aðra en þá sjálfa.

Hið opin­bera hefur sem launa­greið­andi valið það að vera hlut­laus þægur fylgi­sveinn SA og ekki rækt þá skyldu að byggja sjálf­stæða kjara­stefnu á raun­hæfu mati á efna­hags­legum for­sendum og stefnu í mannauðs­mál­um. Úr vígi aðgerða­leys­is­ins lætur það aðeins hrekj­ast með átökum sem bitna á þeirri þjón­ustu sem þeim ber að veita og stendur svo úrræða­laus þegar í óefni er kom­ið. Ríki og sveit­ar­fé­lög þurfa að móta raun­veru­lega mannauðs­stefnu og sjálf­stæða starfs­kjara­stefnu fyrir starfs­menn sína þar sem tekið er til­lit til sér­stöðu þeirra og þeirrar þjón­ustu sem þau veita.

Auglýsing

Verk­efni og ábyrgð stjórn­valda



Lands­stjórnin getur ekki setið hjá í þeirri stöðu sem uppi er í kjara­samn­inga­smálum ekki sem aðili að óleystum deilum og enn síður ver­andi sá sem ber póli­tíska ábyrgð að þeim bak­grunni kjara­átak­anna sem lýst er hér að fram­an. Stjórn­völd verða að grípa til ráð­staf­ana sem bein­ast að rótum vand­ans en verða ekki skammærar skyndi­lækn­ing­ar. Hefð­bundið inn­grip í kjara­samn­inga með dúsu í skatta­málum eða úrbætum í ein­stökum mála­flokkum dugar ekki og kann að reyn­ast launa­mönnum eins og piss í eigin skó fall­ist þeir á slíkt.

Sér­stakan vara þarf að hafa á gagn­vart gylli­boðum um lækkun skatta eins og nú er ýjað að svo sem hækkun per­sónu­af­sláttar eða lækkun skatt­hlut­falla. Lækkun tekju­skatts er lélegt inn­legg í kjara­bar­áttu almenn­ings nema fleira komim til. Með lækkun skatta mun sam­eig­in­legur sjóður almenn­ings verður af fé sem lækk­un­inni nem­ur. Rík­is­sjóður verður þá annað hvort að skera niður þjón­ustu við almenn­ing eða inn­heimta aðra skatta til að halda henni uppi. Hagn­aður almenn­ings af skatta­lækkun er því eng­inn nema henni fylgi ákvörðum um að afla tekna sem lækk­un­inni nemur hjá öðrum en almennu launa­fólki t.d. með skatti á stór­eignir og ofur­tekj­ur.

Gegn mis­skipt­ingu og ójöfn­uði



Vilji stjórn­völd raun­veru­legar kjara­bætur til handa almenn­ingi verða þau að að stöðva og vinda ofan af þróun í skipt­ingu þjóð­ar­tekn­anna launum í óhag og stöðva þá þróun til ójafn­aðar í tekjum og eignum sem verið hefur á und­an­förnum árum. Sé það ekki gert munu laun­þegar bít­ast í kjara­samn­ingum um óbreytta fjár­hæð til skipt­anna og að lokum sitja uppi með sárt enn­ið. Mark­viss jöfn­un­ar­stefna getur hins vegar skapað traust og verið for­senda fyrir hag­vexti og hag­sæld fyrir alla. Sam­tök launa­fólks, sama hver þau eru, eiga að gera stjórn­völdum ljóst að stefna og raun­veru­leg skref til jöfn­uðar séu for­senda hverra þeirra kjara­samn­inga sem gerðir verða.

Fram­kvæmd slíkrar stefnu er ekki ýkja flók­in. Mark­mið hennar er að tryggja að sem stærstur hluti af þeim tekjum sem verða til við atvinnu­starf­semi í land­inu komi í hlut almenn­ings sem laun eða renni í sam­eig­in­lega sjóði hans. Stærsta verk­efnið nú er að tryggja að arður af þeim nátt­úru­auð­lindum sem þjóðin á renni til almenn­ings en ekki til fárra útvaldra og erlendra auð­hringja. Því til við­bótar þarf að sporna við óhóf­legri auð­söfnun á fáar hendur og vinna gegn tekju­ó­jöfn­uði og/eða end­ur­dreifa tekjum með skatt­kerf­inu. Mark­vissar aðgerðir á þessum vett­vangi geta á stuttum tíma fært almenn­ingi tekjur eða ígildi tekna sem nemur tugum eða hund­ruðum millj­arða á ári.

Auð­lindaarð­ur, end­ur­gjald fyrir fénýt­ingu nátt­úru­auð­linda



Fénýttar nátt­úru­auð­lindir lands­ins skila á ári hverju arði umfram allan til­kostnað sem er a.mn.k. 80 millj­arðar króna. Hann renna að mestum hluta til eig­enda stór­út­gerða og eig­enda áliðju­vera. Áætla má að auð­lindaarður í sjáv­ar­úr­vegi, þ.e. hagn­aður umfram það sem þarf til að greiða allan til­kostnað og eig­endum eðli­legan arð af fjár­fest­ingu sinni, sé 50 - 55 millj­arðar króna á hverju ári miðað við árferði og við­skipta­kjör síð­ustu ára. Að lág­marki ætti að gera þá kröfu að eig­andi auð­lind­ar­innar fengi 60 - 80% af umfram­arð­inum sem veiði­gjöld eða tekjur af leigu afla­heim­ilda. Með því fengjust 30 - 40 millj­arðar sem tekjur í rík­is­sjóð í stað ca 10 millj­arða eins og nú er.

Raf­orku­fram­leiðsla til stór­iðju skilar nú engum arði af orku­auð­lind­inni til almenn­ings. Jafn­vel þótt arður LV gæti vaxið í 20 - 30 millj­arða felst ekki í því arður af auð­lind­inni. Sú fjár­hæð dugar vart til að vera við­un­andi ávöxtun af fjár­fest­ingum í orku­mann­virkjum og er trú­lega lægri en t.d. ávöxtun líf­eyr­is­sjóð­anna í erlendum hluta­bréf­um. Vegna lang­tíma orku­samn­inga eru ekki líkur á því að í bráð verði sú breyt­ing að orku­sala til stór­iðju skili arði af auð­lind­inni til þjóð­ar­inn­ar. Meðan svo er geta íslensk stjórn­völd tryggt sér hluta af þeim arði sem nú streymir óheftur til eig­enda áliðju­ver­anna með því að leggja skatt á orku­söl­una. Slíkt var gert fyrir nokkrum árum og gafst vel að öðru leyti en því að skatt­ur­inn var allt of lág­ur.  Sá auð­lindaarður sem álverin stinga nú í eigin vasa gæti verið 20 - 25 millj­arðar króna. Með sömu kröfu um hlut­deild þjóð­ar­innar og í sjáv­ar­út­vegi hér að fram­an, þ.e. 70 - 80%, ætti að stefna að því að orku­skattur álver­anna verði 15 - 20 millj­arðar króna á ári meðan ekki tekst að fá eðli­legt mark­aðs­verð fyrir þá orku sem þau kaupa.

Með fram­an­greindu mætti á stuttum tíma tryggja rík­is­sjóði, þ.e. almenn­ingi 35 - 50 millj­arða í tekjur af þeim auð­lindum sem hún á og hefur leyft öðrum að fénýta. Þessar auknu tekjur má nota til að lækka skatta á almenn­ing og eða bæta opin­bera þjón­ustu.

Skatt­lagn­ing auð­söfn­unar



Mis­skipt­ing eigna og ójöfn­uður í tekjum eru önd­verðar hliðar á sama pen­ingi. Ráð­staf­anir til að draga úr sam­þjöppun eign­ar­halds og til að jafna tekju­skipt­ingu í þjóð­fé­lag­inu hald­ast því í hend­ur. Í mark­aðs­sam­fé­lagi hefur rík­is­valdið tak­mark­aðar leiðir til að hafa bein áhrif á skipt­ingu eigna og tekna. Það er ekki lík­legt að laga­boð eða reglur geti haft var­an­leg áhrif. Lík­legra er að árangri megi ná með skatta­legum ráð­stöf­unum til að tak­marka auð­söfnun og jafna tekj­ur.

mynd2Auð­söfnun bygg­ist á miklum tekjum við­kom­andi ein­stak­lings (hvort sem hún kemur fram á skatta­skýrslum eða ekki) eða á erfðum sem er eitt form tekju­auka. Skatta­legar ráð­staf­anir til að tak­marka auð­söfnun yrðu því að vera fólgnar í því að skatt­leggja stór­eign­ir. Auk þess að draga úr hvata til auðs­söfn­unar er slík skatt­lagn­ing líka nauð­syn­leg til að gæta jafn­ræðis í skatt­lagn­ingu tekna því tekjur af stór­eignum koma að litlu leyti fram í skatt­skyldum tekj­um. Á það t.d. við um óút­leystan rekstra­hagnað félaga, geng­is­hækkun hluta­bréfa, eign­ar­hluta og verð­bréfa, sölu­hagnað sem nýtur skatt­frest­unar o.fl.

Stór­eigna­skattar eru víða lagðir á og voru lagðir á hér á árunum 2010 til 2014 sem auð­legð­ar­skatt­ur. Tekjur af honum síð­asta árið voru tæpir 11 millj­arðar króna frá innan við 3%  fram­telj­enda sem greiddu þann skatt. Fyrir utan það að skila miklum tekjum sýndi sig að með honum og hækk­uðum tekjum á háar fjár­magnstekjur tókst að jafna skatt­byrði og ná því að skatt­byrði af beinum sköttum í efsta hluta tekju­ska­l­ans væri ekki lægri en með­al­skatt­byrði allra eins og sjá má af með­fylgj­andi línu­riti sem sýnir breyt­ingu á skatt­byrði milli 2009 og 2010, þ.e. fyrir og eftir að fjár­magnstekju­skattur var hækk­aður og auð­legð­ar­skattur tek­inn upp. Tví­mæla­laust er að end­ur­upp­taka auð­legð­ar­skatts í ein­hverju formi er virk leið til að auka hlut­deild hins almenna borg­ara í þjóð­ar­tekjum og jafna tekju­skipt­ing­una. Er aug­ljóst að með honum má auð­veld­lega ná 10 - 15 millj­örðum króna tekj­ur.

Jöfnun og end­ur­skipt­ing launa­tekna



Tor­velt er að jafna launa­tekjur með boðum og bönn­um. Auð­legð­ar­skattur getur unnið gegn auð­söfnum og þannig stuðlað að jafn­ari tekju­skipt­ingu. Sömu mark­miðum þjónar einnig að leggja skatt á ofur­tekjur og að stoppa í ýmsar holur í skatt­kerf­inu sem nýttar eru af tekju­háum ein­stak­lingum einkum fjár­festum og sjálf­stætt starf­andi fjár­mála- og laga­sér­fræð­ing­um. Í stað þess að gera til­raunir með að taka­marka óreglu­bundnar laun­s­greiðslur svo sem bónusa yrði árang­urs­rík­ara að gera þær ófrá­drátt­ar­bærar í skatt­skilum greið­and­ans eða leggja á þær háan stað­greiðslu­skatt. Til sam­ræmis við það mætti einnig leggja sér­stakan tekju­skatt á mjög háar tekjur t.d. 20 m.kr. á ári og þar yfir. Með því og fleiri ráð­stöf­unum mætti auka tekju­jöfnun skatt­kerf­is­ins enn frekar og tryggja meiri jöfnuð skatt­kerf­is­ins í heild.

Lokaorð



Vax­andi mis­ræmi er í skipt­ingu þjóð­ar­tekna milli þeirra sem eiga og hinna sem hafa lífs­við­ur­væri af vinnu. Sá hluti sem til skipta er milli launa­manna hefur farið minnk­andi á síð­ustu árum. Hluti þess­arar þró­unar stafar af því að tekjur af nátt­úru­auð­lindum hafa vaxið en renna ekki til þjóð­ar­innar sem eig­anda þeirra. Við þetta bæt­ist vax­andi ójöfn­uður í skipt­ingu tekna. Stjórn­völd hafa á umliðnum árum aukið þennan ójöfnuð og dregið úr end­ur­skipt­ingu tekna.

Ójöfn­uður og mis­skipt­ing tekna eru bak­grunnur þeirra átaka sem nú eru á vinnu­mark­aði. Hlutur stjórn­valda í því hvernig komið er mik­il. Þau hafa leynt og ljóst leitt þá þróun til mis­skipt­ingar sem orðin er og aukið ójöfnuð meðal borg­ar­anna. Ábyrgð þeirra er mikil og skylda til að bregð­ast við rík.

Stjórn­völd geta lagt mikið að mörkum til að skapa for­sendur fyrir kjara­samn­ingum sem sam­rým­ast hags­munum þjóð­ar­inn­ar. Til þess þurfa þau að sýna dug, djörf­ung og hug og grípa þegar til ráð­staf­ana sem:



  • tryggja þjóð­inni rétt­mætan skerf af fisk­veiði­auð­lind­inni


  • tryggja þjóð­inni rétt­mætan skerf af þeim orku­auð­lindum sem nýttar eru til stór­iðju


  • draga úr mið­skipt­ingu auðs


  • auka tekju­jöfnun skatt­kerf­is­ins




Til þess eru færar leið­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None