Keynes á líka við á uppgangstímum

Björn Brynjúlfur Björnsson
Island10Kronen1984.jpg
Auglýsing

Hag­fræð­ing­ur­inn John Mayn­ard Key­nes lagði helstu kenn­ingar sínar fram fyrir tæpri öld síð­an. Þrátt fyrir að mikið vatn hafi runnið til sjávar síðan þá eru áhrif Key­nes mikil enn þann dag í dag. Það má ekki síst rekja til kenn­inga hans um hag­sveiflur og við­brögð við þeim sem hafa sannað gildi sitt í kjöl­far alþjóð­legu fjár­málakrepp­unnar árið 2008.

Þrátt fyrir sterkar vís­bend­ingar um áreið­an­leika þeirra er þó enn tals­vert um efa­semd­ar­menn. Stjórn­völd víða í Evr­ópu hafa fylgt öfugri stefnu og ýmsir álits­gjafar hér­lendis virð­ast telja að ein­ungis eigi að fylgja kenn­ingum hans á nið­ur­sveiflu­tím­um.

Stjórn­völd vinni gegn hag­sveiflumHug­mynda­fræði Key­nes byggir í grófum dráttum á því að stjórn­völd eigi að vinna með virkum hætti gegn hag­sveifl­um. Þannig sé æski­legt að reka hið opin­bera með halla í djúpri kreppu. Með því geta stjórn­völd aukið virkni í efna­hags­líf­inu og dregið þar með úr dýpt og lengd nið­ur­sveifl­unn­ar.

Fæst ríki Evr­ópu fylgdu þess­ari hug­mynda­fræði í kjöl­far alþjóð­legu fjár­málakrepp­unnar - með slæmum afleið­ing­um. Skýrasta dæmi þess er lík­lega Grikk­land. Skuldir gríska rík­is­ins námu um 130% af lands­fram­leiðslu árið 2009. Á þeim tíma var ráð­ist í umfangs­miklar skatta­hækk­anir og nið­ur­skurð­ar­að­gerðir til að ná jöfn­uði í rík­is­fjár­mál­un­um. Fimm árum síðar höfðu skuld­irnar hækkað í um 180% af lands­fram­leiðslu. Ástæð­una má rekja til þess að aðgerð­irnar skil­uðu Grikk­landi enn dýpri kreppu sem dró úr lands­fram­leiðslu um ríf­lega 20% á tíma­bil­inu. Dæmið um Grikk­land er nú öðrum víti til varn­aðar um æski­leg við­brögð þegar harðnar á daln­um.

Auglýsing

Ekki verður bæði haldið og slepptHug­mynda­fræði Key­nes ein­skorð­ast ekki við kreppu­tíma. Líkt og halla­rekstur er æski­legur í efna­hags­þreng­ingum er jafn­framt æski­legt að hið opin­bera sýni aðhald á upp­gangs­tím­um. Það geta stjórn­völd gert með því að skila rekstr­ar­af­gangi sem nýta má til nið­ur­greiðslu opin­berra skulda.

Þessi staða er nú komin upp á Íslandi. Eftir fimm ára tíma­bil nið­ur­sveiflu áætlar Seðla­bank­inn að þriggja ára upp­sveiflu­tíma­bil sé haf­ið. Lyk­il­verk­efni stjórn­valda á þeim tíma er því að skila rekstr­ar­af­gangi og greiða niður opin­berar skuld­ir. Þannig má draga úr hættu á ofþenslu og hið opin­bera verður jafn­framt betur í stakk búið til að takast á við næstu nið­ur­sveiflu.

graf

Sumir virð­ast hins vegar ein­ungis vilja fylgja kenn­ingum Key­nes á tímum nið­ur­sveiflu. Þannig hafa nokkrir álits­gjafar gagn­rýnt ummæli for­manns fjár­laga­nefndar um að ekki verði slakað á aðhalds­kröfu í rík­is­fjár­málum á næst­unni. Þvert á móti þurfi að auka opin­ber útgjöld stór­lega á næstu árum.

Hér verður ekki bæði haldið og sleppt. Vaxta­byrði íslenska rík­is­ins er nú sú hæsta í Evr­ópu vegna halla­rekstrar und­an­far­inna ára. Til að geta farið eftir kenn­ingum Key­nes um halla­rekstur á kreppu­tímum þurfa stjórn­völd að safna fyrir því með því að greiða niður opin­berar skuldir á upp­gangs­tím­um. Það verður ekki gert með því að auka útgjöld nú þegar upp­sveiflu­tíma­bil er hafið á ný.

 Höf­undur er hag­fræð­ingur Við­skipta­ráðs Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svavar Halldórsson
Dýravelferð í íslenskum landbúnaði
Kjarninn 23. október 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiÁlit
None