Kínverski boltinn: Vopnin hyllt

h_52184649.jpg
Auglýsing

Höf­uð­borg Kína stendur vissu­lega ekki í björtu báli en hættu­merkin eru mörg: Tómar íbúðir hafa hrann­ast upp á síð­ustu árum. Í mörgum til­vikum hefur einnig verið offjár­fest í mann­virkjum og verk­smiðj­um. Gruggugt skulda­fen óform­lega banka­kerf­is­ins er byrjað að soga í sig mátt­inn úr atvinnu­líf­inu. Hluta­bréf falla í verði. Þá horfir illa um útflutn­ing. Til að spyrna á móti fær júanið að síga. Ráða­menn ótt­ast að ef hag­vöxtur verði undir áætl­unum auk­ist atvinnu­leysi veru­lega og grafi undan lög­mæti þeirra til að fara einir með völd­in. Í breið­ara sam­hengi held ég að við þurfum öll að ótt­ast ef annað stærsta hag­kerfi heims og mótor hag­vaxatar í heim­inum síð­ustu ár brennur yfir.

Þrátt fyrir þetta lætur eng­inn á neinu bera. Aðal­fréttin í kín­verska sjón­varp­inu er oft­ast lang­dregið mynd­band af leið­togum lands­ins að taka í hönd­ina á hverjum tignum erlendum gest­inum á eftir öðr­um. Eða þá að þeir eru úti í sveit að kynna sér praktísk vanda­mál bænda, veita góð ráð við upp­skeru­störfin og klappa á bakið á gömlum kemp­um. Önnur frétt gæti verið um að til­teknir vondir blaða­menn hafi verið hand­teknir fyrir að tala mark­að­inn niður eða dreifa  óstað­festum orðrómi um slæma stöðu hag­kerf­is­ins á sam­fé­lags­miðl­un­um.

Þriðja fréttin svo kannski um Her­sýn­ing­una miklu og aðgerðir til að tryggja að him­innin verði heiður og blár er dráp­stólin koma rúllandi eftir Breið­stræti frið­ar­ins (Changan Jie). Stefnt er að svoköll­uðum „APEC-blá­um“ lit en það er sá litur er sást á himni meðan leið­togar Asíu-­Kyrra­hafs­ríkja (APEC-­ríkj­anna) höfðu við­dvöl í Pek­ing í fyrra­haust til að ræða heims­mál­in. Eins og þá verður not­ast við blöndu af bönnum og flóknum umferð­ar­reglum til að gera almenn­ingi nán­ast ómögu­legt að kom­ast leiðar sinnar um borg­ina. Við það lam­ast atvinnu­lífið og dregur um leið úr loft­meng­un.

Auglýsing

Í erlenda horn­inu (5 mín­útur í lok hálf­tíma frétta) breyt­ast áhersl­urnar skyndi­lega: Sjá má tíð­indi um stór­slys og mann­skaða, kyn­þátta­ó­eirðir í Banda­ríkj­unum eða upp­þot í Evr­ópu. Inn­lend vanda­mál hafa þannig aldrei neinar sam­fé­lags­legar afleið­ingar í kín­verskum fjöl­miðl­um. Þeim teng­ist aldrei nein bylgja mót­mæla sem setur stjórn­völd í bobba. Í mesta lagi er fund­inn ein­hver skýrt afmark­aður blóra­bögg­ull. Lýð­ræð­is­ríki Evr­ópu og Amer­íku eru hins vegar stút­full af kerf­is­lægum sam­fé­lags­legum vanda­mál­um.

Á leik­vangi verka­mann­anna



Þó að ég sé fyrst og fremst sófa-­stuðn­ings­maður Pek­ing varð­lið­anna lét ég verða af því að fara á völl­inn fyrr í sum­ar. Leik­vang verka­mann­anna.  Óhætt er að segja að ég varð fyrir miklum hug­hrif­um. Stemm­ingin var gríð­ar­góð. Miklu betri en ég hef t.d. upp­lifað á Upton Park í Lund­ún­um. Mið­inn kost­aði ekki nema sem svarar um 2 þús. kr. Útsýnið úr stúkunni stór­kost­legt (þrátt fyrir hlaupa­braut­ina). Tug­þús­undir áhorf­enda voru vel með á nót­un­um. Sungu og hopp­uðu eins og á karni­vali. Í hálf­leik tók svo að rigna yfir mig súkkulaði­bit­um. Þegar ég sneri mér við sá ég að ungur maður hafði kropið á kné fyrir fag­urri snót. Það voru vinir og vanda­menn sem stóðu fyrir nammiregn­inu turtil­dúf­unum til heið­urs.

„Ja­hérna,“ sagði ég við félaga minn sem kallar ekki allt ömmu sína í fót­bolt­anum og er mjög vel að sér þegar kemur að alþjóð­legum sam­an­burði á þessu sviði. Kannski hefur hann séð á mér að ég var eig­in­lega of gátt­aður á taum­lausri gleð­inni allt um kring. Að ég færi e.t.v. að draga hæpnar álykt­anir af þessu öllu sam­an. „Minnir mig svo­lítið á Strumpa­land,“ sagði hann.

Ég velti þessu fyrir mér: Í fyrsta lagi, það er varla við því að búast að umbæt­urnar í bolt­anum er for­seti Kína (strump­ur­inn með rauðu húf­una) boð­aði í vor séu þegar farnar að skila sér með svona gasa­lega áþreif­an­legum hætti beint inn í áhorf­enda­stúk­urnar og sjálf­sprottið gras­rót­ar­starf klúbbana.

Í öðru lagi, ég hef heyrt að það er stundum ætl­ast til þess í þessu landi að almenn­ingur (strump­arnir með hvítu húf­urn­ar) taki með lif­andi hætti þátt í „já­kvæð­um“ við­burðum /forð­ist „nei­kvæða“ til að ráð­andi öfl missi ekki and­litið -- sbr. óöf­unds­verð staða aðalstrumps­ins þegar að Kjartan seið­karl fann upp stelpu-stump til að rugla stráka-strumpana í rím­inu. Eftir leik­inn sett­umst við félag­arnir inn á knæpu skammt frá. „Já,“ sagði ég „þú meinar það“. Síðan svolg­uðum við í okkur sitt­hvorum bjórn­um. Varð­lið­arnir höfðu lagt gest­ina frá Chongqing 2:0. Það er jú margt sem ég skil ekki í þessu landi. En það er alla vega vel við hæfi að fagna sigri sinna manna.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None