Kjalölduveita – atlaga að perlu hálendisins?

Formaður Landverndar skrifar um virkjunaráform Landsvirkjunar í og við Þjórsárver í gegnum tíðina í tilefni af því að Alþingi ákvað í vor að taka virkjanakostinn Kjalölduveitu úr verndarflokki rammaáætlunar og setja í biðflokk.

Auglýsing

Á und­an­förnum ára­tugum hefur Lands­virkjun haft auga­stað á Þjórs­ár­verum og mörg áform fyr­ir­tækis um uppi­stöðu­lón þar kom­ist á rek­spöl. Fram til þessa hefur tek­ist að koma í veg fyrir áform sem spillt hefðu ver­unum vestan Þjórsár – en aust­an­megin voru gerð um 30 km2 lón sem breyttu ásýnd, höfðu tals­verð áhrif á nátt­úru­far svæð­is­ins og minnk­uðu rennslið í efri hluta árinnar um helm­ing.

Heima­menn í Gnúp­verja­hreppi, sem þekkja dýrð Þjórs­ár­vera manna best, lögðu mikla áherslu á verndun þeirra. Víð­tækar rann­sóknir á nátt­úru­fari svæð­is­ins sýndu að vernd­ar­gildi Þjórs­ár­vera er ein­stakt. Fyrsta til­laga um verndun kom fram 1961 en síð­ari rann­sóknir veittu for­sendur og sterk rök fyrir ákvörð­unum um frið­lýs­ingu, bæði innan Nátt­úru­vernd­ar­ráðs og ramma­á­ætl­un­ar. Hér var því hægt að setja punkt­inn eftir margra ára­tuga bar­áttu fyrir fyrir verndun Þjórs­ár­vera. En vorið 2022 tók Alþingi tók skarpa beygju í mál­inu, þegar meiri­hluti þing­manna huns­aði öll fag­leg rök og kom mál­inu aftur á dag­skrá með því að taka Kjalöldu­veitu[1] úr vernd­ar­flokki, eins og verk­efn­is­stjórn 3. áfanga ramma­á­ætl­unar hafði lagt til. Nú bíður það verk­efni nátt­úru­vernd­ar­fólks og heima­manna í Gnúp­verja­hreppi, með lið­sinni nátt­úru­vís­ind­ind­anna, að sam­ein­ast í bar­átt­unni gegn þessum áform­um. Þá er gagn­legt að rifja stutt­lega upp það helsta í bar­áttu­sög­unni und­an­farna ára­tug­i[2].

Þjórs­ár­ver eru þjóð­ar­ger­semi

Þjórs­ár­ver eru ver­öld and­stæðna. Jök­ull­inn og vatnið sem frá honum streymir sem ár, lækir, kvíslar og tjarn­ir, eru lífæð gróð­urs og dýra. Á þeim svæðum sem líf­æðin nær ekki til gapa auðnir og eyði­mörk. En í ver­unum er gróður hins vegar sam­felld­ur, öfl­ugur og fjöl­breyttur og fuglar fylla loft­in. Víða undir gróðr­inum er sífreri sem mótar fag­urt munstur í land­inu. Lands­lagið er stór­feng­legt! Kerl­ing­ar­fjöll í vestri, bungur Hofs­jök­uls í norðri og austar Arna­fell mikla. Sprengi­sandur og Tungna­fells­jök­ull taka við þegar litið er til aust­urs. Í fjarska gnæfa Vatna­jök­ull og Hágöngur sem vörður í land­inu. Þetta eru mögnuð víð­erni. Í grein­ingu ramma­á­ætl­unar voru verin metin sem eitt af verð­mæt­ustu svæðum hálend­is­ins. Að hjarta Þjórs­ár­vera fara ekki margir, en í jaðr­inum er tals­verð umferð. Verin gætu orðið einn af horn­steinum Hálend­is­þjóð­garðs. Ef marka má þar til bæra erlenda sér­fræð­inga, gæti svæðið og umhverfi þess átt heima á heimsminja­skrá Menn­ing­ar­stofn­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna ásamt Þing­völl­um, Surtsey og Vatna­jök­uls­þjóð­garði.

Auglýsing

Frið­un­ar­bar­átta bar árangur

Umræðan um verndun eða virkjun Þjórs­ár­vera hófst á sjötta ára­tug síð­ustu aldar með grein Finns Guð­munds­sonar fugla­fræð­ings í Nátt­úru­fræð­ingn­um. Þar segir hann svæðið svo ein­stakt sem lands­lag, gróð­ur­far og dýra­líf, að frá fræði­legu og menn­ing­ar­legu sjón­ar­miði teldi hann það „höfuð nauð­syn að þar verði engu rask­að.“[3] Fimm­tíu ár eru liðin frá því að fjöl­mennur fundur í Árnesi í Gnúp­verja­hreppi þann 9. mars 1972 sýndi ein­hug heima­manna og lýsti yfir algjörri and­stöðu við áform um uppi­stöðu­lón i Þjórs­ár­ver­um. Sá við­burður og stíflu­sprengja Mývetn­inga, sem hristi ræki­lega upp í sam­fé­lag­inu, voru tíma­mót í nátt­úru­vernd­ar­bar­áttu á Íslandi.

Vís­inda­menn lögðu grunn­inn að hald­góðum rökum fyrir vernd Þjórs­ár­vera. Rann­sóknir hófust 1971 og var Arn­þór Garð­ars­son í for­svari[4]. Á grunni þeirra rann­sókna byggði frið­lýs­ingin 1981. Önnur straum­hvörf voru nið­ur­stöður rann­sókna Þóru Ellenar Þór­halls­dótt­ur, sem hófust eftir 1981 og stóðu í um ára­tug. Nið­ur­stöð­urnar styrktu enn frekar vís­inda­leg rök fyrir frið­lýs­ing­unni og reynd­ust hald­góð rök gegn virkj­un­ar­á­form­um, enda urðu þær grund­völlur nei­kvæðrar afstöðu bæði Þjórs­ár­vera­nefndar og Nátt­úru­verndar rík­is­ins afstöðu gagn­vart til­lögu um Norð­linga­öldu­veitu

Nátt­úru­vís­inda­menn höfðu þegar lagt fram hald­bær gögn um mik­il­vægi Þjórs­ár­vera en Gnúp­verja fund­ur­inn í Árnesi 1972 var án efa þungt lóð á vog­ar­skálar vernd­un­ar. Í fram­hald­inu vann Nátt­úru­vernd­ar­ráð gott starf og að lokum náð­ist sátt árið 1981 um að vernda hluta svæð­is­ins. Lands­virkjun lét þá tíma­bundið af ásókn í vatnið vestan Þjórs­ár, hóf vinnu við Kvísla­veitu sem safn­aði saman vatn­inu austan Þjórsár og hugði einnig á land­vinn­inga á Eyja­bökk­unum norðan Vatna­jök­uls, hug­mynd sem síðar var aflögð með til­komu Kára­hnjúka­virkj­un­ar. Nátt­úru­vernd­ar­fólk var þá von­gott um að Þjórs­ár­ver vestan Þjórsár væru komin í skjól, enda höfðu nið­ur­stöður rann­sókna Þóru Ellen­ar, sem fram komu árið 1994, stað­fest vernd­ar­gildi Þjórs­ár­vera og studdu það mat að ekki mætti virkja þar án þess að spilla Þjórs­ár­ver­um.

Ný atlaga Lands­virkj­unar

Varla hafði Lands­virkjun lokið við að reisa Kvísla­veitu þegar fyr­ir­tæk­ið, þrátt fyrir nið­ur­stöður rann­sókna Þóru Ellen­ar, sótt­ist aftur eftir að fá að virkja vatnið í Þjórs­ár­verum vestan Þjórsár með Norð­linga­öldu­veitu. Það auð­veld­aði þá ásókn að fyrst Nátt­úru­vernd­ar­ráð og síðar Nátt­úru­vernd rík­is­ins, sem tók við hlut­verki þess, voru lögð nið­ur. Umhverf­is­stofnun tók við verk­efnum þess­ara stofn­ana árið 2002 og tók þá afdrifa­ríku ákvörðun að heim­ila Lands­virkjun frek­ari und­ir­bún­ing að Norð­linga­öldu­veit­u,[5] en frið­lýs­ing­ar­á­kvæðin frá 1981 heim­il­uðu það ef rann­sóknir sýndu að það spillti ekki Þjórs­ár­ver­um.

Heima­mönn­um, undir for­ystu Más Har­alds­sonar odd­vita, var ekki skemmt við þessa nýju atlögu að ver­un­um. Þjórs­ár­vera­nefnd undir stjórn Gísla Más Gísla­sonar pró­fess­ors lagði fram vís­inda­leg rök til varnar hinum verð­mætu Þjórs­ár­verum en stjórn­mála­leið­togar þrýstu á ein­staka nefnd­ar­menn að láta und­an. Nátt­úru­vernd sam­tök höfðu á þessum tíma eflst og lögð lóð á vog­ar­skál vernd­un­ar. Sam­staðan um verndun var því víð­tæk; fræða­sam­fé­lag­ið, heima­menn, Þjórs­ár­vera­nefnd og nátt­úru­vernd­ar­sam­tök.

Ekki tókst atlaga Lands­virkj­unar að Þjórs­ár­verum í þetta sinn frekar en áður. Málið stoppað í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur árið 2006 þar sem úrskurður Jóns Krist­jáns­sonar setts umhverf­is­ráð­herra vegna kæru sem fram hafði kom­ið, var að hluta dæmdur ólög­mæt­ur. Þrátt fyrir sífelldan þrýst­ing Lands­virkj­unar og virkj­ana­sinn­aðra stjórn­valda varð nið­ur­staða ramma­á­ætl­unar 2[6] á sama veg; áhrifa­svæði Norð­linga­öldu­veitu var sett í vernd­ar­flokk. Voru vernd­ar­sinnar nú von­góðir um að árás­ar­þrek Lands­virkj­unar færi dvín­andi.

Lands­virkjun brýnir vopnin enn á ný

Því miður tók Lands­virkjun fljótt aftur upp þráð­inn og kynnti til sög­unnar fleiri útgáfur af veitu­fram­kvæmdum rétt sunnan við friðlands­mörk Þjórs­ár­vera. Nýjasta hug­mynd­in, og sú sem Alþingi tók úr vernd­ar­flokki í byrjun sum­ars, gengur undir nafn­inu Kjalöldu­veita[7]. Hug­myndin er að veita vatni úr Þjórsá til aust­urs svo það nýt­ist til raf­orku­fram­leiðslu í fyr­ir­liggj­andi orku­mann­virkjum á Þjórs­ár-Tungna­ár­svæð­inu. Til þess þarf að gera tæp­lega 3 km2 lón við jaðar friðlands­ins og skurði austur fyrir Þjórsá. Dæla þarf vatn­inu upp í Þór­is­vatn en vatns­borð þess liggur hærra en lóns­ins. Foss­arnir fögru í efri­hluta Þjórs­ár, m.a. hin ein­staki foss Dynkur, yrðu með þessu að spræn­um.

Atlaga að Þjórs­ár­verum í boði Alþingis

Verk­efna­stjórn þriðja áfanga ramma­á­ætl­unar taldi Kjalöldu­veitu aðeins nýja útgáfu af Norð­linga­öldu­veitu og áhrifa­svæði hennar ætti því heima í vernd­ar­flokki. Lands­virkjun hef­ur, þrátt fyrir þessa nið­ur­stöðu, haldið Kjalöldu­veitu til streitu – já, Lands­virkjun hefur beitt sér af þunga gagn­vart stjórn­völdum og þing­mönnum í því skyni að fá þessi áform í gegn. Þessi þrýst­ingur Lands­virkj­unar á eflaust ríkan þátt í því að meiri­hluti Alþingis fór að til­lögu Lands­virkj­unar án þess að leggja fram fag­legan rök­stuðn­ing, sem bera að gera skv. lögum þar um. Áhrifa­svæði Kjalöldu­veitu var flutt úr vernd­ar­flokki í bið­flokk. Með þeirri ákvörðun hafa rík­is­stjórn­ar­flokk­arnir stofnað til áfram­hald­andi átaka um verndun Þjórs­ár­vera.

Bar­áttan heldur áfram

Nátt­úru­vernd­ar­fólk hefur oft ekki haft erindi sem erf­iði í bar­átt­unni gegn þeim sem vilja byggja grodda­leg mann­virki sem spilla verð­mætu líf­ríki, lands­lagi og víð­ern­um. Engu að síður sýnir bar­áttan fyrir verndun Þjórs­ár­vera að vand­aðar vís­inda­rann­sókn­ir, bar­áttu­þrek, úthald og sam­staða heima­manna og nátt­úru­vernd­ar­sam­taka getur skilað árangri.

Núver­andi áformin um Kjalöldu segja margir að séu lítil og sak­laus í sam­an­burði við það sem stóð til fyrr á árum. Það breytir þó ekki þeirri stað­reynd að ráð­gerðar fram­kvæmdir yrðu afar ljótur blettur á einu verð­mætasta víð­erni hálend­is­ins og tæki vatnið af foss­unum fögru í efri hluta Þjórs­ár. Það hefur nú opin­ber­ast að fyr­ir­tækið Lands­virkjun er óstöðv­andi í við­leitni sinn til að fá vatnið úr Þjórs­ár­verum og foss­unum fögru til eigin nota. Við þessar raunir bæt­ist það áfall að meiri­hluti Alþing­is­manna hefur með atkvæði sínu stað­fest að þeir hafa ekki þrek til að standa með raun­veru­legri nátt­úru­vernd þegar á reyn­ir. Fögur orð og fyr­ir­heit um vernd ein­stakrar nátt­úru eru létt­væg þegar virkj­anama­sk­ínan kallar á meiri raf­orku – og það í landi sem hefur nú þegar miklu meiri raf­orku til skipt­anna en nokkur önnur þjóð. Það er alkunna að eft­ir­spurn eftir ódýrri orku er óþrjót­andi og eftir­spurnin óseðj­andi. Það er því enn verk að vinna til tryggja var­an­lega vernd Þjórs­ár­vera. Bar­áttan heldur því áfram.

Höf­undur er for­maður Land­verndar og situr í stjórn félags­ins Vinir Þjórs­ár­vera.

Heim­ildir og neð­an­máls­grein­ar:

[1] Sjá upp­lýs­ingar um Kjalöldu­veitu á nátt­úru­korti Land­vernd­ar.

[2] Í þess­ari stuttu grein er stiklað á stóru. Í bók Guð­mundar Páls Ólafs­son­ar, „Hern­að­ur­inn gegn land­inu ÞJÓRS­ÁR­VER“ er ágætt sögu­legt yfir­lit í kafla sem heitir Virkj­ana- og bar­áttu­saga.

[3] https://tima­rit.is/pa­ge/1041234#pa­ge/n7/mode/2up

[4] Bret­inn Peter Scott vann að rann­sóknum á heið­ar­gæs­inni í Þjórs­ár­verum á árunum 1951 til 1953. Með honum starf­aði Finnur Guð­munds­son fugla­fræð­ingur sem gaf svæð­inu sem heild heitið „Þjórs­ár­ver“. Þessar rann­sóknir sýndu mik­il­vægi svæð­is­ins fyrir heið­ar­gæsa­stofn­inn.

[5] Und­ir­bún­ingur Norð­linga­öldu­veitu hófst með samn­ingum um frið­lýs­ingu árið 1981, enda heim­il­aði samn­ing­ur­inn það ef það spillti ekki Þjórs­ár­verum að mati Nátt­úru­vernd­ar­ráðs. Til­lögur um hæð lóns­ins tóku breyt­ingum á tíma­bil­inu og síð­asta útgáfan, Norð­linga­alda án setlóns, mið­að­ist við 567,5 m.y.s. Ramma­á­ætlun II tók þá hug­mynd af dag­skrá.

[6] Svæðið hefur verið metið í öllum fjórum áföngum Ramma­á­ætl­un­ar, fyrst árið 2004, og nið­ur­staðan alltaf verið sú sama.

[7] Skýrsla Orku­stofn­unar frá 2015, R3156A Kjalöldu­veita: https://orku­stofn­un.is/­gogn/­Skyr­sl­ur/OS-2015/OS-2015-02-Vi­d­auki-50.pdf

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar