Kópavogur á hvítum hesti

Ragnar Þór Pétursson
14131793324_882160158e_z-1.jpg
Auglýsing

Einu sinni var kín­verskur aðals­maður sem eign­ast hafði ákaf­lega fal­legan hest. Hann klædd­ist sínu besta pússi og reið um nær­liggj­andi hér­uð. Aldrei hafði sést fal­legri knapi á glæsi­legri reið­skjóta. Aðdá­unin skein úr sjónum allra sem börðu dýrð­ina aug­um. Aðals­mað­ur­inn fann mikið til sín – svo mjög raunar að hann gat með engu móti stillt sig um að ríða sífellt lengra. Hvar sem hann kom las hann aðdáun úr hverju auga. Svo fór að hann sat hest­inn sem fast­ast þar til hann datt hung­ur­dauður af baki.

Kín­verjar góðir í sam­ræmdu



Þessi kín­verska þjóð­saga hefur verið rifjuð upp í tengslum við góðan árangur Kín­verja á alþjóð­leg­um, sam­ræmdum próf­um. Þar í landi hafa menn nefni­lega haft af því tölu­verðar áhyggjur að mennta­kerfi lands­ins sé ekki sér­lega vel í stakk búið til að und­ir­búa nem­endur undir líf í flóknum heimi. Kín­verskt atvinnu­líf kvartar sáran yfir því að skóla­bók­vitið sé í skammar­lega litlu sam­ræmi við hina raun­veru­legu færni sem það á að tákna. Raunar segir tæpur helm­ingur stjórn­enda kín­verskra stór­fyr­ir­tækja að fyr­ir­tækin geti ekki notað heima­menntað fólk. Í Kína hafa því verið uppi miklar umræður um nauð­syn­legar menntaum­bæt­ur. Og raunar ekki bara í Kína – heldur í hinu rísandi hag­kerfi Asíu meira og minna öllu. Það fyllti mest­u um­bóta­menn­ina nokk­urri skelf­ingu þegar Kína skreið á topp­inn í hinum alþjóð­legu mæl­ing­um. Sumir þeirra ótt­ast að fara muni fyrir Kín­verjum eins og landa þeirra í sög­unni. Þeir muni tregð­ast of leng­i við að fara í nauð­syn­legar umbætur vegna þeirrar aðdá­unar sem þeir njóta. Virtur kín­verskur skóla­maður sem starfar í Banda­ríkj­unum gekk svo langt að segja að halda mætti að hin alþjóð­legu, sam­ræmdu próf væru illt sam­særi Vest­ur­landa til að væng­stýfa menntaum­bætur í Asíu og þar með sam­keppn­is­stöðu álf­unn­ar. Þó væri svo greini­lega ekki. Vest­ur­landa­búar myndu ekki nota sömu eitr­uðu prófin á sín eigin börn ef þeim væri vís­vit­andi beitt til að skemma.

Fjöl­mið­ill einn íslenskur full­yrti nýlega að í Kópa­vogi væru bestu skól­arnir á Íslandi. Og að þeir verstu væru í Árborg. Nokkuð ítar­leg úttekt var á mál­inu og mátti af henni einna helst lesa að það væri óvið­un­andi fyrir nokk­urt íslenskt sveit­ar­fé­lag að vera undir með­al­tali í sam­ræmdum prófum á lands­vísu.

Nú hef ég aðeins fengið að heim­sækja skóla í Kópa­vogi og hef þar kynnst fjöl­mörgu skóla­fólki. Ég get tekið heils­hugar undir að þar eru góðir skól­ar. Ég er meira að segja sér­stak­lega hrif­inn af ýmsu í skóla­menn­ing­unni, þar á meðal því að hver skóli fær rými til að ákveða fyrir hvað hann vill standa. Enn­fremur hefur mér sýnst að börnin í skól­unum séu for­vit­in, lífs­glöð og vel heppnuð eins og víð­ast hvar. En einmitt vegna þess að ég hef aðeins fengið að skríða undir húð­ina á skóla­kerf­inu í Kópa­vogi veit ég að þar hafa menn í mörgum skólum tölu­verðar áhyggjur af því að mikil þörf sé á end­ur­nýjun kennslu­hátta og þörf fyrir breyttar áherslur í námi. Ein­fald­lega vegna þess að heim­ur­inn er að breyt­ast og skóla­kerfi sem tekur sig alvar­lega þarf alltaf að vera með­vitað um það hvaða færni það er sem skilar nem­endum og sam­fé­lag­inu öllu mestum ávinn­ingi til lengri tíma lit­ið.

Auglýsing

Fjöl­mið­ill­inn teymir



Fjöl­mið­ill­inn er að teyma undir Kópa­vogs­bú­um kín­verskan hest. Hólið er eitr­að­ara en hrak­yrðin í þessum efn­um.

Nú gæti ein­hver haldið að það gildi önnur lög­mál í Kína en í Kópa­vogi. Svo er þó að mestu leyti ekki. London School of Economics hefur sýnt fram á hefð­bundið nám á Vest­ur­löndum er ekki sér­lega góður und­ir­bún­ingur fyrir líf­ið. Raunar tókst fræði­mönn­unum þar ekki að finna nein mark­tæk tengsl á milli náms­ár­ang­urs og árang­urs seinna í líf­inu. Það sem einna helst virt­ist geta stuðlað að því að lífs­hlaupið yrði gott voru þættir sem lutu að því hversu til­finn­inga­lega nær­andi og heil­brigt um­hverfi þitt var á barns­aldri. Til­finn­inga­legt heil­brigði býr til heil­steypt fólk og heil­steypt fólk gerir góða hluti.

Allir sem kennt hafa í ein­hvern tíma hafa hug­boð um þetta nákvæm­lega sama. Það sem ræður því hvort „úr þér ræt­ist“ er ekki þekk­ing þín á almennum brotum eða mál­fræði í fjórða bekk. Það eru aðrir þættir og djúp­stæð­ari.

Í flestum skólum er vit­neskjan um þetta sam­ofin erfða­mengi skól­ans. Þar vita menn að mark­miðið má aldrei verða að troða börnin full af þekk­ingu hvað sem það kost­ar. Mark­miðið er að gera þeim kleift að lifa vel og dafna. Í því skyni er algjör­lega nauð­syn­legt að barn fái hlýju og næði til að átta sig á heim­inum og stöðu sinni í hon­um. Það þarf að fá að skapa, hrasa og upp­götva. Heim­ur­inn er í ótal lit­brigðum og börn þurfa að kynn­ast þeim flest­um. Þá mun þeim farn­ast vel.

Góður árang­ur?



Fræðslu­stjóri sem náð hefur miklum árangri í að koma skól­unum sínum yfir með­al­töl sam­ræmdra prófa ræðir nokkuð um aðferðir sínar í þess­ari úttekt á gæðum skóla á Íslandi. Hann seg­ist hafa skoðað hvað þurfi að gera til að knýja fram góðar ein­kunnir á sam­ræmdum prófum í stærð­fræði og íslensku. Hann telur upp nokkur atriði. Síðan segir hann að ef maður nýtir tím­ann frá því að barn byrjar í skóla og þar til það verður 12 ára þá eigi maður að geta kennt öll atriðin nokkuð vel.

Ég skrif­aði einu sinni pistil þar sem ég birti hug­ar­kort sem ég gerði einu sinni í starfi mínu sem kenn­ari. Á kort­inu sjást þau atriði sem kenna þarf í íslensku vilji maður að nem­endur fái háar ein­kunnir á sam­ræmda próf­inu í tíunda bekk. Vanda­málið er bara að ég get ekki með nokkru móti rétt­lætt það fyrir sjálfum mér né öðrum að það sé ásætt­an­leg nýt­ing á tíma nem­enda í skóla að þjálfa þá nær ein­göngu fyrir þessi til­teknu próf. Fyrir því eru a.m.k. tvær ástæður í við­bót við þá að sú þekk­ing sem þannig er til­komin kemur að sára­litlu gagni í raun og veru.

Hið fyrra er að sam­ræmd próf eru vond próf. Þau eru illa samin og yfir­borðs­kennd. Þau kalla fram normalkúrfu í árangri með því að ein­blína á tit­linga­skít og útúr­snún­inga. Nem­andi sem stendur sig vel hefur yfir­burði yfir þann sem stendur sig illa á frekar afmörk­uðu og ómerki­legu sviði. Í þeim er sára­lítil dýpt. Að halda efni þeirra að nem­endum árum saman er eins og að neyða þá til að drekka aðeins úr grunnum drullu­pollum í stað þess að fá að súpa úr hylj­um. Þegar fræði­menn, eða annað fólk sem er vel menntað í þeim greinum sem sam­ræmdu prófin þykj­ast mæla, skoðar prófin er nið­ur­staðan einatt sú sama: því meira sem maður veit, þeim mun meira blöskrar manni hve prófin eru vond og ómerki­leg.

Hitt atriðið er að skólum er gert skylt að stuðla að alhliða menntun nem­enda. Í aðal­námskrá er því námi lýst sem fara á fram í skól­um. Sú lýs­ing er metn­að­ar­full og á stundum jafn­vel dálítið óraun­hæf. En á henni grund­vall­ast sú hug­sjón sem íslenska skóla­kerfið þyk­ist aðhyll­ast. Sam­ræmd próf mæla ekki nema brota­brot af því sem aðal­námskrá segir til um. Þeim er ekki ætlað ann­að. Sam­ræmt próf mælir árangur skóla­kerfis eins og það að mæla olíu­stöðu og loft­þrýst­ing mælir ástand öku­tæk­is. Tvö öku­tæki geta fengið sömu útkomu þótt annað sé grút­skítugt, beyglað og sætin full af snakk­mylsnu á meðan hinu er óað­finn­an­lega við­hald­ið.

Sam­ræmd próf eru blind á megnið af því sem skóla­starf á að hnit­ast um.

Stuðn­ings­menn sam­ræmdra prófa halda gjarnan að mæl­ing­arnar haldi fullu gildi þrátt fyrir þetta. Ef við höldum áfram með lík­ing­una: Það að mæla olíu­stöðu og loft­þrýst­ing er þrátt fyrir allt grund­vall­ar­mæl­ing. Það er varla hægt að halda því fram að bíll með grautlin dekk og enga smur­olíu sé í öku­hæfu ástandi. Upp að ein­hverju marki eiga slík rök rétt á sér. Sam­ræmd próf eru ekki alveg gagns­laus mælir – svo lengi sem þeim er aðeins ætlað að mæla til­tekin lág­mörk. Vand­inn er sá að þau hafa til­hneig­ingu til að ryðj­ast langt út fyrir sitt svið.

Keppnin við með­al­tölin



Ef menn eru að keppa við með­al­tölin þá er ljóst að maður getur ekki kom­ist upp fyrir með­al­tal nema ein­hver annar sé fyrir neð­an. Og ef mælir­inn er ein­hæf­ur þá reynir maður að sjálf­sögðu að finna sífellt skil­virk­ari leiðir til að þókn­ast hon­um. Maður fjár­festir jafn­vel í nákvæm­ustu gerð tækja sem greina og stilla ­loft­þrýs­ing með fjöl­mörg­um auka­stöfum og setur olíu á vél­ina með dropa­telj­ara. Ef við gefum okkur nú að „keppi­naut­arn­ir“ séu á sama tíma að bóna lakkið og ryk­suga sætin þá er ekki ólík­legt að maður öðlist þannig ­for­skot. Sem hinir reyna svo að vinna upp næst. Smátt og smátt ein­kennir hirðu­leysi með­ferð­ina á bíl­unum nema á þessu þrönga, afmark­aða sviði. Þar remb­ast allir auð­vit­að eins og rjúpan við staur­inn.

Og hvað gerir maður við nem­endur sem mæl­ast illa á sam­ræmdum próf­um?

Aftur er engin ástæða til þess að ætl­ast að íslenskir skólar séu svo frá­brugðnir þeim útlensku. Þau lönd sem gengið hafa lengst í mæl­ing­ar­kapp­hlaup­inu hafa til­hneig­ingu til að fela óþægi­legu börnin þegar mæl­ing­arnar hefj­ast eða auka stór­lega við þá nám í grund­vall­ar­þátt­un­um, ­jafn­vel á kostnað ann­arra þátta. Dregið hefur úr list- og verk­námi víða til þess að auka veg mál­fræði og reikn­ings. Nem­endur sem standa sig ekki nógu vel að mati kenn­ara eða skóla­stjórn­enda eru á stundum settir í þjálf­un­ar­búðir þar sem þeir skulu vinna upp slak­ann og koma í veg fyrir þann skaða sem þeir gætu unnið á mögu­legu með­al­tali skól­ans á próf­un­um.

Allt þetta er að ger­ast í íslenskum skólum í ein­hverri mynd. Og ástandið er að versna.

Ef ein­hver segði að í Kópa­vogi byggju mestu rit­höf­undar þjóð­ar­innar vegna þess að hvergi sé keyptur meiri vél­rit­un­ar­pappír en þar – eða að á Sel­fossi væru léleg­ustu söngv­ar­arnir vegna þess að apó­tekin þar seldu óvenju­lega marga eyrnatappa væri slíkt hlegið út af borð­inu sem aug­ljóst rugl. Þegar sam­ræmd próf eru notuð til að styðja við slíkar glanna­full­yrð­ingar eru við­brögðin af öðru tæi. Sel­fyss­ingar vilja ekki hljóma eins og þeir séu að afsaka getu­leysi og Kópa­vogs­búum þykir auð­vitað dálítið gaman að vera álitnir best­ir.

Það fylgdi ekki sög­unni hvað gerð­ist eftir að aðals­mað­ur­inn datt dauður af baki hests­ins. Vænt­an­lega hefur ein­hver nýtt tæki­færið og stigið sjálfur á bak hest­inum – og þá vænt­an­lega hlotið sömu örlög. Fórn­ar­lömb kín­verska hests­ins eru mörg og mynda órofna keðju allr til dags­ins í dag.

Á end­anum var það ekki aðdáun ann­arra sem drap aðals­mann­inn. Orsökin bjó innra með honum sjálf­um. Hann virð­ist hafa skort innri mæli­kvarða á eigið virði.

Hið sama gildir um þá sem þykj­ast mæla gæði skóla með sam­ræmdum próf­um. Þeir annað hvort vita ekki, eða skilja ekki, hver hin raun­veru­legu verð­mæti skóla­starfs eru.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None