Kunnugleg leið fram á hengiflugið

Jóhann Hauksson stjórnarformaður Transparency International á Íslandi skrifar um spillingu og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.

Auglýsing

Þann 10. jan­úar 2009 birt­ist í Frétta­blað­inu grein eftir Carsten Val­green, fyrr­ver­andi aðal­hag­fræð­ing Danske Bank, um leiðir til að end­ur­reisa íslenskt efna­hags­líf eftir ein­stætt banka­hrun. Val­green hafði þremur árum áður verið umfjöll­un­ar­efni íslenskra fjöl­miðla sem með­höf­undur Lars Christen­sen að frægri skýrslu á vegum Danske Bank. Skýrslan bar nafnið The Geyser Crisis og birt­ist í mars árið 2006. Skýrslu­höf­undar töldu þar veru­lega hættu á banka­hruni og alvar­legri efna­hag­skreppu. Rík­is­stjórn og nýríkir eig­endur banka voru ekki glað­ir.

Í grein­inni í Frétta­blað­inu, eftir að verstu spá­dómar Dan­anna tveggja höfðu ræst, sagði Val­green meðal ann­ars:

  • „Ís­land er lítið og eins­leitt sam­fé­lag þar sem inn­byrðis tengsl eru mik­il. Þetta er bæði mik­ill styrk­leiki og veik­leiki. Þetta er rót krepp­unn­ar. Slík sam­fé­lags­gerð virkar næstum eins og fjöl­skylda eða eitt fyr­ir­tæki. Úti­lokun til­tek­inna vanda­mála og ákvörðun um að þagga þau niður þró­ast mjög auð­veld­lega, og af því leiðir að erfitt er að grípa inn í þegar þau hafa hreiðrað um sig.“

Val­green sagði enn­fremur í grein­inni að áður en banka­kerfið hrundi hafi litið út fyrir að íslenskt þjóð­fé­lag væri nútíma­legt með vel virku og þró­uðu fjár­mála- og stofna­naum­hverfi, sjálf­stæðum seðla­banka og eft­ir­lits­að­il­um. „Kreppan hefur aftur á móti leitt í ljós van­virkni þessa umhverf­is.“

Auglýsing

Síðan þetta var skrifað hefur hallað á ógæfu­hlið­ina þótt svo fáeinir fræði­menn geri lítið úr spill­ingu á Íslandi, telji íslenskar elítur veik­burða og ósam­stæðar og að mesti vand­inn sé lík­lega sá að almenn­ingur „haldi“ eða „trúi því“ að á Íslandi ríki mikil spill­ing.

Eins og gerst hefði í gær

Síðan Val­green stakk niður penna í Frétta­blað­inu skömmu eftir banka­hrun hefur eitt og annað gerst og fátt eitt má nefna:

Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra selur föður sínum hlut í Íslands­banka.

Í hópi hand­val­inna kaup­enda að hlut í Íslands­banka er fjöldi „hrun­verja“.

Í hópi kaup­enda að hlut í Íslands­banka er íslenskur höf­uð­paur í einu stærsta fjöl­þjóð­lega mútu­hneyksli síð­ari ára á norð­ur­hveli jarð­ar.

Sumir kaup­end­anna eru dæmdir eða sitja á saka­manna­bekk.

Banka­sýsla rík­is­ins átti að vinna sjálf­stætt og skapa „arms­lengd“ frá stjórn­mála­mönn­um. Hver trúir því þegar vinir og flokks­bræður fjár­mála­ráð­herra eru hand­valdir til að stjórna Banka­sýsl­unni? Þeir hafa sér­staka þjálfun í því að umorða sér­hags­muni þannig að þeir hljómi sem almanna­hags­mun­ir.

Sami fjár­mála­ráð­herra hefur á und­an­förnum árum end­ur­tekið stungið skýrslum undir stól, tafið birt­ingu þeirra, þegar það pass­aði hags­munum hans og/eða Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Bjarni var rétt orð­inn for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í mars 2009 þegar upp­víst varð að flokk­ur­inn hafði tekið við um 50 millj­ónum króna frá FL Group og Lands­bank­anum (Björg­ólfs­feðgum). Hann hét því að skila pen­ing­unum og við­ur­kenndi þar með að þeir væru skítugir og þar með mútu­fé.

Erna Sol­berg þáve­ar­andi for­sæt­is­ráð­herra Nor­egs var sektuð fyrir brot á sótt­varna­reglum í miðjum covid­far­aldri rétt eins og hver annar norskur borg­ari. Á Íslandi þótti eðli­legt að gera lög­regl­una tor­tryggi­lega þegar Bjarni var stað­inn að því að brjóta sam­bæri­legar regl­ur.

Já, menn halda kannski að það sé spill­ing á Íslandi.

Gagn­sæi – skæður óvinur klíku­þjóð­fé­lags­ins

Til að lengja þetta ekki allt of mikið ætla ég ekki að tala um hneykslið þegar Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, þáver­andi for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, neydd­ist til að segja af sér emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra vegna upp­ljóstrana. Ekki heldur um rasísk ummæli Sig­urðar Inga Jóhanns­son­ar, núver­andi for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Og varla nenni ég að rifja hér upp kosn­inga­hneykslið í Norð­vest­ur­kjör­dæmi í fyrra, frum­stæða með­ferð á því máli og und­ar­legar lykt­ir.

List­inn er ein­fald­lega allt of lang­ur.

Nú eru hart­nær 20 ár síðan 14 evr­ópskir rann­sókn­ar­dóm­arar sett­ust niður og settu á blað Par­ísar­yf­ir­lýs­ing­una, hald­góðar grund­vall­ar­reglur um spill­ing­ar­varn­ir.

Sú fyrsta fjallar um að gagn­sæi sé nauð­syn­legt frels­inu vegna þess að frelsi án gagn­sæis getur brotið í bága við mann­rétt­indi og slíkt ógagn­sæi greiði leið til lög­brota.

Þriðja reglan er ein­föld: „Lög­brot valda­manna skaða mik­il­væga þjóð­ar­hags­muni. Hert við­ur­lög, heim­ildir til eigna­upp­töku og aðhald með banka­starf­semi eru varnir sem grípa verður til gegn slíkri sam­fé­lagsógn.“

Íslensk stjórn­völd ögra í sífellu íslenskum almenn­ingi og með nánum tengslum sínum við helstu eig­endur Íslands - þar sem allir strjúka öllum með­hárs - færa þau þjóð­ina á ný fram á hengiflug­ið.

Höf­undur er stjórn­ar­for­maður Tran­sparency International á Íslandi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar