Áskorun og tækifæri í hversdagsleikanum

Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir segir að vegna þess að börn hafa ekki kosningarétt þá sé það okkar hinna að gæta þess fyrir þeirra hönd að í sveitarstjórnir verði kosið fólk sem ætlar að standa vörð um hagsmuni barna.

Auglýsing

Náms- og starfs­ráð­gjöf er lög­bund­inn hluti af sér­fræði­þjón­ustu grunn­skóla. Í lögum um grunn­skóla er þó ekki fjallað um með hvaða hætti náms- og starfs­ráð­gjöf eigi að fara fram eða hversu umfangs­mikil hún skuli vera. Það má samt segja að starf náms­ráð­gjafa felist meðal ann­ars í að veita nem­endum per­sónu­lega ráð­gjöf og stuðn­ing í námi, fræða, gefa nem­endum kost á áhuga­sviðs­könnun og veita ráð­gjöf við náms- og starfs­val.

Náms- og starfs­ráð­gjafar starfa náið með nem­end­um, for­eldrum, kenn­ur­um, skóla­stjórn­endum og öðrum starfs­mönnum skóla að ýmiss konar vel­ferð­ar­starfi er snýr að námi, líðan og fram­tíð­ar­á­formum nem­enda. Náms­ráð­gjöf er jafn­framt ætluð til að vera fyr­ir­byggj­andi þjón­usta og stuðla að því að nem­endur geti skapað sér við­un­andi vinnu­skil­yrði í skóla og heima. Þetta felur meðal ann­ars í sér að náms- og starfs­ráð­gjafi þarf að hafa frum­kvæði að því að nálg­ast nem­endur sem eru í þörf fyrir aðstoð en bera sig ekki eftir björg­inni sem og að standa vörð um vel­ferð þeirra og rétt­indi. Þetta á ekki síst við um þá nem­endur sem veik­ari rödd hafa í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing

Far­sælt for­eldra­sam­starf besti stuðn­ing­ur­inn

Per­sónu­legur og félags­legur stuðn­ingur við nem­endur er mjög mik­il­væg­ur. Sjálfs­ör­yggi og góð sjálfs­mynd hefur áhrif á hvernig ein­stak­ling­ur­inn upp­lifir sjálfan sig og mögu­leika sína. Það reynir mikið á þessa eig­in­leika við mis­mun­andi aðstæður í líf­inu, utan sem innan veggja skól­ans og eftir að námi lýk­ur. Sam­skipta­munstur er flókn­ara en áður þar sem sam­skipti eru æ meira í gegnum ýmiss konar miðla. Það er mik­il­vægt að kenna börnum og ung­lingum með mark­vissum hætti hvernig hægt er á far­sælan hátt að eiga jákvæð og upp­byggi­leg sam­skipti, kunna að setja sjálfum sér og öðrum mörk og hvar ábyrgð okkar sjálfra liggur í því að vel gangi í sam­skipt­um.

Það er því mik­il­vægt að við kennum færni til að taka hag­nýtar ákvarð­anir og nýta bjarg­ráð í dag­legu lífi bæði innan og utan skól­ans. Það þýðir í stuttu máli það að við ætlum að læra bjarg­ráð sem við getum nýtt til að vera skil­virk­ari í líf­inu, sér­stak­lega þegar til­finn­ingar eiga í hlut. Það er öllum mik­il­vægt að taka for­ystu í eigin lífi og efla færni til að draga úr spennu og auka vellíðan sína. Vel­ferð og gengi nem­enda er það sem allt skóla­starf snýst um hverju sinni. Far­sælt for­eldra­sam­starf og ánægðir for­eldrar skipta mjög miklu máli og er besti stuðn­ingur sem kenn­arar geta haft til að ná þessu sam­eig­in­lega mark­miði.

Í nútíma­þjóð­fé­lagi er þörf á þjón­ustu

Fram kemur í ítar­legri rann­sókn sem unnin var af Rann­sókna­mið­stöð Háskól­ans á Akur­eyri 2019 að skólar fá ekki alltaf nægi­legt fjár­magn til að sinna náms- og starfs­ráð­gjöf eins og lög kveða á um. Skóla­stjórn­endur grípa þá oft til þess ráðs að taka á sig mis­mun­inn og greiða hækkað hlut­fall náms- og starfs­ráð­gjafa af öðru rekstr­arfé skól­ans sem tekið er þá af annarri þjón­ustu við nem­end­ur.

Til­lögur hafa verið um að settar verði reglur um hámarks­fjölda nem­enda pr. stöðu­gildi náms- og starfs­ráð­gjafa og við­mið­un­ar­talan sem oft­ast hefur verið nefnd er um 300 nem­endur fyrir eitt stöðu­gildi ráð­gjafa. Það er mis­mun­andi eftir bæj­ar­fé­lögum hversu vel er að þessu staðið og standa sum þeirra sig mun betur en önn­ur. Í sömu skýrslu koma fram til­lögur um hvort ekki sé nauð­syn­legt að gerð verði heild­stæð end­ur­skoðun á því hvaða fag­stéttir eigi að vinna í skól­um, svo sem þroska­þjálf­ar, iðju­þjálf­ar, sál­fræð­ing­ar, félags­ráð­gjaf­ar, fjöl­skyldu­ráð­gjafar ofl. miðað við það hlut­verk sem skól­inn gegnir í nútíma­þjóð­fé­lagi. Það er ljóst að þörfin er fyrir hendi en til að það megi verða að veru­leika þarf bæði fjár­magn og fólk. Í dag er eng­inn náms- og starfs­ráð­gjafi starf­andi í mörgum skólum lands­ins.

Börn hafa ekki kosn­inga­rétt – ennþá

Starf náms- og starfs­ráð­gjafa fellur vel að mark­miðum stjórn­valda um að auka far­sæld barna og veita snemmtækan stuðn­ing með það að mark­miði að styðja við far­sæld barna. Ný lög sem tóku gildi 1. jan­úar 2022 og snúa að far­sæld barna taka til þjón­ustu sem er veitt á vett­vangi ríkis og sveit­ar­fé­laga, m.a. innan skóla­kerf­is­ins, heil­brigð­is­kerf­is­ins og félags­þjón­ustu sveit­ar­fé­laga, auk verk­efna lög­reglu. Gott starfs­um­hverfi nem­enda og starfs­fólks skóla skiptir miklu máli sem og vilji sveit­ar­fé­laga til að skapa skólum góð starfs­skil­yrði. Það er því mik­il­vægt að skólar hafi alltaf nægi­legt fjár­magn til að sinna lög­bundnu hlut­verki sínu og þjón­usta við börn ætíð í sam­ræmi við gild­andi lög hverju sinni.

Það er stutt í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar og ljóst að margir nýir sveita­stjórn­ar­menn munu taka sæti í sveit­ar­stjórnum víða um land. For­gangs­röðun í þágu barna og vel­ferð þeirra þarf að vera skýr, mark­viss og fram­sæk­in. Börn hafa ekki kosn­inga­rétt og það er því okkar hinna að gæta þess fyrir þeirra hönd að í sveit­ar­stjórnir verði kosið fólk sem ætlar að standa vörð um hags­muni barna.

Það má aldrei verða að vel­ferð barna sé sett til hliðar og þau fái ekki þá þjón­ustu sem þau þurfa á að halda hverju sinni.

Höf­undur er náms- og starfs­ráð­gjafi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Nafnlausi tindurinn til hægri á myndinni. Efst eru Geirvörtur.
Vilja að nafnlausi tindurinn heiti Helgatindur
Nafnlaus tindur sem stendur um 60 metra upp úr ísbreiðu Vatnajökuls ætti að heita Helgatindur til heiðurs Helga Björnssyni jöklafræðingi, segir í tillögu sem sveitarstjórn Skafárhrepps hefur samþykkt fyrir sitt leyti.
Kjarninn 1. desember 2022
Íslandsbanki segir ekki hversu margir fengu flokkun sem hæfir fjárfestar á meðan að á útboðinu stóð
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferli Íslandsbanka kemur fram að fjárfestar sem voru ekki í viðskiptum við Íslandsbanka gátu sótt um og fengið flokkun sem „hæfir fjárfestar“ á þeim klukkutímum sem útboðið stóð yfir.
Kjarninn 1. desember 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Ríkisstjórnin samþykkti áframhaldandi styrkjagreiðslur til fjölmiðla en til eins árs
Áfram sem áður er ágreiningur innan ríkisstjórnar Íslands um styrki til einkarekinna fjölmiðla. Styrkjakerfið verður framlengt til eins árs í stað tveggja. Um er að ræða málamiðlun til að ná frumvarpinu úr ríkisstjórn.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar