Kveðjum olíudrauminn í haust

Olíuleitarbann hjá landi eins og Íslandi, þar sem enn hefur engin olía verið unnin, ætti að vera einfalt skref en sterk yfirlýsing, skrifar Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.

Auglýsing

Nú eru fyrstu alþing­is­kosn­ing­arnar síðan lofts­lags­málin færð­ust á stóra svið stjórn­mál­anna, þökk sé bar­áttu gras­rót­ar­fólks og sér­stak­lega ungs gras­rót­ar­fólks eins og Gretu Thun­berg. Það er gaman að hluti af því er að bann við olíu­leit sé orðið eitt af málum kosn­inga­bar­átt­unn­ar! Síð­ast þegar olíu­leit varð að kosn­inga­máli var það árið 2009 þegar Kol­brún Hall­dórs­dóttir var harð­lega gagn­rýnd, fyrir að vera umhverf­is­ráð­herr­ann sem setti spurn­ing­ar­merki við að fara hefja olíu­leit. Í fram­haldi datt hún af þingi og rík­is­stjórn Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna setti olíu­leitaræv­in­týrið (eða -martröð­ina) af stað. Sem betur fer lauk því og sem betur fer hafa báðir flokk­arnir síðan sett sér þá stefnu að vera á móti olíu­leit.

Þegar ég byrj­aði að hreyfa við mál­inu á þingi með því að leggja fram frum­varp um olíu­leit­ar­bann þá var lít­ill áhugi. Af hverju ætti að þurfa að standa í þessu, þegar engin leit væri í gangi? En þess þá heldur – af hverju ekki að setja tapp­ann strax í? Orku­stofnun fannst það óráð. Stjórn­ar­flokk­arnir 2021 treystu sér ekki til að segja það, heldur svæfðu frum­varp um bann við olíu­leit með frá­vís­un­ar­til­lögu. Ef Ísland ætlar að berj­ast af alvöru gegn lofts­lags­breyt­ing­um, þá er olíu­leit­ar­bann algjör­lega borð­leggj­andi.

Rík­is­út­varpið birti í síð­ustu viku þátt­inn Hvað getum við gert? þar sem full­trúar stjórn­mála­flokk­anna svör­uðu ein­faldri spurn­ingu: Hvort þeir muni beita sér fyrir banni við olíu- og gasleit. Svörin voru áhuga­verð. Merki­leg­ast er að meiri­hluti svar­aði ját­andi, sex af níu flokk­um. Það er mjög jákvætt. Þar á meðal eru reyndar Fram­sókn og Vinstri græn, sem standa að stjórn­ar­meiri­hluta sem beitti sér gegn því að frum­varp um olíu­leit­ar­bann yrði sam­þykkt í vor – en batn­andi flokkum er best að lifa. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er síðan úti að aka, svarar hvorki af né á – þó svo að sjálfur iðn­að­ar­ráð­herr­ann hafi verið send í við­talið. Tveir flokkar – Flokkur fólks­ins og Mið­flokk­ur­inn – eru síðan risa­eðlur þátt­ar­ins og vilja leita að olíu.

Auglýsing

Mikið og fljótt

Olíu­leit­ar­bann hjá landi eins og Íslandi, þar sem enn hefur engin olía verið unn­in, ætti að vera ein­falt skref en sterk yfir­lýs­ing. En þau lönd sem eru að vinna olíu þurfa einnig að skipta um kúrs. Nýlega kom út grein í Nat­ure, þar sem gerð er til­raun til að meta hversu mikið þarf að draga úr olíu­vinnslu ef við ætlum að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráð­ur. Svarið er skýrt: Mikið og það þarf að ger­ast fljótt.

Þó að grein­ar­höf­undar séu mjög var­kárir í útreikn­ingum sín­um, þá er ljóst að til að ná mark­mið­inu um 1,5 gráðu hlýnun þarf að hætta við öll áform um nýja og aukna olíu­vinnslu. Frek­ari fjár­fest­ing í olíu­iðn­aði myndi í dag annað hvort leiða til offram­leiðslu, með hræði­legum lofts­lags­á­hrif­um, eða offjár­fest­ingar sem myndi enda sem strand­aðar eignir – fjár­fest­ing í olíu­innviðum sem innan skamms má ekki nota leng­ur. Hvort sem það eru rík­is­stjórnir eða fjár­mála­stofn­an­ir, þá þarf að hætta að gefa leyfi til olíu­leitar eða styðja slíka leit fjár­hags­lega.

Ef við rýnum bara í það sem snýr að nágrenni Íslands, þá þarf Evr­ópa að sjá til þess að 72% af þeirri olíu og 43% af því gasi sem vitað er um í vinn­an­legu magni líti aldrei dags­ins ljós. Við þessar aðstæður lýsir ótrú­legu sinnu­leysi að norsk og bresk stjórn­völd séu enn að gefa út leyfi fyrir nýjum olíu­borpöll­um. Og í þess­ari stöðu segir sig sjálft að Ísland á ekki að slást í hóp þeirra landa sem gleyma lang­tíma­hags­munum fram­tíð­ar­innar þegar stund­ar­gróða olí­unnar er dinglað fyrir framan þau.

Tæki­færi á Íslandi og í Nor­egi

En það er ekki bara á Íslandi sem bann við olíu­leit hefur orðið heitt kosn­inga­mál þetta haust­ið. Í gær fóru fram þing­kosn­ingar í Nor­egi. Eitt mesta olíu­fram­leiðslu­ríki heims, þar sem enn er verið að gefa út ný leyfi til olíu­leitar og stefnt að auk­inni fram­leiðslu. Tví­skinn­ung­ur­inn er nátt­úru­lega hróp­andi, að rík­is­stjórnin hefur á sama tíma stært sig af því að vera með mik­inn metnað í lofts­lags­mál­um. Líkt og hér á landi, þá virð­ist sem betur fer stærstur hluti norskra stjórn­mála­flokka átta sig á stöð­unni og tala fyrir því að breyta um kúrs. Það verður spenn­andi að sjá hverju það skilar í stjórn­ar­mynd­un­ar­við­ræðum næstu dag­ana.

Mik­il­vægi þess að snúa baki við olíu­vinnslu kemur engum á óvart sem fylgst hefur með umræð­unni und­an­farin ár. Það breytir hins vegar miklu í hvert sinn sem nýtt ríki tekur þá stefnu upp. Þess vegna hafa Píratar þá skýru stefnu að vilja banna olíu­leit, sem er einn af horn­steinum umhverf­is- og loft­lags­stefnu okkar – þeirrar metn­að­ar­fyllstu sem íslenskir flokkar bjóða upp á sam­kvæmt Sól­inni sem Ungir umhverf­is­sinnar standa að.

Píratar vilja ekki láta þar við sitja. Lofts­lags­málin eru þess eðlis að sífellt þarf að auka metnað og grípa til rót­tæk­ari aðgerða. Við viljum banna olíu­leit og í fram­hald­inu vinna í átt að alþjóð­legu banni við olíu­leit og -vinnslu. Við viljum að Ísland mæti metn­að­ar­fullt á fund lofts­lags­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna í nóv­em­ber og skipi sér þar í hóp með fram­sýnum þjóð­um, verði með í að stofna banda­lag ríkja sem vilja stöðva olíu- og gasvinnslu. Þannig gerum við ekki bara gagn heima fyr­ir, heldur hjálpum öðrum ríkjum og þar með heim­inum öllum að þok­ast í rétta átt.

Höf­undur er þing­maður Pírata.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar