Kynjajafnrétti: Bridge klúbbur forystu kvenna á kauphallarmarkaði

Freyja Vilborg Þórarinsdóttir segir að ef fram heldur sem horfir á íslenskum markaði þá næst kynjajafnvægi meðal framkvæmdastjórna á skráðum markaði á árinu 2042.

Auglýsing

Kven­kyns for­stjórar (for­stýr­ur) á íslenskum kaup­hallar mark­aði geta aðeins stofnað bridge klúbb með því að bjóða kven­kyns stjórnar for­mönnum á mark­aðnum í klúbb­inn. Þessi hópur for­ystu kvenna hefur mynd­ast á frekar skömmum tíma, eða á um 2,5 árum. 

Þrjár konur eru í dag for­stjórar hjá skráðu félagi á Aðal­mark­aði Kaup­hallar Íslands:

  • Birna Ein­ars­dótt­ir, for­stjóri Íslands­banka.
  • Mar­grét Tryggva­dótt­ir, for­stjóri NOVA.
  • Ásta S. Fjeld­sted, for­stjóri Fest­ar.

Þá eru tvær konur stjórn­ar­for­menn meðal fyr­ir­tækja á Aðal­mark­aði:

  • Liv Berg­þórs­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Iceland Seafood International.
  • Petrea I. Guð­munds­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Sýn­ar.

Birna Ein­ars­dóttir hefur verið banka­stjóri Íslands­banka frá 2008 og var bank­inn skráður á markað í júní 2021. Mar­grét Tryggva­dóttir tók við sem for­stjóri NOVA (eða skemmt­ana­stjóri eins og hún kallar sig) á árinu 2018, og voru hluta­bréf NOVA tekin til við­skipta í Kaup­höll Íslands í júní 2022. Þá var Ásta Fjeld­sted ráðin for­stjóri Festar 7. sept­em­ber sl. Hvað varðar stjórn­ar­for­menn, þá tók Liv Berg­þórs­dóttir við  stjórn­ar­for­mennsku Iceland Seafood í mars 2020, en félagið var skráð á Aðal­markað í októ­ber 2019. Þá var Petrea I. Guð­munds­dóttir kjörin nýr stjórn­ar­for­maður Sýnar á hlut­hafa­fundi félags­ins 31. ágúst sl.

Auglýsing
Mynd 1 sýnir hlut­föll kvenna í áhrifa­stöðum meðal fyr­ir­tækja sem skráð hafa verið á Aðal­markað Kaup­hallar Íslands hverju sinni frá árinu 2006. Félögum fækk­aði tölu­vert við hrun íslenska fjár­mála­kerf­is­ins 2008, og voru aðeins fjögur til fimm félög skráð á Aðal­markað á árinu 2009-2011. Á árinu 2013 voru félögin orðin 14, og eru í dag 22 félög skráð á Aðal­markað íslensku kaup­hall­ar­inn­ar. 

Mynd 1: Kynjahlutföll á Aðalmarkaði Kauphallar Íslands, 2007-2022.

Frá því lög um 40% kynja­kvóta í stjórnum fyr­ir­tækja tóku gildi á Íslandi á árinu 2013, hefur með­al­tals hlut­fall kvenna í fram­kvæmda­stjórnum auk­ist frá því að vera 18,5% í 26,67% í sept­em­ber 2022. Hlut­fall kven­kyns stjórn­ar­for­manna jókst eftir hrun (ljós­blá lína á grafi) og var hlut­fallið hæst 6/16 á árinu 2016, eða 37,5%. Hefur hlut­fallið minnkað með hverju árinu frá þeim tíma, en hækk­aði aftur í lok ágúst sl. og eru þær nú tvær. Þá hefur að með­al­tali hallað á hlut kvenna í fram­kvæmda­stjórnum á s.l. ári, þrátt fyrir að kven­kyns for­stjórum hafi fjölgað á árinu 2022, eða frá því að vera ein í þrjár. 

Mynd 1 sýnir hvernig vísi­tala GemmaQ, sem reiknar og sýnir kynja­jafn­vægi í áhrifa­stöðum á kaup­hallar mörk­uðum um heim, breyt­ist eftir hlut­falli kvenna í áhrifa­stöð­um. Myndin sýnir þróun GemmaQ á skal­anum 0-5 á tíma­bil­inu í stað hefð­bund­ins 0-10 GemmaQ skala, eins og hann birt­ist á Keld­unni og Kodiak fyrir íslenskan mark­að. 

Mynd 2: Þróun vísitölu GemmaQ fyrir íslenskan kauphallar markað 2007-2022.

Mynd 2 sýnir þróun vísi­tölu GemmaQ (app­el­sínugul lína) frá árinu 2007 til 2022. Ein­kunnir eru gefnar á skal­anum 0-10, þar sem 10 er hæsta ein­kunn­in, miðað við hlut­fall kvenna í fram­kvæmda­stjórn og stjórn félags­ins. Vísi­talan tekur til greina bæði kyn for­stjóra og stjórn­ar­for­manns - sem reikn­ast jafn­framt inn í ein­kunn félags þegar kona gegnir stöð­unni, og breyt­ist þannig eftir hlut­falli kvenna í fyrr­nefndum áhrifa­stöð­um. GemmaQ byggir á raun­tíma upp­lýs­ingum og horfir til kyn­vit­undar fólks, en eins og er (svo vitað sé) þá eru aðeins ein­stak­lingar sem skil­greina sig sem karl eða kona í fyrr­nefndum áhrifa­stöð­um.

Vísi­tala GemmaQ fyrir íslenska mark­að­inn er í dag 7,11 og hefur vaxið frá því að vera 3,0 frá árinu 2007. Vísi­talan hækk­aði á árinu 2010 þegar Alþingi sam­þykkti lög um kynja­kvóta á stjórnir - sem tóku gildi 2013, og urðu kynja­hlut­föllin jafn­ari með tím­an­um. Sum þjóð­ríki hafa brugðið til þess ráðs að inn­leiða einnig kynja­kvóta á fram­kvæmda­stjórnir fyr­ir­tækja til að knýja fram hraðar breyt­ing­ar.  Önnur þjóð­ríki treysta á að mark­að­ur­inn muni leið­rétta sig með því að færa fjár­magnið í átt að fyr­ir­tækjum sem hafa jafn­rétti og fjöl­breyti­leika að leið­ar­ljósi. Ef fram heldur sem horfir á íslenskum mark­aði þá næst kynja­jafn­vægi meðal fram­kvæmda­stjórna á skráðum mark­aði á árinu 2042. 

Það er eftir tutt­ugu ár. 

Ef við viljum ná kynja­jafn­vægi á kaup­hallar mark­aði áður en nýfædd börn dags­ins í dag útskrif­ast úr mennta­skóla, þá þurfum við að spyrja okk­ur:

  • Hvað getum við gert til að fjölga for­ystu konum á íslenskum kaup­hallar mark­aði sem fyrst? 
  • Hvernig stækkum við hóp­inn frá því að vera rétt tæp­lega bridge klúbbur í dag? 

Kynja­kvótar eða laga­breyt­ingar eru ekki endi­lega svar­ið. 

Almenn­ing­ur, fjár­festar og þátt­tak­endur á mark­aði geta haft áhrif með pen­inga­vesk­inu og fótum sín­um. Við getum fært fjár­magn okkar og við­skipti í átt að jafn­rétt­is­sinn­uðum fyr­ir­tækj­um. Þá geta stofn­ana­fjár­festar eins og líf­eyr­is­sjóðir líka sett sér skýr við­mið og mark­mið um að jafna kynja­hlut­föllin á mark­aði og haft bein áhrif með því að fjár­festa með kynja­gler­aug­um. 

Höf­undur er stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri GemmaQ.

Þetta er fyrsta grein höfundar í seríu um kynjajafnrétti á kauphallar mörkuðum. Næstu greinar:
  • Ný kyn­slóð fjár­festa: Aukin áhersla á jafn­rétti og fjöl­breyti­leika. 
  • Fjár­fest­ingum í jafn­rétti fylgir fjár­hags­legur ávinn­ing­ur. 
  • Kynja­gler­augu á mark­aðs­svæði og atvinnu­grein­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar