Landið lagað

a.almynd-4.jpg
Auglýsing

Ég útskrif­að­ist úr heim­speki snemma á árinu. Eðli­lega hafa starfstil­boðin hrann­ast inn, aðal­lega frá fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem vilja endi­lega finna leið að kom­ast aftur inn í kass­ann eftir að hafa týnt honum í kjöl­far mjög svo skap­andi fjár­málafim­leika. Subway er víst einnig alltaf að leita að góðu fólki en sem jafn­að­ar­maður get ég þó ekki með góðri sam­visku unnið þar eftir að hætt var með jafn­að­ar­kaupið vin­sæla, ég vil ekki vera hræsnari. Ég verð að finna verk­efni sem ég verð stoltur af, sem heim­spek­ing­ur.

Helsta afrek heim­spek­inga virð­ist þó að skilja eftir sig ein­hverja gríp­andi frasa sem eiga að ná gríð­ar­lega mik­illi og djúp­stæðri visku í sam­þjapp­aða setn­ingu. Descartes átti „Ég hugsa, þess vegna er ég“, Íslend­ingar mega margir byrja að vera meira ef þið vitið hvað ég meina, hehe hoho. (Þegar ég segi Íslend­ingar þá meina ég í raun fólk yfir höf­uð, mér finnst bara lík­leg­ara að fólk tengi við þessa setn­ingu ef það hugsar um óþol­andi nágranna eða skoð­a­naglaða vinnu­fé­laga sinn en ekki sem eitt­hvert abstrakt vanda­mál mann­kyns. Þetta á þó að sjálf­sögðu ekki við um þig, auð­vitað ekki, þú ert flott(­ur).

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_08_21/48[/em­bed]

Auglýsing

Nietzsche sagði „Guð er dauð­ur“, þau skila­boð bár­ust nýlega inn á borð dag­skrá­stjóra Rúv sem lét hætta að biðja til hans, eða ekki hans eftir því hvernig þú lítur á það. Síðan hætti hann við að hætta að biðja til hans. Sú ákvörðun sýnir mögu­lega raun­veru­legan mátt bæna, sem á engan sinn líka ef und­an­skilin er fjöl­menn Face­book-grúppa. Guð vinnur á óút­skýr­an­legan hátt. Nietzsche sjálfur hefur samt verið dauður í rúm­lega öld þannig að boð­leið­irnar eru greini­lega langar upp í Efsta­leiti. Kannski er ágætt eftir allt saman að koma öllu batt­er­í­inu á eina hæð, rífa niður veggi og leigja efri hæð­ina út á sið­lausum prís á Air­BnB. Nýja Rúv verður bara eins og Goog­le, aldrei lengra en 50 metrar í mötu­neyti!

Það næsta sem ég hef kom­ist því að semja svona frasa er lík­lega „Frelsi er að kúka með opnar dyr“. Ég verð að við­ur­kenna að þegar ég ber þetta úttak saman við stóru hetjur heim­spek­innar finnst mér eins og ég eigi langa leið eft­ir.

Ég reyni þó að gera gagn. Sem heim­spek­ingur hef ég reynt að til­einka mér að skilja hug­tök, ein­falda fyrir mér hug­tök og í raun að ná ein­hverjum tökum á hug­tök­um. Það sem hefur verið hvað nær­tæk­ast er hug­tök eins og fátækt og ham­ingja. Það sem mér finnst ein­kenni­legt er að ekki sé fjallað meira um þetta tvennt sam­an. Því að það er nokkurn veg­inn vitað hvað fólk þarf til að sleppa við almenna óham­ingju. Það er í kringum hálf milljón á mán­uði.

Sú tala ætti örugg­lega ekki að koma neinum les­anda á óvart. Það sem er þó eft­ir­tekt­ar­vert er að jákvæð áhrif tekna á ham­ingj­una hætta að hækka eftir rétt rúm­lega 700 þús­und. Það er því ekki galið að draga þá ályktun að ef við gætum aðeins hjálpað fólki að kom­ast upp á þetta bil yrðu lang­flestir mun ánægð­ari, og fólk sem á miklu meira en þetta er hvort sem er ekk­ert að verða ham­ingju­sam­ara.

Ég veit að þetta hljómar dáldið eins og ég hafi verið að kjammsa á útlensku nauta­kjöti af þannig áfergju að lands­lið toxoplasma sé að skrið­synda í spaðmoll­unni minni, og ég meina, hvernig færum við að því að ná þess­ari edómónísku útóp­íu? Eng­inn skal örvænta, því þótt annað heila­hvelið mitt sé ein­feldn­ings­legur katt­ar­heili (sem styður enn fremur toxoplasmakenn­ingu margra) sem vill bara klóra í sófa, sofa og líða vel er hinn helm­ing­ur­inn praktísk­ur. Þeir vinna mjög vel saman og eft­ir­far­andi skila­boð er frá þeim helm­ingi: Við spörum í heil­brigð­is­kerf­inu með því að svo gott sem útrýma stresstengdum sjúk­dómum (fá­tækt fylgir stressi). Við spörum í rétt­ar­kerf­inu með því að stór­minnka inn­brot og heim­il­is­of­beldi (fá­tækt fær fólk til að gera örvænt­ing­ar­fulla hlut­i). Við spörum í vel­ferð­ar­mál­um, eða í raun ekki, við breytum vel­ferð­ar­mál­um, við breytum öllu í vel­ferð­ar­mál. Og þá situr eft­ir, hvernig minnkum við þessa fátækt?

Mín praktíska pæl­ing snýst ein­fald­lega um þetta: Gefum öllum ókeypis pen­ing.

Ríkið borgar þér fyrir að vera mann­eskja, enda er það ekk­ert auð­velt hlut­skipti. Allir fá það sem kall­ast skil­yrð­is­­­laus grunn­fram­færsla, sem væri ein­hver 200.000 þús­und kjell, eða ég veit ekki, ég er ekki vís­inda­maður eða hver sem það er sem fattar töl­ur, ég er bara heim­spek­ingur sem útvarpar bestu hug­mynd síðan ein­hverjum datt í hug að tungu­mál væri betri leið til að miðla merk­ingu en að tjá hana í gegnum dans (sem ætti þó alltaf að vera fyrsti val­kostur í sam­skiptum fólks). Og ef fólk vill eiga meira, þá fær það sér bara smá hlið­ar­djobb, lág­marks­launa­djobb kemur fólki mjög hátt í þá upp­hæð sem þarf til að hafa ekki áhyggj­ur. Mér finnst í raun ótrú­legt að Fram­sókn sé ekki löngu búin að lofa þessu.

Þetta er til dæmis miklu meiri pen­ingur fyrir miklu meira fólk og um leið miklu sann­gjarn­ara en nokkurn tím­ann „ef þú tókst þetta lán þá viljum við laga allt fyrir þig“-„­leið­rétt­ing­in““ sem skil­aði Fram­sókn titl­inum í ár. Fárán­lega góð taktík, það verður ekki tekið af þeim. Svipað góð og Van Gaal­íska upp­bót­ar­tíma­vara­mark­mannsinn­á­skipt­ingin hennar Svein­bjargar í borg­inni. Það er ekki hægt að segja annað um Fram­sókn en að hún spili sókn. Þessi hug­mynd sem ég lýsi er hins vegar algjör­lega for­dóma­laus, ég veit ekki hvort þar liggur hníf­ur­inn í hreinu íslensku úrvalskúnni sem mér heyr­ist sam­kvæmt for­sæt­is­ráð­herra okkar að sé að fara að skapa næstu góð­ær­is­bólu okk­ar. Kom­inn tími á næsta góð­æri segi ég.

Ann­ars verð ég við sím­ann ef odd­vitar og Odds­synir stjórn­mála­flokka vilja heyra meira af þess­ari tíma­móta­pæl­ingu. Ég sé ekki annað en að stjórn­mála­flokkar muni nú slást um mig. Hver veit, kannski munu stjórn­mál ná að gera ein­hvern ánægðan til til­breyt­ingar í næstu kosn­ing­um. Kommenta­kerfin munu standa auð, þingið hættir að karpa og byrjar að knúsa og veðr­ið.... já, það er síðan næsta verk­efni. Hvernig við lögum hel­vítis sum­ur­in. Ég er að hall­ast að gríð­ar­legri koltví­sýr­ingslos­un, ég á þó eftir að skoða það nán­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None