Landið lagað

a.almynd-4.jpg
Auglýsing

Ég útskrif­að­ist úr heim­speki snemma á árinu. Eðli­lega hafa starfstil­boðin hrann­ast inn, aðal­lega frá fjár­mála­fyr­ir­tækjum sem vilja endi­lega finna leið að kom­ast aftur inn í kass­ann eftir að hafa týnt honum í kjöl­far mjög svo skap­andi fjár­málafim­leika. Subway er víst einnig alltaf að leita að góðu fólki en sem jafn­að­ar­maður get ég þó ekki með góðri sam­visku unnið þar eftir að hætt var með jafn­að­ar­kaupið vin­sæla, ég vil ekki vera hræsnari. Ég verð að finna verk­efni sem ég verð stoltur af, sem heim­spek­ing­ur.

Helsta afrek heim­spek­inga virð­ist þó að skilja eftir sig ein­hverja gríp­andi frasa sem eiga að ná gríð­ar­lega mik­illi og djúp­stæðri visku í sam­þjapp­aða setn­ingu. Descartes átti „Ég hugsa, þess vegna er ég“, Íslend­ingar mega margir byrja að vera meira ef þið vitið hvað ég meina, hehe hoho. (Þegar ég segi Íslend­ingar þá meina ég í raun fólk yfir höf­uð, mér finnst bara lík­leg­ara að fólk tengi við þessa setn­ingu ef það hugsar um óþol­andi nágranna eða skoð­a­naglaða vinnu­fé­laga sinn en ekki sem eitt­hvert abstrakt vanda­mál mann­kyns. Þetta á þó að sjálf­sögðu ekki við um þig, auð­vitað ekki, þú ert flott(­ur).

[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_08_21/48[/em­bed]

Auglýsing

Nietzsche sagði „Guð er dauð­ur“, þau skila­boð bár­ust nýlega inn á borð dag­skrá­stjóra Rúv sem lét hætta að biðja til hans, eða ekki hans eftir því hvernig þú lítur á það. Síðan hætti hann við að hætta að biðja til hans. Sú ákvörðun sýnir mögu­lega raun­veru­legan mátt bæna, sem á engan sinn líka ef und­an­skilin er fjöl­menn Face­book-grúppa. Guð vinnur á óút­skýr­an­legan hátt. Nietzsche sjálfur hefur samt verið dauður í rúm­lega öld þannig að boð­leið­irnar eru greini­lega langar upp í Efsta­leiti. Kannski er ágætt eftir allt saman að koma öllu batt­er­í­inu á eina hæð, rífa niður veggi og leigja efri hæð­ina út á sið­lausum prís á Air­BnB. Nýja Rúv verður bara eins og Goog­le, aldrei lengra en 50 metrar í mötu­neyti!

Það næsta sem ég hef kom­ist því að semja svona frasa er lík­lega „Frelsi er að kúka með opnar dyr“. Ég verð að við­ur­kenna að þegar ég ber þetta úttak saman við stóru hetjur heim­spek­innar finnst mér eins og ég eigi langa leið eft­ir.

Ég reyni þó að gera gagn. Sem heim­spek­ingur hef ég reynt að til­einka mér að skilja hug­tök, ein­falda fyrir mér hug­tök og í raun að ná ein­hverjum tökum á hug­tök­um. Það sem hefur verið hvað nær­tæk­ast er hug­tök eins og fátækt og ham­ingja. Það sem mér finnst ein­kenni­legt er að ekki sé fjallað meira um þetta tvennt sam­an. Því að það er nokkurn veg­inn vitað hvað fólk þarf til að sleppa við almenna óham­ingju. Það er í kringum hálf milljón á mán­uði.

Sú tala ætti örugg­lega ekki að koma neinum les­anda á óvart. Það sem er þó eft­ir­tekt­ar­vert er að jákvæð áhrif tekna á ham­ingj­una hætta að hækka eftir rétt rúm­lega 700 þús­und. Það er því ekki galið að draga þá ályktun að ef við gætum aðeins hjálpað fólki að kom­ast upp á þetta bil yrðu lang­flestir mun ánægð­ari, og fólk sem á miklu meira en þetta er hvort sem er ekk­ert að verða ham­ingju­sam­ara.

Ég veit að þetta hljómar dáldið eins og ég hafi verið að kjammsa á útlensku nauta­kjöti af þannig áfergju að lands­lið toxoplasma sé að skrið­synda í spaðmoll­unni minni, og ég meina, hvernig færum við að því að ná þess­ari edómónísku útóp­íu? Eng­inn skal örvænta, því þótt annað heila­hvelið mitt sé ein­feldn­ings­legur katt­ar­heili (sem styður enn fremur toxoplasmakenn­ingu margra) sem vill bara klóra í sófa, sofa og líða vel er hinn helm­ing­ur­inn praktísk­ur. Þeir vinna mjög vel saman og eft­ir­far­andi skila­boð er frá þeim helm­ingi: Við spörum í heil­brigð­is­kerf­inu með því að svo gott sem útrýma stresstengdum sjúk­dómum (fá­tækt fylgir stressi). Við spörum í rétt­ar­kerf­inu með því að stór­minnka inn­brot og heim­il­is­of­beldi (fá­tækt fær fólk til að gera örvænt­ing­ar­fulla hlut­i). Við spörum í vel­ferð­ar­mál­um, eða í raun ekki, við breytum vel­ferð­ar­mál­um, við breytum öllu í vel­ferð­ar­mál. Og þá situr eft­ir, hvernig minnkum við þessa fátækt?

Mín praktíska pæl­ing snýst ein­fald­lega um þetta: Gefum öllum ókeypis pen­ing.

Ríkið borgar þér fyrir að vera mann­eskja, enda er það ekk­ert auð­velt hlut­skipti. Allir fá það sem kall­ast skil­yrð­is­­­laus grunn­fram­færsla, sem væri ein­hver 200.000 þús­und kjell, eða ég veit ekki, ég er ekki vís­inda­maður eða hver sem það er sem fattar töl­ur, ég er bara heim­spek­ingur sem útvarpar bestu hug­mynd síðan ein­hverjum datt í hug að tungu­mál væri betri leið til að miðla merk­ingu en að tjá hana í gegnum dans (sem ætti þó alltaf að vera fyrsti val­kostur í sam­skiptum fólks). Og ef fólk vill eiga meira, þá fær það sér bara smá hlið­ar­djobb, lág­marks­launa­djobb kemur fólki mjög hátt í þá upp­hæð sem þarf til að hafa ekki áhyggj­ur. Mér finnst í raun ótrú­legt að Fram­sókn sé ekki löngu búin að lofa þessu.

Þetta er til dæmis miklu meiri pen­ingur fyrir miklu meira fólk og um leið miklu sann­gjarn­ara en nokkurn tím­ann „ef þú tókst þetta lán þá viljum við laga allt fyrir þig“-„­leið­rétt­ing­in““ sem skil­aði Fram­sókn titl­inum í ár. Fárán­lega góð taktík, það verður ekki tekið af þeim. Svipað góð og Van Gaal­íska upp­bót­ar­tíma­vara­mark­mannsinn­á­skipt­ingin hennar Svein­bjargar í borg­inni. Það er ekki hægt að segja annað um Fram­sókn en að hún spili sókn. Þessi hug­mynd sem ég lýsi er hins vegar algjör­lega for­dóma­laus, ég veit ekki hvort þar liggur hníf­ur­inn í hreinu íslensku úrvalskúnni sem mér heyr­ist sam­kvæmt for­sæt­is­ráð­herra okkar að sé að fara að skapa næstu góð­ær­is­bólu okk­ar. Kom­inn tími á næsta góð­æri segi ég.

Ann­ars verð ég við sím­ann ef odd­vitar og Odds­synir stjórn­mála­flokka vilja heyra meira af þess­ari tíma­móta­pæl­ingu. Ég sé ekki annað en að stjórn­mála­flokkar muni nú slást um mig. Hver veit, kannski munu stjórn­mál ná að gera ein­hvern ánægðan til til­breyt­ingar í næstu kosn­ing­um. Kommenta­kerfin munu standa auð, þingið hættir að karpa og byrjar að knúsa og veðr­ið.... já, það er síðan næsta verk­efni. Hvernig við lögum hel­vítis sum­ur­in. Ég er að hall­ast að gríð­ar­legri koltví­sýr­ingslos­un, ég á þó eftir að skoða það nán­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None