Landspítali - háskólasjúkrahús, besti spítalinn við Hringbraut

Hans Guttormur Þormar
RSlUjTkB-0725.jpg
Auglýsing

Margt hefur verið ritað og mörgu haldið fram við val á stað­setn­ingu nýs spít­ala. Rökin gegn stað­setn­ingu og skipu­lagi við Hring­braut hafa m.a. verið mikil umferð­ar­aukn­ing og óþæg­indi sam­hliða því, allt of stórar bygg­ing­ar, stórt bygg­ing­ar­land, slæmt skipu­lag og mik­ill kostn­aður þegar til lengri tíma er lit­ið. Síð­ast en ekki síst hafa menn eilíf­lega haldið því fram að aðrar stað­setn­ingar hafi ekki verið skoð­aðar nægi­lega vel, t.d. Víf­il­staðir eða Elliða­ár­vog­ur. Sömu menn hafa hins vegar kosið að horfa fram­hjá þeim gríð­ar­lega ábata sem felst í upp­bygg­ingu Land­spít­ala við Hring­braut.

Umferð



Und­an­farið hefur mikið farið fyrir mönnum sem telja sig hafa reiknað út óskap­legan umferð­ar­legan sparnað af því að hafa spít­al­ann ann­ars stað­ar, t.d. í Elliða­ár­vogi. Þeir hafa haldið því fram að með því að reikna fjölda áætl­aðra ferða, miðað við ímyndað „mið­svæði höf­uð­borg­ar­inn­ar“ (að teknu til­liti til nálægðar mann­fjölda við svæð­ið), sé þjóð­hags­lega hægt að spara fleiri millj­arða árlega.

Það væri fróð­legt að nota sama reikni­líkan og reikna sparn­að­inn sem fælist í því að flytja Háskóla Íslands og Háskól­ann í Reykja­vík niður í „mið­svæð­ið“ en í þessum tveimur skólum eru núna sam­tals um 18 þús­und nem­endur og starfs­menn. Sá þjóð­hags­legi sparn­aður myndi skv. þessum sömu for­sendum senni­lega nægja fyrir fram­lögum rík­is­ins til háskóla á Íslandi árlega!!!

Auð­vitað eru málin ekki svona ein­föld, og það að taka eina og eina breytu út fyrir sviga og beita henni fyrir sig nær ekki nokk­urri átt. Það heitir að sjá ekki skóg­inn fyrir trján­um.

Auglýsing

Screen.Shot.2015.05.12.at.14.43.42

 

Á með­fylgj­andi köku­riti er fjöldi starfs­manna og nem­enda í HÍ og HR (nú­ver­andi) settar í sam­hengi við fjölda starfs­manna, sjúk­linga og aðstand­enda á LSH miðað við að öll starf­semin væri á Hring­braut. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að allir starfs­menn LSH færu til vinnu á sama tíma (væru ekki vakta­vinn­u), þá er sam­an­lagður fjöldi þeirra sem koma á LSH ekki nema 26 pró­sent af þessum þremur stofn­un­um/há­skól­um. Þá á eftir að telja Íslenska Erfða­grein­ingu, Alvogen, flug­völl­inn og Þjóð­minja­safnið svo eitt­hvað sé nefnt. Ef við horfum enn lengja niður í mið­bæ/vest­urbæ og gerum ráð fyrir að helm­ing­ur­inn af þeim sem þar vinna fari nú þegar um Hring­braut­ar­svæðið erum við að tala um 3000 manns í við­bót að lág­marki í þessa útreikn­inga.

Þetta þýðir ein­fald­lega að sú 5-15 pró­senta aukn­ing sem verður á heild­ar­um­ferð um svæðið við það að allar deildir LSH sam­ein­ist á Hring­braut hefur engin úrslita­á­hrif á umferð á svæð­inu. Þessa smá aukn­ingu og fram­tíð­ar­aukn­ingu næstu ára­tuga má ein­fald­lega end­ur­heimta með því að fækka bíla­stæðum við HÍ og HR og setja gjald­mæli við þau sem eftir standa. Bara 10 pró­senta fækkun bíla­um­ferðar frá Háskól­unum tveimur myndi vega vel upp á móti aukn­ingu umferðar vegna nýs spít­ala við Hring­braut, þótt til lengri tíma sé lit­ið.

Umferð­ar­þung­inn er mestur frá 1. sept­em­ber til 1. maí (vegna skól­anna) milli 8-8:30 og 9-9:30 og svo aftur seinni part­inn milli 4-4:30 og 5-5:30. Þetta eru 2-2 1/2 tími. Ég veit ekki betur en á þeim tíma sé sama umferð­ar­teppan í kringum Ártúns­brekku og inn­/útaf Breið­holts­braut, við Grens­ás­veg, auk þess sem Bústaða­vegur og Kringlu­mýr­ar­braut eru þétt pökk­uð.   Að auki benda allar grein­ingar Reykja­vík­ur­borgar til þess að umferð við nýjan spít­ala við Hring­braut verði ekki vanda­mál.

Að setja hlut­ina í sam­hengi - Besti spít­al­inn



Í fyrsta lagi:

Það að koma starf­semi LSH fyrir á einum stað er lang­mik­il­væg­asta verk­efn­ið, um það geta allir verið sam­mála. Hvert ár sem líður án þess að það sé gert veldur millj­arða­tapi fyrir sam­fé­lag­ið.

Í öðru lagi:

Þeim rökum að nálægð við Háskóla Íslands hafi eitt­hvað með stað­setn­ing­una að gera, hefur af and­stæð­ingum stað­setn­ing­ar­innar við Hring­braut bara verið ýtt út af borð­inu, t.d. með orð­un­um: „Ég sé ekki að það hafi neitt með þetta að ger­a“.

Það athygl­is­verða við þetta er einmitt, að til að byggja upp full­kom­inn virki­lega góðan spít­ala, sem getur veitt bestu mögu­lega þjón­ustu þá þarf sterka og nána teng­ingu við háskóla. Nán­ast öll bestu sjúkra­hús í Evr­ópu og Banda­ríkj­unum hafa nána teng­ingu við háskóla og háskólar eru í nán­asta umhverfi þeirra, oft í sam­eig­in­legu hús­næði. Um 150 starfs­menn Land­spít­al­ans eru einnig starfs­menn Heil­brigð­is­vís­inda­viðs HÍ. Þar að auki er mik­ill fjöldi stunda­kenn­ara sem bæði sinnir kennslu inni á Land­spít­al­anum og við HÍ og HR.

Fyr­ir­lestrar sem haldnir eru á Land­spít­al­anum eru sóttir af starfs­fólki og nem­endum háskól­anna og LSH og jafn­framt koma starfs­menn Land­spít­ala á fyr­ir­lestra við HÍ og HR. Þar eru kynntar nýjar með­ferð­ir, nýjar hug­mynd­ir, ný lyf, ný tæki, nýjar upp­götv­anir og mögu­leikar á nýj­ustu tækn­i/þekk­ingu fyrir sjúk­linga og með­höndlun þeirra. Þarna mynd­ast einn suðu­pottur skap­andi hugs­unar og fram­fara sem þetta þjóð­fé­lag þarf svo mikið á að halda. Ég má ekki til þess hugsa að slíkt tæki­færi gangi okkur úr greip­um.

Sú mik­il­væga vís­inda­starf­semi, nýsköpun og tækni­þróun sem á sér stað með sam­starfi þess­ara aðila, má ekki eyði­leggja með umferð­ar­hnútarökum eða enda­lausri skipu­lags­deilu. Besti spít­al­inn verður til í námunda við háskólaum­hverf­ið, svo ein­falt er það. Menn verða aldrei á eitt sáttir við stað­setn­ingu, útlit og bygg­ingu húsa eða hverfa. Því mið­ur, en nú er mál að linni.

Í þriðja lagi:

Öll starf­semi sem flytur með sér fólk styrkir inn­við­ina á svæð­inu. Starfs­menn og gestir þurfa að fá sér að borða, setj­ast niður yfir kaffi­sopa eða bíða eftir ást­vini sem er til athug­un­ar. Með til­komu fleira fólks opn­ast mögu­leik­inn á fleiri stöðum sem standa undir sér í rekstri allan árs­ins hring, með til­heyr­andi auðgun mann­lífs, bæði á Land­spít­al­an­um, háskóla­svæð­inu og von­andi alla leið niður í mið­bæ. Þannig að þó ein­hverjum finn­ist bygg­ing­arnar ljótar og skipu­lagið stór­kalla­legt eða umferðin þung, þá er það fólkið á spít­al­anum og nálægum bygg­ingum sem er horn­steinn­inn og það er það sem byggir upp Land­spít­ala-há­skóla­sjúkra­hús sem besta sjúkra­hús sem við höfum átt.

Ég vil því nota tæki­færið og hvetja núver­andi heil­brigð­is­ráð­herra til dáða og að láta ekki háværar for­tölur tefja fram­tíð­ar­upp­bygg­ingu við Hring­braut .

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Líf­eind­ar.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None