Stefnum áfram, ekki í hring - Fleiri athugasemdir við þjóðpeningakerfi

Önundur Páll Ragnarsson
4469889-penge.jpg
Auglýsing

Umræðan um „þjóð­pen­inga­kerfi“ heldur áfram. Sig­ur­vin Bárður Sig­ur­jóns­son for­maður Sam­taka um betra pen­inga­kerfi birti grein um málið í síð­ustu viku og vil ég gera nokkrar athuga­semdir við efni hennar og skýrslu Frosta Sig­ur­jóns­son­ar. Les­endur bið ég að hafa hug­fast að ég tel núver­andi kerfi hvorki óskeik­ult né full­kom­ið. Til­lögur um þjóð­pen­inga­kerfi eru hins vegar mjög rót­tæk­ar. Þess vegna er nauð­syn­legt, svo það borgi sig að ráð­ast í breyt­ing­arn­ar, að slíkt kerfi sé fyr­ir­fram lík­legt til að skila mun betri útkom­um. Svo er ekki.

Enn um pen­inga­fram­boðiðFagn­að­ar­efni er að Sig­ur­vin taki athuga­semdum mín­um við Þjóð­pen­inga­kerfið vel. Ekki er hann þó alveg sann­færður og færir fram tvær rök­semdir gegn því að pen­inga­fram­boðið mundi ganga seðla­banka Þjóð­pen­inga­kerf­is­ins úr greip­um. Í fyrsta lagi að ekki verði rík­is­á­byrgð á öllum pen­inga­legum kröfum fjár­mála­kerf­is­ins. Aðeins á þjóð­pen­ingum seðla­bank­ans. Í öðru lagi að ríkið við­ur­kenni þjóð­pen­inga eina sem fulln­að­ar­greiðslur skatta.

Fyrri rök­semdin fellur á svo­nefndri tíma­ó­sam­kvæmni (e. dyna­mic inconsistency) í stefnu stjórn­valda. Rík­is­á­byrgðir á fjár­mála­kerfum og pen­inga­legum kröfum eru ekki alltaf bein­ar, þ.e. fyr­ir­fram lög­festar eða yfir­lýstar af hálfu stjórn­valda. Þær eru líka óbeinar og koma stundum fram sem við­bragð eftir að komið er í óefni. Í því felst einmitt svo­nefndur stærð­ar­vandi banka (e. too big to fail). Það sýndi sig enda í síð­ustu fjár­málakreppu að rík­is­á­byrgðir og inn­grip teygðu sig langt út fyrir hin hefð­bundnu banka­kerfi heims­ins. Víða um heim var stutt við gang­verð inn­eigna í pen­inga­mark­aðs­sjóð­um, skugga­bönkum voru lán­aðir millj­arðar á millj­arða ofan og trygg­inga­fé­lögum var bjargað frá falli. Kannski var þetta allt gert ein­göngu til að bjarga greiðslu­miðl­un­inni. En getum við verið viss um að þetta ger­ist ekki í þjóð­pen­inga­kerfi?

Þegar pen­inga­fram­boðið leitar fram­hjá seðla­banka þjóð­pen­inga­kerf­is­ins verða einka­rekin fjár­mála­fyr­ir­tæki smám saman mik­il­væg í greiðslu­miðlun og pen­inga­fram­boði. Aldrei jafn­mik­il­væg og nú, það skal við­ur­kennt. En mik­il­væg engu að síð­ur. Riði þau til falls getur skap­ast hætta á „skulda­hjöðn­un­ar­kreppu“ að hætti Fis­hers. Rík­is­stjórn þess tíma metur þá hvort ríkið skuli ábyrgj­ast inn­lán í einka­geir­an­um. Fyr­ir­fram er erfitt að spá fyrir um hvaða ákvörðun verður tek­in. „La­is­sez-faire“ stefna gagn­vart ein­kreknum bönkum innan þjóð­pen­inga­kerf­is­ins er sem­sagt ekki eitt­hvað sem hægt er að gefa sér að muni gilda þegar á reyn­ir. Jafn­vel þó hún sé yfir­lýst fyr­ir­fram. Vit­andi þetta er lík­legt að fjár­sterkir kunn­áttu­menn stjórn­ist fremur af gróða­von en áhættu­fælni þegar þeir velja sér greiðslu­mið­il. Almenn­ingur fylgir þá í kjöl­far­ið.

Auglýsing

Síð­ari rök­semdin er létt­væg þar sem fulln­að­ar­greiðslur skatta fara nú þegar fram í grunnfé útgefnu af seðla­bank­an­um. Rík­is­sjóður geymir megnið af hand­bæru fé sínu á reikn­ingum í seðla­bank­an­um. Sam­kvæmt rík­is­reikn­ingi árs­ins 2013 átti rík­is­sjóður 98 millj­arða króna á reikn­ingum í seðla­bank­anum í lok þess árs (sjá bls. 83). Dag­lega ber­ast skatt­greiðslur frá inn­heimtu­mönnum rík­is­sjóðs, fyrir milli­göngu við­skipta­banka, á reikn­inga rík­is­ins hjá Seðla­banka Íslands. Þetta hefur ekki hindrað myndun pen­inga­legra krafna utan Seðla­bank­ans hingað til.

Mun minni tíma- og lausa­fjár­um­breyt­ingTíma- og lausa­fjár­um­breyt­ing, sú iðja að fjár­magna lang­tíma­eignir með skamm­tíma­skuld­um, verður ekki alfarið bönnuð í þjóð­pen­inga­kerf­inu. Það er rétt hjá Sig­ur­vin. Aðal­at­riðið er hins vegar að hún verður miklu minni. Í dag nema inn­stæður á velti­reikn­ingum í einka­reknum bönkum (í krón­um) tæp­lega 400 millj­örðum króna. Að því gefnu að notkun þjóð­pen­inga verði jafn­mikil og notkun óbund­inna inn­stæðu­reikn­inga í núver­andi kerfi er ljóst, að um 400 millj­arðar króna á núver­andi verð­lagi verða fjar­lægðir úr umbreyt­ing­ar­ferli banka­kerf­is­ins á hverjum tíma, um alla fram­tíð. Þetta er alvar­legur ágalli sem getur unnið gegn hag­vexti, leitt til hækk­unar á lán­töku­kostn­aði og dregur örugg­lega úr fram­boði lausa­fjár í hag­kerf­inu. Gott væri að fá fram rök­stuðn­ing fyrir því að þetta sé ekki vanda­mál. Hann er ekki að finna í skýrslu Frosta.

Greiðslu­miðlunSig­ur­vin er tví­saga um hvernig greiðslu­miðlun verði háttað í þjóð­pen­inga­kerf­inu. Ann­ars vegar segir hann að raf­rænir pen­ingar verði ávallt og ein­ungis varð­veittir á reikn­ingum í seðla­banka, en hins vegar að við­skipta­bankar muni sjá um greiðslu­miðlun líkt og í dag. Annað hvort er hér um að ræða óheppi­lega orð­notkun eða mis­skiln­ing á því hvernig pen­inga­greiðslum er miðl­að. Ef allir óbundnir reikn­ingar eru gefnir út af seðla­banka og tölvu­kerfi hans heldur utan um þá, þá er það vit­an­lega Seðla­bank­inn sem sér um alla greiðslu­miðlun þeim tengda. Ef við Sig­ur­vin eigum hvor sinn reikn­ing­inn hjá Seðla­bank­anum þá koma pen­inga­greiðslur á milli mín og Sig­ur­vins engum við nema mér, honum og seðla­bank­an­um. Hvort einka­fyr­ir­tæki sjá um not­enda­við­mót fyrir greiðslu­kerfið er auka­at­riði og breytir því ekki að Seðla­bank­inn myndi miðla öllum greiðsl­um. Það er raunar eina almenni­lega rök­semdin fyrir þjóð­pen­inga­kerf­inu, að alltaf verði til greiðslu­miðl­un­ar­kerfi óháð við­skipta­bönk­um. Ég er ekki viss um að Sig­ur­vin og Frosti átti sig á því, enda ein­blína þeir mjög á hár­ná­kvæma pen­inga­magns­stjórnun sem ekki getur orð­ið.

Í vik­unni sem leið kærð­u Hags­muna­sam­tök heim­il­anna til lög­reglu það sem þau telja ólög­mæta pen­inga­fölsun allra banka og spari­sjóða í land­inu. Þessu fögn­uðu Sam­tök um betra pen­inga­kerfi á Face­book-­síðu sinni og sögðu áhuga­vert að fylgj­ast með fram­gangi máls­ins. Kæran bygg­ist á 1. mgr. 5. gr. laga um Seðla­banka Íslands, þar sem seg­ir: „Seðla­banki Íslands hefur einka­rétt til þess að gefa út pen­inga­seðla og láta slá og gefa út mynt eða annan gjald­miðil sem geti gengið manna á milli í stað pen­inga­seðla eða lög­legrar mynt­ar.“

Mis­skiln­ingur Hags­muna­sam­tak­anna er sá, að óbundnar inn­stæður í bönkum „gangi manna á milli“ í skiln­ingi laga­grein­ar­inn­ar. Það gera þær ekki. Þær eru stofn­aðar og felldar niður í tengslum við við­skipti. Jákvæð við­brögð Sam­taka um betra pen­inga­kerfi við kærunni benda enn frekar til þess að þar á bæ skilji menn illa hvernig greiðslu­miðlun fer fram og hver mun­ur­inn er á pen­inga­seðlum og óbundnum inn­stæðum hjá bönk­um.

Um fáheyrðan stöð­ug­leika á pen­inga­mark­aðiÍ skýrslu sinni segir Frosti [þýð­ingin er mín]: „Þar sem Seðla­banki Íslands mun geta stjórnað pen­inga­magn­inu með beinum hætti verður óþarft að hækka vexti til að hamla gegn pen­inga­fram­boði við­skipta­banka. Þetta ætti að leiða til stöðugra vaxta­stigs í hag­kerf­in­u.” (bls. 87).

Hér er grund­vall­armis­skiln­ingur á ferð­inni. Pen­inga­mála­stjórn seðla­banka snýr að fram­boðs­hlið pen­inga­mark­að­ar­ins. Jafn­vel þó seðla­bank­anum auðn­ist að ein­oka fram­boðs­hlið­ina, þá stjórnar hann aldrei eft­ir­spurn­inni. Pen­inga­eft­ir­spurn er sveiflu­kennd og því munu jafn­vægisvextir að öðru óbreyttu sveifl­ast mun meira við pen­inga­magns­stýr­ingu heldur en vaxta­stýr­ingu, a.m.k. til skemmri tíma lit­ið. Við vaxta­stýr­ingu er það á hinn bóg­inn pen­inga­magnið sem sveifl­ast. Flest hag­fræði­leg líkön styðja þennan skiln­ing og það gera reynslu­gögn líka. Með­fylgj­andi myndir sýna ann­ars vegar mán­að­ar­lega milli­banka­vexti í Banda­ríkj­unum (e. Federal Funds Rate) og hins vegar breyt­ingar á þeim frá degi til dags. Á skyggða tíma­bil­inu 6. októ­ber 1979 til 5. októ­ber 1982 hætti seðla­banki Banda­ríkj­anna, undir stjórn Paul Volcker, að miða á til­tekna vexti og mið­aði þess í stað á til­tek­inn hluta grunn­fjár­ins. Nánar til tekið hreina seðla­bankainn­stæðu­eign bank­anna (e. non­bor­rowed res­er­ves). Á þessu tíma­bili voru vextir óstöðugri en bæði fyrir og eft­ir.

millibankavextir

 

onnimynd

 

 

Tekið skal fram að skyggða tíma­bilið inni­heldur djúpa kreppu, sem stundum er kennd við Volcker. Ekki er því víst að mun­ur­inn á vaxtaflökt­inu yrði alltaf jafn­mik­ill, jafnt í kreppu sem á upp­gangs­tím­um, ef sams­konar stefnu væri haldið til streitu um langa hríð.

Það vegur þó á móti að á umræddu tíma­bili hélt seðla­bank­inn áfram að veita gjald­færum bönkum skamm­tíma­lán (e. discount window loans) að þeirra ósk­um. Hann stýrði því í raun aðeins hluta af grunn­fénu, sem aftur var aðeins lítið brot af heild­ar­pen­inga­magn­inu. Gera má ráð fyrir að óstöð­ug­leiki vaxt­anna hefði orðið enn meiri, hefði hann stýrt öllu grunn­fénu. Í þjóð­pen­inga­kerf­inu er ætl­unin sú að seðla­bank­inn stýri öllu pen­inga­magn­inu eins og það leggur sig. Þess vegna má gera ráð fyrir því að í þjóð­pen­inga­kerf­inu yrðu vextir ekki bara óstöðu­gri, heldur miklu miklu óstöðugri en þeir eru nú.

Frosti verður helst að velja hvort hann vill, stöð­ug­leika í pen­inga­magni eða vöxt­um. Ekki verður bæði sleppt og hald­ið. Á ensku heitir þetta að vilja bæði eiga kök­una sína og borða hana.

Pen­inga­magns­nefndinÍ ofan­greindu sam­hengi virð­ist mið­læg pen­inga­magns­nefnd, sem er ætlað að ákvarða „hæfi­legt“ pen­inga­magn heldur gam­al­dags. Slík nefnd verður eðli máls­ins sam­kvæmt ekki í miklum tengslum við pen­inga­eft­ir­spurn­ina í hag­kerf­inu, líkt og bankar eru. Eitt helsta hlut­verk banka í núver­andi pen­inga­kerfi er einmitt að meta gæði láns­fjár­eft­ir­spurnar á hverjum tíma og skammta lánsfé (e. credit ration­ing) á formi óbund­inna inn­stæðna, í sam­ræmi við gæð­in. Í dag­legu tali er það kallað greiðslu­mat. Þannig er kleift að gera pen­inga­fram­boðið teygið (þ.e. næmt) gagn­vart eft­ir­spurn­inni og gæðum henn­ar. Ekki held ég því fram bankar hafi alltaf staðið sig vel í þessu í gegnum árin. En lengi getur það versn­að.

Um víða ver­öld er pen­inga­eft­ir­spurn sveiflu­kennd vegna árs­tíða­bund­inna umsvifa í hag­kerf­um. Til dæmis í ferða­þjón­ustu, helsta vaxt­ar­broddi íslenska hag­kerf­is­ins. Sama gildir um land­búnað og margar greinar fisk­veiða. Inn­flutn­ingur og verslun taka stóra sveiflu í kringum jól og ára­mót. Mun umfang breyt­inga í pen­inga­eft­ir­spurn af ástæðum sem þessum, og þar af leið­andi við­eig­andi breyt­ing í pen­inga­magni, vitr­ast nefnd­ar­mönnum í draumi? Hvað með sveiflur sem ekki tengj­ast árs­tíðum og eru ófyr­ir­sjá­an­leg­ar?

Er æski­legt að fjár­fest­ing­ar­verk­efni með lága vænta ávöxtun hljóti fjár­mögnun í febr­ú­ar, þegar pen­inga­eft­ir­spurn er lítil og vextir lágir, en verk­efni með hærri vænta ávöxtun sé hafnað um fjár­mögnun í sept­em­ber, þegar pen­inga­eft­ir­spurn er meiri og vextir háir? Hér­ má sjá mynd­band þar sem útskýrt er með ein­föld­uðu dæmi hvers vegna stöðugt pen­inga­magn og óstöðugir vextir geta með kerf­is­bundnum hætti leitt til glat­aðra fjár­fest­ing­ar­tæki­færa, van­nýttra fram­leiðslu­tækja og lægra atvinnustigs en ella.

Um sjálf­stæði pen­inga­magns­nefndarSig­ur­vin hefur litlar áhyggjur af sjálf­stæði pen­inga­magns­nefndar gagn­vart rík­is­stjórn. Hann segir í grein sinni: „Í þessu sam­hengi er mik­il­vægt að hafa í huga að fyr­ir­komu­lag núver­andi pen­inga­stefnu­nefndar er með þessum hætti og hefur ekki sætt mik­illi gagn­rýn­i.“

Sam­an­burður við núver­andi kerfi er að þessu leyti ekki við­eig­andi. Í þjóð­pen­inga­kerf­inu er einmitt lagt til að pen­inga­fram­boðið verði aftengt fjár­fest­ingum í hag­kerf­inu, en þess í stað bein­tengt við afkomu rík­is­sjóðs til skamms tíma. Það getur skapað stór­auk­inn hvata fyrir rík­is­stjórn til að beita pen­inga­magns­nefnd­ina póli­tískum þrýst­ingi. Ekki síst í aðdrag­anda kosn­inga.

Óvissu­ferð sem liggur í hringAð lokum vil ég vekja athygli á því að Sig­ur­vin opnar í grein sinni á marg­vís­lega vaxta­stýr­ingu í þjóð­pen­inga­kerf­inu, sem upp­haf­lega átti þó að snú­ast um afar fín­gerða pen­inga­magns­stjórn. Að auki opnar hann á aðkomu fjöl­breyttra sjón­ar­miða við ákvarð­ana­töku pen­inga­magns­nefnd­ar. Þar á meðal lána­stofn­ana. Lána­stofn­anir munu alltaf búa yfir langít­ar­leg­ustu upp­lýs­ing­unum um láns­fjár­eft­ir­spurn­ina á hverjum tíma. Því er ansi lík­legt að þeirra sjón­ar­mið verði nokkuð ráð­andi í nefnd­inni, ætli menn að ná fram sveigj­an­leika og við­bragðs­flýti í stefnu henn­ar. Með þessu er Sig­ur­vin auð­vitað að opna á að þjóð­pen­inga­kerfið breyt­ist í það kerfi sem hann er að berj­ast gegn. Þ.e. kerfi þar sem seðla­banki stýrir vöxtum en bankar meta láns­fjár­eft­ir­spurn­ina og taka í raun ákvarð­an­ir, að vaxta­stig­inu gefnu, um pen­inga­magns­breyt­ingar í víðum skiln­ingi.

Ferðir í Par­ís­ar­hjólum eru ágæt dægradvöl. En Par­ís­ar­hjól verða seint flokkuð sem sam­göngu­tæki. Eins er því háttað um þjóð­pen­inga­kerf­ið. Það skilar okkur ekki langt fram á við, þó hring­ferðin geti verið nokkuð löng og við­burða­rík.

Höf­undur er meist­ara­nemi í þjóð­hag­fræði

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None