Lánleysi til þrautavara

4469889-penge.jpg
Auglýsing

Ef draga ætti einn lær­dóm af þeirri fjár­málakreppu sem hófst fyrir nokkrum árum, ætti það að vera eft­ir­far­andi: Skatt­greið­endur eiga ekki að gang­ast í ábyrgð fyrir tap­rekstur fjár­mála­fyr­ir­tækja. Til­raunir standa nú enda yfir í að draga úr þess­ari ábyrgð. Alþjóða­fjár­mála­stöð­ug­leika­ráðið (FS­B), sem G20 ríkin settu á lagg­irnar árið 2009, kynnti í byrjun þessa mán­aðar nýjar reglur sem eiga að tryggja að lán­veit­endur en ekki skatt­greið­endur taki á sig reikn­ing­inn þegar bankar fara í þrot. Regl­urnar fela það meðal ann­ars í sér að stórir og kerf­is­lega mik­il­vægir bankar taki til hliðar meira fjár­magn til að mæta áföll­um, í formi strang­ari eig­in­fjár­krafna og eiga að taka gildi í byrjun árs 2019.

Mark Car­ney, stjórn­ar­for­maður FSB og banka­stjóri Seðla­banka Eng­lands, hefur sagt að nýja reglu­verkið marki þátta­skil.  Rík­is­stjórnir um allan heim hafa á síð­ustu árum dælt út hund­ruðum millj­arða til að koma í veg fyrir gjald­þrot kerf­is­lega mik­il­vægra banka. Flestir eru eflaust á þeirri skoðun að nú sé mál að linni.

En hverju munu þessar reglur breyta í raun og veru? Væri ekki nær að ráð­ast að rót vand­ans og gera til­raunir til að end­ur­skipu­leggja fjár­mála­kerfið frá grunni? Walter Bagehot, sem var breskur blaða­maður og smíð­aði kenn­ing­una um hlut­verk seðla­banka sem lán­veit­anda til þraut­ar­vara, hélt því fram að fjár­mála­á­föll yrðu þegar “hið blinda” fjár­magn almenn­ings (með öðrum orðum hefð­bund­inn sparn­að­ur) væri notað í óskyn­samar spek­úla­tí­var fjár­fest­ing­ar. Þó að fjár­málakreppan sem hófst árið 2007 eigi sér margar flóknar ástæður má segja að rót hennar liggi einmitt í þessu. Bankar, sem í grunn­inn gegna ein­földu hlut­verki, hófu að nýta fjár­mögnun í formi sparn­aðar í áhættu­samar fjár­fest­ing­ar, í krafti óbeinnar rík­is­á­byrgð­ar.

Auglýsing

Það er óum­deilt að bankar gegna mik­il­vægu hlut­verki í sam­fé­lag­inu. Mik­il­væg­ast af þeim er hlut­verk þeirra sem milli­liður sparn­aðar og fjár­fest­ing­ar. Bankar eru hverju hag­kerfi lífs­nauð­syn­legir því þeir stuðla að bættri hag­kvæmni og betri nýt­ingu tak­mark­aðra verð­mæta. Starf­semi stórra alþjóð­legra banka er hins vegar komin langt út fyrir þau hlut­verk sem eru rétt­læt­an­leg út frá hags­munum fyr­ir­tækja og heim­ila og sam­fé­lags­ins í heild. Bankar stunda áhættu­fjár­fest­ingar á eigin reikn­ing sem líkj­ast frekar fjár­hættu­spili en eðli­legum lána­við­skipt­um.

Notkun afleiðu­samn­inga átti þátt í að skapa þann vanda sem að lokum varð til þess að efna­hags­kerfi víða um heim léku á reiði­skjálfi. En hvernig stendur á því? Er ekki til­gangur afleiðu­samn­inga að draga úr áhættu? Jú, það var upp­haf­legi til­gang­ur­inn. Hið and­stæða virð­ist hins vegar hafa orðið raun­in. Afleiður breytt­ust í mörgum til­fellum úr því að verja áhættu í að vera not­aðar sem tæki til að auka hana og þar með hámarka skamm­tíma­hagn­að. Urðu í reynd svo flóknar að mark­aðs­að­il­arnir sjálfir – fjár­fest­ar, lán­veit­end­ur, stjórn­endur banka og mats­fyr­ir­tæki - skildu þær ekki leng­ur. Þetta og skortur á gegn­sæi afleiðu­mark­að­ar­ins  jók áhætt­una í fjár­mála­kerf­inu í aðdrag­anda alþjóð­legu fjár­málakrepp­unnar sem hófst árið 2007. Þrátt fyrir þann almenna skiln­ing að svo hafi verið hefur afleiðu­mark­að­ur­inn stækkað stöðugt á síð­ustu árum. Heild­ar­mark­aðsvirði afleiða í heim­inum nam um 20 þúsund millj­örðum doll­ara árið 2013, sam­an­borið við 11 þús­und millj­arða doll­ara árið 2007, sam­kvæmt Alþjóða­greiðslu­bank­anum í Basel (BIS). Það eitt og sér ætti að hringja við­vör­un­ar­bjöllum – og nýjar og strang­ari reglur um eig­in­fjár­kvaðir munu blikna í sam­an­burði við þann vanda sem gæti skap­ast í kerf­inu. En afleiðu­mark­að­ur­inn er bara eitt dæmi þess að lít­ill árangur virð­ist hafa náðst í að draga úr kerf­is­á­hættu. Stærstu bankar í heimi hafa aldrei verið stærri. Raunar eiga sex stærstu bankar Banda­ríkj­anna nú um 70% allra eigna fjár­mála­stofn­ana þar í landi, sam­an­borið við um 40% árið 2008. Bón­us­greiðslur til banka­manna, sem byggja oft á skamm­tíma­hagn­aði, eru að aukast á ný.

Það ætti að vera eitt af mik­il­væg­ustu verk­efnum alþjóða­stofn­ana og leið­toga ríkja um allan heim að sporna við þess­ari þró­un. Það þarf annað og meira til en að setja fleiri og strang­ari regl­ur, ef byggja á á sama hugs­un­ar­hætti og sama kerfi. Í þessu sam­bandi ætti eitt fyrsta verk­efnið að vera að end­ur­skoða hlut­verk seðla­banka, m.a. í þeim til­gangi að reyna að breyta hvötum þeirra sem stýra bönk­um. Til­vist seðla­banka sem lán­veit­anda til þrauta­vara skapar óbeina rík­is­á­byrgð á rekstri fjár­mála­fyr­ir­tækja og brenglar hvata. Á meðan bankar geta sótt fyr­ir­greiðslu til seðla­banka þegar illa árar, munu skatt­greið­endur lík­lega sitja uppi með þær byrðar sem fjár­málakreppum fylgir – og eitt er víst, þær munu skella á aft­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None