Leggið frá ykkur óvirku fjarstýringuna

Auglýsing

Búð­ar­háls­stöð, virkjun í eigu Lands­virkj­un­ar, var tekin í notkun 7. mars síð­ast­lið­inn. Hún er 95 mega­vatta virkjun sem stendur við Sult­ar­tang­ar­lón, á svo­nefndum Búð­ar­hálsi. Virkj­unin kost­aði 230 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um 30 millj­arða króna á núver­andi gengi (Dalur = 123 ISK).

Það hefur merki­lega lítið verið rætt um eina af helstu for­sendu bygg­ingar virkj­un­ar­inn­ar, sem er sjö­unda stærsta afl­stöð lands­ins. For­send­urnar voru þær, að Lands­virkjun vildi mæta kröfum sem stór við­skipta­vinur fyr­ir­tæk­is­ins, Rio Tinto Alcan, setti fram um að það vant­aði meiri raf­orku svo að álver fyr­ir­tæk­is­ins í Straums­vík gæti stækk­að. Ekk­ert hefur hins vegar orðið af stækk­un­inni, og því mallar virkj­unin hjá Lands­virkjun nú beint á kostnað okkar skatt­greið­enda án fastra lang­tíma gjald­eyr­is­tekna frá Rio Tinto Alcan eins og var yfir­lýst ástæða bygg­ing­ar­inn­ar.

Stjórn­mála­mönnum virð­ist vera alveg sama um þetta, jafn­vel þó þessi geiri atvinnu­lífs­ins, það er afleiðutengd raf­orku­sala til stór­fyr­ir­tækja, sé öðru fremur með póli­tískan grund­völl og sé hluti af þras­í­þrótt þeirra alla daga. Hvers vegna ætli það sé? Af hverju eru stjórn­mála­menn ekki að spyrja að þessu og veltu fyrir sér stóra sam­heng­inu? Þetta er há upp­hæð sem eitt mik­il­væg­asta og stærsta fyr­ir­tæki íslenska rík­is­ins hefur lagt í virkj­un­ina fyrir Rio Tin­to, sem síðan gat ekki staðið við sitt.

Auglýsing

Þetta ætti að gefa stjórn­mála­mönnum tæki­færi til þess að velta fyrir sér stöðu Lands­virkj­un­ar, áhættu­um­hverfi þess og rekstr­ar­tæki­færum í fram­tíð­inni. Þessi atriði voru meðal ann­ars til umfjöll­unar á haust­fundi Lands­virkj­unar 25. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn.

Lands­virkjun hefur verið undir miklum þrýst­ingi frá stjórn­mála­mönnum um að fara í fram­kvæmd­ir, virkja, til að skapa störf í erf­iðu árferði í efna­hags­mál­un­um, einkum eftir hrun­ið.

Bless­un­ar­lega hefur fyr­ir­tækið haft for­stjóra, Hörð Arn­ar­son, sem hefur staðið í lapp­irnar gagn­vart þessu tali stjórn­mála­mann­anna og nýtt sér­þekk­ingu sína til að móta skyn­sama stefnu fyrir fyr­ir­tæk­ið, fram­tíð­ar­sýn.

landsvirkj12Á árunum 2010 til og með 2013 var fjár­muna­myndun í fyr­ir­tæk­inu 100 millj­arðar króna, 50 millj­arðar fóru í niðu­greiðslu skulda og 50 millj­arðar í nýfram­kvæmd­ir. Það má reyndar deila um virkj­ana­fram­kvæmd­irn­ar, í ljósi þess að ekk­ert varð af stækkun Rio Tinto Alc­an. Hugs­an­lega hefði fyr­ir­tækið ein­fald­lega átt að ein­blína bara á að borga niður skuldir og eyða þeim mun meira púðri að und­ir­búa fram­tíð­ar­á­form­in. En þá hefðu umkvart­anir stjórn­mála­mann­anna lík­lega orðið enn meiri. Þeir hafa sýnt það að und­an­förnu að ef þeir fá greiðan aðgang að óvænt hugs­an­lega fengnu fé rík­is­sjóðs, jafn­vel 70 til 80 millj­örðum króna, þá vilja þeir samt ekki borga niður skuldir skatt­greið­enda þó þær séu ískyggi­lega háar. Þeir vilja frekar gera eitt­hvað vin­sælla, og fá atkvæðin í stað­in, óháð öllu öðru. Þetta er svipað með tal sumra stjórn­mála­manna um Lands­virkj­un. Þeir virð­ast vilja helst nota fyr­ir­tækið með póli­tískri fjar­stýr­ingu til þess að skapa störf í sínum kjör­dæm­um, óháð öllu öðru, þrátt fyrir að brugðið geti til beggja vona og áhættan sé mik­il. Sam­an­ber þessi skakka­föll hjá Rio Tinto Alc­an.

Að þessu leyti ættu stjórn­mála­menn að taka stjórnun Lands­virkj­unar sér til fyr­ir­mynd­ar, hvað það varðar að vilja ganga hægt um gleð­innar dyr í fram­kvæmdum á meðan lána­mark­aðir eru svo gott sem lok­að­ir. Virkj­ana­stefna Lands­virkj­unar hefur byggt á góðu láns­hæfi íslenska rík­is­ins alla tíð en það hefur versnað frá hruni og setn­ingu hafta. Þetta bitnar beint á ávöxt­un­ar­mögu­leika þess að selja raf­orku til álvera á þeim for­sendum sem hefur gert til þessa.

Stjórn­mála­menn ættu að leggja frá sér fjar­stýr­ing­una – ekki síst af því að hún virkar illa eða ekki – og ein­blína á að teikna upp heild­stæða fram­tíð­ar­sýn fyrir orku­geir­ann á Íslandi. Skamm­tíma­sýnin getur verið kostn­að­ar­söm og jafn­vel brugð­ist algjör­lega, sam­an­ber gjald­eyr­is­tekju­teng­ing Búð­ar­háls­stöðv­ar. Í þessu sam­hengi mega þeir ekki úti­loka það, að skyn­samasta og besta leiðin til að stuðla að traustum rekstri til fram­tíðar lit­ið, sem skilar almenn­ingi á Íslandi miklum arði og betri lífs­kjörum, sé að tengja Ísland við útlönd. Þá er hægt að nýta ork­una bet­ur, fá meira fyrir hana og kannski umfram allt; hætta að reiða sig alfarið á stórnot­endur raf­orku hér á landi. Þeir geta brugð­ist eins og aðr­ir.

Athuga­semd frá Ólafi Teiti Guðn­a­syni, upp­lýs­inga­full­trúa Rio Tinto Alc­an.

Í leið­ara Kjarn­ans 28. nóv­em­ber sl. skrifar Magnús Hall­dórs­son um Búð­ar­háls­virkjun og þá fram­leiðslu­aukn­ingu álvers­ins í Straums­vík sem virkj­unin var m.a. byggð til að knýja.

Magnús seg­ir: "Ekk­ert hefur hins vegar orðið af stækk­un­inni, og því mallar virkj­unin hjá Lands­virkjun nú beint á kostnað okkar skatt­greið­enda án fastra lang­tíma gjald­eyr­is­tekna frá Rio Tinto Alcan eins og var yfir­lýst ástæða bygg­ing­ar­inn­ar."

Þetta er ekki rétt. Tæp­lega helm­ingur stækk­un­ar­innar er kom­inn til fram­kvæmda og fram­leiðslu­geta álvers­ins á árs­grund­velli hefur þannig verið aukin um 15 þús­und tonn. Auk þess hefur í tengslum við aukna og breytta fram­leiðslu verið settur upp nýr bún­aður sem notar nokkur mega­vött, rétt eins og áætlað var. Við­bót­ar­orkan sem álverið kaupir af Lands­virkjun vegna þessa jafn­gildir nokkurn veg­inn fimm­faldri orku­notkun allra gróð­ur­húsa lands­ins sam­an­lagt, eða einu kís­il­veri.

Það er því langur vegur frá því að álverið nýti ekki ork­una frá Búð­ar­háls­virkjun eða að virkj­unin sé án tekna frá Rio Tinto Alcan, þótt vissu­lega hafi staðið til að fram­leiðslu­aukn­ingin yrði meiri. Eins og til­kynnt var eftir að leið­ar­inn birt­ist hefur nú verið samið um greiðslu vegna kostn­að­ar­ins sem það hafði í för með sér fyrir Lands­virkjun að byggja virkj­un­ina fyrr en þörf krafði.

PS. Varð­andi ávinn­ing­inn af Búð­ar­háls­virkjum má til frek­ari fróð­leiks benda á að orku­samn­ing­ur­inn sem kall­aði á virkj­un­ina færði Lands­virkjun verð­hækkun á öllu raf­magni til álvers­ins í Straums­vík, ekki bara við­bót­inni vegna fyr­ir­hug­aðrar fram­leiðslu­aukn­ing­ar. Haft var eftir for­stjóra Lands­virkj­unar í fjöl­miðlum að verð­hækk­unin væri "um­tals­verð" miðað við þáver­andi álverð, sem er svipað og í dag. Ket­ill Sig­ur­jóns­son gerir einnig grein fyrir ávinn­ingi Lands­virkj­unar af þessum samn­ingi í blogg­færslu á Mbl.is í gær (8. des.). Vill­andi væri að líta fram­hjá þessum ávinn­ingi við mat á afkomu virkj­un­ar­inn­ar. Fjögur ár voru eftir af eldri orku­samn­ingi álvers­ins og fyr­ir­tækið hafði enga sér­staka ástæðu til að afsala sér honum svona snemma, nema til að geta samið um við­bót­ar­orku frá Búð­ar­háls­virkj­un.

 PPS. Fyrstu við­brögð Kjarn­ans við athuga­semd minni voru þau, að leið­ar­inn væri réttur vegna þess að fram­leiðslu­aukn­ing álvers­ins hefði ekki orðið eins mikil og til stóð í upp­hafi. Þess vegna væri rétt­mætt að segja að "ekk­ert" hefði orðið af þeirri stækkun sem stóð til. - Slíkur mál­skiln­ingur er mér alger­lega fram­andi. Dæmi: Ef fjöl­mið­ill fer af stað með áform um að koma út dag­lega en nið­ur­staðan verður sú að hann kemur út þrjá daga vik­unn­ar, mætti þá segja að ekk­ert hefði orðið af útgáf­unni? Mér þykir aug­ljóst að það væri rangt.

Athuga­semd við athuga­semd Ólafs Teits Guðna­sonar: Frá því leið­ar­inn birtist, 28. nóv­em­ber, hefur það komið fram, að Lands­virkjun hefur fsamið um greiðslu frá Rio Tinto Alcan upp á 17 millj­ónir Banda­ríkja­dala, um tvo millj­arða króna, vegna þess að fyr­ir­tækið náði ekki að klára áformin um stækkun og fram­leiðslu­aukn­ingu sem voru upp­haf­leg ástæða ­fyrir því að Búð­ar­háls­virkjun var reist. Í til­kynn­ingu frá Lands­virkjun vegna sam­komu­lags við Rio Tinto Alcan segir orð­rétt:

„Rio Tinto Alcan skilar Lands­virkjun 35 MW af ónot­uðu afli, sem hægt er að nota til að auka fram­boð raf­orku á íslenskum raf­orku­mark­að­i.Rio Tinto Alcan hefur í nokkur ár mögu­leika á að end­ur­heimta orku í sam­ræmi við þarfir sín­ar, upp að því marki að afl­notkun álvers­ins verði allt að 422 MW, enda leitar fyr­ir­tækið nú leiða til að ná áður fyr­ir­hug­aðri fram­leiðslu­aukn­ingu með öðrum leið­um. Þetta myndi styrkja sam­keppn­is­hæfni álvers­ins og einnig efla mik­il­vægt fram­lag þess til íslensks efna­hags­lífs. Rio Tinto Alcan greiðir Lands­virkjun 17 millj­ónir Banda­ríkja­dala, vegna kostn­að­ar­ins sem það hafði í för með sér fyrir Lands­virkjun að reisa Búð­ar­háls­virkjun fyrr en þörf krafð­i.“

Lands­virkjun er í eigu skatt­greið­enda og því eðli­legt að halda því fram, að virkj­unin hafa mallað (þó reyndar megi deila um það orð, og notkun þess) á kostnað þeirra, eftir að ljóst var að stækk­unar­á­form­in, eins og þau voru útlögð sem for­senda virkj­un­ar­inn­ar, gengu ekki eft­ir. Einmitt þess vegna er verið að gera sam­komu­lag­ið, til þess að bæta Lands­virkjun og eig­endum henn­ar ­upp skað­ann af þessum for­sendu­bresti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None