Leiðinlegur bjánaskapur

Vésteinn Ólason
14500640631_6fc0a78462_z.jpg
Auglýsing

Kári Stef­áns­son telur að fé rík­is­ins sé betur varið til að kaupa jáeindaskanna en til að ljúka við það verk að reisa hús yfir margs konar starf­semi í íslenskum fræð­um. Lengi má deila um slíka for­gangs­röðun og eðli­legt að menn greini á. En miðað við nýj­ungar í lækna­vís­indum og kostnað við öflun tækja til lækn­inga er ljóst að best væri að moka sem fyrst ofan í holu íslenskra fræða á Mel­un­um, ef við­horf Kára eiga að ráða. Enda­laust mun Kári geta bent á ný tæki sem mik­il­væg­ari séu en þetta hús, þótt jáeindas­kann­inn verði keypt­ur. Spurn­ingin er þá hvort slík rök­ræða um val milli óskyldra verk­efna hafi ein­hverja merk­ingu eða geti leitt til nokk­urrar vit­rænnar nið­ur­stöðu.

Spurn­ing­una um hús eða ekki hús setur Kári þannig fram að hún snú­ist um að stjórn­völdum þyki „gaman að bjóða fólki upp á nýtt og gott hús­næði fyrir vinnu­stað og ... gaman að taka á móti gestum í slíku hús­næði, en ... gaman ... hlýtur að víkja fyrir nauð­synj­u­m,“ segir hann í grein í Frétta­blað­inu 21. apr­íl. Ég er alveg sam­mála því að starf­semi er mik­il­væg­ari en hús, en starf­semi þarf aðstöðu. Nú er á það að líta að Háskóli Íslands vex hratt, stúd­entum fjölgar og rann­sókna­starf­semi eykst. Alveg eins og bent hefur verið á um Land­spít­ala er óhag­kvæmt og til lengdar ómögu­legt að hýsa aukna starf­semi sem gerir kröfur um nútíma­tækni í gömlu, dreifðu og alltof þröngu hús­næði. Það verður áreið­an­lega gaman fyrir for­ráða­menn Land­spít­al­ans að bjóða starfs­fólk­inu inn í nýtt hús­næði, ef þeim tekst ein­hvern tíma að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvar það eigi að vera. Þar verður von­andi jáeindas­kanni og alls konar græjur „til gam­ans“. En fleira er matur en feitt ket.

Auglýsing


Það verður áreið­an­lega gaman fyrir for­ráða­menn Land­spít­al­ans að bjóða starfs­fólk­inu inn í nýtt hús­næði, ef þeim tekst ein­hvern tíma að kom­ast að nið­ur­stöðu um hvar það eigi að vera. Þar verður von­andi jáeindas­kanni og alls konar græjur „til gam­ans“. En fleira er matur en feitt ket.Með orða­lagi sínu ýjar Kári að því að sýn­ing­ar­að­staða fyrir hand­rit sé einkum til þess ætluð að menn geti montað sig af henni þegar þeir fá fína erlenda gesti. Það er vissu­lega gaman að leyfa góðum gestum sjá að við búum vel að menn­ing­ar­arfi okkar og kynn­ingu hans, en það er afar lít­ill hluti af starfi kringum hand­rita­sýn­ingu. Þann ára­tug sem hand­rita­sýn­ing Árna­stofn­unar var í Safna­hús­inu komu þangað hvern dag mik­inn hluta árs­ins íslensk skóla­börn til kynn­ast þessum arfi, fengu kennslu og höfðu mikla ánægju af. Þangað komu líka nem­enda­hópar erlendis frá, fjöldi erlendra ferða­manna greiddi hús­inu aðgangs­eyri og gladd­ist yfir sýn­ing­unni án þess að tekið væri á móti þeim með sér­stakri við­höfn.„Ís­lensk fræði hafa næsta lítið ef nokkuð með listir að gera og hafa harla lítil áhrif á ríkj­andi menn­ing­u,“ segir Kári. Rétt er það að það er munur á fræða­störfum og list, jafn­vel þótt fræðin glími m.a. við list. Við gætum líka sagt að rann­sóknir í erfða­fræði lækni eng­an. Íslend­ingar hafa lengi spjallað um ætt­ar­ein­kenni og ætt­ar­fylgj­ur, það má kalla þjóð­leg fræði. Þau geta verið skemmti­leg en ná skammt til skiln­ings á sjúk­dómum og heilsu­fari. Ef íslensk fræði væru ekki stunduð á akademískum grunni væri skiln­ingur okkar á menn­ingu okkar og vit­neskja um hana ekki upp á marga fiska. Froðu­snakkar mundu vaða uppi með þjóð­rembu og heim­ótt­ar­skap eða grunn­færan flysj­ungs­hátt í enn meira mæli en þeir gera nú. Listin getur auð­vitað lifað án fræð­anna, en fjöl­margir lista­menn nýta sér og njóta góðs af rann­sóknum á íslenskri menn­ingu og þeim söfnum sem m.a. eru varð­veitt á Árna­stofn­un. Listin nær­ist á menn­ing­ar­arf­inum ásamt áhrifum utan­frá og sköp­un­ar­krafti að inn­an. Spyrjið tón­skáld, mynd­list­ar­menn, leik­hús­fólk, kvik­mynda­gerð­ar­menn og rit­höf­unda. Sjálfra okkar og sjálfs­virð­ingar okkar vegna þurfum við að leggja rækt við menn­ing­una, líka fræði­lega. Það kostar nokk­uð, og það er illt ef þeir sem eru aflögu­færir tíma ekki að skila sam­fé­lag­inu svo miklu af því sem þeir fá í sinn hlut að við getum bæði lagt rækt við lík­am­lega og and­lega heilsu og listir og fræða­starf­semi.­Spyrjið tón­skáld, mynd­list­ar­menn, leik­hús­fólk, kvik­mynda­gerð­ar­menn og rit­höf­unda. Sjálfra okkar og sjálfs­virð­ingar okkar vegna þurfum við að leggja rækt við menn­ing­una, líka fræðilega.Að lok­um: Hvað á að gera í húsi íslenskra fræða? Þar á að fara fram öll kennsla í íslensku og íslenskum fræðum í Háskóla Íslands: þjálfun rann­sókna­fólks, móð­ur­máls­kenn­ara, kennsla í íslensku sem öðru máli og fyrir útlenda stúd­enta. Ásókn erlendra stúd­enta í nám í íslensku og íslenskum mið­alda­fræðum hefur lengi verið miklu meiri en hægt er að verða við. Þetta fólk mun leggja stund á íslensk fræði heima hjá sér, þýða íslenskar bók­mennt­ir, kynna íslenska menn­ingu. Í húsi íslenskra fræða eiga að fara fram rann­sóknir á menn­ing­ar­arfi sem safnað hefur verið allt frá dögum Brynj­ólfs bisk­ups Sveins­sonar og Árna Magn­ús­sona, hand­rit­um, hljóð­ritum með tali og söng, orða­söfn­um, örnefna­söfn­um. Þar er unnið að rann­sóknum og öðru starfi sem á að leggja grunn að því að íslenska geti lifað af í vél­væddum heimi upp­lýs­inga. Þar á að varð­veita allt safna­efnið við bestu skil­yrði, gera við handrit, gera staf­ræn eft­ir­rit af safn­kosti svo að hlífa megi honum sem allra mest við notkun og sliti. Jú, og þar á að sýna hand­rit og fræða gesti og gang­andi um þau.Verk­efnin eru nóg, en fjár­muni skortir átak­an­lega, enda hafa fjár­veit­ingar til Árna­stofn­unar og ann­arra menn­ing­ar­stofn­ana eins og Lands­bóka­safns-Há­skóla­bóka­safns verið jafn­mikið skornar niður á und­an­förnum árum og til Land­spít­al­ans, þótt það sé ekki jafn­vel aug­lýst.Ég er ekki „á móti“ jáeindaskanna, og ég býst ekki við að Kári Stef­áns­son telji sig vera á móti Húsi íslenskra fræða, en að setja þetta upp sem val­kosti er einmitt bjána­skap­ur. Fyrsta heima­stjórn blá­fá­tækrar þjóðar taldi brýn­asta verk­efni að reisa safna­hús, sem enn stendur og ber upp­hafs­mönnum sínum fag­urt vitni. Á kreppu­tímum var lagt í að reisa Háskóla og Þjóð­leik­hús. Kannski var það allt bjána­skap­ur, en mig langar ekki til að vera hluti af metn­að­ar­lausri þjóð, jafn­vel þótt hún verði heilsu­hraust­ust og lang­lífust allra.Höf­undur er ­fyrr­ver­andi for­stöðu­maður Stofn­unar Árna Magn­ús­son­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None