Opið bréf til Gylfa Ægis

Nansý Guðmundsdóttir
gylfi_01.jpg
Auglýsing

Við hvað ert þú hrædd­ur? Ég myndi bjóða þér í kaffi til mín og gott mál­efna­legt spjall, en ég get það ekki. Ég flutti erlend­is!

Þú talar fyrir því að vernda börnin okkar frá sam­kyn­hneigð­um, svo ég spyr þig. Hvað með sam­kyn­hneigðu börn­in? Ætlar þú að vernda þau frá sjálfum sér líka?

Nú skrifa ég hér sem móðir 17 ára gam­als drengs sem er sam­kyn­hneigð­ur. Við vissum það þegar hann var þriggja ára. Ég réð mig í vinnu á gamla leik­skól­anum hans eftir BA námið mitt í félags­ráð­gjöf við Háskóla Íslands sirka 13 árum seinna, leik­skóla­kenn­ar­arnir vissu þetta. Flestir í fjöl­skyld­unni vissu það fyrir 5 ára ald­ur­inn, svo opinn og ynd­is­legur var hann og er. Heldur þú að hann hafi bara valið þetta?

Auglýsing

Hann fór sem Mjall­hvít í leik­skól­ann einn ösku­dag­inn, við útskýrðum fyrir honum að hann kæmi lík­lega nið­ur­brot­inn heim, því við vissum að enn væri til svona fólk eins og þú.

En hann var öðru­vísi, hann fór sínar eigin leiðir og gerir enn. Hann fylgdi aldrei þessu „normi“ hvað svo sem það á að vera. Hann fór sem Mjall­hvít í leik­skól­ann einn ösku­dag­inn, við útskýrðum fyrir honum að hann kæmi lík­lega nið­ur­brot­inn heim, því við vissum að enn væri til svona fólk eins og þú. Hann kom nið­ur­brot­inn heim!

Hann fór með bangsa á dóta­dag í skól­ann því hann lék sér ekki með þetta hefð­bundna act­ion stráka­dót sem var vin­sælt þá. Við útskýrðum sama hlut­inn fyrir honum og við gerðum með leik­skól­ann bara nokkrum árum seinna, því við vissum að enn var til svona fólk eins og þú. Hann kom nið­ur­brot­inn heim!

Hann vissi sem betur fer að knúsin voru alltaf til staðar heima, til að vega upp á móti svona fólki eins og þér!

Krakkar geta verið ill­gjörn, þau leggja í ein­elti, þau stríða, þau skilja ekki fjöl­breyti­leika eins vel og við full­orðna fólkið gerum, eða flest okk­ar. Það þarf að fræða börn­in, kenna þeim og fá þau til að skilja að það eru ekki allir eins. Sonur minn gekk í Víði­staða­skóla í Hafn­ar­firði, sú skóla­ganga var hræði­leg fyrir hann þar til í 8. bekk, þá eign­að­ist hann, sem betur fer, nokkrar góðar vin­konur og tvo góða vini. Þessa vini er hægt að telja á fingrum ann­arrar hand­ar. Aldrei gleymum við þó náms­ráð­gjaf­anum og umsjóna­kenn­ar­anum hans sem loks tóku almenni­lega á mál­un­um.

Kannski þá þurfa þessi börn ekki að ganga um með kvíða­hnút og skömm í mag­anum yfir því að finn­ast þau öðru­vísi en aðr­ir, með­tekin í hóp­inn og ekki skilin útundan.

Ég fagna því mínum heimabæ og allri fræðslu um fjöl­breyti­leik­ann. Mér leið­ist að tala um „hinseg­in“ fólk. Við erum öll fólk, sama hvaða lit við berum, trúa­brögðum við fylgjum eða kyn­hneigð við höf­um, við erum eins mis­jöfn og ólík eins og við erum mörg. Ég vona svo inni­lega að þessi fræðsla nái fram að ganga og í alla skóla til að vega upp á móti fólki eins og þér. Kannski þá þurfa þessi börn ekki að ganga um með kvíða­hnút og skömm í mag­anum yfir því að finn­ast þau öðru­vísi en aðr­ir, með­tekin í hóp­inn og ekki skilin útund­an.

Gylfi þú talar um að barna­vernda­lög eigi að vernda börnin okkar og já þau eiga svo sann­ar­lega að gera það, lögin og við, for­eldr­arn­ir, eigum að vernda þau fyrir fólki eins og þér!

Þegar þú komst fyrst fram með þína for­dóma og fáfræði um sam­kyn­hneigt fólk þá varst þú að tala um barnið mitt og hjálpi mér hvað mér sárn­aðu þessi ummæli þín. Ég skora á þig, Gylfi, skoð­aðu barna­vernd­ar­lögin aftur og segðu mér hvaða grein lag­anna þú sjálfur hefur brotið með því að tala svona um barnið mitt (og öll hin sam­kyn­hneigðu börn­in) í fjöl­miðl­um? Lestu vel, því greinin er þarna!

Það ynd­is­lega við þetta allt saman er að 17 ára sonur minn stendur uppi sem hetj­an, fyrir að hafa þolað fólk eins og þig, lesið það sem þú skrifið og hlustað á það hvernig þú talar um hann.

Þú talar um að barnið mitt skemmist fyrir að vera hann sjálf­ur! „Börn sem horfa á og alast upp við að þetta sé allt eðli­legt finnst þetta kannski spenn­andi og skemm­ast við að sjá þetta seinna meir. Ef svo að þjóðin öll verður orðin öfug eftir nokkur ár, þarf að flytja inn börn frá Rúss­land­i,“ skrifar þú. Gylfi þú gerir þér grein fyrir því að sam­kyn­hneigð er ekk­ert val!

Það ynd­is­lega við þetta allt saman er að 17 ára sonur minn stendur uppi sem hetj­an, fyrir að hafa þolað fólk eins og þig, lesið það sem þú skrifið og hlustað á það hvernig þú talar um hann. Hann lét það ekki á sig fá, það sama má segja um allar hinar hetj­urnar sem fagna fjöl­breyti­leika og láta ekki hópa eins og þinn, „Barna­skjól“ sem hafa 380 „li­ke“ á Face­book þegar þetta er skrif­að, á meðan hóp­ur­inn „Verndum börnin frá fáfræði og for­dóm­um“ hefur 6.465. Þið eruð hávær lít­ill hóp­ur, það verð ég að gefa ykkur en takk kær­lega fyrir þið 6.465 sem standið á bak við þessi „li­ke“. Þið eruð best í heimi. Gylfi þú sagðir í Útvarp Sögu að „þjóðin hefur tal­að“, hvað segja töl­urnar þér?

Áfram fjöl­breyti­leik­inn, áfram Hafn­ar­fjörður og áfram sonur minn!

Höf­undur er móðir 17 ára drengs sem er sam­kyn­hneigð­ur.

*Myndin af Gylfa Ægis­syni er af vef­síð­unni siglo.is

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None