Opið bréf til Gylfa Ægis

Nansý Guðmundsdóttir
gylfi_01.jpg
Auglýsing

Við hvað ert þú hrædd­ur? Ég myndi bjóða þér í kaffi til mín og gott mál­efna­legt spjall, en ég get það ekki. Ég flutti erlend­is!

Þú talar fyrir því að vernda börnin okkar frá sam­kyn­hneigð­um, svo ég spyr þig. Hvað með sam­kyn­hneigðu börn­in? Ætlar þú að vernda þau frá sjálfum sér líka?

Nú skrifa ég hér sem móðir 17 ára gam­als drengs sem er sam­kyn­hneigð­ur. Við vissum það þegar hann var þriggja ára. Ég réð mig í vinnu á gamla leik­skól­anum hans eftir BA námið mitt í félags­ráð­gjöf við Háskóla Íslands sirka 13 árum seinna, leik­skóla­kenn­ar­arnir vissu þetta. Flestir í fjöl­skyld­unni vissu það fyrir 5 ára ald­ur­inn, svo opinn og ynd­is­legur var hann og er. Heldur þú að hann hafi bara valið þetta?

Auglýsing

Hann fór sem Mjall­hvít í leik­skól­ann einn ösku­dag­inn, við útskýrðum fyrir honum að hann kæmi lík­lega nið­ur­brot­inn heim, því við vissum að enn væri til svona fólk eins og þú.

En hann var öðru­vísi, hann fór sínar eigin leiðir og gerir enn. Hann fylgdi aldrei þessu „normi“ hvað svo sem það á að vera. Hann fór sem Mjall­hvít í leik­skól­ann einn ösku­dag­inn, við útskýrðum fyrir honum að hann kæmi lík­lega nið­ur­brot­inn heim, því við vissum að enn væri til svona fólk eins og þú. Hann kom nið­ur­brot­inn heim!

Hann fór með bangsa á dóta­dag í skól­ann því hann lék sér ekki með þetta hefð­bundna act­ion stráka­dót sem var vin­sælt þá. Við útskýrðum sama hlut­inn fyrir honum og við gerðum með leik­skól­ann bara nokkrum árum seinna, því við vissum að enn var til svona fólk eins og þú. Hann kom nið­ur­brot­inn heim!

Hann vissi sem betur fer að knúsin voru alltaf til staðar heima, til að vega upp á móti svona fólki eins og þér!

Krakkar geta verið ill­gjörn, þau leggja í ein­elti, þau stríða, þau skilja ekki fjöl­breyti­leika eins vel og við full­orðna fólkið gerum, eða flest okk­ar. Það þarf að fræða börn­in, kenna þeim og fá þau til að skilja að það eru ekki allir eins. Sonur minn gekk í Víði­staða­skóla í Hafn­ar­firði, sú skóla­ganga var hræði­leg fyrir hann þar til í 8. bekk, þá eign­að­ist hann, sem betur fer, nokkrar góðar vin­konur og tvo góða vini. Þessa vini er hægt að telja á fingrum ann­arrar hand­ar. Aldrei gleymum við þó náms­ráð­gjaf­anum og umsjóna­kenn­ar­anum hans sem loks tóku almenni­lega á mál­un­um.

Kannski þá þurfa þessi börn ekki að ganga um með kvíða­hnút og skömm í mag­anum yfir því að finn­ast þau öðru­vísi en aðr­ir, með­tekin í hóp­inn og ekki skilin útundan.

Ég fagna því mínum heimabæ og allri fræðslu um fjöl­breyti­leik­ann. Mér leið­ist að tala um „hinseg­in“ fólk. Við erum öll fólk, sama hvaða lit við berum, trúa­brögðum við fylgjum eða kyn­hneigð við höf­um, við erum eins mis­jöfn og ólík eins og við erum mörg. Ég vona svo inni­lega að þessi fræðsla nái fram að ganga og í alla skóla til að vega upp á móti fólki eins og þér. Kannski þá þurfa þessi börn ekki að ganga um með kvíða­hnút og skömm í mag­anum yfir því að finn­ast þau öðru­vísi en aðr­ir, með­tekin í hóp­inn og ekki skilin útund­an.

Gylfi þú talar um að barna­vernda­lög eigi að vernda börnin okkar og já þau eiga svo sann­ar­lega að gera það, lögin og við, for­eldr­arn­ir, eigum að vernda þau fyrir fólki eins og þér!

Þegar þú komst fyrst fram með þína for­dóma og fáfræði um sam­kyn­hneigt fólk þá varst þú að tala um barnið mitt og hjálpi mér hvað mér sárn­aðu þessi ummæli þín. Ég skora á þig, Gylfi, skoð­aðu barna­vernd­ar­lögin aftur og segðu mér hvaða grein lag­anna þú sjálfur hefur brotið með því að tala svona um barnið mitt (og öll hin sam­kyn­hneigðu börn­in) í fjöl­miðl­um? Lestu vel, því greinin er þarna!

Það ynd­is­lega við þetta allt saman er að 17 ára sonur minn stendur uppi sem hetj­an, fyrir að hafa þolað fólk eins og þig, lesið það sem þú skrifið og hlustað á það hvernig þú talar um hann.

Þú talar um að barnið mitt skemmist fyrir að vera hann sjálf­ur! „Börn sem horfa á og alast upp við að þetta sé allt eðli­legt finnst þetta kannski spenn­andi og skemm­ast við að sjá þetta seinna meir. Ef svo að þjóðin öll verður orðin öfug eftir nokkur ár, þarf að flytja inn börn frá Rúss­land­i,“ skrifar þú. Gylfi þú gerir þér grein fyrir því að sam­kyn­hneigð er ekk­ert val!

Það ynd­is­lega við þetta allt saman er að 17 ára sonur minn stendur uppi sem hetj­an, fyrir að hafa þolað fólk eins og þig, lesið það sem þú skrifið og hlustað á það hvernig þú talar um hann. Hann lét það ekki á sig fá, það sama má segja um allar hinar hetj­urnar sem fagna fjöl­breyti­leika og láta ekki hópa eins og þinn, „Barna­skjól“ sem hafa 380 „li­ke“ á Face­book þegar þetta er skrif­að, á meðan hóp­ur­inn „Verndum börnin frá fáfræði og for­dóm­um“ hefur 6.465. Þið eruð hávær lít­ill hóp­ur, það verð ég að gefa ykkur en takk kær­lega fyrir þið 6.465 sem standið á bak við þessi „li­ke“. Þið eruð best í heimi. Gylfi þú sagðir í Útvarp Sögu að „þjóðin hefur tal­að“, hvað segja töl­urnar þér?

Áfram fjöl­breyti­leik­inn, áfram Hafn­ar­fjörður og áfram sonur minn!

Höf­undur er móðir 17 ára drengs sem er sam­kyn­hneigð­ur.

*Myndin af Gylfa Ægis­syni er af vef­síð­unni siglo.is

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None