Auglýsing

Fram­legðin af mak­ríl­veið­unum hér við land hefur verið mikil frá því að fisk­ur­inn kom sér fyrir í íslenskri  lög­sögu, um það leyti sem íslensk stjórn­völd beittu neyð­ar­lög­unum til að vernda efna­hags­legt sjálf­stæði lands­ins. Stjórn­mála­menn komu síðan á fjár­magns­höftum í nóv­em­ber 2008 og gengið var stillt af fyrir útflutn­ing­inn, aðal­lega útgerð­irn­ar.

Þetta er stóra mynd­in.

Nú, tæp­lega sjö árum síð­ar, er Sig­urður Ingi Jóhanns­son, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra, kom­inn fram með frum­varp þar sem mak­ríl­kvót­anum er úthlutað á skip útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna.

Auglýsing

Kjarn­inn hefur fjallað ítar­lega um þessi mál og bent á að það að heim­ild til að veiða mak­ríl er verð­mæt. Alveg eins og annar kvóti. Heild­ar­verð­mæti kvót­ans, miðað við hefð­bundnar reikni­regl­ur, er á bil­inu 150 til 170 millj­arðar. Síðan birti Frétta­blaðið annan útreikn­ing í morg­un, þar sem fjallað er um að flokks­menn séu að koma að því að úthluta þessum gæðum til sín. Í þing­skap­ar­lögum segir orð­rétt: „Eng­inn þing­maður má greiða atkvæði með fjár­veit­ingu til sjálfs sín.“ Það verður for­vitni­legt að sjá hvernig þeir, sem telja sig geta komið að því að úthluta gæð­unum til sín og sinna, muni máta stöðu sína gagn­vart þessu lög­bundna skil­yrði fyrir þátt­töku þeirra í þing­stör­f­un­um.

Stjórn­völd eru nú búin að kynna fyr­ir­ætlan sína um að kvóta­setja mak­ríl­inn, og gefa útgerð­unum heim­ildir til að veiða. Þetta er nú til með­ferðar í þing­inu. Eins og Kjarn­inn hefur greint frá, þá er úthlut­unun næstum því var­an­leg, þegar vel er að gáð.

Virði kvót­ans, sem er raun­veru­legt, nemur svip­aðri upp­hæð og heild­ar­virði Lands­banka Íslands, sem er ein verð­mætasta eign íslenska rík­is­ins. Ef miðað er við útreikn­ing­inn 0,7 x eigið fé (250 millj­arð­ar), sem algengt er með banka­starf­semi, þá nemur verð­mæti Lands­bank­ans 175 millj­örð­um. Þögnin frá útgerð­unum ætti að segja eitt­hvað. Það er ekki búið að stýra flot­anum í land núna og sjó­menn­irnir eru ekki á Aust­ur­velli.

Heild­ar­út­flutn­ings­verð­mæti vegna mak­ríls­ins á ári hafa verið um 20 millj­arðar síð­ustu ár, og fram­legðin verið með ólík­indum og for­dæma­laus í íslenskum sjáv­ar­út­vegi. Bestu upp­gjör sem sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa sýnt í Íslands­sög­unni, einkum þau sem stunda mak­ríl­veið­ar, vinnslu og sölu, hafa tekið mið af þessu. Mestur kvóti fer til HB Granda, Sam­herja og Ísfé­lags Vest­manna­eyja.

Eðli­legt væri að ræða um þessi miklu tíma­mót, sem felst í gjöf stjórn­valda til útgerð­ar­fyr­ir­tækj­anna, með ítar­legri og vand­aðri hætti en raunin hefur verið til þessa.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki má lengur reykja á almannafæri á Spáni nema að hægt sé að tryggja fjarlægð milli fólks. Þetta á líka við um verandir veitingastaða.
Fjölgun smita hefur kallað á ýmsar aðgerðir
Grímuskylda. Reykingabann. Lokun næturklúbba og skimun við landamæri. Eftir að tilfellum af COVID-19 hefur farið fjölgandi á ný eftir afléttingu takmarkana hafa mörg ríki gripið til harðari aðgerða.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Skin og skúrir í Kauphöllinni á tímum COVID
Samkomulag lífeyrissjóðanna um að fjárfesta innanlands virðist halda lífi í Kauphöllinni, en gengi skráðra félaga þar hefur verið misjafnt á síðustu sex mánuðum.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Bilið breikkar milli banka og lífeyrissjóða í útlánum til húsnæðiskaupa
Júní var umsvifaminnsti mánuður í útlánum til húsnæðiskaupa hjá lífeyrissjóðum en meira var greitt upp af lánum þeirra heldur en þeir lánuðu út. Ný óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum námu alls 31 milljarði króna hjá bönkunum í júní.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Gylfi Zoega
Voru gerð mistök í sumar?
Kjarninn 15. ágúst 2020
Sjö ný innanlandssmit – fækkar í sóttkví
Fjöldi virkra smita eykst aftur eftir að hafa fækkað um 8 í fyrradag.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Aukin ferðagleði Íslendinga virðist hafa hjálpað til við að halda neyslunni upp hér á landi
Aukin velta Íslendinga bætti upp fyrir rúman helming af tapinu vegna ferðamanna
Aukin innlend eftirspurn hefur vegið þungt á móti samdrætti í útfluttri ferðaþjónustu, samkvæmt minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Neytendastofu í Borgartúni.
Grímur sem ekki uppfylla kröfur hafa verið teknar úr sölu
Neytendastofa fylgist með grímumarkaðnum á Íslandi, nú þegar spurn eftir grímum er í hæstu hæðum. Dæmi eru um að grímur til sölu uppfylli ekki lágmarkskröfur og það vill Neytendastofa alls ekki.
Kjarninn 15. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
Kjarninn 14. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari
None