Leikir John Nash

John_Forbes_Nash.jpg
Auglýsing

Þann 23. maí sl. lést einn af merk­ustu vís­inda­mönnum síð­ustu ald­ar, John For­bes Nash, rétt tæp­lega 87 ára að aldri í bílslysi. Einnig lést kona hans, Alicia. Nash var ekki ein­ungis þekktur innan fræða­heims­ins því að kvik­mynd sem kom út árið 2001 og var byggð á ævi hans, A Beauti­ful Mind, naut mik­illa vin­sælda á sínum tíma. Myndin var að nokkru byggð á sam­nefndri ævi­sögu Nash eftir Syl­viu Nasar sem kom út árið 1998. Bókin var frá­bært verk og veitti ein­staka inn­sýn í líf manns sem var óum­deil­an­lega snill­ingur og náði að afreka meira en flestir aðrir vís­inda­menn þótt hann hafi háð afar erf­iða glímu við geð­sjúk­dóm sem svipti hann megn­inu af starfsæv­inni.

Af þessu til­efni er hér end­ur­birt grein um fram­lag John Nash til leikja­fræð­innar sem birt­ist í viku­rit­inu Vís­bend­ingu 29. mars 2002. Greinin er hér fyrir neð­an. Hún er að stofni til óbreytt en smá­vægi­legar við­bætur eru merktar með horn­klof­um.

Um þessar mundir er senni­lega óhætt að full­yrða að fræg­asti hag­fræð­ingur heims sé Banda­ríkja­mað­ur­inn John For­bes Nash. Það er vel af sér vikið af manni sem ekki er hag­fræð­ingur og hefur ekki unnið innan fræða­sviðs­ins í nær hálfa öld.

Auglýsing

Nash fékk Nóbels­verð­launin í hag­fræði árið 1994. Þótt eftir því hafi verið tekið á sínum tíma þá á hann nú frægð sína sér­stak­lega að þakka kvik­mynd­inni A Beauti­ful Mind sem fjallar um líf hans. Myndin hefur fengið afar góða aðsókn og fékk m.a. Ósk­arsverð­laun sem besta kvik­mynd­in. Þótt kvik­myndin sé ekki mjög áreið­an­leg heim­ild þá gerir hún ævi Nash þokka­leg skil og þó einkum afar erf­iðri bar­áttu hans við geð­veiki.

Þegar sá sem þetta ritar nam leikja­fræði sem hluta af dokt­ors­námi í hag­fræði í upp­hafi tíunda ára­tug­ar­ins var, líkt og nú, vart hægt að finna eina ein­ustu grein í fræð­unum þar sem ekki var minnst á Nash. Oft­ast þótti þó ekki taka því að vitna í greinar hans. Það var nóg að minn­ast á hug­tök hans, einkum jafn­vægið sem við hann er kennt, Nash jafn­vægi. Það þurfti engra skýr­inga við, svo vel var hug­takið þekkt. Ef vitnað var í Nash voru tíndar til greinar frá því í kringum 1950. Það var því ekki skrýtið þótt ungir nem­endur í leikja­fræði á þessum tíma teldu að Nash væri löngu lát­inn. Til­kynn­ing Nóbels­nefnd­ar­innar árið 1994 um að hann væri ekki bara sprell­lif­andi heldur ætti hann von á Nóbels­verð­laun­unum í hag­fræði kom því eins og þruma úr heið­skíru lofti.

Leikir Nóbels­nefndar



Ákvörð­unin um að veita Nash verð­launin var ekki auð­veld. Leikja­fræð­ingar höfðu aldrei fengið Nóbels­verð­laun í hag­fræði áður og ýmsir settu það fyrir sig að þessi fræði­grein væri ekki nógu merki­leg til að veita verð­launin fyrir fram­lag til henn­ar. Aðrir töldu að þótt fræði­greinin væri góð og gild þá væri hún sjálf­stæð grein og merkt fram­lag til hennar væri ekki endi­lega merkt fram­lag til hag­fræði. Aðr­ir, og þeir virð­ast hafa verið fleiri, vildu ekki veita Nash verð­launin vegna veik­inda hans, vildu ekki veita manni sem barist hafði við geð­veiki ára­tugum saman Nóbels­verð­laun þótt hann sýndi tals­verð bata­merki.

Þegar Nash hafði fengið verð­launin og með honum tveir aðrir leikja­fræð­ing­ar, Rein­hard Sel­ten og John C. Harsanyi, varð þó ekki aftur snú­ið. Síðan hafa Nóbels­verð­launin í hag­fræði [þrí­veg­is] verið veitt fyrir fram­lag til leikja­fræði eða notkun henn­ar. Fyrst árið 1996, þegar þeir James A. Mirr­lees og William Vickrey fengu þau og aftur [2001], þegar George Akerlof, Mich­ael Spence og Jos­eph Stigl­itz fengu verð­launin [og loks 2005, þegar Robert J. Aumann og Thomas C. Schell­ing fengu þau].

Með verð­laun­unum 1996 og [2001] und­ir­strik­aði Nóbels­nefndin nyt­semi leikja­fræði. Í báðum til­fellum voru vís­inda­menn heiðraðir sem hafa kom­ist að afar hag­nýtum nið­ur­stöð­um. Rann­sóknir þeirra Mirr­lees og Vickrey hafa til dæmis verið not­aðar við gerð bæði skatt- og launa­kerfa. Rann­sóknir Vickrey og spor­göngu­manna hans á upp­boðum hafa fleytt fram skiln­ingi á eðli þeirra og verið not­aðar víða, t.d. við sölu á leyfum til að nýta fjar­skiptar­ás­ir. Árang­ur­inn af þeim upp­boðum var jafn­vel ef eitt­hvað er of góður fyrir selj­end­ur. Kaup­endur fjar­skiptarásanna end­uðu margir hverjir á því að kaupa á að því er virð­ist allt of háu verði. Akerlof, Spence og Stigl­itz fengu verð­launin fyrir rann­sóknir á mörk­uðum þar sem upp­lýs­ingar eru ósam­hverfar en með því er átt að kaup­endur og selj­endur vita mis­mikið um það sem gengur kaupum og sölu. Hug­myndir þeirra félaga og ann­arra sem skoðað hafa slíka mark­aði með tólum leikja­fræði hafa m.a. verið not­aðar með ágætum árangri á sviði trygg­inga­við­skipta. [Aumann og Schell­ing fengu verð­launin fyrir að auka skiln­ing manna á eðli átaka og sam­vinnu á grunni leikja­fræð­i.]

Stærð­fræð­ingur í hópi hag­fræð­inga



Þótt Nash hafi fengið Nóbels­verð­laun í hag­fræði er hann eng­inn hag­fræð­ing­ur, hann er fyrst og fremst stærð­fræð­ing­ur. Hann hefur tekið eitt háskóla­nám­skeið í hag­fræði á ævinni, nám­skeið í alþjóða­hag­fræði við Carnegie Tech. háskóla, sem heitir nú Carnegie Mellon. Kenn­ar­inn var land­flótta Aust­ur­rík­is­mað­ur, Bert Hos­elitz. Við Carnegie lagði Nash stund á efna­verk­fræði og hann skráði sig í hag­fræði­nám­skeiðið af nauð­syn frekar en áhuga. Dokt­ors­nám hans í Princeton var síðan í stærð­fræði.

Nash hefur sagt að þetta hag­fræði­nám­skeið hjá Hos­elitz hafi verið kveikjan að því að hann fór að velta fyrir sér leikja­fræði. Fyrsta fram­lag hans til fræð­anna fjall­aði um samn­inga þar sem þráttað er um skipt­ingu á til­tek­inni upp­hæð á milli samn­ings­að­ila.[1] Þetta er vita­skuld ævafornt álita­mál en Francis Y. Edgeworth var fyrstur til að reyna að greina það form­lega með tólum og tækjum hag­fræð­innar í bók sem hann birti 1881.[2] Síðan höfðu margir spreytt sig á því en með nær engum árangri. Nálgun Nash var frum­leg og ein­föld og ágætt fram­lag til fræð­anna. Hann lýsti ýmsum eig­in­leikum sem lausn á slíkum leik hlyti að hafa, nán­ast for­sendum þess að lausn hefði fund­ist og leiddi út frá þessu til­tekna skipt­ingu.

Nash jafn­vægi



Þetta sama ár, 1950, birti Nash líka grein sem hann skrif­aði með öðrum um póker. Merkasta fram­lag Nash þetta ár var þó fólgið í dokt­ors­rit­gerð hans. Nash lauk dokt­ors­prófi frá Princeton árið 1950, ein­ungis tæp­lega 22 ára gam­all. Rit­gerðin fjall­aði um sam­keppni­leiki (e. non-cooper­ative games) og þar er m.a. að finna fram­setn­ingu hans á Nash jafn­vægi. Helstu nið­ur­stöðu rit­gerð­ar­innar birti hann einnig það sama ár í grein.[3] Greinin er ekki nema tvær blað­síður enda er hug­myndin um Nash jafn­vægi afar ein­föld, raunar er hægt að lýsa henni í fáeinum orð­um:

Það er jafn­vægi í leik þegar sér­hver þátt­tak­andi hefur tekið þá ákvörðun sem best þjónar hags­munum hans í ljósi ákvarð­ana allra ann­arra þátt­tak­enda.

Ári síðar birti hann nið­ur­stöður dokt­ors­rit­gerð­ar­innar í ýtar­legri tíma­rits­grein.[4] Árið 1953 birti Nash tvær greinar um leiki með tveimur kepp­end­um, m.a. um tví­k­eppni á mark­aði,[5] og ári síðar bók­arkafla um nokkra leiki með fleiri þátt­tak­end­um.[6] Hann skrif­aði einnig fjöl­margar greinar um stærð­fræði bæði fyrir og eftir þetta en áhugi hans á fræði­legri leikja­fræði hafði greini­lega dvín­að.

https://www.youtu­be.com/watch?v=ZY9tZyu­eZj4

Jafn­væg­is­hug­tak Nash mun án efa halda nafni hans á lofti um ókomna tíð. Það er einn af horn­steinum leikja­fræð­innar og mikið af rann­sóknum síð­ari ára hefur snú­ist um að þróa útgáfur af því fyrir ýmsar aðstæð­ur. Þannig er eitt helsta fram­lag Rein­hard Sel­ten til leikja­fræði að þróa útgáfu af Nash jafn­vægi fyrir leiki sem hægt er að skipta niður í marga smærri leiki eða und­ir­leiki. Lausn Sel­tens er kölluð á ensku subgame per­fect Nash equili­bria og felst í því að úti­loka Nash jafn­vægi í til­teknum leik ef þau eru ekki einnig Nash jafn­vægi fyrir alla und­ir­leik­ina. Þetta þýðir m.a. að nú skipta ekki lengur máli í leik hót­anir sem aug­ljóst má þykja að ekki verður staðið við. Lausn Sel­tens skýrir líka ágæt­lega hvers vegna stundum getur verið skyn­sam­legt að brenna brýr að baki sér. Sel­ten deildi Nóbels­verð­laun­unum með Nash eins og fyrr seg­ir. Sá þriðji, sem deildi verð­launum með Nash og Sel­ten, Harsanyi þró­aði útgáfu af Nash jafn­vægi fyrir leiki þar sem þátt­tak­endur þekkja ekki eðli og mark­mið hvers ann­ars full­kom­lega.

Sam­keppni eða sam­vinna



Nash var fyrstur til að skipta leikjum í ann­ars vegar sam­keppni­leiki og hins vegar sam­vinnu­leiki (e. non-cooper­ative og cooper­ati­ve). Í sam­keppni­leikjum fara hags­munir þátt­tak­enda ekki saman og þeir semja ekki sín á milli um nið­ur­stöð­una. Í sam­vinnu­leikjum getur verið svig­rúm til að semja um nið­ur­stöðu. Nash taldi eðli­legt að grein­ing á sam­vinnu­leikjum byggði á grein­ingu á sam­keppni­leikj­um, þ.e. að samn­ingar sam­vinnu­leikja yrðu skoð­aðir sem sam­keppni­leik­ir. Oft er rætt um áætlun Nash (e. Nash Program) af þessu til­efni og er þá átt við kerf­is­bundnar til­raunir til að greina sam­vinnu­leiki út frá þekk­ingu á sam­keppni­leikj­um.

Skipt­ing leikja í sam­vinnu­leiki og sam­keppni­leiki var stórt skref fram á við og hjálp­aði til við að beina sjónum manna frá svoköll­uðum núll-summu­leikjum. Í núll-summu­leikjum er ávinn­ingur eins ávallt ann­ars tap. Í því riti sem öðrum fremur bjó til grunn­inn að leikja­fræði sem fræði­grein, bók John von Neu­mann og Oskar Morg­en­stern The­ory of Games and Economic Behavior frá 1944 er nær ein­göngu fjallað um núll-summu­leiki. Þegar aðrir leikir eru greindir í því riti er þeim fyrst breytt í núll-summu­leiki með því að bæta við einum þátt­tak­anda. Von Neu­mann var stærð­fræð­ingur og á þessum tíma einn fræg­asti vís­inda­maður Banda­ríkj­anna, það var helst að Ein­stein og Opp­en­heimer væru betur þekkt­ir. Von Neu­mann var pró­fessor við Princeton og vera hans þar ýtti án efa undir áhuga nem­enda eins og Nash á leikja­fræði.

Í núll-summu­leikjum er aug­ljós­lega ekk­ert svig­rúm til samn­inga. Áherslan á þá í bernsku leikja­fræð­innar var slæm að því leyti að hún gat orðið til þess að menn gleymdu því að yfir­leitt er hægt að skapa verð­mæti með samn­ing­um. Raunar er það almenna reglan í frjálsum við­skiptum að allir hagn­ast á þeim. Samn­ings­að­ilar telja sig a.m.k. hagn­ast miðað við þá vit­neskju sem þeir hafa, ann­ars sjá þeir sér ekki hag í að semja. Hug­myndin um að eins gróði sé ætíð ann­ars tap í við­skiptum hefur þó reynst afar lífseig. Bæði hér­lendis og erlendis er þessu enn af og til haldið fram í opin­berri umræðu í fullri alvöru, jafn­vel af vel mennt­uðu fólki. Þó er hálf öld síðan að Nash og aðrir fræði­menn í leikja­fræði átt­uðu sig á mætti samn­inga og sam­vinnu­leikja til að skapa verð­mæti en ekki bara skipta þeim.

John Nash og Adam Smith



Verð­mæta­sköpun við­skipta hefur þó blasað við miklu leng­ur. Meira en tvær aldir eru síðan Adam Smith kynnti til sög­unnar hina huldu hönd mark­að­ar­ins sem á að sjá til þess að til­raunir hvers og eins til að skara eld að sinni köku þjóni best hags­munum heild­ar­inn­ar. Þótt nið­ur­staða Nash um sam­vinnu­leiki byggi á afli þeirra til verð­mæta­sköp­unar er þó ekki algilt að til­raunir hvers og eins til að vernda hags­muni sína, hvort heldur er í leikjum eða við­skipt­um, leiði til þess að hags­munir heild­ar­innar séu hámark­að­ir. Það er eitt af því sem sjá má með því að greina Nash jafn­vægi við ýmsar kring­um­stæð­ur. Fræg­asta dæmið er hið svo­kall­aða vanda­mál fang­ans þar sem tveir glæpa­menn sjá sér báðir en sitt í hvoru lagi hag í að vinna með yfir­völdum að því að upp­lýsa glæp sem þeir hafa framið, þótt þeir hefðu báðir sloppið betur ef hvor­ugur hefði verið sam­vinnu­þýður í yfir­heyrsl­um. Vanda­mál fang­ans er vita­skuld bara til­búið dæmi, búið til í fíla­beinsturni til að útskýra fræði­legt fyr­ir­brigði.[7] Engu að síður er það óum­deil­an­legt að nið­ur­staða leiks eða hags­muna­bar­áttu almennt þar sem hver ein­stakur berst eins og best hann getur fyrir hags­munum sínum getur hæg­lega verið slæm fyrir heild­ina. Nash jafn­vægi þarf því ekki að vera Par­eto kjör­staða.  Með því er átt við að það getur verið svig­rúm til að breyta nið­ur­stöð­unni þannig að a.m.k. sumir verði betur settir og eng­inn verði verr settur vegna breyt­ing­ar­inn­ar.

Þessi nið­ur­staða Nash sýnir að fyrr­greind hug­mynd Adam Smith um hina huldu hönd mark­að­ar­ins er ekki alveg skot­held. Það breytir því þó auð­vitað ekki að frjáls við­skipti á mark­aði eru undir flestum kring­um­stæðum langöflug­asta tæki til verð­mæta­sköp­unar sem til er. Hin hulda hönd er afl­mikil þótt ekki sé hún óbrigðul.

[1]The Barga­in­ing Problem, Econometrica, vol. 18 (1950), bls. 155-62.

[2]Mathemat­ical Psychics: An Essay on the App­lication of Mathemat­ics to the Moral Sci­ences. London (1881), C. Kegan Paul.

[3]Equili­brium points in n-per­son games. Proceed­ings of the National Academy of Sci­ences vol. 36 (1950), bls. 48-9.

[4]Non-Cooper­ative Games. Annals of Mathemat­ics, vol. 54 (1951), bls. 286-95.

[5]Two-Per­son Cooper­ative Games. Econometrica, vol. 21 (1953), bls. 405-21 og A Compari­son of Treat­ments of a Duopoly Situ­ation, Econometrica, vol. 21 (1953), bls. 141-54 (með Mayberry og Shubik).

[6]Some Experimental N-Per­son Games (með Kalisch, Mil­nor og Ner­ing). Decision Processes, rit­stýrt af Thrall o.fl. New York, John Wiley & Sons (1954).

[7]Tveir vís­inda­menn við RAND fundu upp dæm­ið, sög­unni um fang­ana var bætt við síðar af Al Tucker, sam­tíma­manni Nash við Princeton.

 

Höf­undur er dós­ent við við­skipta- og hag­fræði­deild Háskóla Íslands og doktor í hag­fræði frá Yale-há­skóla.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None