Lekamálið mun alltaf fylgja Hönnu Birnu Kristjánsdóttur

Hanna.Birna_.4.jpg
Auglýsing

Hanna Birna Krist­jáns­dóttir inn­an­rík­is­ráð­herra náði við­spyrnu í leka­mál­inu svo­kall­aða á sunnu­dag, þegar hún rúll­aði upp við­tali á Sprengisandi á Bylgj­unni. Ráð­herr­ann hitti allar réttu nót­urnar sem almanna­tengsla­sér­fræð­ingar hefðu ráð­lagt henni að hitta, fyrst hún hefur valið þá leið að neita vit­neskju um lek­ann fram í rauðan póli­tískan dauð­ann.

Hún fór yfir þau ömur­legu áhrif sem fjöl­skylda hennar hefur orðið fyrir vegna þess ágangs sem hún sætir vegna máls­ins. Sagði frá alvar­legum morð­hót­un­um, sem ömur­legt er til þess að hugsa að fyr­ir­finn­ist í íslensku sam­fé­lagi. Hún varp­aði fram þeirri skoðun sinni að verr væri vegið að konum í póli­tík en körl­um. Þegar á gæfi hjá körlun­um, taki þeir iðu­lega fast utan um hvern annan en skilji kon­urnar eftir einar úti á ber­angri við sömu aðstæð­ur. Allt ofan­greint er miður og engin á að þurfa að sitja undir slíku vegna starfa sinna í stjórn­mál­um. En ekk­ert ofan­greint snýst um efn­is­at­riði leka­máls­ins.

Stað­reyndir máls­ins



Nokkrar stað­reyndir liggja fyrir í mál­inu. Þær hafa verið opin­ber­aðar í dóms­skjöl­um. Það liggur fyrir að lög­reglan, sem rann­sak­aði málið ítar­lega og af því er virð­ist af tölu­verðri hörku, telur að átta starfs­menn inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins hafi búið yfir vit­neskju um minn­is­blað­ið. Fimm af þeim eru emb­ætt­is­menn. Hinir þrír eru aðstoð­ar­menn inn­an­rík­is­ráð­herra og ráð­herr­ann sjálf­ur.

Það liggur líka fyrir að lög­reglan telur sig hafa rök­studdan grun um að annar aðstoð­ar­mann­anna, Gísli Freyr Val­dórs­son, hafi lekið minn­is­blað­inu til Frétta­blaðs­ins og mbl.is, sem birtu fréttir upp úr því þann 20. nóv­em­ber 2013. Í dóm­skjölum er sá grunur rök­studdur með því að lög­reglan hafi farið yfir öll fjar­skipti aðstoð­ar­manns­ins og þar kom­i fram að að hann hafi átt fjögur sam­töl við frétta­mann hjá Frétta­blað­inu, það fyrsta klukkan 18:40 og hin síðar um kvöldið þann 19. nóv­em­ber 2013. Morg­un­inn eftir átti sami aðstoð­ar­maður sím­tal við Har­ald Johann­es­en, annan rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, rúmum klukku­tíma áður en frétt byggð á minn­is­blað­inu birt­ist á mbl.­is. Aðstoð­ar­mað­ur­inn neitar því að sam­tölin sem hann hafi átt við umrædda fjöl­miðla­menn hafi snú­ist um leka­mál­ið. Það sé til­viljun að þau hafi átt sér stað við aðila innan sömu fjöl­miðla sem birtu fréttir um málið svo skömmu áður en slíkar fréttir birt­ust.

Auglýsing

Sam­kvæmt dóm­skjölum vistaði aðstoð­ar­mað­ur­inn skjal sem inni­hélt minn­is­blaðið að kvöldi 19. nóv­em­ber. Lög­reglan grunar að aðstoð­ar­mað­ur­inn hafi bætt við meið­andi setn­ingum neðst í skjal­ið. Aðstoð­ar­mað­ur­inn heldur því hins vegar fram að skjalið hafi verið við­hengi í pósti sem hann hafi fengið og að hann hafi vistað það á skjá­borði tölvu sinn­ar. Þess vegna hafi tölvan spurt um hvort hann vildi vista breyt­ingar á skjal­inu.

Ekki hægt að sanna neitt með óyggj­andi hætti



Þegar Sig­ur­jón M. Egils­son, sem stýrir Sprengisandi, spurði Hönnu Birnu út í þessi sím­töl, sem eru sann­ar­lega lyk­il­at­riði í leka­mál­inu, sagði ráð­herr­ann ekk­ert óeðli­legt við að aðstoð­ar­maður sinn hafi átt umrædd sím­töl. Orð­rétt sagði hún: „Við erum í sam­skiptum við fjöl­miðla allan dag­inn. Ráðu­neytið mitt hefur fimm­tíu mála­flokka und­ir. Rann­sóknin teng­ist því ekk­ert“.  Með svari sínu tekur Hanna Birna sömu línu og aðstoð­ar­maður hennar gerði við yfir­heyrslu hjá lög­regl­unni. Sím­tölin voru óheppi­legar til­vilj­anir en sanna ekk­ert.

Og það er rétt að þau sanna ekk­ert. Það er ekki, með óyggj­andi hætti, hægt að sanna að Gísli Freyr hafi lekið skjal­inu. Hann neitar því og þeir sem bera ábyrgð á frétt­unum sem skrif­aðar voru um leka­málið neita, rétti­lega, að upp­lýsa um heim­ild­ar­menn sína. Lög­reglu­menn­irnir sem fram­kvæmdu rann­sókn­ina virð­ast telja að slík upp­lýs­ing þurf­i að eiga sér stað til að sönn­un­ar­færsla þeirra verði upp­fyllt. Það liggja hins vegar frammi nokkuð ítar­legar stað­reyndir í mál­inu og hvað átti sér stað að kvöldi 19. nóv­em­ber og að morgni dags­ins sem eftir fylgdi. Sím­tölin áttu sér stað og átt var við skjal­ið. Það liggur líka fyrir að sá hópur sem skyn­sam­lega er hægt að ætla að hafi vitað af skjal­inu er mjög lít­ill.

Tíaði aðstoð­ar­mann upp til að falla á sverðið



Hanna Birna var mjög klók í til­svörum varð­andi þetta á Sprengisandi. Hún sagði aðstoð­ar­menn sína neita því að hafa lekið upp­lýs­ingum út úr húsi og að hún geti „ekki bara hent fólki út úr ráðu­neyt­inu til að létta á mér póli­tísku álag­i“. Hún sagði hins vegar líka að ef það kæmi í ljós að ein­hver í ráðu­neyti hennar hafi sent gagnið frá sér, þá hafi sá hinn sami algjör­lega brotið trúnað gagn­vart henni.

Með þess­ari yfir­lýs­ingu er Hanna Birna að opna á þann mögu­leika að láta póli­tískt skip­aðan ráð­gjafa sinn, sem starfa alfarið í hennar umboði, falla á sverðið fari svo að hann verði ákærður fyrir lek­ann án þess að hún segi af sér. Fari svo að lek­inn yrði sann­aður fyrir dóm­stólum myndi hún bera fyrir sig trún­að­ar­brot gagn­vart sér og sitja áfram. Aðstoð­ar­mað­ur­inn yrði lát­inn bera ábyrgð­ina einn.

Snýst um „yf­ir­hylm­ing­una“ frekar en „glæp­inn“



Það getur hins vegar eng­inn annar en Hanna Birna tekið ábyrgð á mál­inu. Það snýst nefni­lega að svo litlu leyti um „glæp­inn“, þ.e. lek­ann sjálf­an. Sem blaða­maður veit ég að það er alvana­legt að gögn leki úr stjórn­sýsl­unni. Þeir sem leka telja sig vana­lega hafa ein­hvern póli­tískan hag af lek­an­um. Það er blaða­manna að meta frétt­næmi þeirra gagna sem lekið er og taka síðan sjálf­stæða ákvörðun um fram­setn­ingu frétta sem byggja á þeim ef nið­ur­staðan er sú að inni­haldið eigi erindi við almenn­ing.

Leka­málið snýst að svo miklu meira leyti um „yf­ir­hylm­ing­una“. Það er yfir­máta klaufa­lega með­ferð innsta hrings Hönnu Birnu og hennar sjálfrar á umræðu og frétta­flutn­ingi um mál­ið. Að hún sé að hringja í rit­stjóra fjöl­miðla og segja þeim að reka ein­hverja blaða­menn, að hún sé að skamma þing­menn fyrir að spyrja út í málið í þingi, að ráð­herr­ann sé í besta falli loð­inn í til­svörum þegar hún er spurð út í málið eða sé jafn­vel að segja ósatt og að með­höndlun hins aðstoð­ar­manns hennar og fjöl­miðla­full­trúa ráðu­neyt­is­ins á sam­skiptum við fjöl­miðla vegna máls­ins hafi verið algjör hörm­ung og virkað sem olía á tor­tryggn­iseld­inn hefur allt saman búið til skrímsli úr þessu máli sem það þurfti ekki að verða í upp­hafi. En alvar­leg­ast af öllu er ann­ars vegar að ráðu­neytið hafi látið fara fram hvít­þvotts­rann­sókn sem hafi skilað þægi­legri nið­ur­stöðu og hafi ætlað að láta þar við sitja, þrátt fyrir að rann­sókn lög­reglu hafi síðar sýnt að allt hafi legið öðru­vísi. Hins vegar eru alvar­leg­ustu fletir máls­ins sam­skipti Hönnu Birnu við lög­reglu­stjór­ann á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Ótrú­legt dóm­greind­ar­leysi sem verður að hafa afleið­ingar



Það er hug­lægt mat hvað sé þrýst­ing­ur. Hanna Birna getur ekki sagt það frekar en ég hvers­konar sam­skipti und­ir­maður hennir upp­lifir sem þrýst­ing. Það að Hanna Birna ákvað að sitja áfram sem dóms­mála­ráð­herra lands­ins á meðan að lög­reglu­rann­sókn fer fram á ráðu­neyti henn­ar, þar sem póli­tískir skip­aðir aðstoð­ar­menn hennar eru með rétt­ar­stöðu grun­aðra, er að mínu mati ótrú­legt dóm­greind­ar­leysi af hennar hálfu. En að telja það í lagi að ræða málið og koma á fram gagn­rýni á rann­sókn­ina við yfir­mann lög­regl­unnar á meðan að á henni stendur jaðrar bein­línis við heimsku.

Slík sam­skipti falla auð­veld­lega undir hatt vald­níðslu og þá má ekki láta slíka eiga sér stað innan íslensks stjórn­kerf­is.

Skiptar skoð­anir



Nú fer von­andi að glitta í ein­hvers­konar nið­ur­stöðu í leka­mál­inu, að minnsta kosti tíma­bundna. Kjarn­inn greindi frá því í síð­ustu viku að nið­ur­stöðu rík­is­sak­sókn­ara sé að vænta fyrir miðjan ágúst­mán­uð.

Skiptar skoð­anir eru á meðal lög­fróðra manna sem ég hef rætt við hvort þessi lík­indi sem lög­reglan telur sig hafa fyrir því að aðstoð­ar­mað­ur­inn hafi lekið skjal­inu muni leiða til þess að hann verði ákærð­ur.

En eftir stendur að málið mun hafa miklar afleið­ingar fyrir Hönnu Birnu hvort sem henni tekst að sitja áfram eða ekki. Mjög veik stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing for­manns flokks hennar í gær, sem kom eftir að hann hafði ekki viljað tjá sig um málið dögum sam­an, og áhyggjur margra sam­flokks­manna hennar sýna þær póli­tísku afleið­ingar sem málið hefur þegar haft fyrir hana. Það mun hið minnst gera henni mjög erfitt að ná þeim póli­tíska hæðum sem óbilandi metn­aður hennar stendur til í að ná.

Hverjum trúir þú?



Og svo mun hún þurfa að glíma við almenn­ings­á­lit­ið. Það er flókn­ara við­fangs­efni. Hvort sem ákært verður í mál­inu eða ekki. Gagn­vart því stendur nefni­lega eftir mjög ein­föld spurn­ing. Hverjum trúir fólk? Trúir það því að grun­semdir lög­regl­unnar um að aðstoð­ar­maður ráð­herr­ans hafi lekið skjal­inu, og sím­töl hans við starfs­menn þeirra fjöl­miðla sem birtu fréttir um málið og skjala­breyt­ingar á tölvu hans styðji þær grun­semd­ir, eða trúir fólk því að sím­tölin og skjala­breyt­ingin sé ein­fald­lega mjög óheppi­leg til­vilj­un?

Svarið við þessum spurn­ingum mun lík­lega ráða miklu um póli­tíska fram­tíð Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur.

 

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None