Léttlest fyrir leigjendur

Guðmundur Guðmundsson
14503018582_453513d022_z.jpg
Auglýsing

Í nýsam­þykktu Svæð­is­skipu­lagi Reykja­víkur og nágrennis  er reiknað með 70.000 manna aukn­ingu íbúa­fjölda á næsta ald­ar­fjórð­ungi. Ný sýn Sam­taka sveit­ar­fé­laga á svæð­inu (SHH) í skipu­lags­málum snýst í hnot­skurn um bylt­ing­ar­kennt sam­göngu­kerfi og byggða­þétt­ingu.

Fram kemur að núver­andi byggð hafi dreifst um óvenju stórt svæði und­an­farna ára­tugi. Því gerir áætl­unin ráð fyrir að nýbygg­ing næsta ald­ar­fjórð­ungs fari að mestu fram innan núver­andi borg­ar­marka.

Hryggjar­stykkið í skipu­lag­inu er nýtt sam­göngu­kerfi, Borg­ar­lín­an. Áætlað er að byggð þétt­ist með­fram lín­unni, og almenn­ings­sam­göngur verði raun­hæf­ari val­kostur en áður. Borg­ar­línan mun sjá um fólks­flutn­inga með  hrað­vögnum eða létt­lest­um.

Auglýsing

Hús­næð­is­vand­inn ekki nefndur einu orði



Um­ræðan eftir kynn­ingu skipu­lags­ins snýst að mestu um Borg­ar­lín­una og kostnað vegna létt­lesta. Hús­næð­is­vanda­mál  höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins eru hins vegar ekki nefnd einu orði í þess­ari áætl­un, sem öll sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins standa þó að.

Reykja­vík og nágrenni er fyrir löngu runnin saman í land­fræði­lega heild. Fólks­fjöldi svæð­is­ins sam­svarar hverfi í erlendri stór­borg. Samt eru rekin sjö sveit­ar­fé­lög í „hverf­in­u.“ Af hag­kvæmn­is­á­stæðum er sam­vinna á svæð­inu um grunn­þjón­ustu á lífs­nauð­synjum eins og vatns­veitu, orku­dreif­ingu, vega­gerð og svo fram­veg­is.

Þeim mun merki­legra er að áður­nefnd sveit­ar­fé­lög hafa enga sam­eig­in­lega sýn í hús­næð­is­mál­um. Þó Reykja­vík og nágrenni sé löngu orðið eitt búsetusvæði.


Sveit­ar­fé­lögin hafa sam­eig­in­lega sýn í sam­göngu­málum á svæð­inu,  vatns­öfl­un, byggða­þróun og fleiri grunn­stoðum í nútíma­sam­fé­lagi.

Engin sam­eig­in­leg sýn í hús­næð­is­málum



Þeim mun merki­legra er að áður­nefnd sveit­ar­fé­lög hafa enga sam­eig­in­lega sýn í hús­næð­is­mál­um. Þó Reykja­vík og nágrenni sé löngu orðið eitt búsetu­svæði. Í hús­næð­is­málum tekur pólítíkin við. Sveit­ar­fé­lögin hafa hvert sína eigin stefnu í hús­næð­is­mál­um.

Sam­nefn­ari er  sér íslensk sér­eigna­stefna. Sem hefur um ára­tuga skeið skapað nátt­úru­lög­mál á Íslenskum leigu­mark­aði. Les­ist neyð­ar­á­stand. Það gilda þverpólítísk trú­ar­brögð í hús­næð­is­málum höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Þau eru að „frjáls“ (bygg­inga)­mark­aður sé best fall­inn til að útvega almenn­ingi ódýrt og hent­ugt hús­næði. Þó að 75 ára sögu­speg­ill sanni and­hverf­una.

Fjöldi fólks í ólög­legu hús­næði



Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu búa nú yfir 4 þús­und manns í ólög­legu  hús­næði. Þessi fólks­fjöldi sam­svarar rúm­lega íbúa­fjölda Sel­tjarn­ar­ness eða Vest­manna­eyja. Þetta fólk býr í bíl­skúrum, kjall­ara­kompum eða í iðn­að­ar­hverfum þar sem verk­stæðum er breytt í íbúð­ir.

Þetta búsetu­form er að magni til sér íslenskt fyr­ir­brigði, og fá dæmi um slíkt í nágranna­lönd­um. Þetta vanda­mál er vel þekkt á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Það hefur marg­fald­ast síð­ast­lið­inn ára­tug. Samt skautar nýsam­þykkt skipu­lag yfir þenn­ann vanda, eins og eng­inn væri. Húsa­skjól er grunn­þörf mann­skepn­unn­ar. Hvað gæti lítr­inn af vatni kostað á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, ef þeirri nauð­þurft væri dreift til borg­ar­búa eftir sömu for­múlu og gildir í hús­næð­is­málum ?

Sam­kvæmt reikni­vél vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins er lág­marks­fram­færsla ein­stak­lings á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um það bil 235.000. krónur fyrir utan hús­næð­is­kostn­að. Útborguð lág­marks­laun eftir skatt er svipuð tala. Hús­næð­ispólítík núver­andi rík­is­stjórnar gengur út á að fólk á þessum kjöru­m(­leigj­end­ur) safni sér fyrir íbúð.

Sér­eigna­stefna



Rík­is­stjórnin á eins og sveit­ar­fé­lögin sjö bara til eina for­múlu í hús­næð­is­mál­um. Sem er sama sér­eigna­stefna. Rík­is­stjórnin  nið­ur­greiðir þessa pólítík um 80 milj­arða af almanna­fé. Fyrir þá upp­hæð mætti byggja nýtt borg­ar­hverfi á borð við Breið­holt. Og koma leigu­mark­aði höf­uð­borg­ar­innar á réttan kjöl.

Á Íslandi hefur hins vegar hús­næð­ispólítík höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins  svo til ein­göngu snú­ist um sér­eigna­stefnu. Á Íslandi er sér­eigna­pró­sentan ein sú hæsta sem þekk­ist á byggðu bóli.

Sveit­ar­fé­lögin gætu sem best sam­ein­ast um  bygg­ingu og rekstur á ódýru leigu­hús­næði víðs vegar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Sú nálgun rímar full­kom­lega við nýja sýn á byggða­þró­un. Ára­tuga hefð er fyrir þessu búsetu­formi erlend­is. Sem dæmi má nefna sænska millj­óna­verk­efn­ið,  (Milj­on­programmet) sem er 50 ára á þessu ári.  Síðan 1965 hafa Sænsk sveit­ar­fé­lög byggt yfir miljón leigu­í­búðir um allt land­ið. Með stöðlum og magninn­kaupum nást ein­inga­verð niður og þar með leiga nið­ur. Mark­miðið er að leiga sé almennt ekki yfir fjórð­ung ráð­stöf­un­ar­tekna. Svipað kerfi er þekkt frá Dan­mörku, Þýska­landi og víð­ar. Margir Íslend­ingar þekkja þetta búsetu­form frá náms­árum sínum erlend­is.

Á Íslandi hefur hins vegar hús­næð­ispólítík höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins  svo til ein­göngu snú­ist um sér­eigna­stefnu. Á Íslandi er sér­eigna­pró­sentan ein sú hæsta sem þekk­ist á byggðu bóli. Að sama skapi er fjöldi ódýrra leigu­í­búða í eigu sveit­ar­fé­lag­anna í algjörri  mýflugu­mynd miðað við nágranna­lönd­in. Í Reykja­vík væru lík­lega reknar 20 til 25 þús­und leigu­í­búðir ef non-profit hús­næð­ispólítík væri á pari við Dan­mörku eða Sví­þjóð. Þar af væri lík­lega uppundir helm­ing­ur­inn í eigu borg­ar­inn­ar, og sama hlut­fall hjá hinum sex sveit­ar­fé­lög­un­um.

Líf­eyr­is­sjóðir stunda grímu­laust hús­næð­is­brask



Ef  sveit­ar­fé­lög höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins vilja ekki sjálf byggja og reka ódýrt leigu­hús­næði, geta þau tæp­lega ætlað öðrum lög­að­ilum það. Í mið­borg­inni stunda líf­eyr­is­s­sjóðir nú grímu­laust hús­næð­is­brask gegnum fast­eigna­fé­lög með hækk­andi hús­næð­is­verð sem við­skipta­mód­el. Þessi félög hugsa í árs­fjórð­ung­um, en alþýða þarf ára­tuga lausnir í hús­næð­is­mál­um. Þessi félög leysa ekki vanda­mál ungs fólks á leigu­mark­aði.

Í Sví­þjóð, Dan­mörku og Þýska­landi getur fólk búið í öruggu leigu­hús­næði  alla ævi.  Leigan er yfir­leitt sann­gjörn. Á íslandi  getur lang­tíma­leiga þýtt árs leigu­samn­ing­ur, með fyr­ir­fram­greiðslu á borð við þokka­legan fólks­bíl. Barna­fjöl­skyldur hrekj­ast milli skóla­hverfa á örfárra ára tíma­bili.

Bankar, verk­takar og líf­eyr­is­sjóðir ráða ferð­inni í hús­næð­is­mál­um. Stjórn­mála­menn sitja í aft­ur­sæt­inu, ef þeir eru yfir­leitt með. Hús­næð­ispólítíkin er sami grautur í sömu skál og fyrir hrun. Nýtt borg­ar­skipu­lag er stað­fest­ing á því, frekar en hitt. Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið bólar ekk­ert á nýrri hugsun í hús­næð­is­málum á Íslandi. Í mál­efnum leigj­enda er klukkan 1980.

Á næsta ald­ar­fjórð­ungi geta  leigj­endur ferð­ast með létt­lest, og speglað sig í gler­hvelf­ingum fjár­mála­fyr­ir­tækj­anna. Þeir geta horft á byggða­þétt­ing­una (30 hæða turn­bygg­ing­ar) líða fram hjá í lands­lag­inu. Sumir tómir, aðrir á þriðju kenni­tölu. Milli lín­anna í  skipu­lag­inu 2015 til 2040 má lesa tvennt : Hús­næðisekla höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins verður 100 ára 2040. Og Íslensku fátækra­hverfin eru komin til að vera.

Verður Borg­ar­línan með kvöld­ferðir í iðn­að­ar­hverfin ?

Höf­undur er sjó­maður og áhuga­maður um launa- og hús­næð­is­mál íslenskrar alþýðu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None