Lífeyriskerfi í höftum

10016379835-9e79818d4d-z.jpg
Auglýsing

Guðmundur Gunnarsson. Guð­mundur Gunn­ars­son.

Mis­ræmið sem hefur verið milli opin­beru líf­eyr­is­sjóð­anna og þeirra almennu, vegna rík­is­á­byrgðar opin­beru sjóð­anna, hefur verið áber­andi deilu­efni. Almennu sjóð­irnir hafa orðið að skerða rétt­indi á meðan skuld rík­is­sjóðs hefur haldið áfram að vaxa vegna þess að rík­is­sjóður hefur ekki gert upp skuldir sínar við opin­beru sjóð­ina. Það er skelfi­legt og ef rík­is­stjórnin tekur ekki sá vanda sínum gagn­vart opin­beru líf­eyr­i­s­jóð­unum þá mun skuldin verða það há eftir tíu ár að allar tekju­skatts­tekjur rík­is­stjórn­ar­innar munu ekki duga til þess að standa undir þessum vanda.

Hvers vegna upp­söfn­un­ar­kerfi í gegn­um­streym­is­kerfa?



Fjöldi líf­eyr­is­þega í dag er um 1 á móti 7 skatt­greið­enda á vinnu­mark­aði. Á næstu 20 árum munu barna­sprengju­ár­gang­arnir kom­ast á líf­eyr­is­aldur og þá breyt­ist þessi tala í 1 líf­eyr­is­þega á móti 2,5 skatt­greið­anda á vinnu­mark­aði. Þannig fylgir vax­andi öldrun ávallt hærra hlut­fall í þjóð­hags­legum kostn­aði þar sem fólki fækkar hlut­falls­lega á vinnu­mark­aði og svo maður tali nú ekki um meiri þörf fyrir margs­konar opin­bera vel­ferð­ar­þjón­ustu.

Yfir­vof­andi breyt­ingar í ald­urs­skipt­ingu munu fela í sér umtals­vert aukið útstreymi úr fjár­hirslum rík­is­ins á sama tíma skatt­stofn­inn lækk­ar. Þar liggur helsta for­senda fyrir því hvers vegna þjóðir hafa í vax­andi mæli farið inn á þá braut að koma sér út úr gegn­um­streym­is­kerfum yfir í upp­söfn­un­ar­kerfi eins íslend­ingar gerðu árið 1969.

Auglýsing

Sveiflur í fæð­ing­ar­tíðni valda milli­færslum á milli kyn­slóða sem er í hnot­skurn sá vandi sem gegn­um­streym­is­kerfin valda. Þau lönd sem hafa líf­eyr­is­kerfi sem hins vegar byggja á eigna­söfn­un, líkt og þekk­ist hér­lend­is, standa þannig mun betur að vígi til þess að takast á við þær miklu breyt­ingar á ald­urs­skipt­ingu sem nú eru í far­vatn­inu.

Mynt­sam­setn­ing líf­eyr­is­sparn­aðar



Líf­eyr­is­s­kerfið á eignir sem nema einni og hálfri lands­fram­leiðslu sem er með mesta er þekk­ist í heimi. Landið er auk­in­heldur lítið opið hag­kerfi – með þeim minnstu í heimi – og því skiptir sam­spil ald­urs­skipt­ingar og líf­eyr­is­sparn­aðar veru­legu máli fyrir vexti, sparn­aði og fjár­fest­ingu og ekki síst þróun við­skipta­jafn­að­ar.

Líf­eyr­is­sparn­aður skapar við­skipta­af­gang. Fólk frestar neyslu í dag og leggur tekjur til hliðar tekjur til hliðar til þess að eiga til efri áranna. Á Íslandi er mjög stór hluti neyslu­vara inn­flutt­ur. Þannig verður líf­eyr­is­sparn­aður sjálf­krafa til þess að minnka inn­flutn­ing og skapa við­skipta­af­gang. Og svo síðan þegar kemur að starfs­lokum skap­ast við­skipta­halli þegar eft­ir­launa­þeg­arnir hætta að skapa útflutn­ings­tekjur en mun áfram þurfa á inn­flutn­ingi að halda til þess að standa undir neyslu.

­Mynt­sam­setn­ing líf­eyr­is­eigna skiptir því mjög miklu máli í þjóð­hags­legu sam­hengi. Stórar kyn­slóðir eða stökk í fram­leiðni munu auka veru­lega bæði atvinnu­tekjur og sparnað sem ætti að öllu öðru óbreytt að skapa við­skipta­af­gang fyrir landið í heild.

Mynt­sam­setn­ing líf­eyr­is­eigna skiptir því mjög miklu máli í þjóð­hags­legu sam­hengi. Stórar kyn­slóðir eða stökk í fram­leiðni munu auka veru­lega bæði atvinnu­tekjur og sparnað sem ætti að öllu öðru óbreytt að skapa við­skipta­af­gang fyrir landið í heild.

Ef erlendar eignir eru ekki til staðar þegar stóru árgang­arnir fara að taka út sparnað sinn úr líf­eyr­is­sjóð­unum mun skap­ast þrýst­ingur á gjald­eyr­is­mark­aði og gengið verður að lækka veru­lega. Geng­is­lækk­unin mun lækka kaup­mátt á vinnu­mark­aði og þannig þvinga fram minni inn­flutn­ing.

Í þjóð­hags­legu sam­hengi hefur sjóð­söfnun stór­kyn­slóð­ar, eins og þeirrar sem varð til á árunum 1946 – 1960, gríð­ar­mikil áhrif á eign­ar- og fjár­magns­mark­aði sem og  utan­rík­is­við­skipti ef fjár­magns­kerfið er lok­að. Erlend eigna­söfnun er gríð­ar­lega þýð­ing­ar­mik­ill fyrir lönd sem eru sjálf­stæð mynt­svæði og þar getur skap­ast mikil lausa­fjár­vand­ræða við líf­eyr­i­s­töku. Líf­eyr­is­sparn­aður í erlendri mynt er því grunn­for­senda fyrir því að halda stöð­ug­leika á smærri mynt­svæðum þar sem hlut­deild inn­flutn­ings er til­tölu­lega mikil af neyslu.

Ef lífs­hlaupslíkanið er tekið bók­staf­lega ætti öllum sparn­aði sem er umfram lang­tíma­jafn­vægi að vera fjár­fest erlend­is. Við okkur blasir sú ein­falda þum­al­fing­urs­regla að líf­eyr­is­sparn­aður verður að hafa sömu mynt­sam­setn­ingu og almenn einka­neysla við­kom­andi lands. Það felur í sér að hver til­von­andi líf­eyr­is­þegi verður í líf­eyr­is­sparn­aði sínum að safna upp erlendum gjald­eyri til þess að eiga fyrir þeim inn­fluttu vörum sem hann mun neyta á eft­ir­laun­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None