Guðmundur Gunnarsson.
Misræmið sem hefur verið milli opinberu lífeyrissjóðanna og þeirra almennu, vegna ríkisábyrgðar opinberu sjóðanna, hefur verið áberandi deiluefni. Almennu sjóðirnir hafa orðið að skerða réttindi á meðan skuld ríkissjóðs hefur haldið áfram að vaxa vegna þess að ríkissjóður hefur ekki gert upp skuldir sínar við opinberu sjóðina. Það er skelfilegt og ef ríkisstjórnin tekur ekki sá vanda sínum gagnvart opinberu lífeyrisjóðunum þá mun skuldin verða það há eftir tíu ár að allar tekjuskattstekjur ríkisstjórnarinnar munu ekki duga til þess að standa undir þessum vanda.
Hvers vegna uppsöfnunarkerfi í gegnumstreymiskerfa?
Fjöldi lífeyrisþega í dag er um 1 á móti 7 skattgreiðenda á vinnumarkaði. Á næstu 20 árum munu barnasprengjuárgangarnir komast á lífeyrisaldur og þá breytist þessi tala í 1 lífeyrisþega á móti 2,5 skattgreiðanda á vinnumarkaði. Þannig fylgir vaxandi öldrun ávallt hærra hlutfall í þjóðhagslegum kostnaði þar sem fólki fækkar hlutfallslega á vinnumarkaði og svo maður tali nú ekki um meiri þörf fyrir margskonar opinbera velferðarþjónustu.
Yfirvofandi breytingar í aldursskiptingu munu fela í sér umtalsvert aukið útstreymi úr fjárhirslum ríkisins á sama tíma skattstofninn lækkar. Þar liggur helsta forsenda fyrir því hvers vegna þjóðir hafa í vaxandi mæli farið inn á þá braut að koma sér út úr gegnumstreymiskerfum yfir í uppsöfnunarkerfi eins íslendingar gerðu árið 1969.
Sveiflur í fæðingartíðni valda millifærslum á milli kynslóða sem er í hnotskurn sá vandi sem gegnumstreymiskerfin valda. Þau lönd sem hafa lífeyriskerfi sem hins vegar byggja á eignasöfnun, líkt og þekkist hérlendis, standa þannig mun betur að vígi til þess að takast á við þær miklu breytingar á aldursskiptingu sem nú eru í farvatninu.
Myntsamsetning lífeyrissparnaðar
Lífeyrisskerfið á eignir sem nema einni og hálfri landsframleiðslu sem er með mesta er þekkist í heimi. Landið er aukinheldur lítið opið hagkerfi – með þeim minnstu í heimi – og því skiptir samspil aldursskiptingar og lífeyrissparnaðar verulegu máli fyrir vexti, sparnaði og fjárfestingu og ekki síst þróun viðskiptajafnaðar.
Lífeyrissparnaður skapar viðskiptaafgang. Fólk frestar neyslu í dag og leggur tekjur til hliðar tekjur til hliðar til þess að eiga til efri áranna. Á Íslandi er mjög stór hluti neysluvara innfluttur. Þannig verður lífeyrissparnaður sjálfkrafa til þess að minnka innflutning og skapa viðskiptaafgang. Og svo síðan þegar kemur að starfslokum skapast viðskiptahalli þegar eftirlaunaþegarnir hætta að skapa útflutningstekjur en mun áfram þurfa á innflutningi að halda til þess að standa undir neyslu.
Myntsamsetning lífeyriseigna skiptir því mjög miklu máli í þjóðhagslegu samhengi. Stórar kynslóðir eða stökk í framleiðni munu auka verulega bæði atvinnutekjur og sparnað sem ætti að öllu öðru óbreytt að skapa viðskiptaafgang fyrir landið í heild.
Myntsamsetning lífeyriseigna skiptir því mjög miklu máli í þjóðhagslegu samhengi. Stórar kynslóðir eða stökk í framleiðni munu auka verulega bæði atvinnutekjur og sparnað sem ætti að öllu öðru óbreytt að skapa viðskiptaafgang fyrir landið í heild.
Ef erlendar eignir eru ekki til staðar þegar stóru árgangarnir fara að taka út sparnað sinn úr lífeyrissjóðunum mun skapast þrýstingur á gjaldeyrismarkaði og gengið verður að lækka verulega. Gengislækkunin mun lækka kaupmátt á vinnumarkaði og þannig þvinga fram minni innflutning.
Í þjóðhagslegu samhengi hefur sjóðsöfnun stórkynslóðar, eins og þeirrar sem varð til á árunum 1946 – 1960, gríðarmikil áhrif á eignar- og fjármagnsmarkaði sem og utanríkisviðskipti ef fjármagnskerfið er lokað. Erlend eignasöfnun er gríðarlega þýðingarmikill fyrir lönd sem eru sjálfstæð myntsvæði og þar getur skapast mikil lausafjárvandræða við lífeyristöku. Lífeyrissparnaður í erlendri mynt er því grunnforsenda fyrir því að halda stöðugleika á smærri myntsvæðum þar sem hlutdeild innflutnings er tiltölulega mikil af neyslu.
Ef lífshlaupslíkanið er tekið bókstaflega ætti öllum sparnaði sem er umfram langtímajafnvægi að vera fjárfest erlendis. Við okkur blasir sú einfalda þumalfingursregla að lífeyrissparnaður verður að hafa sömu myntsamsetningu og almenn einkaneysla viðkomandi lands. Það felur í sér að hver tilvonandi lífeyrisþegi verður í lífeyrissparnaði sínum að safna upp erlendum gjaldeyri til þess að eiga fyrir þeim innfluttu vörum sem hann mun neyta á eftirlaunum.