Bakherbergið: „Aðfarirnar“ að Sigríði Björk kunnuglegar?

sbg.jpg
Auglýsing

Nú standa öll spjót á Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur, nýráð­inn lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­ins­ins, vegna grein­ar­gerðar sem hún sendi Gísla Frey Val­dórs­syni, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manni Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, um mál­efni hæl­is­leit­and­ans Tony Omos í árdaga Leka­máls­ins svo­kall­aða.

Sig­ríður Björk afhenti Gísla umbeðna grein­ar­gerð án þess að hennar væri óskað með form­legum hætti, og mögu­lega í trássi við reglu­gerð um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga hjá lög­reglu. Sem er athygl­is­vert, ekki síst ­vegna lög­fræði­mennt­unar hennar og ára­langrar reynslu innan lög­regl­unn­ar, en hún starf­aði til að mynda um nokk­urt skeið ­sem aðstoð­ar­rík­is­lög­reglu­stjóri. Margur skyldi því ætla að hún þekki inn­viði lög­regl­unnar og rétt­ar­rík­is­ins betur en flest­ir.

Eins og kunn­ugt er skip­aði Hanna Birna vin­konu sína í stöðu lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, nán­ast sam­dæg­urs og Stefán Eiríks­son hætti störf­um, án þess að aug­lýsa stöð­una lausa til umsókn­ar. Ráðn­ingin vakti athygli innan lög­regl­unn­ar, enda ekki á hverjum degi að ráðið sé í eina eft­ir­sókn­ar­verð­ustu stöðu hennar án aug­lýs­ing­ar.

Auglýsing

Í hinum stór­skemmti­lega slúð­ur­dálki vef­mið­ils­ins Eyj­unn­ar, Orðið á göt­unni, er full­yrt að nú eigi sér stað valda­tafl í lög­regl­unni. Sam­kvæmt slúð­ur­dálknum er mikil óánægja meðal hátt settra karla í lög­regl­unni með þá ákvörðun að skipa Sig­ríði Björk lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Í efstu lögum lög­regl­unnar hafi nefni­lega verið vilji til þess að emb­ættið færi til Jóns H. B. Snorra­sonar aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra. Birt­inga­mynd óánægj­unnar hafi glögg­lega komið í ljós und­an­farna daga, þar sem fáir hafi kom­ið lög­reglu­stjór­anum til varnar und­an­farna daga á meðan að henni hafi verið sótt, og eitt og annað leki út innan lög­regl­unnar á sama tíma.

Sá sem skrifar Orðið á göt­unn­i ­segir að mörgum þyki ofan­greint minna á aðfar­irnar gegn Öldu Hrönn Jóhanns­dóttur á sínum tíma þegar hún var settur sak­sókn­ari efna­hags­brota, og spyr: „Af hverju ætli karla­sam­fé­lagið innan lög­regl­unnar hafi svo miklar áhyggjur af fram­gangi dug­mik­illa kvenna?“

Alda Hrönn kærði Helga Magnús Gunn­ars­son, fyr­ir­renn­ara sinn í starfi sak­sókn­ara efna­hags­brota, til lög­reglu árið 2011 fyrir æru­meið­ingar og sak­aði Helga um að hafa kallað sig „Kerl­ingar tussu“ í vitna við­ur­vist. Málið var sent til lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem Jón H. B. Snorra­son, fyrr­ver­andi sam­starfs­maður Helga Magn­ús­ar, fór fyrir rann­sókn­inni og felldi niður að lok­um. Helgi Magnús hélt því reyndar fram að rang­lega hefði verið eftir honum haft.

Hvernig ónefndur pistla­höf­undur Orðs­ins á göt­unni nær að tengja þessi tvö mál saman þykir í senn áhuga­vert og skondið í bak­her­berg­inu. Sér­stak­lega í ljósi þess að fram­kvæmda­stjóri Eyj­unn­ar, og einn eig­enda Vef­pressunn­ar, sem á Eyj­una og er útgef­andi Pressunn­ar, heitir Arnar Ægis­son og er giftur systur Öldu Hrannar Jóhanns­dótt­ur. Það finnst konum og körlum í bak­her­berg­inu vera drep­fynd­in ­stað­reynd.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Inga Sæland
„Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“
Formaður Flokks fólksins setur spurningarmerki við það að stjórnarformaður Íslandsstofu taki við embætti formanns Samherja.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Bjarni Benediktsson og Logi Einarsson.
Ekki sammála um að Ísland sé spillingarbæli
Fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Samfylkingarinnar deildu ekki sömu sýn á Ísland á Alþingi í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Mamma Klikk
Kjarninn 14. nóvember 2019
Hvernig slátrum við … og hvers vegna?
Davíð Hörgdal Stefánsson gefur nú út sína fjórðu ljóðabók, en hún ber titilinn Heimaslátrun og aðrar vögguvísur.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Norskum stjórnvöldum kunnugt um Samherjamálið
Þátt­ur norska rík­is­bank­ans DNB í bankaviðskipt­um Sam­herja í Namib­íu er til skoðunar innan bankans. Norsk stjórnvöld hafa jafnframt verið látin vita af málinu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None