Bakherbergið: „Aðfarirnar“ að Sigríði Björk kunnuglegar?

sbg.jpg
Auglýsing

Nú standa öll spjót á Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur, nýráð­inn lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­ins­ins, vegna grein­ar­gerðar sem hún sendi Gísla Frey Val­dórs­syni, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manni Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, um mál­efni hæl­is­leit­and­ans Tony Omos í árdaga Leka­máls­ins svo­kall­aða.

Sig­ríður Björk afhenti Gísla umbeðna grein­ar­gerð án þess að hennar væri óskað með form­legum hætti, og mögu­lega í trássi við reglu­gerð um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga hjá lög­reglu. Sem er athygl­is­vert, ekki síst ­vegna lög­fræði­mennt­unar hennar og ára­langrar reynslu innan lög­regl­unn­ar, en hún starf­aði til að mynda um nokk­urt skeið ­sem aðstoð­ar­rík­is­lög­reglu­stjóri. Margur skyldi því ætla að hún þekki inn­viði lög­regl­unnar og rétt­ar­rík­is­ins betur en flest­ir.

Eins og kunn­ugt er skip­aði Hanna Birna vin­konu sína í stöðu lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, nán­ast sam­dæg­urs og Stefán Eiríks­son hætti störf­um, án þess að aug­lýsa stöð­una lausa til umsókn­ar. Ráðn­ingin vakti athygli innan lög­regl­unn­ar, enda ekki á hverjum degi að ráðið sé í eina eft­ir­sókn­ar­verð­ustu stöðu hennar án aug­lýs­ing­ar.

Auglýsing

Í hinum stór­skemmti­lega slúð­ur­dálki vef­mið­ils­ins Eyj­unn­ar, Orðið á göt­unni, er full­yrt að nú eigi sér stað valda­tafl í lög­regl­unni. Sam­kvæmt slúð­ur­dálknum er mikil óánægja meðal hátt settra karla í lög­regl­unni með þá ákvörðun að skipa Sig­ríði Björk lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Í efstu lögum lög­regl­unnar hafi nefni­lega verið vilji til þess að emb­ættið færi til Jóns H. B. Snorra­sonar aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra. Birt­inga­mynd óánægj­unnar hafi glögg­lega komið í ljós und­an­farna daga, þar sem fáir hafi kom­ið lög­reglu­stjór­anum til varnar und­an­farna daga á meðan að henni hafi verið sótt, og eitt og annað leki út innan lög­regl­unnar á sama tíma.

Sá sem skrifar Orðið á göt­unn­i ­segir að mörgum þyki ofan­greint minna á aðfar­irnar gegn Öldu Hrönn Jóhanns­dóttur á sínum tíma þegar hún var settur sak­sókn­ari efna­hags­brota, og spyr: „Af hverju ætli karla­sam­fé­lagið innan lög­regl­unnar hafi svo miklar áhyggjur af fram­gangi dug­mik­illa kvenna?“

Alda Hrönn kærði Helga Magnús Gunn­ars­son, fyr­ir­renn­ara sinn í starfi sak­sókn­ara efna­hags­brota, til lög­reglu árið 2011 fyrir æru­meið­ingar og sak­aði Helga um að hafa kallað sig „Kerl­ingar tussu“ í vitna við­ur­vist. Málið var sent til lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem Jón H. B. Snorra­son, fyrr­ver­andi sam­starfs­maður Helga Magn­ús­ar, fór fyrir rann­sókn­inni og felldi niður að lok­um. Helgi Magnús hélt því reyndar fram að rang­lega hefði verið eftir honum haft.

Hvernig ónefndur pistla­höf­undur Orðs­ins á göt­unni nær að tengja þessi tvö mál saman þykir í senn áhuga­vert og skondið í bak­her­berg­inu. Sér­stak­lega í ljósi þess að fram­kvæmda­stjóri Eyj­unn­ar, og einn eig­enda Vef­pressunn­ar, sem á Eyj­una og er útgef­andi Pressunn­ar, heitir Arnar Ægis­son og er giftur systur Öldu Hrannar Jóhanns­dótt­ur. Það finnst konum og körlum í bak­her­berg­inu vera drep­fynd­in ­stað­reynd.

Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Molar
Molar
Molar – Mikilvægt að koma vel fram við innflytjendur
Kjarninn 20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None