Bakherbergið: „Aðfarirnar“ að Sigríði Björk kunnuglegar?

sbg.jpg
Auglýsing

Nú standa öll spjót á Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur, nýráð­inn lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­ins­ins, vegna grein­ar­gerðar sem hún sendi Gísla Frey Val­dórs­syni, fyrr­ver­andi aðstoð­ar­manni Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, um mál­efni hæl­is­leit­and­ans Tony Omos í árdaga Leka­máls­ins svo­kall­aða.

Sig­ríður Björk afhenti Gísla umbeðna grein­ar­gerð án þess að hennar væri óskað með form­legum hætti, og mögu­lega í trássi við reglu­gerð um með­ferð per­sónu­upp­lýs­inga hjá lög­reglu. Sem er athygl­is­vert, ekki síst ­vegna lög­fræði­mennt­unar hennar og ára­langrar reynslu innan lög­regl­unn­ar, en hún starf­aði til að mynda um nokk­urt skeið ­sem aðstoð­ar­rík­is­lög­reglu­stjóri. Margur skyldi því ætla að hún þekki inn­viði lög­regl­unnar og rétt­ar­rík­is­ins betur en flest­ir.

Eins og kunn­ugt er skip­aði Hanna Birna vin­konu sína í stöðu lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, nán­ast sam­dæg­urs og Stefán Eiríks­son hætti störf­um, án þess að aug­lýsa stöð­una lausa til umsókn­ar. Ráðn­ingin vakti athygli innan lög­regl­unn­ar, enda ekki á hverjum degi að ráðið sé í eina eft­ir­sókn­ar­verð­ustu stöðu hennar án aug­lýs­ing­ar.

Auglýsing

Í hinum stór­skemmti­lega slúð­ur­dálki vef­mið­ils­ins Eyj­unn­ar, Orðið á göt­unni, er full­yrt að nú eigi sér stað valda­tafl í lög­regl­unni. Sam­kvæmt slúð­ur­dálknum er mikil óánægja meðal hátt settra karla í lög­regl­unni með þá ákvörðun að skipa Sig­ríði Björk lög­reglu­stjóra höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. Í efstu lögum lög­regl­unnar hafi nefni­lega verið vilji til þess að emb­ættið færi til Jóns H. B. Snorra­sonar aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra. Birt­inga­mynd óánægj­unnar hafi glögg­lega komið í ljós und­an­farna daga, þar sem fáir hafi kom­ið lög­reglu­stjór­anum til varnar und­an­farna daga á meðan að henni hafi verið sótt, og eitt og annað leki út innan lög­regl­unnar á sama tíma.

Sá sem skrifar Orðið á göt­unn­i ­segir að mörgum þyki ofan­greint minna á aðfar­irnar gegn Öldu Hrönn Jóhanns­dóttur á sínum tíma þegar hún var settur sak­sókn­ari efna­hags­brota, og spyr: „Af hverju ætli karla­sam­fé­lagið innan lög­regl­unnar hafi svo miklar áhyggjur af fram­gangi dug­mik­illa kvenna?“

Alda Hrönn kærði Helga Magnús Gunn­ars­son, fyr­ir­renn­ara sinn í starfi sak­sókn­ara efna­hags­brota, til lög­reglu árið 2011 fyrir æru­meið­ingar og sak­aði Helga um að hafa kallað sig „Kerl­ingar tussu“ í vitna við­ur­vist. Málið var sent til lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þar sem Jón H. B. Snorra­son, fyrr­ver­andi sam­starfs­maður Helga Magn­ús­ar, fór fyrir rann­sókn­inni og felldi niður að lok­um. Helgi Magnús hélt því reyndar fram að rang­lega hefði verið eftir honum haft.

Hvernig ónefndur pistla­höf­undur Orðs­ins á göt­unni nær að tengja þessi tvö mál saman þykir í senn áhuga­vert og skondið í bak­her­berg­inu. Sér­stak­lega í ljósi þess að fram­kvæmda­stjóri Eyj­unn­ar, og einn eig­enda Vef­pressunn­ar, sem á Eyj­una og er útgef­andi Pressunn­ar, heitir Arnar Ægis­son og er giftur systur Öldu Hrannar Jóhanns­dótt­ur. Það finnst konum og körlum í bak­her­berg­inu vera drep­fynd­in ­stað­reynd.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Frá spítala í Manaus í gær. Þar skortir súrefni, sem hefur valdið ónauðsynlegum dauðsföllum bæði COVID-sjúklinga og annarra.
„Brasilíska afbrigðið“: Bretar herða reglur og súrefnið klárast í stórborg í Amazon
Faraldsfræðingur í Manaus í Brasilíu segir borgina að verða sögusvið eins sorglegasta kafla COVID-19 faraldursins hingað til. Súrefni skortir og nýburar eru fluttir í burtu. Á sama tíma grípa Bretar til hertra aðgerða til að verjast nýjum afbrigðum.
Kjarninn 15. janúar 2021
Meira úr sama flokkiBakherbergið
None