Lífsreynslusaga: Saxað á eignasafn Ergo fjármögnunarþjónustu

Ólafur Arnalds skrifar um tjaldvagninn trygga sem þau hjónin fjárfestu í fyrir mörgum árum en reyndist ekki eign þeirra þegar upp var staðið.

Auglýsing

Snemm­sum­ars 2007 gáf­umst við hjónin upp á að sofa á jörð­inni í tjaldi – fórum í búð og keyptum okkur tjald­vagn. Tókum smá lán fyrir hluta kaup­verðs­ins til þriggja mán­aða eða svo – sem greitt var upp með fullum skilum á réttum tíma.

Í mörg sumur elti þessi tjald­vagn jepp­ann okkar stað­fast­lega um fjöll og firn­indi, jafnt yfir jök­ulár sem eyðisanda og bjó okkur skjól um næt­ur. Tjald­vagn­inn var sam­visku­sam­lega tal­inn fram með öðrum jarð­neskum eigum okkar á skatta­skýrsl­um, jafn­vel af nokkru stolti; örlít­ill vottur af eignum á móti öllum skuld­unum sem skap­ast af því að reyna að eign­ast hús­næði og mennta sig drjúgan hluta ævinn­ar.

Tjald­vagna ber að færa reglu­lega til skoð­unar þegar ald­ur­inn fær­ist yfir. Notkun þessa til­tekna eðal­vagns hefur þó verið lítil síð­ustu 5 árin, því ennþá nota­legri græja hefur fengið þann sess að vera svefn­staður okkar hjóna á ferða­lög­um. Því gleymd­ist það algjör­lega að fara með tjald­vagn­inn góða í skoðun að þessu sinni. En við búum við afskap­lega full­komið eft­ir­lits­kerfi í þessu landi og svona trassa­skapur er alls ekki lið­inn. Sýslu­mað­ur­inn á Ísa­firði birt­ist vaskur á vett­vangi í formi bréfs þar sem ég var bæði áminntur og sektaður – með til­vísan í lög, reglu­gerðir og reglu­gerða­kafla.

Auglýsing

Í bréf­inu gat þess þó að ég væri alls ekki eig­andi míns kæra tjald­vagns sem mér þótti í meira lagi furðu­legt svo vægt sé til orða tek­ið. Enda stoltur talið hann sem mína eign til skatts í 14 ár og bund­ist honum ákveðnum til­finn­inga­bönd­um. Fékk að vísu þann heiður að telj­ast „um­ráða­maður öku­tæk­is“. Í bréfi sýslu­manns var ein­hver Ergo skráður eig­andi, sem ég kann­ast barasta ekk­ert við – það er eng­inn Ergo í minni fjöl­skyldu eða vina­hópi. „Ergo“ er raunar lat­ína og merkir „þar af leið­andi“ eða eitt­hvað svo­leiðis – en það er önnur saga.

Nú var strax hringt í sýslu­mann sem gaf sig ekki með þetta og sagði mér að hringja í Ergo sjálfan, sem ku víst vera fjár­mögn­un­ar­þjón­usta. Það gerði ég sam­stund­is, nokkuð ör í lundu. Og viti menn, Ergo taldi sig eiga grip­inn. Ég mald­aði í móinn, ákveð­inn en sæmi­lega stilltur í tali, og taldi amboðið mína eigu og sagð­ist ekki skulda neinum neitt og síst af öllu lán fyrir þessum tjald­vagni. Svörin sem nú feng­ust gætu hafa komið beint úr skets í Spaug­stof­unni sál­ugu. Víst var það rétt að ég hafi greitt upp lánið fyrir 14 árum, en mér hafi láðst að greiða um 2000 krón­ur, og jú ég var víst ekki rukk­aður um þær, en hefði þó átt að greiða þær til að færa grip­inn á mitt nafn með lög­form­legum hætti. Um þetta væri raunar getið í smáa­letri í samn­ingi sem gerður var þarna fyrir 14 árum síð­an. Allt mér að kenna, eins og vana­lega. Þessi „mi­s­tök“ komu þá því aðeins í ljós að það gleymd­ist að færa vagn­inn til skoð­un­ar. En þessu væri hægt að kippa í lið­inn ef ég greiddi 2830 krónur núna.

Það virð­ist vera Ergo um megn að tryggja hag þessa ves­al­inga sem þurfa að leita hjá honum ásjár með smá lán – og sér­stak­lega kann það að vera bratt fyrir fyr­ir­tækið ef kúnn­inn er skil­vís og greiðir upp lán­ið. Svo er alltaf gott að eiga svona fínan tjald­vagn í eigna­safn­inu – alla­vega hefur mér fund­ist það. Mér kom helst í hug að skilja tjald­vagn­inn eftir í hlað­inu hjá Ergo og klára málið þannig – enda er verð­mætið kannski lítið eftir allt volkið sem þessi vagn hafði þurft að ganga í gegn­um. En til­finn­inga­gildið hafði yfir­hönd­ina svo ég reiddi fram upp­sett verð og varð loks­ins nú – eftir 14 ára notkun – hinn sanni eig­andi tjald­vagns­ins. Þetta voru vita­skuld ákveðin tíma­mót sem var fagnað með við­eig­andi hætti.

Ég vona bara að gjörn­ing­ur­inn hafi ekki mikið tjón í för með sér fyrir Ergo og eigna­safnið hans, en ergo, ég velti því fyrir mér hvort það sé mikið af svona eignum í því safni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar