Losum minna og bindum meira

Baula.fr_..Gr_.br_.karhrauni_minni.jpg
Auglýsing

Fnjóska­dalur er glæsi­legur dalur með marg­breyti­legu umhverfi. Um dal­inn rennur ein lengsta og vatns­mesta dragá lands­ins og heitir Fnjóská eftir feysknum trjá­bolum sem trú­lega hafa legið á bökkum hennar þegar menn komu fyrst í dal­inn. Margar sætar æskuminn­ingar á ég frá því þegar ekið var gamla Vaðla­heið­ar­veg­inn á sumrin á leið til ætt­ingja í Reykja­dal. Þá dáðumst við að Vagla­skógi ofan úr Vaðla­heiði en ég fékk að heyra líka að eitt sinn fyrir ekki svo löngu hefði mynd­ar­legur birki­skógur teygt sig yfir hjá Hálsi og inn í Ljósa­vatns­skarð. Menn­irnir hefðu eytt skóg­inum með sauð­fjár­beit og skóg­ar­höggi. Á þessum árum var Vagla­skógur afmark­aður í land­inu og eins skóg­arnir innar í daln­um. Ekki sáust tré utan þess­ara skóga nema kannski lít­ils háttar heima við bæi. Um dag­inn var ég í Fnjóska­dal og dásam­aði með ferða­fé­lögum mínum allan þann skóg sem nú breið­ist út um dal­inn báðum megin árinnar þökk sé minnk­andi beit og hlýjum sumr­um. Svona er þetta orðið víða á lág­lendi Íslands. Birki­skógar lands­ins breið­ast víða hratt út og nýjar tölur um útbreiðslu birki­­skóg­anna verða birtar í haust eða vet­ur. Eft­ir­tekt­ar­vert er að aka um Bárð­ar­dal líka. Þar er birkið í mik­illi sókn enda búskapur orð­inn æði lít­ill í dalnum miðað við það sem áður var. Í hlíð­inni ofan við bæinn Hlíð­skóga var ekk­ert birki þegar sauð­fjár­bú­skap var hætt þar fyrir rúmum ára­tug. Nú er að verða ill­fært þar um fyrir birk­inu. Það hefur beðið í sverð­inum og rokið upp þegar beit­inni linnti. Dæmin eru víða um land.

Skóg­rækt er ein af leið­unum

Í vefritið Kjarn­ann 3. júlí skrifar Snorri Bald­urs­son, líf­fræð­ingur og stjórn­andi hjá Vatna­jök­uls­þjóð­garði, og gagn­rýnir frétt Rík­is­út­varps­ins með fyr­ir­sögn­inni „Hægt að ná mark­miðum með skóg­rækt“. Í frétt­inni var rætt við Arnór Snorra­son, skóg­fræð­ing á Rann­sókna­stöð skóg­rækt­ar, Mógilsá. Fram kom að ná mætti með skóg­rækt veru­legum hluta þeirra mark­miða sem Íslend­ingar hafa nú sett sér um kolefn­is­bind­ingu.

Auglýsing


Snorri gagn­rýnir að ekki skyldi minnst á aðra mögu­leika en skóg­rækt í frétt­inni, svo sem að draga mætti úr koltví­sýr­ingslosun frá sam­göngu­tækjum og iðn­aði. Í frétt­inni var skóg­rækt til umfjöll­unar en ekki sam­göngur eða iðn­að­ur. Ekki var því haldið fram að skóg­rækt ætti að vera eina leiðin að þessu kolefn­is­mark­miði Íslend­inga heldur að hún væri áhrifa­rík leið sem vert væri að fara. Sömu­leiðis tal­aði Arnór um að eftir hrun hefðu fram­lög til skóg­ræktar á Íslandi dreg­ist saman um helm­ing, sem er alveg rétt. Miðað við núver­andi fram­lög til skóg­ræktar er sýnt að mark­mið þau sem sett voru í lögum um lands­hluta­verk­efni í skóg­rækt, að klæða 5% lág­lendis undir 400 metrum skógi á 40 árum, nást ekki að óbreyttu. Í Eyja­firði innan Akur­eyr­ar, að landi Akur­eyr­ar­bæjar með­töldu, er skóg­ar­þekja nú 4,5% og þykir engum of mik­ill skóg­ur.

Verðum að minnka losun en líka að binda

Jafn­vel þótt skóg­rækt­ar­fólk tali fyrir því að ræktun hrað­­vax­inna og hávax­inna trjá­teg­unda sé væn­leg leið til kolefn­is­bind­ingar þýðir það ekki að skóg­rækt­ar­fólki finn­ist þar með að kolefn­is­vand­inn sé leyst­ur. Það þýðir ekki heldur að þar með sé skóg­rækt­ar­fólk á móti nátt­úr­legri útbreiðslu birk­is. Síður en svo, því nóg land er fyrir hvort tveggja. Að sjálf­sögðu verður líka að draga úr útblæstri gróð­ur­húsa­­loft­teg­unda og það mun hraðar en gert hefur verið hingað til. Það hefur þó reynst þjóðum heims erfitt öðru­vísi en að því fylgi einnig sam­dráttur í efna­hags­líf­inu. Svo gleym­ist gjarnan allt það kolefni sem hefur verið losað út í and­rúms­loftið frá iðn­bylt­ingu, raunar allt frá því að menn fóru að ryðja skóg til land­bún­aðar fyrir þús­undum ára. Í verstu til­fell­unum varð landið að eyði­mörk og þá losn­aði enn meira kolefni. Við verðum að binda sem mest við getum af því kolefni sem þegar hefur verið losað jafn­hliða því sem við drögum úr losun okkar nú og í fram­tíð­inni. Skóg­rækt er öflug leið til þess. Íslend­ingar eiga mikið land sem nýta má til nytja­skóg­ræktar án þess að það komi niður á annarri land­nýt­ingu eins og hefð­bundnum land­bún­aði og ferða­mennsku eða setji nátt­úru­vernd­ar­svæði í hættu.



[em­bed]htt­p://issu­u.com/kjarn­inn/docs/2014_07_17/57[/em­bed]

25%, lítið eða mik­ið?

Í grein sinni í Kjarn­anum notar Snorri Bald­urs­son atviks­orðið „að­eins“ um þá kolefn­is­bind­ingu sem næst í gróð­ur­settum nýskógum á Íslandi árið 2020 ef fram fer sem horf­ir. Töl­urnar eru úr skýrslu sér­fræð­inga sem unnin var fyrir umhverf­is­ráðu­neytið 2009. Þetta „að­eins“ sam­svarar þó 25 pró­sentum nauð­syn­legs sam­dráttar í kolefn­islos­un. Sjálfur myndi ég nota um þetta orð eins og „tals­vert“ eða jafn­vel „mik­ið“. Bind­ingin nemur 220.000 tonnum og í þessu felst að ef við hefðum verið fjór­falt dug­legri að rækta skóg hefðum við náð að binda kolefni sem nam öllum þeim sam­drætti sem við tókum á okk­ur.



Rétt er hjá Snorra að skóg­rækt er aðeins ein þeirra leiða sem unnt er að beita í bar­átt­unni gegn auknu hlut­falli gróð­ur­húsa­­lofts í loft­hjúpi jarð­ar­inn­ar. Hann nefnir end­ur­heimt vot­lendis og enn sé hverf­andi lítið gert af því. Hægt sé að bleyta upp í fjórð­ungi fram­ræsts lands á allra næstu árum án þess að það komi niður á land­bún­aði. Þar með megi draga úr losun sem nemur 400.000 kolefn­istonnum en þá á Snorri vænt­an­lega við koltví­sýr­ing. Með þessu sé hægt að upp­fylla helm­ing Kyoto-­mark­miðs­ins árið 2020. Þetta hljómar vissu­lega vel en á það má benda að megnið af fram­ræstu landi hér­lendis sem ekki hefur verið breytt í tún er nú notað til beitar og er með öðrum orðum í notkun í land­bún­aði. Óvíst er að land­eig­end­ur, sem víða eru margir um sömu mýr­ina, vilji þetta. Ef bleytt er upp í fram­ræstu landi minnkar sá gróður sem nýt­ist skepn­um. Einnig má benda á að bind­ing gróð­ur­húsa­loft­teg­unda með mýr­ar­bleyt­ingu er mjög óör­ugg aðferð og illa þekkt. Jafn­framt virð­ist lít­ill áhugi vera á því hjá land­eig­endum að bleyta upp mýr­ar. Fáir brugð­ust við ákalli um slíkt fyrir nokkrum árum þótt vel heppnuð dæmi megi nefna eins og Gauks­mýr­ar­tjörn í Lína­kra­dal.



Nýtt ár kemur eftir árið 2020 og áfram streymir enda­laust. Hvort mark­mið um sam­drátt og bind­ingu nást fyrir 2020 verður að koma í ljós en við þurfum að halda áfram. Með því að rækta skóg lítum við lengra fram á veg­inn. Tré sem ekki er gróð­ur­sett bindur ekki kolefni. Ef flóð verður og kjall­ar­inn minn fyllist af vatni þarf ég ekki bara að stöðva rennslið inn í kjall­ar­ann. Ég þarf líka að dæla upp úr hon­um. Snorri segir að for­varnir séu yfir­leitt betri en lækn­ing en hér duga ekki for­varnir ein­ar. Kolefn­islosun í heim­inum mun drag­ast saman á end­anum en vegna þess að það ger­ist allt of hægt verðum við að dæla upp úr kjall­ar­anum líka og binda kolefni. Það geta trén gert. Meiri útbreiðsla skóga á jörð­inni getur læknað jörð­ina.

Nátt­úru­arfur og óspillt nátt­úra

Snorri vitnar í fræga grein sem Hall­dór Lax­ness birti á gaml­árs­dag 1970 undir heit­inu „Hern­að­ur­inn gegn land­in­u“. En Hall­dór gagn­rýndi líka í grein­inni það skrum sem fælist í þeirri ímynd að á Íslandi „gefi að líta óspilta nátt­úru“. Af þeim orðum Hall­dórs að Íslandi hafi verið „spilt á umliðnum öldum sam­tímis því að Evr­ópa hefur verið ræktuð upp“ má heldur ekki greina nokkra andúð hans á ræktun lands­ins: „Af öfug­mæl­a­nátt­úru sem íslend­íngum er lagin kapp­kosta sumir okkar nú að boða þá kenníngu innan lands og utan, einkum og sér­ílagi þó í ferða­aug­lýs­ingum og öðrum fróð­leik handa útlend­íng­um, að Ísland sé svo landa að þar gefi á að líta óspilta nátt­úru. Margur reynir að svæfa minni­mátt­ar­k­end með skrumi og má vera að okkur sé nokkur vor­kunn í þessum pósti. Hið sanna í mál­inu vita þó allir sem vita vilja, að Ísland er eina landið í Evr­ópu sem er ger­s­pilt af manna­völd­um. Því hefur verið spilt á umliðnum þús­und árum sam­tímis því að Evr­ópa hefur verið ræktuð upp. Nokkur svæði í mið­jarð­ar­hafs­löndum Evr­ópu, einkum Grikk­land, kom­ast því næst að þola sam­an­burð við Ísland að því er snertir spillíngu lands af manna­völd­um.“



Með ofbeit sauð­fjár hurfu birki­skógar lands­ins að mestu, skógar sem þöktu 40–45 pró­sent lands­ins við land­nám. Þegar skóg­arnir voru horfnir gátu eyð­ingaröflin séð um afgang­inn og eyði­merkur urðu áber­andi ein­kenni lands­lags­ins. Enn er þó mikið líf­rænt efni að rotna í jarð­vegi margra íslenskra auðna og þegar það rotnar losnar kolefni. Ef við ræktum upp auðn­irnar ger­ist aðal­lega tvennt, los­unin stöðvast og bind­ing hefst í stað­inn. Ef við ræktum þær upp með fram­leiðslu­miklum trjám tryggjum við árangur upp­græðsl­unnar til langs tíma og bindum enn meira kolefni, bæði í trjánum og í jarð­veg­in­um. Þar fyrir utan verða til mikil verð­mæti í skóg­in­um. Ef nytja­skógur er rækt­aður fást verð­mæti strax við fyrstu grisj­un. Þessi verð­mæti má selja kís­il­iðn­að­inum og sá trjá­viður kemur þá í stað inn­flutts viðar sem fluttur hefur verið um langan veg með til­heyr­andi útblæstri koltví­sýr­ings.

End­ur­gerð nátt­úra

Snorri ræðir á róm­an­tískan hátt um hug­takið vist­heimt, aðgerðir sem miða að því að end­ur­skapa sams konar eða sam­bæri­leg vist­kerfi og spillst hafa. Líf­ríkið breyt­ist með stór­vöxnum trjá­teg­und­um, segir hann. Það er alveg rétt. En Fnjóska­dalur breyt­ist líka mikið núna þegar birkið veður upp um allar hlíð­ar. Þar er sjálf­krafa vist­heimt í gangi og eins í Bárð­ar­dal. Snorri segir að Skóga­sandur og Mýr­dals­sandur séu „einn bylgj­andi lúpínu­akur næst vegi, blár í júní, ann­ars grænn, þar sem áður var svartur sand­ur. Ekki er enn hægt að spá fyrir með vissu hvers konar gróð­ur­lendi eða vist­kerfi slík land­græðsla skapar á end­an­um“. Samt er það vitað og stað­fest að lúpína hörfar úr landi fyrir öðrum gróðri þegar hún hefur búið til nit­ur­ríkan jarð­veg sem dugar til dæmis birki til vaxt­ar. Mikið er gert úr því að skóg­ar­kerf­ill taki sums staðar við af lúpínu en ekki er síður algengt að blá­gresi, brennisóley, sig­ur­skúfur og hvönn geri það, teg­undir sem kall­aðar eru alís­lensk­ar. Og ekki er heldur sjald­gæft að finna reyni­við, víði og birki í lúpínu­breið­um. Birki Bæj­ar­staða­skógar hefur nú breitt sig út þangað sem margir ótt­uð­ust að lúpínan hefði tekið völd­in.



Þegar land er friðað fyrir beit vex ekki upp hinn snögg­bitni mela- og móa­gróður sem mörgum finnst vera íslenskt gróð­ur­far heldur verður landið smám saman skógi vaxið með hávöxnum jurtum í skóg­ar­botn­in­um. Þetta á við víð­ast hvar á lág­lendi og ger­ist hraðar ef „stór­karla­leg­ar“ aðferð­ir, svo sem lúpínusán­ing eða gróð­ur­setn­ing stór­vax­inna trjáa, eru not­að­ar, hægar ef stólað er á sjálfs­án­ingu.



Vilji menn við­halda mela- og móa­gróðri þarf að við­halda sauð­fjár­beit. Óvíst er að beit fari minnk­andi á næstu árum og ekki eru horfur á að skipu­lagi beitar verði breytt þannig að betur sé farið með land­ið. Skóg­ar, lúpínu­breiður og annar „stór­karla­leg­ur“ gróður verður því áfram tak­mark­aður við svæði sem sér­stak­lega eru friðuð fyrir beit og þau verða tak­mörkuð umfangs. Ótti við að melar og móar hverfi er því ástæðu­laus. Í Dan­mörku er einum manni sér­stak­lega borgað fyrir að vera með fé til að við­halda síð­asta lyng­mó­anum á Jót­landi, að því er virð­ist svo fólk geti séð hversu rýrar jósku heið­arnar voru einu sinni. Ann­ars myndi fólk ekki trúa því. Því miður er langt í að svo verði hér.

Maður og nátt­úra

Nátt­úra Íslands er að lang­mestu leyti mörkuð búsetu manns­ins hér í 1.100 ár. Meira að segja jökl­arnir minnka þótt það sé mann­kyni öllu að kenna, ekki Íslend­ingum ein­um. Mark­mið nytja­skóg­ræktar eru marg­vís­leg, ekki ein­ungis að binda kolefni eða græða land. Mark­miðið er ekki síst að skapa verð­mæti. Þessi verð­mæti sjáum við nú þegar í sölu grisj­un­ar­viðar til Elkem á Grund­ar­tanga, sem dregur úr inn­flutn­ingi trjá­viðar til þess­ara nota, bætir þar með gjald­eyr­is­stöðu þjóð­ar­inn­ar, styrkir skóg­rækt í land­inu, eflir byggð í dreif­býli og stuðlar að því að loka­upp­skeran úr skóg­inum verði í fyll­ingu tím­ans meiri að magni og gæðum en líka verð­mæt­ari.



Rækt­aðir skógar þekja nú um 0,4% lands­ins og tals­vert af því eru birki­skóg­ar. Villtir birki­skógar eru á rúmu pró­senti lands­ins. Illa eða ógróið land á lág­lendi Íslands þekur hins vegar 12% lands­ins, eða um 12 þús­und fer­kíló­metra. Mikið af þessu landi, einkum sandar Suð­ur­lands, hentar mjög vel til skóg­rækt­ar. Þar er hægt að slá margar flugur í einu höggi, stöðva kolefn­islosun úr jarð­vegi og upp­blástur lands, binda kolefni í nýjum gróðri, skapa auðug og fjöl­breyti­leg vist­kerfi, mynda skjól og búa til verð­mæta auð­lind kom­andi kyn­slóðum til nytja. Af 1.000 hekt­urum 50–70 ára gam­als nytja­skógar má upp­skera trjá­við fyrir að minnsta kosti tvo millj­arða króna. Þá er ótal­inn allur arð­ur­inn sem feng­ist hefur fram að því með grisj­un­ar­viði og líka öll kolefn­is­bind­ingin í skóg­in­um, atvinna, skjól o.s.frv.

Alþjóð­legi vink­ill­inn

Undir þess­ari milli­fyr­ir­sögn setur Snorri fram þá túlkun að nytja­skóg­rækt með hávöxnum trjám sé brot á alþjóð­legum sátt­mál­um. Hann rök­styður ekki hvernig nytja­skóg­rækt getur stofnað líf­fjöl­breytni í hættu. Þvert á móti má færa rök fyrir því að inn­fluttar trjá­teg­undir auki líf­fjöl­breytni á land­inu með öllu því jurta, dýra- og sveppa­lífi sem þeim fylg­ir. Ekki er auð­velt að koma auga á vís­bend­ingar um að nytja­skóg­rækt komi í veg fyrir að við getum verndað villt dýr og plöntur á Íslandi. Hvernig nytja­skóg­rækt gengur í ber­högg við alþjóð­lega samn­inga er ekki gott að sjá held­ur. Hins vegar er skilj­an­legt að fólk sé á móti barr­skógum ef því finnst þeir ljót­ir. Um smekk er vandi að deila. Enn erf­ið­ara er þó að finna út hvað kalla megi sannan íslenskan nátt­úru­arf. Nátt­úran breyt­ist. Við höfum breytt nátt­úr­unni í 1.100 ár og snúum aldrei til baka til ein­hvers sem var, sama hvað við ger­um. Og hvernig ættum við að ákveða hvar á stigi þró­un­ar­innar hið æski­lega nátt­úru­far er sem við vildum snúa aftur til? Er eitt ártal betra en annað í því?



Unn­endur íslenskrar nátt­úru þurfa ekki að hafa neinar áhyggjur af því að birki­skóg­ar, sem Snorri Bald­urs­son kallar nátt­úru- og menn­ing­ar­arf okk­ar, séu í hættu. Birki­skógar munu breið­ast út á kom­andi tíð með minnk­andi beit sauð­fjár og hlýn­andi lofts­lagi. Þeir munu stækka hraðar en nytja-­skóg­arn­ir. Barr­við­ar­skógar munu ekki bera birki­skóg­ana ofur­liði næstu ald­irn­ar, jafn­vel þótt við ákveðum að taka nokkur pró­sent lands­ins undir nytja­skóga með barr­viði. Á end­anum gæti samt farið svo, kannski eftir önnur 1.100 ár, að Ísland yrði eins og Skand­in­av­ía, að mestu vaxið barr­viði en birki­skógar yxu aðal­lega til fjalla. Því munu íbúar lands­ins venj­ast smám saman og ekki vilja sleppa hend­inni af skógum sín­um. Þá skipta til­finn­ingar okkar sem nú lifum ekki máli. Í Árs­riti Skóg­ræktar rík­is­ins sem er nýkomið út er for­vitni­leg grein eftir Björn Trausta­son, Þor­berg Hjalta Jóns­son og Bjarka Þór Kjart­ans­son, sér­fræð­inga á Mógilsá, þar sem fram kemur að ef með­al­hiti á Íslandi hækkar um 2 °C hækki skóg­ar­mörk á Íslandi svo mikið að birki geti vaxið á mest­öllu hálendi Íslands. Birk­ið, flóra Íslands og annar nátt­úru­arfur virð­ist því ekki í neinni hættu.

Græðum jörð­ina

Mik­il­vægt er að jarð­ar­búar græði upp auðnir og gróð­ur­lítil svæði. Rétt eins og þjóðir hafa skyldum að gegna við nátt­úru­arf sinn, að gæta þess að ein­kenn­andi jurtir og vist­kerfi varð­veit­ist, má líta svo á að þær þjóðir sem eiga auðnir sem orðið hafa til af manna­völdum hafi skyldum að gegna við mann­kynið – og jörð­ina sjálfa – að klæða þessar mann­gerðu auðnir gróðri aft­ur. Ásamt því að stöðva fólks­fjölg­un, hætta losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og láta af ósjálf­bærum lifn­að­ar­­háttum hlýtur mann­kyn­inu að bera skylda til að rækta gróður sem tryggir að áfram verði hægt að lifa á jörð­inni. Ísland er á jörð­inni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None