Lýðræðið, frelsið og baðvatnið

Ólafur Páll Jónsson, prófessor í heimspeki, segir frelsi sem pólitísk hugsjón sé lítils virði ef jafnrétti og bræðralag fylgi ekki með.

Auglýsing

Á meðan fólk hóp­að­ist saman í kuld­anum á Aust­ur­velli sunnu­dag­inn 6. nóv­em­ber til að mót­mæla grimmi­legum aðgerðum rík­is­valds­ins gegn van­mátt­ugu flótta­fólki ríkti ann­ars­konar spenna í Laug­ar­dals­höll. Þar sat fólk í hlýj­unni, hélt lands­fund undir slag­orð­inu „frelsi“ (eitt orð var nóg) og fannst það vera komið á eina mestu „lýð­ræð­is­há­tíð“ lands­ins. En hvers konar frelsi er það sem fólkið í salnum þráði svo heitt og hvers­konar hátíð lýð­ræðis var fagn­að?

Úr Laug­ar­dals­höll bár­ust okkur þær fréttir að salan á Íslands­banka hafi verið frels­is­að­gerð, og að í nafni frelsis sé mik­il­vægt að selja áfengi í kjör­búðum og koma Rík­is­út­varp­inu af aug­lýs­inga­mark­aði. Kannski er það rétt, ég finn samt ekki mikið fyrir frels­is­skerð­ingu þótt ég geti ekki keypt mitt vín í næstu búð, heldur verði að fara í þá þarnæstu. Hvað söl­una á Íslands­banka varð­ar, þá hef ég hvorki fundið til meira frelsis eða auk­innar ánauðar við þá aðgerð og efast um að öðrum borg­urum þessa lands sé annan veg far­ið. Nema kannski þeim fáu sem keyptu hlut og græddu fé og geta nú leyft sé auk­inn mun­að, t.d. bætt við einni ferð suður í sól­ina. 

Auglýsing
Þegar nútím­inn hóf inn­reið sína í stjórn­mál Vest­ur­landa með bylt­ingu í Frakk­landi árið 1789 var ekki haldin nein „lýð­ræð­is­há­t­ið“ eins og nú í Laug­ar­dals­höll heldur bylt­ing. Alþýðan braust undan alda­langri ánauð og kúgun og bylti kon­ungi og aðli úr sessi. En þetta gerði hún ekki ein­ungis í nafni frels­is, heldur einnig í nafni jafn­réttis og bræðra­lags. Fólkið vissi sem var að sem póli­tísk hug­sjón er frelsi lít­ils virði ef jafn­rétti og bræðra­lag fylgja ekki með. 

Ég veit ekki hver var höf­undur að slag­orði lands­fundar Sjálf­stæð­is­flokks­ins í ár. Kannski Bjarni hafi sjálfur fengið þessa hug­mynd þegar hann lagð­ist í heitt bað­vatn­ið. Hann fær víst bestu hug­mynd­irnar þar. En spyrjum nú: Hvað er frelsi þessu fólki? Frelsið felst kannski einmitt í því að geta farið í bað þegar manni sýnist, geta keypt sér vín í sömu búð og mjólk­ina og brauð­ið, að geta höndlað frjáls­lega með hluta­bréf í fjár­mála­stofn­unum (á milli hruna) og fleira í þeim dúr.

Um það bil sem búið var að dúka upp fyrir lands­fund­inn í Laug­ar­dals­höll var verið að hand­taka fólk til að senda það á göt­una í Grikk­landi. Þetta fólk var ekki komið til Íslands í neina skemmti­för, heldur hafði það flúið harð­ræði í sínum heima­lönd­um, fyrst til Grikk­lands en síðan áfram norður uns lengra var ekki kom­ist. Ein mann­eskja hafði komið sem fylgd­ar­laust barn til lands­ins. Þetta er fólk í leit að frelsi, en líka jafn­rétti og bræðra­lagi, og kannski umfram allt mann­úð. Tvær stelpur voru loks­ins komnar í skóla. Fyrir þeim var frelsi kannski einmitt það: að fá að læra. 

Auglýsing
Skyldi fólkið sem sent var til Grikk­lands aðfara­nótt fimmtu­dags hafa frelsi til að leggj­ast í heitt bað og fá góðar hug­mynd­ir? Spurn­ingin er fáfengi­leg nema fólk eigi bað. Og baðið er raunar lít­ils virði nema í húsi þar sem heitt vatn rennur úr krön­um. Í alls­leysi göt­unnar varðar fólk lítið um það hvort því sé heim­ilt að fara í bað, hvort vínið sé selt í sömu búð og mjólkin og brauð­ið, eða hvort hluta­bréf banka séu seld á opnum mark­að­i. 

Flótta­fólkið sem var flutt í skjóli nætur á göt­una í Grikk­landi hefur verið svipt rétt­inum til að lifa í heim­in­um. Í alls­leysi göt­unnar þar sem engin tæki­færi bíða, þar sem eng­inn hlust­ar, þar sem tím­inn er bið án enda, hefur fólk verið svipt þessum rétti. Um stund­ar­sakir fengu sum þeirra ávæn­ing af þessum rétti; sum þeirra leifðu sér kannski að hugsa um fram­tíð, gera áform, spyrja sig: Hvað langar mig að gera? Syst­urnar sem voru loks komnar í skóla leyfði sér kannski að dreyma um fram­tíð þar sem þær sjálfar gætu haft eitt­hvað um eigin örlög að segja. Það var þeirra lýð­ræð­is­há­t­ið. En svo var þessu öll svipt í burtu á einni nóttu. Réttur þeirra til að ganga í skóla var að engu gerð­ur, rétt­ur­inn til að lifa í heim­inum var tek­inn frá þeim. 

Höf­undur er pró­fessor í heim­speki á Mennta­vís­inda­sviði Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar