„Málsvörnin“ – hugleiðingar um spillingu að loknum lestri

Jóhann Hauksson blaðamaður segir að enn séu til stjórnmálaöfl sem vilji ekkert eftirlit hafa í nafni almannahagsmuna.

Auglýsing

Á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar tók ég í fyrsta skipti víx­il­lán til að koma þaki yfir mig og fjöl­skyld­una. Magnús (Jóns­son) frá Mel, fyrrum ráð­herra á vegum Sjálf­stæð­is­flokks­ins, var þá banka­stjóri Bún­að­ar­bank­ans. 

Hann spurði mig hverra manna ég væri.

Kurt­eis og auð­sveipur frammi fyrir banka­vald­inu gerði ég grein fyrir mér. Hafði að vísu ekk­ert flokks­skír­teini og var ekki spurður um slíkt. En bank­inn vildi vita ein­hver deili á ábyrgð­ar­mönnum eða bak­hjörlum lán­tak­anda með hlið­stæðum hætti og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hélt fyrir ára­tugum bók­hald yfir póli­tískar skoð­anir fólks. Já hverjum er treystandi?

Snemma árs 2021 skrifar fræði­mað­ur­inn Hannes Hólm­steinn Giss­ur­ar­son umsögn í Morg­un­blaðið um bók­ina Málsvörn Jóns Ásgeirs eftir Einar Kára­son. Lætur þar í veðri vaka að Davíð Odds­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, hafi gefið lána­starf­semi banka frjálsa í þeim skiln­ingi að hætt hafi verið í hans tíð að spyrja lán­tak­endur um flokks­skír­teini áður en lánað væri. Nú skyldi frjáls­lyndið ráða för.

Þessum lang­rækna for­sæt­is­ráð­herra ofbauð þó frjáls­ræð­ið, sem Hannes Hólm­steinn segir að sé þó frá Davíð kom­ið, þegar Bún­að­ar­bank­inn löngu síðar lán­aði fjand­manni hans, Jóni Ólafs­syni kaup­sýslu­manni, stór­fé. Ógn­andi kall­aði hann banka­stjór­ann á tepp­ið. Hann vissi að umbun og refs­ing er til þess fallin að við­halda holl­ust­unni og auð­sveipn­inni.

Og svo einka­væddi Davíð rík­is­bank­ana. Allt frá­gengið og klárt snemma árs 2003.

Eftir marg­vís­legan annan und­ir­bún­ing hrundi allt banka­kerfið lið­lega fimm árum síðar þegar lang­ræknin rak þennan sama Dav­íð, þá seðla­banka­stjóra, til þess að þjóð­nýta Glitni. Bank­inn sá var þá á áhrifa­svæði Jóns Ásgeirs, en þann fjand­mann hafði Davíð smíðað sjálfur og sleg­ist við árum sam­an. Davíð fékk þjóð­nýt­ing­una í gegn þótt hættan á dómínóá­hrifum væru yfir­þyrm­andi.

Auglýsing
Einhver hefur lík­lega sagt í bak­her­bergi að þessi einka­styrj­öld Dav­íðs ætti enn eftir að kosta þjóð­ina skild­ing­inn.

William Black, sá er skrif­aði bók­ina „The Best Way to Rob a Bank is to Own One“ var meðal þeirra sem komu hund­ruð bankstera á bak við lás og slá í miklu fjár­mála­hneyksli í Banda­ríkj­unum fyrir meira en ald­ar­fjórð­ungi. Hann kom til Íslands eftir hrun, hélt fyr­ir­lestra og gaf góð ráð.

Með stofnun emb­ættis Sér­staks sak­sókn­ara kom íslenska rétt­ar­vörslu­kerfið nokkrum fjölda banka­manna og fjár­mála­jöfra bak við lás og slá eftir banka­hrunið 2008. Í því fel­ast engar ofsókn­ir. Aðal­at­riðið er að rétt­ar­vörslu­kerfið afl­aði þekk­ingar og kunn­áttu til að rann­saka og sak­sækja fyrir flókin efna­hags­brot. Allir eru jafnir fyrir lög­un­um. Þessir menn hafa tekið út sína refs­ingu. Þeir mega nú vera frjálsir og eru kannski lög­hlýðnir eins og flestir borg­arar eru. 

Getur þetta verið satt?

En höf­uð­fjandi Dav­íðs, Jón Ásgeir, slapp nokkurn veg­inn þrátt fyrir ára­langan mála­til­búnað og mála­ferli af hálfu hins opin­bera. Ekki þó í þeim skiln­ingi að hann varð að segja sig frá mörgum góðum við­skipta­tæki­færum í Bret­landi eins og glögg­lega kemur fram „Málsvörn­inni“ eftir Einar Kára­son. Meðal ann­ars vegna hús­leita og lög­reglu­rann­sókna í fyr­ir­tækjum hans á Íslandi. Var þeim aðgerðum fjar­stýrt af Dav­íð? Einar Kára­son vitnar til orða Jóhanns R. Bene­dikts­son­ar, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra og sýslu­manns í Málsvörn­inni: „Hann sagði frá því að örskömmu fyrir inn­rás­ina í Baug, eða hús­leit­ina frægu, þann 28. Ágúst 2002, hefði hann verið á Þing­völlum í boði for­sæt­is­ráð­herr­ans ásamt öðrum sýslu­mönnum og lög­reglu­stjór­um. Hann hafi staðið á tali við Da­víð ásamt fleirum þegar rík­is­lög­reglu­stjór­inn (Har­aldur Johann­essen) kom og til­kynnti ráð­herr­anum að nú ætti að fara að láta til skarar skríða gagn­vart Baugi. Jóhann R. Bene­dikts­son sagði að þetta hefði hitt við­stadda mjög illa, og bætti við: „Da­víð fyrt­ist við og suss­aði rík­is­lög­reglu­stjór­ann í burtu, aug­ljós­lega þar em ekki mátti tala um þetta svo að aðrir heyrð­u.“ (bls. 173)

Kannski hafa þeir eitt­hvað lært sem fengu dóm og tóku út refs­ingu. Aug­ljós­lega er Jón Ásgeir reynsl­unni rík­ari eftir að rík­is­valdið hafi árang­urs­laust varið ógrynni fjár til þess að koma honum bak við lás og slá. 

En nú virð­ist sem þetta sama rík­is­vald sé ekk­ert í mun að slá í eða hotta á eftir rann­sókn á mútu- og spill­ing­ar­málum Sam­herja. Þær eru ekki margar stór­út­gerð­irnar sem hafa nú allt þjóð­fé­lagið í greip sinni líkt og Davíð Odds­son taldi að ætti við um Baugs­veldið forð­u­m. 

Von­andi er þó ­ís­lensk þjóð betur varin gegn alvar­legum efna­hags­brotum en áður. Fjöldi af hæfu fólki hefur nú þekk­ingu og kunn­áttu til að rann­saka slík brot. Þessir sér­fræð­ingar náðu valdi á mik­il­vægri grein­ingu efna­hags­brota m.a. í störfum sínum fyrir sér­stakan sak­sókn­ara. Löngu fyrir banka­hrunið hafði GRECO bent á nauð­syn þess að Ísland efldi sér­hæf­ingu og kunn­áttu til þess að rann­saka og ákæra fyrir alvar­leg efna­hags­brot.

En það eru enn til stjórn­mála­öfl sem vilja helst ekk­ert eft­ir­lit hafa í nafni almanna­hags­muna. Þau aðhyll­ast dólga­kenn­ingar um að ríkið eigi ekki að gera annað en að reka vita og kannski eitt­hvað fleira smátt. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Mið­flokk­ur­inn létu það verða eitt af sínum fyrstu verkum eftir kosn­ing­arnar 2013 að til­kynna um nið­ur­skurð á fjár­fram­lögum til helstu eft­ir­lits­stofn­ana þjóð­ar­inn­ar, þar á meðal til emb­ættis sér­staks sak­sókn­ara. Og enn er höggvið í sama knérunn. Fjár­mála­eft­ir­lit­inu komið fyrir innan Seðla­bank­ans. Háværar kröfur frá mátt­ugum fyr­ir­tækjum og hags­muna­sam­taka þeirra um að koma Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu á kné. Emb­ætti skatt­rann­sókna­stjóra á að leggja niður og koma fyrir í skúffu hjá Skatt­in­um. Og löngu er búið að skera niður fram­lög til emb­ættis hér­aðs­sak­sókn­ara (áður sér­stakur sak­sókn­ari) umfram það sem eðli­legt mátti telja. Það er til­gáta mín að það séu sömu öflin sem þrengdu árum saman að Baugs­feðgum sem nú sjá til þess að hæfi­lega sé gefið eftir í rann­sókn og sak­sókn fyrir spill­ing­ar­brot Sam­herja. Annað hvort eru menn þókn­an­legir vald­inu eður ei.

Fátt breyt­ist – enn að minnsta kosti

Kann­ast ein­hver við að hafa heyrt um að opin­ber sak­sókn­ari í þjóð­ríki hafi fengið heim­ild til hús­leitar hjá skatt­rann­sókna­stjóra í sama þjóð­ríki? Jú mikið rétt. Það gerð­ist snemma árs 2008 á Íslandi þegar skatt­rann­sókna­stjóri neit­aði sak­sókn­ara um gögn sem gátu leitt í ljós hvort skatt­kerfið mis­mun­aði borg­ur­un­um. Hvort þeir sem hefðu flokks­skír­teini Sjálf­stæð­is­flokks­ins upp á vas­ann fengju silki­hanska­með­ferð en hin­ir, sér­legir óvinir Dav­íðs Odds­son­ar, væru sendir lög­reglu­rann­sókn. Flokks­gæð­ing­ur­inn fékk í kyrr­þey að að semja við yfir­skatta­nefnd um sektir fyrir vantaldar tekjur en Jón Ásgeir og fleiri sendir í lög­reglu­rann­sókn með yfir­vof­andi kröfu um 6 ára fang­elsi. Samt höfðu þau öll fengið millj­ónir úr sama sjóðnum á sama tíma; líka flokks­gæð­ing­ur­inn.

­For­hert hlut­drægni varð æ aug­ljós­ari í elt­inga­leik rík­is­valds­ins við feðgana í Baugs­mál­inu eftir því sem fleiri gögn voru birt. En spilltri og hlut­drægri með­ferð opin­bers valds er ekki lokið af hálfu stjórn­valda. Hún var aug­ljós hjá Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þegar hann lagð­ist gegn því í fyrra að Þor­valdur Gylfa­son yrði ráð­inn rit­stjóri við hag­fræði­rit í Skand­in­av­íu. Vafasöm með­ferð hans á vald­inu hafði áður náð hæðum þegar hann (sem fjár­mála­ráð­herra) stakk tveimur skýrslum undir stól sem komu honum og flokki hans illa fyrir þing­kosn­ing­ar. Þessi hlut­drægni og for­herð­ing kemur einnig fram í þeim orðum Hann­esar Hólm­steins á net­inu að Sverrir Her­manns­son flokks­bróðir hans um tíma hafi stofnað stöðu handa honum við Háskóla Íslands (sem er reyndar ekki rétt, en hann réði hann án aug­lýs­ing­ar). Að Birgir Ísleifur Gunn­ars­son flokks­bróðir Hann­esar Hólm­steins og þáver­andi mennta­mála­ráð­herra hafi ráðið hann til HÍ gegn vilja Félags­vís­inda­deildar vegna skoð­ana sinna. Að Bjarni Bene­dikts­son og Árni Mathies­en, fjár­mála­ráð­herrar íslensku þjóð­ar­inn­ar, hafi hvor um sig afhent Hann­esi Hólm­steini 10 millj­ónir króna af almannafé til að skrifa gagns­lausar áróð­urs­skýrsl­ur. 

Þessum grein­ar­stúf er ekki ætlað að vera bók­ar­um­sögn um „Málsvörn Jóns Ásgeirs“ efir Einar Kára­son. Miklu fremur eru þetta hug­leið­ingar sem vökn­uðu við lestur bók­ar­inn­ar. En bókin rennur vel og heldur manni við efn­ið. Aðrir hafa lýst efni hennar af meiri nákvæmni en ég og fellt um hana dóma. 

Davíð Schev­ing Thor­steins­son frum­kvöð­ull og iðn­rek­andi sagði mér fyrir margt löngu að hann hefði hitt rosk­inn auð­mann í Banda­ríkj­unum sem hann átti ein­hver við­skipti við. Sá gamli sagði við Davíð Schev­ing að hann hefði þrisvar orðið gjald­þrota á ævinni og skipti helst ekki við aðra en þá sem hefðu farið á haus­inn svo sem tvisvar til þrisvar sinn­um. Öðrum væri ekki treystandi.

Kannski á þessi saga við um Jón Ásgeir nú. Það kemur í ljós.

Einar Kára­son: Takk fyrir læsi­lega bók.

Höf­undur er blaða­mað­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar