Markaðsvæðing ofbeldis gegn börnum

Nína Salvarar handritshöfundur.
boko-haram1.jpg
Auglýsing

Á síð­ustu árum hafa orðið kerf­is­breyt­ingar í frétta­mennsku. Frétta­veitur á net­inu hafa tekið við af papp­írn­um, og sumar þess­arar frétta­veita hafa orðið eins­konar skyndi­bita­staðir fyrir frétta­þyrsta. Frétta­skyndi­bit­inn er bor­inn á borð í formi fyr­ir­sagna sem ætlað er að grípa les­and­ann. Smellir og heim­sókna­fjöldi eru núna hug­tök sem koma í stað dreif­ingar og lest­urs. Kappið um smella­fjöld­ann er þannig að vel­flestir frétta­miðlar birta lista yfir mest lesnu frétt­irn­ar, svo að keppn­inni sé haldið til haga. Í lok árs­ins eru gefnir út árs­listar yfir mest lesnu frétt­irn­ar. Flestu smell­ina (e. clicks). Bestu fyr­ir­sögn­ina.

Þetta form er bara eins og það er. Þetta hefur færst nær aug­lýs­inga­mennsku og fjær frétta­mennsku. Form sem er hinumegin á kvarð­anum við rann­sókn­ar­blaða­mennsku. Kannski mætti tala um nýtt list­form í skap­andi skrif­um, hina full­komnu vef­fyr­ir­sögn. Gull­gerð­ar­menn gætu jafn­vel reynt að finna upp for­múl­ur. Margir hafa eflaust reynt.

Þó eru ennþá engar deildir í lista­há­skólum til­eink­aðar form­inu, og í stað­inn virð­ast vindar eða tísku­straumar ráða því hvaða fréttir fá flesta smelli. Þau mál sem helst eru í tísku í þjóð­fé­lag­inu hverju sinni. Vin­sælar skoð­an­ir, vin­sælt fólk. Og svo er allt hitt, þetta dimma og ljóta sem er svo ljótt að maður getur ekki litið und­an. En kannski ætti maður að gera það.

Auglýsing

Óhugn­an­legar fyr­ir­sagnir not­aðar til að selja smelli



Með þess­ari þróun hefur færst í auk­ana að nota graf­ískar lýs­ingar á stríðs­ og ofbeld­is­glæpum í slíkar fyr­ir­sagn­ir. Það er ekki nýtt í frétta­sög­unni heldur fyr­ir­bæri sem lengi hefur verið verið notað til að selja frétt­ir. Athugið þó að hér er talað um að selja frétt­ir. Nýlundan er sú að í dag eru þessar óhugn­an­legu fyr­ir­sagnir not­aðar til að selja smelli. Fréttrnar sem fylgja slíkum fyr­ir­sögnum eru hvorki frétta­skýr­ing né eig­in­leg frétt, heldur oftar en ekki smelli­beit­ur, stutt­leg við­bót við lýs­ing­una sem ein­göngu er ætlað er að vekja hroll hjá les­and­anum og dýpkar þess­vegna ekki skiln­ing­inn á því í hvernig sam­hengi svona hlutir ger­ast. Les­and­inn bregst við eins og við áhorf á hryll­ings­mynd, finnur til skamm­vinns ótta og æsings, grípur ef til vill nafnið á ger­and­anum sem oftar en ekki eru ein­hver sam­tök eða öfga­hóp­ur, en svo er haldið áfram á næstu fyr­ir­sögn. Hér er eng­inn raun­veru­legur áhugi fyrir hendi, eða fróð­leikur í boði um ástand mála, heldur ein­göngu afþrey­ing sem hefur fengið að taka á sig sama form og frétta­molar úr popp­kúlt­úr: Hverjir voru hvar, hverjir voru pynt­aðir hvern­ig.

­Ís­lenskir fjöl­miðlar hafa svo sann­ar­lega fengið far með þess­ari lest, en á síð­ustu miss­erum virð­ist hafa verið bætt um betur og þegar eitt dugir ekki lengur er gripið til örþrifa­ráða.

Íslenskir fjöl­miðlar hafa svo sann­ar­lega fengið far með þess­ari lest, en á síð­ustu miss­erum virð­ist hafa verið bætt um betur og þegar eitt dugir ekki lengur er gripið til örþrifa­ráða. Pynt­ingar og ofbeld­is­glæpir gegn börnum er nýjasta æðið í smelli­veiði­kúlt­úrn­um.

Eitt ein­kenni á þessum smelli­beitum er að þessir ofbeld­is­glæpir bein­ast und­an­tekn­inga­laust að börnum erlendis og þá helst í fjar­lægum lönd­um. Fólk virð­ist ennþá kunna sér hóf þegar málin snúa að inn­lendum frétt­um, eins og sjá má á frétta­flutn­ingi um inn­lent barn­a­níð. Maður sér ekki graf­ískar lýs­ingar í fyr­ir­sögnum þannig frétta. Ekki enn­þá, og mikið vona ég að það ger­ist aldrei.

Aug­lýs­inga­tækni sem elur á umtali og ótta



Það versta er að þetta er ekki sak­laus skemmt­un, heldur vekur þessi teg­und frétta­mennsku, ef svo skyldi kalla, ein­göngu til­ætluð áhrif hjá þeim sem fremja þessi ódæð­is­verk. Nafn þeirra sam­taka eða afla sem standa að baki ofbeld­inu kemur oftar en ekki fram í frétt­inni. Þetta er borð­leggj­andi aug­lýs­inga­tækni sem elur á umtali, ótta og áfram­hald­andi dreif­ingu ótt­ans sem er nákvæm­lega það sem ofbeld­inu er ætlað að gera.

Þeir sem falla fyrir þessum smelli­gildrum eru þannig óaf­vit­andi orðin ómissandi hluti af vél­inni sem elur af sér meiri þján­ingu, ofbeldi og hryll­ing. Sam­fé­lagið þarf að hætta að neyta ofbeldis gegn börnum sem mark­aðs­vöru og leit­ast þess í stað við að kynna sér slík mál­efni af alvöru.

Krefj­umst ábyrgrar frétta­mennsku, og tökum ábyrgð á smell­un­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None