Markaðsvæðing ofbeldis gegn börnum

Nína Salvarar handritshöfundur.
boko-haram1.jpg
Auglýsing

Á síð­ustu árum hafa orðið kerf­is­breyt­ingar í frétta­mennsku. Frétta­veitur á net­inu hafa tekið við af papp­írn­um, og sumar þess­arar frétta­veita hafa orðið eins­konar skyndi­bita­staðir fyrir frétta­þyrsta. Frétta­skyndi­bit­inn er bor­inn á borð í formi fyr­ir­sagna sem ætlað er að grípa les­and­ann. Smellir og heim­sókna­fjöldi eru núna hug­tök sem koma í stað dreif­ingar og lest­urs. Kappið um smella­fjöld­ann er þannig að vel­flestir frétta­miðlar birta lista yfir mest lesnu frétt­irn­ar, svo að keppn­inni sé haldið til haga. Í lok árs­ins eru gefnir út árs­listar yfir mest lesnu frétt­irn­ar. Flestu smell­ina (e. clicks). Bestu fyr­ir­sögn­ina.

Þetta form er bara eins og það er. Þetta hefur færst nær aug­lýs­inga­mennsku og fjær frétta­mennsku. Form sem er hinumegin á kvarð­anum við rann­sókn­ar­blaða­mennsku. Kannski mætti tala um nýtt list­form í skap­andi skrif­um, hina full­komnu vef­fyr­ir­sögn. Gull­gerð­ar­menn gætu jafn­vel reynt að finna upp for­múl­ur. Margir hafa eflaust reynt.

Þó eru ennþá engar deildir í lista­há­skólum til­eink­aðar form­inu, og í stað­inn virð­ast vindar eða tísku­straumar ráða því hvaða fréttir fá flesta smelli. Þau mál sem helst eru í tísku í þjóð­fé­lag­inu hverju sinni. Vin­sælar skoð­an­ir, vin­sælt fólk. Og svo er allt hitt, þetta dimma og ljóta sem er svo ljótt að maður getur ekki litið und­an. En kannski ætti maður að gera það.

Auglýsing

Óhugn­an­legar fyr­ir­sagnir not­aðar til að selja smelliMeð þess­ari þróun hefur færst í auk­ana að nota graf­ískar lýs­ingar á stríðs­ og ofbeld­is­glæpum í slíkar fyr­ir­sagn­ir. Það er ekki nýtt í frétta­sög­unni heldur fyr­ir­bæri sem lengi hefur verið verið notað til að selja frétt­ir. Athugið þó að hér er talað um að selja frétt­ir. Nýlundan er sú að í dag eru þessar óhugn­an­legu fyr­ir­sagnir not­aðar til að selja smelli. Fréttrnar sem fylgja slíkum fyr­ir­sögnum eru hvorki frétta­skýr­ing né eig­in­leg frétt, heldur oftar en ekki smelli­beit­ur, stutt­leg við­bót við lýs­ing­una sem ein­göngu er ætlað er að vekja hroll hjá les­and­anum og dýpkar þess­vegna ekki skiln­ing­inn á því í hvernig sam­hengi svona hlutir ger­ast. Les­and­inn bregst við eins og við áhorf á hryll­ings­mynd, finnur til skamm­vinns ótta og æsings, grípur ef til vill nafnið á ger­and­anum sem oftar en ekki eru ein­hver sam­tök eða öfga­hóp­ur, en svo er haldið áfram á næstu fyr­ir­sögn. Hér er eng­inn raun­veru­legur áhugi fyrir hendi, eða fróð­leikur í boði um ástand mála, heldur ein­göngu afþrey­ing sem hefur fengið að taka á sig sama form og frétta­molar úr popp­kúlt­úr: Hverjir voru hvar, hverjir voru pynt­aðir hvern­ig.

­Ís­lenskir fjöl­miðlar hafa svo sann­ar­lega fengið far með þess­ari lest, en á síð­ustu miss­erum virð­ist hafa verið bætt um betur og þegar eitt dugir ekki lengur er gripið til örþrifa­ráða.

Íslenskir fjöl­miðlar hafa svo sann­ar­lega fengið far með þess­ari lest, en á síð­ustu miss­erum virð­ist hafa verið bætt um betur og þegar eitt dugir ekki lengur er gripið til örþrifa­ráða. Pynt­ingar og ofbeld­is­glæpir gegn börnum er nýjasta æðið í smelli­veiði­kúlt­úrn­um.

Eitt ein­kenni á þessum smelli­beitum er að þessir ofbeld­is­glæpir bein­ast und­an­tekn­inga­laust að börnum erlendis og þá helst í fjar­lægum lönd­um. Fólk virð­ist ennþá kunna sér hóf þegar málin snúa að inn­lendum frétt­um, eins og sjá má á frétta­flutn­ingi um inn­lent barn­a­níð. Maður sér ekki graf­ískar lýs­ingar í fyr­ir­sögnum þannig frétta. Ekki enn­þá, og mikið vona ég að það ger­ist aldrei.

Aug­lýs­inga­tækni sem elur á umtali og óttaÞað versta er að þetta er ekki sak­laus skemmt­un, heldur vekur þessi teg­und frétta­mennsku, ef svo skyldi kalla, ein­göngu til­ætluð áhrif hjá þeim sem fremja þessi ódæð­is­verk. Nafn þeirra sam­taka eða afla sem standa að baki ofbeld­inu kemur oftar en ekki fram í frétt­inni. Þetta er borð­leggj­andi aug­lýs­inga­tækni sem elur á umtali, ótta og áfram­hald­andi dreif­ingu ótt­ans sem er nákvæm­lega það sem ofbeld­inu er ætlað að gera.

Þeir sem falla fyrir þessum smelli­gildrum eru þannig óaf­vit­andi orðin ómissandi hluti af vél­inni sem elur af sér meiri þján­ingu, ofbeldi og hryll­ing. Sam­fé­lagið þarf að hætta að neyta ofbeldis gegn börnum sem mark­aðs­vöru og leit­ast þess í stað við að kynna sér slík mál­efni af alvöru.

Krefj­umst ábyrgrar frétta­mennsku, og tökum ábyrgð á smell­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiÁlit
None