Markaðsvæðing ofbeldis gegn börnum

Nína Salvarar handritshöfundur.
boko-haram1.jpg
Auglýsing

Á síð­ustu árum hafa orðið kerf­is­breyt­ingar í frétta­mennsku. Frétta­veitur á net­inu hafa tekið við af papp­írn­um, og sumar þess­arar frétta­veita hafa orðið eins­konar skyndi­bita­staðir fyrir frétta­þyrsta. Frétta­skyndi­bit­inn er bor­inn á borð í formi fyr­ir­sagna sem ætlað er að grípa les­and­ann. Smellir og heim­sókna­fjöldi eru núna hug­tök sem koma í stað dreif­ingar og lest­urs. Kappið um smella­fjöld­ann er þannig að vel­flestir frétta­miðlar birta lista yfir mest lesnu frétt­irn­ar, svo að keppn­inni sé haldið til haga. Í lok árs­ins eru gefnir út árs­listar yfir mest lesnu frétt­irn­ar. Flestu smell­ina (e. clicks). Bestu fyr­ir­sögn­ina.

Þetta form er bara eins og það er. Þetta hefur færst nær aug­lýs­inga­mennsku og fjær frétta­mennsku. Form sem er hinumegin á kvarð­anum við rann­sókn­ar­blaða­mennsku. Kannski mætti tala um nýtt list­form í skap­andi skrif­um, hina full­komnu vef­fyr­ir­sögn. Gull­gerð­ar­menn gætu jafn­vel reynt að finna upp for­múl­ur. Margir hafa eflaust reynt.

Þó eru ennþá engar deildir í lista­há­skólum til­eink­aðar form­inu, og í stað­inn virð­ast vindar eða tísku­straumar ráða því hvaða fréttir fá flesta smelli. Þau mál sem helst eru í tísku í þjóð­fé­lag­inu hverju sinni. Vin­sælar skoð­an­ir, vin­sælt fólk. Og svo er allt hitt, þetta dimma og ljóta sem er svo ljótt að maður getur ekki litið und­an. En kannski ætti maður að gera það.

Auglýsing

Óhugn­an­legar fyr­ir­sagnir not­aðar til að selja smelliMeð þess­ari þróun hefur færst í auk­ana að nota graf­ískar lýs­ingar á stríðs­ og ofbeld­is­glæpum í slíkar fyr­ir­sagn­ir. Það er ekki nýtt í frétta­sög­unni heldur fyr­ir­bæri sem lengi hefur verið verið notað til að selja frétt­ir. Athugið þó að hér er talað um að selja frétt­ir. Nýlundan er sú að í dag eru þessar óhugn­an­legu fyr­ir­sagnir not­aðar til að selja smelli. Fréttrnar sem fylgja slíkum fyr­ir­sögnum eru hvorki frétta­skýr­ing né eig­in­leg frétt, heldur oftar en ekki smelli­beit­ur, stutt­leg við­bót við lýs­ing­una sem ein­göngu er ætlað er að vekja hroll hjá les­and­anum og dýpkar þess­vegna ekki skiln­ing­inn á því í hvernig sam­hengi svona hlutir ger­ast. Les­and­inn bregst við eins og við áhorf á hryll­ings­mynd, finnur til skamm­vinns ótta og æsings, grípur ef til vill nafnið á ger­and­anum sem oftar en ekki eru ein­hver sam­tök eða öfga­hóp­ur, en svo er haldið áfram á næstu fyr­ir­sögn. Hér er eng­inn raun­veru­legur áhugi fyrir hendi, eða fróð­leikur í boði um ástand mála, heldur ein­göngu afþrey­ing sem hefur fengið að taka á sig sama form og frétta­molar úr popp­kúlt­úr: Hverjir voru hvar, hverjir voru pynt­aðir hvern­ig.

­Ís­lenskir fjöl­miðlar hafa svo sann­ar­lega fengið far með þess­ari lest, en á síð­ustu miss­erum virð­ist hafa verið bætt um betur og þegar eitt dugir ekki lengur er gripið til örþrifa­ráða.

Íslenskir fjöl­miðlar hafa svo sann­ar­lega fengið far með þess­ari lest, en á síð­ustu miss­erum virð­ist hafa verið bætt um betur og þegar eitt dugir ekki lengur er gripið til örþrifa­ráða. Pynt­ingar og ofbeld­is­glæpir gegn börnum er nýjasta æðið í smelli­veiði­kúlt­úrn­um.

Eitt ein­kenni á þessum smelli­beitum er að þessir ofbeld­is­glæpir bein­ast und­an­tekn­inga­laust að börnum erlendis og þá helst í fjar­lægum lönd­um. Fólk virð­ist ennþá kunna sér hóf þegar málin snúa að inn­lendum frétt­um, eins og sjá má á frétta­flutn­ingi um inn­lent barn­a­níð. Maður sér ekki graf­ískar lýs­ingar í fyr­ir­sögnum þannig frétta. Ekki enn­þá, og mikið vona ég að það ger­ist aldrei.

Aug­lýs­inga­tækni sem elur á umtali og óttaÞað versta er að þetta er ekki sak­laus skemmt­un, heldur vekur þessi teg­und frétta­mennsku, ef svo skyldi kalla, ein­göngu til­ætluð áhrif hjá þeim sem fremja þessi ódæð­is­verk. Nafn þeirra sam­taka eða afla sem standa að baki ofbeld­inu kemur oftar en ekki fram í frétt­inni. Þetta er borð­leggj­andi aug­lýs­inga­tækni sem elur á umtali, ótta og áfram­hald­andi dreif­ingu ótt­ans sem er nákvæm­lega það sem ofbeld­inu er ætlað að gera.

Þeir sem falla fyrir þessum smelli­gildrum eru þannig óaf­vit­andi orðin ómissandi hluti af vél­inni sem elur af sér meiri þján­ingu, ofbeldi og hryll­ing. Sam­fé­lagið þarf að hætta að neyta ofbeldis gegn börnum sem mark­aðs­vöru og leit­ast þess í stað við að kynna sér slík mál­efni af alvöru.

Krefj­umst ábyrgrar frétta­mennsku, og tökum ábyrgð á smell­un­um.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fimm metin mjög vel hæf í stöðu varaseðlabankastjóra
Tíu sóttu upphaflega um stöðu varaseðlabankastjóra, á sviði fjármálastöðugleika.
Kjarninn 10. desember 2019
João de Barros, sonur angólska ráðherrans, Antonio, ráðgjafi sama ráðherra, Tamson Hatuikulipi, Þorsteinn Már Baldvinsson, þá forstjóri Samherja, James Hatuikulipi og Sacky Shanghala í Hafnarfjarðarhöfn í nóvember 2013.
Bankareikningar frystir í Angóla út af Samherjamálinu
Bankareikningar fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Angóla og fjölskyldumeðlima hennar hafa verið frystir. Þau liggja undir grun um að hafa þegið mútur frá Samherja sem greiddar voru til þess að komast yfir ódýran kvóta.
Kjarninn 10. desember 2019
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm vill verða útvarpsstjóri
Aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra hefur staðfest að hún hafi sótt um að verða næsti útvarpsstjóri.
Kjarninn 10. desember 2019
Kjartan Jónsson
Hvað getur útgerðin greitt?
Kjarninn 10. desember 2019
41 sækir um útvarpsstjórastöðu RÚV
Stjórn RÚV stefnir að því að ganga frá ráðningu nýs útvarpsstjóra í lok janúar 2020.
Kjarninn 10. desember 2019
Vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkubúskap Íslands
Umhverfis- og auðlindaráðherra vill breyta rammaáætlun svo hún henti betur vindorkukostum og hægt verði að móta skýra stefnu í vindorkumálum. Ráðherra telur að skynsamleg uppbygging vindorku fari vel saman við vaxandi raforkuþörf samfélagsins
Kjarninn 10. desember 2019
Trump verður ákærður af Bandaríkjaþingi
Donald Trump verður ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir brot í starfi. Honum er gefið að hafa misbeitt valdi sínu og fyrir að reyna að torvelda rannsókn þeirra sem eiga að veita honum aðhald.
Kjarninn 10. desember 2019
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Fjölmiðlafrumvarpið er ekki lengur á dagskrá þingsins
Til stóð að mæla fyrir frumvarpi Lilju Alfreðsdóttur um stuðningsgreiðslur til einkarekinna fjölmiðla í gær. Það komst ekki á dagskrá og er hvergi að finna á dagskrá dagsins í dag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið andsnúinn frumvarpinu.
Kjarninn 10. desember 2019
Meira úr sama flokkiÁlit
None