Með hverjum stendur þú?

Formaður Eflingar spyr hvort fólk vilji að efnahagsleg og pólitísk valdastétt nái árangri í að hafa af Eflingarfélögum sjálfstæðan samningsrétt eða sjá samninganefnd Eflingar vinna sigur í baráttunni fyrir félagslegu og efnahagslegu jafnrétti.

Auglýsing

Fyrir nokkrum árum, á nöprum og nið­dimmum vetr­ar­morgni, sat ég á bekk ásamt annarri konu. Við vorum báðar kven­vinnu­afl á útsölu­mark­aði íslenskrar valda­stétt­ar, báðar í tveimur kon­u-vinn­um, í til­raun til að láta enda ná saman sem virt­ist enda­laus. Ódýrt kven­vinnu­afl er jú mjög eft­ir­sótt á vorum dögum á Jafn­rétt­is­eyj­unni og því lítið mál fyrir vinnu­samar konur að finna sér auka­starf; hér lifum við eftir lög­málum upp­fundnum fyrir nokkur hund­ruð árum á annarri eyju, þó vissu­lega trúi því ýmsir að mennsk hönd hafi þar ekki komið að, þar sem ákveðið var að Kona skyldi ódýr­asti varn­ing­ur­inn á mark­aði, svo hægt væri að nýta vinnu­afl hennar sem mest fyrir sem minnst, þjóð­hags­legri auð­legð til mik­illa góða.

En nóg um það, sagan er af konum á bekk, ekki upp­runa arð­ráns­ins í mann­legum sam­skipt­um. Það var ekki aðeins myrkur úti, við vorum líka myrkvaðar inní okk­ur. „Hvað á ég að ger­a?“, spurði konan mig og ég hafði engin svör; hvað átti hún að gera, nú þegar fregnir höfðu borist um fyr­ir­hug­aða 20% hækkun á húsa­leig­unni henn­ar; hún var þegar í tveimur konu­vinnum til að sjá fyrir fjöl­skyldu sinni og þrátt fyrir umtals­verðan dugnað var ekki alveg raun­sætt að hún fengi sér þá þriðju.

Konur þurfa stundum að hvílast, líka ofur-arð­rændar lág­launa­kon­ur. Ég veit það ekki, svar­aði ég og það var satt, ég vissi ekk­ert hvað hún átti að gera. Hún var fangi í kramn­ings­vél snar­bil­aðs fólks, með­lima íslenskrar arð­ráns­stétt­ar, íbúa for­rétt­inda­turns­ins sem árið 2017 gnæfði sann­ar­lega hátt en hefur risið enn hærra síðan þá, svo hátt að þau sjá ekki til jarðar þar sem að eigna­lausar konur þeirra Jafn­rétt­is­eyju sem þau, útblásin af mont-vímu röfla stöðugt um, streyma til og frá um borg­ina, upp­sprettur enda­lauss arð­ráns; „Það til­kynn­ist hér með að frá og með næstu mán­aða­mótum verður þyngt veru­lega í keðj­unni sem heldur þér fang­inni. Ef að þú hefur athuga­semdir við það er þér bent á að bera harm þinn í hljóði. Það hefur eng­inn áhuga á að heyra þig væla.“ Ég vissi ekk­ert hvað hún átti að gera og við sátum áfram þögl­ar. En ég fann hvernig andúðin á kerf­inu sem traðkar á eigna­lausum kon­um, heldur þeim fögnum alla þeirra daga, sogar úr þeim gleð­ina og ork­una, hellir inn í þær köldu myrkri kvíð­ans, kerfi knúnu áfram af auð­virði­legum sad­isma arð­ræn­ingj­anna, líkt og holdg­að­ist, sett­ist við hlið okkar og spurði: Ekki ætlarðu að gera ekki neitt?

Gömlu vopnin skila árangri

Það er oft á tíðum nokkuð þung­bært fyrir okkur í Efl­ingu að upp­lifa hversu raun­veru­legt skeyt­ing­ar­leysið er gagn­vart til­veru­skil­yrðum okkar og bar­áttu. Við erum ómissandi vinnu­afl, verð­mæta­sköpun sam­fé­lags­ins hvílir á fram­lagi okk­ar, en samt er það svo að menn leyfa sér að hundsa okkur eða skipa fyrir eins og við séum ekki full­orðið fólk sem eigi virð­ingu skil­ið. Þegar við komum að samn­inga­borð­inu þar sem hið stór­kost­lega mik­il­væga sam­tal fer fram um sann­gjörn laun fyrir unna vinnu er okkur mætt með hroka og til­ætl­un­ar­semi. Það er sama hvað við opin­berum um aðstæður Efl­ing­ar-­fólks, sama hvaða stað­fest­ingar á sjúk­leika ástands­ins við ræð­um, þau sem bera ábyrgð á bil­un­inni glápa á okkur eins og við séum vanda­mál­ið, eins og það að við tölum um stað­reyndir og afleið­ingar efna­hags­legrar kúg­unnar á lág­launa­fólki sé til marks um að við séum þau bil­uðu. Í stað þess að mæta okkur í Efl­ingu af skyn­semi og samn­ings­vilja er sett af stað til­raun til að hafa af Efl­ingu frelsið til að semja um þau laun sem Efl­ing­ar-­fólk fær fyrir sitt vinnu­afl. Til­raunin er ófor­skömmuð og ólýð­ræð­is­leg. Til að fela það er hún kölluð Friður á vinnu­mark­aði.

Auglýsing
Við sem brutumst inn í stærstu hreyf­ingu launa­fólks á Íslandi, í óþökk hreyf­ing­ar­innar og valda­mesta fólks lands­ins, í þeirri von að inn­brotið myndi skila verka­fólki höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, félags­fólki Efl­ing­ar, raun­veru­legum ávinn­ingi, höfum séð margar af vonum okkar ræt­ast. Þeir kjara­samn­ingar sem að bar­átta okkar fæddi skil­uðu vinnu­afl­inu efna­hags­legum árangri, mældum og útreikn­uðum af sjálfri Kjara­töl­fræði­nefnd. Því getur eng­inn neit­að. Hvers vegna náðum við árangri? Vegna þess að áður en við létum til skarar skríða hugs­uðum við vel og lengi um gömlu vopnin og fólkið sem mót­aði þau. Fólk sem í krafti sam­stöð­unnar horfð­ist í augu við eigna­leysi sitt, og valda­leysið fætt af eigna­leys­inu, reis upp í stað þess að brotna frammi fyrir grimmd ann­ara í þeirra garð og skap­aði úr sjálfu sér stór­kost­legan mátt sem umbreytt­ist í raun­veru­legt sam­fé­lags­legt vald. Fólk sem skyldi grund­vall­ar­mik­il­vægi sitt í verð­mæta­fram­leiðslu þjóð­fé­lags­ins og gat, vopnað þeim skiln­ingi og því stolti sem hann veit­ir, breytt sjálfu sér í nokkuð sem and­stæð­ing­ur­inn, efna­hags­leg og póli­tísk valda­stétt, varð ein­fald­lega að við­ur­kenna og koma til móts við; valdið til að skapa krísu með því að leggja niður störf. Verka­fólk sem skildi að það hafði þetta vald, sem hafði hug­rekkið til að beita því gat knúið á um bylt­ing­ar­kenndar þjóð­fé­lags­legar umbætur og fram­far­ir, m.a. frelsið til að semja sjálft um verð síns vinnu­afls.

Við hugs­uðum um þessar mögn­uðu stað­reyndir og tókum ákvörðun um að nota gömlu vopn­in, þau sem skilað hafa mestum árangri. Og með því að nota þau komumst við áfram í bar­átt­unni fyrir efna­hags­legu rétt­læti til handa því fólki sem þrátt fyrir grund­vall­ar­mik­il­vægi hafði verið dæmt til að hýr­ast út í horni óávarpað og lítt sýni­legt, ára­tugum sam­an, í nafni sjúkrar Þjóð­ar­sáttar um óheft arð­rán á alþjóð­legri stétt verka- og lág­launa­fólks á Íslandi. Þetta fólk færði sig úr horn­inu, mynd­aði nýja fram­varð­ar­sveit í íslenskri verka­lýðs­bar­áttu og sann­aði fyrir sjálfu sér og öðrum að eng­inn er betri í að berj­ast en þau. Mörgum er það mikið kapps­mál að reka Efl­ing­ar-­fólk aftur út í horn; hversu mikla upp­risu vinnu­aflsins geta menn eig­in­lega þol­að? Hvað verður um „Frið“ á vinnu­mark­aði ef að samn­inga­nefnd Efl­ingar gefst ekki upp?

Sumt ljótt og leið­in­legt, annað kostu­legt í fárán­leika sínum

Margt hefur opin­ber­ast á síð­ustu árum. Sumt ljótt og leið­in­legt, annað kostu­legt í fárán­leika sín­um. Og enn annað því sem næst óbæri­legt í sjúk­leika sín­um, eins og sú stað­reynd að ekk­ert virð­ist auð­veld­ara fyrir póli­tíska og efna­hags­lega valda­stétt sam­fé­lags­ins en að láta blá­kaldar stað­reyndir um til­veru­skil­yrði vinnu­afls höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem vind um eyru þjóta. Í stað þess að finna til löng­unnar til að stíga niður úr turn­in­um, og umgang­ast og hlusta á alþýðu fólks, er firr­ing­ar-­stig­inn not­aður til að príla enn lengra upp í for­rétt­inda­turn­inn. Það sást ein­stak­lega skýrt um ára­mótin þar sem að for­sæt­is­ráð­herra gerði sér lítið fyrir og full­yrti í ávarpi til þjóð­ar­innar að í ný-und­ir­rit­uðum samn­ingum SA við SGS, VR og iðn­að­ar­menn væri áherslan á hækkun lægstu launa. Hverjum hún var að gera greiða með því að flytja þessi skila­boð veit ég ekki; stað­reyndin er sú að hið þver­öf­uga var gert og áherslan lögð á að friða hálauna­hópa Alþýðu­sam­bands­ins, með sam­þykki allra sem að samn­ing­unum komu, enda hávær krafa um það frá hálauna-körlunum sem leiddu við­ræður og sátu marg­um­rædda mara­þon­fundi undir stjórn rík­is­sátta­semj­ara. Enn á ný sann­ast að ef efna­hags­legur raun­veru­leiki segir ekki sög­una sem að valda­stéttin vill segja gerir það ekk­ert til, þau breyta ein­fald­lega sögu­þræð­inum svo að til verði frá­sögn sem hent­ar.

Auglýsing
Við upp­haf nýs árs stöndum við í Efl­ingu á kross­göt­um. Hvert ætlum við að stefna? Ætlum við að gera það sem ætl­ast er til af okkur af hand­höfum valds­ins á Gull­eyj­unni; sam­þykkja falskan „Frið“ til að tryggja stöð­ug­leika í lífi for­rétt­inda­fólks­ins? Ætlum við að láta undan mönn­unum sem stýra ASÍ og sam­þykkja að séum minna virði en félags­menn þeirra, ein­fald­lega vegna þess að þeir telja að svo eigi að vera? Ætlum við að hörfa inn í ástandið sem ríkti fyrir skemmstu í lífi okk­ar, þegar að við höfðum engin völd og ekk­ert val, þar sem að verka­lýðs­fé­lagið Efl­ing sner­ist um bók­staf­lega alla aðra en raun­veru­lega eig­endur félags­ins, félags­fólkið sjálft? Þar sem að hlut­verk okkar Efl­ing­ar-­fólks í augum atvinnu­rek­enda, póli­tískrar yfir­stétt­ar, for­ystu okkar eigin félags og verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar var halda öllu gang­andi, ekki síst hreyf­ing­unni sjálfri með enda­lausum og yfir­gengi­legum fjár­austri, en að við héldum okkur þrátt fyrir þetta ávallt til hlés þegar að því kom að ákveða virði okkar í efna­hags­líf­inu. Svo að aðrir gætu haldið okkur föstum á útsölu­mark­aði arð­ráns­ins. Eða ætlum við að halda áfram á veg­ferð okk­ar, þar sem að við setjum okkur sjálf ávallt í fyrsta sæti í bar­átt­unni fyrir efna­hags­legu og félags­legu rétt­læti, þar sem að við sjálf ákveðum mark­mið okkar og hvernig við ætlum að kom­ast í mark?

Skeyt­inga­leysi gagn­vart lífs­skil­yrðum

Úti er napur og nið­dimmur vetr­ar­morg­un, á glæ­nýju ári. Um alla borg eru á ferli Efl­ing­ar-­konur sem nota vöðva­aflið sitt, heil­ann og hjartað til að halda öllu gang­andi. Meiri­hluti þeirra hefur við­var­andi fjár­hags­á­hyggj­ur, sem kreista þær og kremja, taka frá þeim birt­una og fylla þær af myrkri. Mönnum nægir ekki að arð­ræna þær sem vinnu­afl, nei, að þær hafi þak yfir höf­uðið skal einnig vera ótæm­andi gróða­upp­spretta reyk­vískrar borg­ara­stétt­ar­innar sem í frið­lausri gróða-­sýki sinni fær aldrei nóg. Valda­stéttin flaggar fánum kven­frelsis þegar hentar en þegar við­fangs­efnið er raun­veru­legar breyt­ingar í efn­is­legum raun­heimum þeim er við byggjum svo að líf kven-vinnu­aflsins taki breyt­ingum eru fán­arnir snar­lega teknir nið­ur, og ófrið­ar­súla ójöfn­uð­ar­ins tendruð með við­höfn. 

Það er oft þung­bært fyrir okkur Efl­ing­ar­fólk að sjá hversu raun­veru­legt skeyt­ing­ar­leysi efna­hags­legrar og póli­tískrar valda­stéttar er gagn­vart til­veru­skil­yrðum okk­ar. En þrátt fyrir það og vegna þess gef­umst við ekki upp. Eigna­réttur okkar á sjálfs­virð­ing­unni, sam­stöð­unni og vit­neskj­unni um að við erum ómissandi er algjör. Eng­inn fær því breytt. Við höfum lært að  bar­áttu­vilji okkar og eld­móður er árang­urs­rík­asta móteitrið við myrkv­un­ar- og kúg­unar til­raunum fólks­ins í for­rétt­inda­turn­in­um. Þeim mun aldrei takast að svipta okkur frels­inu til að semja fyrir okkur sjálf, frelsi sköp­uðu af hetj­unum okk­ar, verka­fólki for­tíð­ar, með blóði, svita og tárum, af svo miklum eld­móði að hann ornar enn. Þeim mun aldrei takast að slökkva bar­áttu­vilja okk­ar.

Á nýju ári skora ég á ykkur að styðja samn­inga­nefnd Efl­ing­ar. Hverjar þeirra til­rauna sem nú eru gerðar viljið þið að nái árangri? Viljið þið að efna­hags­leg og póli­tísk valda­stétt nái árangri í til­raun sinni til að hafa af Efl­ing­ar­fé­lögum sjálf­stæðan samn­ings­rétt, frelsið sem að svo miklar fórnir voru færðar fyr­ir, eða viljið þið sjá samn­inga­nefnd Efl­ing­ar, mann­aða verka og lág­launa­fólki höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, alþjóð­legu liði bar­áttu­fólks, vinna sigur í þeirri mik­il­vægu upp­risu-til­raun sem hún stendur nú í, til­raun til að vernda frjálsan samn­ings­rétt verka­fólks, til­raun til að vinna sigur í bar­átt­unni fyrir félags­legu og efna­hags­legu jafn­rétti í sam­fé­lagi okk­ar?

Ég vona af öllu hjarta að þið ákveðið að standa með okk­ur. Það er sann­ar­lega mikið í húfi.

Höf­undur er for­maður Efl­ing­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar