Meðtökum og njótum jákvæðra upplifana

Ingrid Kuhlman segir frá svokölluðu HEAL-líkani í aðsendri grein sem hjálpar fólki við að endurstilla tilfinningar sínar og sýna meiri velvild í eigin garð.

Auglýsing

Það reyn­ist mörgum okkar nokkuð snúið að nýta jákvæða lífs­reynslu. Lík­lega kann­ast flestir við það að hlakka til við­burð­ar, t.d. tón­leika með upp­á­halds­hljóm­sveit­inni eða frum­sýn­ingar kvik­mynd­ar, en geta svo ekki hætt að hugsa um óþægi­legt verk­efni sem bíður og veldur kvíða. Það sem gerir síðan illt verra er að við reið­umst okkur sjálfum fyrir að hafa látið þessar hugs­anir læð­ast inn í hug­ann og trufla til­finn­inga­legt jafn­vægi okk­ar.

Fjög­urra þrepa líkan

Sam­kvæmt Rick Han­son og félögum við Berkeley háskól­ann í Kali­forníu er hægt að til­einka sér leiðir til að auka virkni og þátt­töku í jákvæðri upp­lif­un. Það að fá sem mest út úr jákvæðum stundum eykur að sögn Han­son og félaga ekki aðeins vellíðan heldur einnig seiglu og sjálfs­virð­ingu.

Í bók sinni Hard­wir­ing Happiness: The New Brain Sci­ence of Content­ment, Calm, and Con­fidence, sem kom út 2013, segir Han­son frá svoköll­uðu HEAL-lík­ani en fyrsti staf­ur­inn í hverju skrefi myndar orðið HEAL:

Auglýsing

1. Farðu í gegnum ánægju­legan atburð (Have a positive experience), ann­að­hvort með því að upp­lifa hann í raun­heim­um, t.d. mynda­gáta sem þér tókst að leysa eða mat­ar­boð sem heppn­að­ist vel, eða með því að búa hann til í hug­an­um, til dæmis með því að hugsa um ein­hvern sem þú ert þakk­lát/ur fyrir eða þykir vænt um þig. Þannig búum við til jákvæða upp­lif­un.

2. Auðg­aðu upp­lifun­ina (Enrich it) með því að:

  • vera með upp­lifun­inni eins lengi og mögu­legt er (10-30 sek­únd­ur) og finna fyrir henni í öllum lík­am­an­um.
  • styrkja upp­lifun­ina með því að end­ur­upp­lifa þá hluti hennar sem eru ánægju­leg­ir.
  • ein­beita þér að mörgum þáttum upp­lif­un­ar­inn­ar, þar á meðal merk­ingu henn­ar, skynjun þinni, hugs­unum og til­finn­ing­um, t.d. með því að loka aug­unum eða sitja í afslapp­aðri stöðu.
  • auka per­sónu­legt mik­il­vægi upp­lif­un­ar­innar með því að kafa ofan í til­finn­ingar þínar gagn­vart henni.

3. Varð­veita upp­lifun­ina og njóta hennar (Absorb it), m.a. með því að:

  • með­taka upp­lifun­ina þannig að þér líði eins og hún sé raun­veru­lega hluti af þér.
  • beina athygl­inni inn á við að til­finn­ingum þín­um.
  • leggja áherslu á gildi upp­lif­un­ar­inn­ar.

4. Tengdu jákvæð og nei­kvæð atriði (Link positive and negative mater­ial). Ein­beittu þér að því jákvæða, t.d. unun þess að hlýða á upp­á­halds­lögin á tón­leik­un­um, jafn­vel þó að þú sért með­vit­að­ur­/-vituð um nei­kvæð atriði eins og krefj­andi verk­efni fram und­an. Hið jákvæða ætti að lokum að drekkja því nei­kvæða.

Rann­sókn­ar­nið­ur­stöður lofa góðu

Han­son og félagar fengu 46 full­orðna ein­stak­linga (með­al­aldur 55, 84% kon­ur) til að taka þátt í tveggja mán­aða löngu nám­skeiði (Tak­ing in the Good Course) og báru hóp­inn saman við sam­an­burð­ar­hóp sem var á biðlista eftir að kom­ast á nám­skeið­ið. Með­ferð­ar­hóp­ur­inn fyllti úr sjálfs­mat fyrir og eftir nám­skeiðið sem skipt­ist í fjóra flokka: 1) vit­ræn úrræði (t.d. núvit­und, vel­vild í eigin garð og stjórnun til­finn­inga); 2) jákvæðar til­finn­ingar (t.d. gleði, ánægja, stolt, ást); 3) nei­kvæðar til­finn­ingar (t.d. kvíði og þung­lynd­i); og 4) ein­skæra ham­ingju (t.d. hug­læga vellíð­an). Þátt­tak­endur fylltu út sjálfs­mat bæði strax eftir að nám­skeið­inu lauk og svo tveimur mán­uðum seinna.

Nið­ur­stöð­urnar sýna mark­tæk langvar­andi áhrif nám­skeiðs­ins hvað varðar vit­ræn úrræði eins og að varð­veita og njóta, vel­vild í eigin garð og til­finn­inga­stjórn. Nám­skeiðið hafði einnig jákvæð áhrif á jákvæðar til­finn­ingar eins og gleði og sátt og upp­lif­aða ham­ingju. Það sem er kannski mik­il­væg­ast er að þátt­tak­endur skor­uðu lægra í þung­lynd­is­mati tveimur mán­uðum eftir að nám­skeið­inu lauk.

Nið­ur­stöð­urnar virð­ast stað­festa und­ir­stöðu HEAL-lík­ans­ins sem er að til að læra af jákvæðri upp­lifun sé mik­il­vægt að varð­veita upp­lifun­ina og njóta henn­ar. Líkanið hjálpar fólki við að end­urstilla til­finn­ingar sínar og sýna meiri vel­vild í eigin garð. Þannig verða góðu stund­irnar bæði tíð­ari og meira langvar­andi.

Höf­undur er með meistara­gráðu í hag­nýti jákvæðri sál­fræði og stjórn­ar­maður í Félagi um jákvæða sál­fræði.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar