Mér þykir vænt um ríkisfjölmiðilinn, en...

R--v-2.jpg
Auglýsing

Íslend­ingum hefur í gegnum tíð­ina þótt vænt um rík­is­fjöl­mið­il­inn sinn. Hann er hluti af sögu þjóð­ar. Flestar stærstu fjöl­miðla­stundir Íslend­inga hafa haft rík­is­út­varpið allt umlykj­andi. Á hverjum degi snýr hluti þjóð­ar­innar sér til RÚV eftir fræðslu, fréttum og/eða afþr­ey­ingu. Sjálfur nota ég rík­is­mið­il­inn þó nokk­uð, sér­stak­lega útvarp­ið. Mér þykir vænt um hann. Finnst hann stundum hlut­drægur en þykir vænt um hann. Hvað sem vænt­um­þykj­una varðar þá er hér eftir sem áður um að ræða rík­is­stofnun sem verður að lúta þeim ramma sem henni eru sett. Rík­is­ein­ing sem á að vera í stöðugri end­ur­skoð­un. Ef aðrar leiðir að sömu mark­miðum eru betri þá á að fara þær.

Í erf­iðu árferði er rík­is­fram­lagið hækkað



Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Elliði Vign­is­son, bæj­ar­stjóri í Vest­manna­eyj­u­m.

Víða um land er ekki lengur veitt fæð­inga­þjón­usta, tak­marka þarf aðgengi að fram­halds­skól­um, dregið hefur verið úr við­haldi vega, almenn lækna­þjón­usta er á hverf­andi hveli. Það er veru­leik­inn. Í þeim veru­leika hyggst núver­andi rík­is­stjórn nota 3 millj­arða og 500 millj­ónir í rekstur rík­is­fjöl­mið­ils. Það er gert eftir að skuldir hans við ríkið hafa verið afskrif­aðar upp á 2000 millj­ónir (frá 2006) og lagt því til um 570 millj­ónir í hlutafé  þegar eigið fé þess var uppurið (2009). Og já…. fram­lög rík­is­ins –skatt­borg­ara- hafa hækkað um 485 millj­ónir frá 2013. Við sem notum RÚV gleðj­umst yfir því að starf­semin skuli vernduð en vitum sem er að það er gert á kostnað ann­arrar þjón­ustu eða skatt­heimtu.

Tungu­málið og lýð­ræðið í hættu



Stjórn­ar­and­staðan heldur því fram að lýð­ræð­is­leg umræða og tungu­málið sjálft sé í hættu ef útvarps­gjaldið verði lækkað um 1600 krónur á næsta ári (úr 19.400 niður í 17.800) og um 1400 krónur árið 2016 (úr 17.800 niður í 16.400). Þótt ég vilji RÚV allt hið besta þá held ég að það sé ekki rétt hjá stjórn­ar­and­stöð­unni.

Póli­tísk aðför



Hall­grímur Thor­steins­son núver­andi rit­stjóri DV og fyrr­ver­andi starfs­maður RÚV segir að rík­is­út­varpið sæti grimmi­legri og grímu­lausri póli­tískri aðför. Þótt sann­ar­lega taki stjórn­mála­menn ákvörðun um for­gangs­röðun þá held ég að þetta sé ekki rétt hjá Hall­grími.

Lýð­ræðið í hættu



Guð­mundur Andri Thors­son rit­höf­undur er sann­færður um að lækkun útvarps­gjalds­ins sé til marks um óbil­gjarnar árásir öfga­sinna undir for­ystu Dav­íðs Odds­son­ar. Hann telur að fyrir þessu vonda fólki vaki að skapa sundr­ung og ala á hatri.  Að RÚV sé það eina sem kemur í veg fyrir að illska þessa vonda fólks nái fram að ganga. Að hið góða eigi lög­heim­ili í Efsta­leit­inu. Það að skerða fram­lög til RÚV sé eins og að leggja niður Esj­una. Það held ég að sé ekki rétt hjá Guð­mundi Andra.

Hæðst að þing­mönnum



Ingvi Hrafn Ósk­ars­son for­maður stjórnar RÚV og fyrr­ver­andi for­maður Sam­bands ungra Sjálf­stæð­is­manna tekur hlut­verki sínu eðli­lega alvar­lega. Hjá RÚV starfa um 300 manns við þá merku iðju að upp­lýsa, fræða og skemmta. Eðli­lega reynir hann að tryggja fjár­magn til rekst­urs. Bestu leið­ina til að gæta hags­muna RÚV telur stjórn­ar­for­mað­ur­inn vera að hæð­ast að þing­mönnum og skamma þá. Jafn­vel má skilja sem svo að hann sé stoltur af því ef rík­is­mið­ill­inn er not­aður til að veita þing­mönnum „hirt­ing­u“.  Ég er ekki viss um að þetta sé besta leið­in.

Fleiri á leik B-liðs ÍBV og Þróttar en á sam­stöðu­fundi um RÚV



Við­brögð starfs­manna RÚV við fjár­lögum hafa verið sterk. Saman héldu þau á Aust­ur­völl og köll­uðu eftir sam­stöðu þjóð­ar­innar um RÚV. Á sam­stöðu­fund­inn mættu um 300 manns. Um helm­ingi færri en mættu til að horfa á bik­ar­leik B liðs ÍBV og Þróttar hér í Vest­manna­eyj­um. Ef til vill er það til marks um að þjóðin deili ekki með mér ánægju með RÚV. Ef til vill bendir það frekar til þess að RÚV sé að ein­angr­ast. Ná til minni og minni hluta þjóð­ar­inn­ar. Sé að verða elítu­mið­ill. Í ljósi þess að allir Íslend­ingar eru látnir greiða fyrir aðgengi að miðl­inum þá þykir mér það slæmt. Jafn­vel þótt sjálfur til­heyri ég þeim hópi sem þykir vænt um RÚV og sé dyggur not­andi mið­ils­ins.  Sé ef til vill í elít­unni með Hall­grími Thorst., Guð­mundi Andra, Ingva Hrafni og starfs­mönnum RÚV.

Tíma­mót



Veru­leik­inn er sá að rík­is­miðlinn kann að vera á tíma­mót­um. Þessi tíma­mót ætti hann að nota til að aðlaga sig að not­end­um. Reyna að ná stöðu ein­ingar meðal þjóð­ar­inn­ar. Forð­ast hlut­drægni í frétta­flutn­ingi, teygja sig út til almenn­ings, sleppa virkri þátt­töku í dæg­ur­stjórn­málum og reyna heldur að miðla hlut­lausum upp­lýs­ing­um. Rík­is­mið­ill­inn okkar ætti aldeilis ekki að sjá það sem sitt hlut­verk að „hirta“ þing­menn og krefj­ast hækk­unar nef­skatts á eig­endur sína. Á þjóð­ina. Rík­is­miðll­inn ætti heldur að standa fyrir virku sam­tali við þessa eig­endur um það hvernig hægt sé að aðlaga starf­semi og dag­skrá að nýjum tíma og nýjum fjár­hags­ramma.

Eru aðrar leiðir að sama mark­miði betri?



Á sama hátt ætti ríkið sem hand­hafi valds yfir þess­ari stofnun óhikað og á öllum tímum að end­ur­skoða þörf­ina fyrir rík­is­rekst­ur­inn. Ef aðrar leiðir en rekstur rík­is­fjöl­mið­ils skila betur því hlut­verki sem ætl­ast er til af honum –upp­lýsa, fræða og skemmta-  þá á óhikað að ígrunda þær leið­ir. Skil­greina e.t.v. hvaða menn­ing­ar­fræðslu og dag­skrár­gerð á að styrkja opin­ber­lega og tryggja fjár­magn til þeirra verk­efna. Verði það til þess að menn­ing­ar­arfur sá sem Rík­is­út­varpið ohf. hefur umsjón með verði gerður aðgengi­legri almenn­ingi þá er til mik­ils unn­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None