Mikill árangur leiddur fram með miklum átökum

Auglýsing

Stjórn­mála­menn hafa ekki verið vin­sælasta stéttin á Íslandi frá því fjár­mála­kerfið hrundi haustið 2008, en nú þegar for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Bjarni Bene­dikts­son og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, hafa kynnt áform um leið út úr höftum og þrýst­ingi á gengi krón­unnar vegna slita­búa föllnu bank­anna, þá er til­efni til þess að staldra við og meta hvert við erum kom­in.

Margt bendir til þess, að nú sé að sjá til lands eftir mikla erf­ið­leika og tækni­lega erfið úrlausn­ar­efni, í næstum sjö ár frá hruni fjár­mála­kerf­is­ins. Staðan var for­dæma­laus í efna­hags­sögu heims­ins og óhætt að segja að hún hafi reynt á flest ef ekki öll þol­gæði sam­fé­lags­ins.

Nokkur atriði hafa skipt sköp­um, þegar kemur að við­brögðum við hruni fjár­mála­kerf­is­ins, sem má segja að myndi keðju atburða sem hafa lagt grunn­inn að þeirri end­ur­reisn sem nú blasir við. Þar skiptir ekki sköpum hvaða flokkar það voru sem gerðu hvað, heldur frekar að þeir stjórn­mála­menn sem voru í for­ystu á hverjum tíma, breyttu rétt. Og það sama má segja um eft­ir­lits­stofn­an­ir, eins og Seðla­banka Íslands.

Auglýsing

Fáein dæmi eru nefnd hér, ef við horfum til tím­ans eftir hrun­ið:

  1. Neyð­ar­lögin hafa reynst algjör lyk­il­að­gerð við end­ur­reisn­ina, og markað veg­inn fram á við, með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi. Jafn­vel þó ekk­ert annað hafi komið til greina, þá hefur gengið vel að vinna úr aðstæð­unum sem sköp­uð­ust. End­ur­reisn fjár­mála­kerf­is­ins hefur byggt á þessum aðgerð­um, og nú er útlit fyr­ir­ að íslenska ríkið hagn­ist vel á því, þegar yfir lýk­ur, að hafa fengið kröfu­haf­ana til að deila áhætt­unni af end­ur­reisn bank­anna með rík­inu. Þeir pen­ingar skila sér til almenn­ings, og raunar gott bet­ur, þegar nýkynnt áform rík­is­stjórnar ná fram að ganga. Sam­hliða öllu þessu var síðan end­ur­reisn efna­hags heim­ila og fyr­ir­tækja, sem hefur gengið hraðar fyrir sig en flestir bjugg­ust við í kjöl­far hruns­ins.

  2. Sam­starfið við Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóð­inn og lán­tökur frá erlendum þjóð­ríkjum hafa reynst vel, líkt og end­ur­greiðslur á þessum lánum hafa bæði gengið hraðar en margir ótt­uð­ust í upp­hafi. Þetta hefur hjálpað til við að end­ur­heimta traust erlendis og einnig hér á landi.

  3. Setn­ing fjár­magns­hafta var neyð­ar­að­gerð, en hefur reynst vel, að flestra mati þó vissu­lega séu þeir hag­fræð­ingar til sem telji setn­ingu hafta hafa verið mis­tök, enda er það lík­lega til of mik­ils mælst að sætta ólíka sýn hag­fræð­ing­ana á hin marg­vís­legu mál.

Seðla­bank­inn hefur ann­ast flókna fram­kvæmd þeirra, í sam­ræmi við leið­sögn stjórn­mála­manna með lög­um. Þó höftin séu skað­leg til lengd­ar, þá var uppi neyð­ar­á­stand sem höftin hjálp­uðu til við að leysa úr, að mati flestra sér­fræð­inga. Í ljósi þeirra áforma sem nú hafa verið kynnt, þar sem ríkið mun lækka skuldir sínar stór­kost­lega og ná efna­hags­legri við­spyrnu með því að bræða 300 millj­arða snjó­hengju aflandskróna, sam­hliða losun hafta, þá hefur þetta gengið upp að flestu leyti. Öll kurl eru þó ekki komin til grafar enn. Spilin hafa verið lögð á borð­ið, en lokafléttan er eft­ir.

  1. Síð­ast en ekki síst, þá virð­ist hin harða póli­tíska rök­ræða um hvert landið er að stefna, eftir for­dæma­lausar ógöngur og hrun fjár­mála­kerf­is­ins, vera að leiða landið á rétta efna­hags­lega braut, hægt og bít­andi, þó því fari fjarri að allir séu sáttir við stöðu mála. Í nær öllum kosn­ingum frá hruni, bæði í lands­mál­unum og á sveit­ar­stjórn­ar­stigi, þá hafa orðið sögu­legar nið­ur­stöður og miklar breyt­ing­ar. Sig­ur­veg­ur­unum í kosn­ing­unum á undan er hafn­að, þrátt fyrir að hafa komið fjöl­mörgu til leið­ar. Frá 2009 og til og með árinu 2014 var kosið fjórum sinn­um, og var þetta leið­ar­stefið í öll skipt­in; miklar breyt­ing­ar, nýtt fólk til for­ystu á öllum stærstu víg­stöð­un­um.

Margt bend­ir til þess að þessar erf­iðu aðstæður sem eru uppi í land­inu, og hafa verið und­an­farin ár, geri kjós­endur óþol­in­móða, svo ekki sé fastar að orði kveð­ið, og flokks­holl­usta sé miklu minni en hún hefur sögu­lega ver­ið. Svo virð­ist sem okkur Íslend­ingum sé samt að takast að taka í stórum dráttum réttar ákvarð­anir á lykilaugna­blik­um, með hjálp sér­fræð­inga, inn­lendra og erlendra, og það á tímum þar sem alþjóða­mark­aðir hafa verið að ganga í gegnum mikla erf­ið­leika. Það er hollt að minna sig á þetta, því stundum er harkan í póli­tísku dæg­ur­þrasi öllu öðru yfir­sterk­ari.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari
None