Náttúra og umhverfi í forgang

„Gera má ráð fyrir að náttúruvá á Íslandi harðni á næstu árum og áratugum,“ skrifar Ari Trausti Guðmundsson. „Af því leiðir að meta þarf og efla vöktun og hættumat enn frekar og styrkja viðbrögð við atburðum sem ógna fólki, innviðum og búsetu.“

Auglýsing

Nýliðið ár kveður með eft­ir­bragði af marg­þættum sam­fé­lags­vanda, veð­ur­öfgum, ófriði og mann­vonsku víða um heim en sam­tímis með fyr­ir­heit um bjart­ari tíma, ýmist hér á landi eða í útlönd­um. Mat manna er jafnan per­sónu­legt í þessum efn­um. Ég vel að minn­ast á fjóra mála­flokka sem allir varða nátt­úru okkar og annað umhverfi – og þar með sam­fé­lögin á heima­plánet­unni.

Loks er að kom­ast meiri hreyf­ing á friðun haf­svæða. Mörg, og flest fremur lít­il, haf­svæði heims hafa verið friðuð með öllu eða fyrir ákveð­inni teg­und nýt­ing­ar, vafa­laust með árangri. Hitt er jafn aug­ljóst að höfin hafa verið rusla­kista um ald­ir, jafn­vel undir mjög hættu­leg efni, skips­skaðar og styrj­aldir hafa falið meng­andi fleytur og flug­vélar fyrir augum okkar og sum veið­ar­færi eða námu­vinnsla hafa verið skað­leg botn­lögum og líf­ríki sjáv­ar.

Auglýsing

Lofts­lags- og umhverf­is­breyt­ingar í hafi eru, og verða, okkur erf­ið­ar. Sjáv­ar­nytjar í heims­höf­unum hafa náð mögu­legu hámarki hvað fisk­veiðar varð­ar. Tak­ist að hlífa 30% haf­svæða fyrir ýmis konar ágangi verður það til góðs og ýtir undir sjálf­bærar veiðar og aðrar sjáv­ar­nytjar á heims­vísu, m.a. strand­veiðar smærri útgerða. Hér við land eru sjáv­ar­frið­anir stutt á veg komn­ar. Verndun um helm­ings Breiða­fjarðar með sér­lögum 1995 er mik­il­vægt skref. Þar eru einnig sér­stök frið­lýst svæði og eyj­ar. Útgerðum gert að hlífa kór­al­svæðum við Ísland og minnir það á að tak­marka ætti sem mest tog- og drag­nóta­veiðar milli 4 og 12 sjó­mílur frá landi.

Nú er lag til að hefja und­ir­bún­ing að víð­tækri frið­un­ar­á­ætlun við land­ið, byggðri á vís­indum og jafn­vægi á milli nytja og vernd­un­ar. Margir hag­að­ilar koma að verk­efn­inu og vinn­una ber að hefja á þessu ári.

Gera má ráð fyrir að nátt­úruvá á Íslandi harðni á næstu árum og ára­tug­um. Á það t.d. við um hættur af völdum eld­gosa og lofts­lags­breyt­inga. Af því leiðir að meta þarf og efla vöktun og hættu­mat enn frekar og styrkja við­brögð við atburðum sem ógna fólki, innvið­um, atvinnu­veg­um, búsetu o.s.frv. Verk­efnin varða opin­berar stofn­an­ir/­fyr­ir­tæki, ráðu­neyti, sveit­ar­fé­lög, við­bragðs­að­ila og Almanna­varn­ir. Á vor­þingi 2021 var sam­þykkt þings­á­lykt­un­ar­til­laga umhverf­is- og sam­göngu­nefndar um að fram fari ítar­leg vinna í þessu skyni. Starfs­hópur hefur unnið að átta verk­efna­liðum sem þings­á­lykt­unin setur fram. Þeir sner­ust m.a. um grein­ingu á skipu­lagi og sam­vinnu stofn­ana, fjár­þörf til rann­sókna og styrk­ingar hættu­mats, frek­ari kort­lagn­ingu hættu­svæða, tækni­fram­farir og mat á þörf á við­bragðs­sjóði nátt­úru­vár sem styrkja myndi rann­sóknir og vís­inda­leg við­brögð. Álykt­unin gerir einnig ráð fyrir sam­ræm­ingu og forgangs­röðun vinnu við nátt­úru­vár­verk­efni, að auka sam­vinnu aðila og leggja fram kostn­að­ar­greinda verk­efna­á­ætlun um sem styrk­ust við­brögð við ólíkum atburð­um. Loks var lögð áhersla á að efla nátt­úru­læsi almenn­ings og þekk­ingu á nátt­úruvá og nýta ávallt nýj­ustu tækni við almenna upp­lýs­inga­gjöf þegar til­efni er til.

Starfs­hóp­ur­inn lauk störfum á nýliðnu ári og vinna er hafin sam­kvæmt nið­ur­stöðum hans. Því ber að fagna og nú þarf að útskýra vel hvað er fyrir stafni í þessum efn­um.

Orku­skipti

Enn er svo komð að árangur í orku­skiptum er fyrst og fremst hægt að meta af fólks­bíla­flota lands­manna. Engu að síður fjölgar sendi­bíl­um, stórum vinnu­bíl­u­m/­fólks­flutn­inga­bílum og stöku vinnu­tækjum sem nýta vist­væna orku­gjafa. Það ger­ist hægt í fyrstu en svo hraðar með hverju ári. Bátar og skip, ásamt flug­vél­um, taka stakka­skiptum mun hægar en vél­tæki á landi enda ólíku saman að jafna. Tæknin er víða enn á reynslu­stigi erlend­is. Vel er fylgst hér­lendis með þeirri þró­un. Sam­starf hag­að­ila inn­byrðis og við hið opin­bera, raun­ger­ist í sam­tökum á borð við Sam­orku (orku­fyr­ir­tæk­in), Íslenska nýorku (rann­sóknir og ráð­gjöf), Grænu ork­una, (sam­tök hag­að­ila, félaga, háskóla, rík­is­stofn­ana/­fyr­ir­tækja og ráðu­neyta ofl. um orku­skipti) og Græn­vang (fjöldi fyr­ir­tækja). Umræðu- og fræðslu­fund­ir, ráð­stefn­ur, skýrsl­ur, stefnu­mót­un, upp­lýs­inga­öflun og - miðlun er meðal þess sem í sam­starf­inu felst.

Allt herðir þetta á orku­skipt­unum en mestu varða þó fjár­fest­ing­ar, skýr stefnumið og aðgerðir stjórn­valda í því augna­miði að hraða og efla orku­skipt­in. Ég hef talað fyrir sér­stöku Orku­skipta­ráði og orku­skipta­á­ætlun sam­fé­lags­ins, líkt og er fyrir hendi í lofts­lags­mál­unum og minni á þá hug­mynd hér. Ná þarf sam­komu­lagi um hlut­föll orku­vera sem nýta vatns­afl, varma og vind og for­gangs­raða vinnsl­unni til orku­skipta og grænnar fram­leiðslu. Koma verður böndum á vind­orku­kapp­hlaupið og tryggja heild­rænt sam­fé­lags­legt orku­kerfi þar sem auð­linda­nýt­ing til raf­orku og heits vatns er í jafn­vægi við nátt­úru­vernd.

Auglýsing

Þol­mörk í ferða­þjón­ustu er hug­tak sem er bein­tengt stefnu­yf­ir­lýs­ing­unni um sjálf­bæra ferða­þjón­ustu. Atvinnu­vegur er ekki sjálf­bær fyrr en mat á þremur þáttum hennar (sam­fé­lags­á­hrif­um, efna­hags­málum og umhverf­is­á­hrif­um) leiðir í ljós að rekst­ur­inn í heild og áhrif hans eru með ábyrgum og við­hlít­andi hætti (til til­tek­inna ára). Fram að því er unnið að umbót­um, sem oft­ast þurfa sér­fræði­stoð. Ákveðin eru þol­mörk fyrir staði, stærri land­svæði eða héruð og þannig búin til mynd af því hverju sam­fé­lagið getur sinnt með reisn í ferða­þjón­ust­unni innan ramma sem rúmar aðra atvinnu­vegi og ofgerir hvorki sam­fé­lag­inu í heild né nátt­úr­unni. Enn er látið liggja að því að vöxtur ferða­þjón­ustu geti verið tak­marka­lít­ill. Enn sjást tölur um æski­legar 3 til 8 millj­ónir gesta á ári. Umræða um þol­mörk, hvað þá sjálf vinnan að mörkun þeirra, er allt of sein­fær og ómark­viss.

Fyrsta vand­aða þol­marka­grein­ing á ferð­manna­stað var unnin fyrir Þjóð­garð­inn á Þing­völlum vegna Silfru og ætluð þol­mörk (ár­angur met­inn og mörk end­ur­skoð­uð) nýtt til skipu­lagn­ingar þeirrar þjón­ustu og afþrey­ingar sem þar fer fram. Hún er dæmi um hvað unnt er að gera, og þarf að gera, hvort sem er fyrir allan þjóð­garð­inn, aðra staði og sam­fé­lög eða stærri land­svæði víða um land. Sjálf­bær ferða­þjón­usta verður ekki til með sjálf­virkum hætti.

Höf­undur er jarð­vís­inda­maður og fyrrum þing­maður VG.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar