Náttúrupassi, eða eigum við að segja; pössum náttúruna?

9555626958-b9587a5779-z.jpg
Auglýsing

Það er allt að verða brjálað vegna nátt­úrupass­ans og margir finna þess­ari hug­mynd allt til for­áttu og segja að allar aðrar hug­myndir séu betri. Þar eru helst nefnd til sög­unnar komu­gjöld eða gistin­átta­skatt­ur, og aðrir eru á því að fjár­mála­ráð­herra eigi ein­fald­lega að for­gangs­raða betur þeim tekjum sem greinin skilar í rík­is­kass­ann í þágu nátt­úr­unn­ar.

Ívar Ingimarsson. Ívar Ingi­mars­son.

Hags­muna­að­ilar ríf­ast og skamm­ast og Íslend­ingar berja sér á brjóst og segja að þeir muni aldrei borga fyrir aðgengi að land­inu sínu. Fyrr muni frjósa í hel­víti og þeir láti frekar loka sig inni en að greiða 500 krónur á ári næstu þrjú árin til að vernda landið sem þeim er svo annt um.

Auglýsing

Þetta er svo­lítið umræð­an.

Ég er einn þeirra sem er á því að komu­gjöld væru auð­veld­asti og ódýr­asti kost­ur­inn til að ná í pen­ing, ef það á að velja nýja leið til þess. Eðli­leg­ast þætti mér samt að ríkið myndi standa straum af þess­ari upp­bygg­ingu og þeir miklu fjár­munir sem ferða­þjón­ustan og íslensk nátt­úra skila inn í sam­fé­lagið yrð­u not­aðir í að passa upp á nátt­úr­una.

En allt af þessu virð­ist vera ómögu­legt, ófram­kvæm­an­legt eða ekki vilji til að gera.

Það er víst lög­fræði­lega ómögu­legt að setja á komu­gjöld vegna mis­mun­un­ar. Það gjald mun einnig þurfa að leggja á inn­an­lands­flug sem má nú varla við hækkun frá því sem nú er, en fyrir þá sem ekki þekkja til er almennt flug­far­gjald milli Egils­staða og Reykja­víkur 47.000 krónur og það er ekki þannig í dag að fólk bein­línis stökkvi til og skjót­ist suður með flugi til að fara í Hörpuna okkar til að sjá Bubba og Bó spila.

Ég er alla­vega til­bú­inn til að gefa nátt­úrupass­anum séns verði sú leið ofan á.

Bjarni (fjár­mála­ráð­herr­ann okk­ar) þarf að for­gangs­raða pen­ing­unum sem til eru í rík­is­kass­anum og þegar hann stendur frammi fyrir því að byggja nýja legu­deild á Land­spít­al­anum eða setja pen­ing í stíga­gerð, þá liggur ljóst fyrir að hann treystir sér ekki til að leggja pen­inga í stíga þó svo að ferða­þjón­ustan eigi skilið miklu stærri sneið af því opin­bera fé sem varið er til atvinnu­veg­anna. Honum til varnar þá á þetta senni­lega við um flesta sem standa frammi fyrir þess­ari ákvörð­un.

Af hverju ekki gistin­átta­skatt­ur?



En gistin­átta­skatt­ur, af hverju ekki gistin­átta­skatt­ur? Af hverju eiga hót­el, gisti­hús og tjald­stæði ein að sjá um að rukka inn skatt til að vernda nátt­úr­una? Hvað með rútu­fyr­ir­tæk­in? Ferða­skrif­stof­urn­ar? Flug­fé­lög­in? Og já alla Íslend­inga sem hafa notið þess vaxtar sem ferða­þjón­ustan og íslensk nátt­úra hefur fært þeim frá hruni? Pínu ósann­gjarnt er það ekki? Mér finnst það alla­vega sem gisti­húsa­eig­anda.

Nátt­úrupass­inn mun ekki verða full­kom­inn, en ég held að hann sé ekki eins ómögu­legur og margir vilja meina. Þetta er leið sem hægt er að koma á til­tölu­lega fljótt og svo mun tím­inn leiða í ljós hvort hann virkar eða ekki. Hvern­ing pass­anum mun ganga fer svo algjör­lega eftir því hvern­ing við tökum honum og hvernig við tölum um hann.

Það þarf að tala um passa sem verndar íslenska nátt­úru. Það verður að höfða til þeirra útlend­inga sem hingað koma um að þeir séu nátt­úru­vernda­sinnar með því að kaupa pass­ann, með því ­tryggi þeir að sú feg­urð sem þeir njóta hér­ verði áfram til stað­ar. Þá séu þeir einnig að kaupa sér ákveðna trygg­ingu, því Lands­björg mun fá ákveðna pró­sentu af inn­komu pass­ans.

Það mun ekki verða til nein alvöru ferða­þjón­usta allt árið um kring um allt Ísland án aðkomu björg­un­ar­sveit­anna, en það er sjálf­sagt ein­stakt í heim­inum hvern­ing þau sam­tök starfa og eru byggð upp af sjálf­boða­lið­um. Pass­inn er leið til að veita þeim aukið fjár­magn til að sinna þessu aukna hlut­verki.

Ég er alla­vega til­bú­inn til að gefa nátt­úrupass­anum séns verði sú leið ofan á. Því það versta sem gæti gerst er ef við gerðum ekki neitt.

Ég er til­bú­inn að borga 500 krónur á ári í þrjú ár, ekki til að fá aðgengi að land­inu mínu heldur til að vernda það. Íslensk nátt­úra er Ísland, það er hún sem gerir okkur að Íslend­ing­um. Það er hún sem gerir íslenskt eft­ir­sókn­ar­vert, það er hún sem selur og býr til störf í sjáv­ar­út­vegi, land­bún­aði, áliðn­aði og ferða­þjón­ustu. Hún á það skilið að við lítum eftir henni og mér finnst hún vera fimmtán hund­ruð króna virði.

Höf­undur er gisti­húsa­eig­andi og fyrr­ver­andi lands­liðs­maður í knatt­spyrnu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit
None